3 minute read

möguleika

Fj Lbreyttum Og

krefjandi framtíðarstörfum?

Advertisement

Kynntu þér grunnnám í félagsráðgjöf

Íslenska kvikmyndamenningin er mikil, íslendingar hafa lengi haft gaman af því að skrifa handrit og flytja þau, á einn eða annan hátt. Og það hefur ekkert breyst! Skyldir þú, kæri lesandi, vera forvitinn um nýjar íslenskar kvikmyndir er hér (að vísu skömmustulega stuttur) listi yfir nýlega íslenskar myndir og meira að segja ein mynd sem á enn eftir að sýna almenning. Fullkomið að geyma þennan lista fyrir næsta kvikmyndakvöld.

Íslenska hryllingsmyndin Órói verður komin út að útgefnu þessa blaðs. Það eru ekki ótal margar íslenskar hryllingsmyndir svo það er sennilega gaman fyrir alla kvikmynda-nölla að kíkja á hana en sérstaklega gott fyrir ykkur hryllingsmynda aðdáendur sem vilja skoða íslenskt horror. Á ferð með mömmu eftir Hilmari Oddssyni er í miklu umtali og er talin vera “instant klassík”. Algeng gaman/ drama íslensk mynd sem stendur upp úr með því að vera í svarthvítu og er fyndin með dýpt sem hægt er að kryfja, eða mynd með mikla dýpt og fyndnum blæ. Volaða land er hin fullkomna mynd fyrir þau ykkur sem kunnið að meta fallegar og myndrænar kvikmyndir.

Myndin sýnir ósnerta og fallega íslenska náttúru og er nokkuð fróðleg að vissu marki. Þessi mynd er fyrir þá einstaklinga sem hafa gaman af því að kryfja allt saman í myndum, frá því hvernig allt er tekið upp, hvað er í senunni og það sem er sagt eða ekki sagt.

Villibráð kom út snemma í ár og er handritið upprunalega ítalskt. Fyndin og djörf mynd sem skýtur aðeins á sambandsmenningu.

Gamanmynd leikstýrð af Hafsteini

G. Sigurðssyni, þekktur fyrir París Norðursins og Undir Trénu, verður frumsýnd 22. september 2023. Myndin kallast „Northern Comfort“ og er skrifuð af leikstjóra, Halldóra Laxness Halldórsson og Tobias Munthe.

Napóleonsskjölin byggt af samnefndri bók eftir Arnaldi Indriðasyni er tryllt spennu-mynd sem aðdáendur Arnaldar vilja ekki missa af.

Það er erfitt að skilja ekki eftir Berdreyma á þessum lista þó hún kom út í fyrra og verður eins árs 22. apríl næstkomandi. Hún hlaut Edduverðlaunina fyrir besta kvikmynd ársins og var einnig framlag Íslands til Óskarsverðlaunirnar og er myndin með margar aðrar tilnefningar og verðlaunir að baki sér.

1. Eftirfarandi lína er úr heimsfrægri kvikmynd um einstaklega ógnvekjandi ófreskju: „Þú þarft stærri bát“

A. Titanic (1997)

B. Jaws (1975)

C. Pirates Of The Caribbean: Dead Man’s Chest (2006)

2. Eftirfarandi línu segir Jake Gyllenhaal í mynd þar sem hann leikur mann í amalegu ástandi (þú mátt túlka það að vild): ,,Mottóið mitt er: ef þú vilt vinna í lottóinu þarftu að vinna þér inn peninga til að kaupa miðann.”

A. Nightcrawler (2014)

B. Stronger (2017)

C. Brokeback Mountain (2005)

3. Eftirfarandi línu má finna í kvikmynd eftir kvikmyndagerðarmanninn Wes Anderson: ,,Fólki getur verið ógnað af reiði þinni, hatri, stolti þínu eða ekki. En elskaðu á rangan hátt og þú munt lenda í mikilli hættu.”

A. Moonrise Kingdom (2012)

B. The Darjeeling Limited (2007)

C. The French Dispatch (2021)

4. Úr hvaða Bring It On mynd er eftirfarandi líka: „Courtney, þetta er ekki lýðræði, þetta er klappstýra.“

A. Bring It On (2000)

B. Bring It On: Again (2004)

C. Bring It On: All or Nothing (2006)

5. Hvaða karakter segir eftirfarandi línu í kvikmyndinni Pulp Fiction (1994): ,,Nú, ef þú afsakar mig, þá er ég að fara heim og ég mun fá hjartaáfall.”

A. Mia

B. Jules

C. Vincent

Banshees of Inisherin

Leikstjóri: Martin McDonagh

Handrit: Martin McDonagh

Leikarar: Colin Farrel, Brendan Gleeson, Kerry Condon, Barry Keoghan

The Banshees of Inisherin er svört tragíkómedía sem leikur sér að fáránleika mannlegrar hegðunar. Hún er einstök og frískandi á tímum þar sem kvikmyndir fylgja margreyndum formúlum og sækja sífellt í sömu sagnaheimana, helst í gróðaskyni. Kjarnaátök myndarinnar eru háð milli Pádraic og Colm á hinni drepleiðinlegu og tilbreytingarlausu Inisherin-eyju, en íbúar hennar virðast hafa ekkert að gera annað en að drekka á einu kránni frá klukkan 2 á daginn. Pádraic er „nice and kind“ en nokkuð einfaldur og óáhugaverður karakter. Besti vinur hans, Colm, kvíðir endalokunum og vill nýta sínar síðustu stundir til að semja tónlist sem héldi minningu hans á lofti um ókomna tíð. Hann reynir að slíta sambandi sínu við Pádraic án árangurs, þangað til að hótar að skera af sér fingur í hvert sinn sem Pádraic lætur hann ekki í friði. Eins og sést er þetta gjörsamlega bonkers söguþráður, en þessi sturlaða ákvörðun Colm ýtir undir fáránleikann í sögunni og drífur hana áfram á magnaðan hátt. Eiginlega er sturlaðra og fáránlegra að Pádraic taki ekki það ekki til sín og heldur áfram að reyna að sættast við fyrrum vin sinn, sama hversu marga fingur hann sker af sér. Sögusviðið er Írland árið 1923, á lokaspretti Írsku borgarastyrjaldarinnar, og því auðvelt að sjá hvernig

The Banshees of Inisherin gæti talist allegóría eða satýra um Írsku borgarastyrjöldina, hvernig tveir æskuvinir og nágrannar rífast, því einn vill skilja og hinn vill halda sambandi, en enda á að skaða sig og aðra þangað til allar sættir eru úti. Í gegnum myndina heyrast fallbyssuskot frá meginlandinu og sögusagnir af því hver myrti hvern en eyjafólkið á Inisherin skiptir sér ekki af því, líf þeirra gengur sinn vanagang. Myndin snertir á ýmsum þemum. Fáránleiki stríðs skýtur upp kollinum annað slagið í bakgrunni en sagan

This article is from: