
3 minute read
Hvernig á að eyða sumrinu
Það er vorlykt í loftinu og grasið er orðið aðeins grænna, eða er það kannski bara mosi? Það skiptir ekki öllu máli, málið sem er í huga flest allra er sumarið og þá sumarfríið. Eftir að hafa þraukað í gegnum lokaprófin er dæmigert að vilja hafa eitthvað planað fyrir fríið, en það getur reynst erfitt og jafnvel stressandi og á þetta ekki annars að vera stress-laust tímabil? Hér eru þó nokkrar hugmyndir sem ég vona innilega gagnist öllum lesendum.
Það er mikilvægt að taka fram að sumt á þessum lista krefst mikils tíma eða jafnvel peninga, sem gæti reynst ekki alveg raunhæft fyrir suma. Einnig spilar þetta svolítið í hvar þú býrð, hvað þú fílar, hvernig vinir þínir eru, fjárhagslega ástandið þitt og hvort þú sért með bílpróf eður ei.
Advertisement
• Það virðist of augljóst og kannski ertu búið að fá ógeð af því að fara alltaf í sund á sumrin sem krakki. En ég held því uppi að fólk fer ekki í sund eins og það gerði áður fyrr. Því er gott að fara á góðum sumardegi, eða ekki þá er minna fólk, og bleyta sig smá og skemmta sér. Sundmenningin á Íslandi er áberandi og er það þá dæmigert að fara í sund og geta hitt einhvern sem maður þekkir eða jafnvel einhvern nýjan. Og til þess að virkilega klára sundferðina yrði algjör klassík að næla sér í ís eftir á, sama um veðrið.
• Fólk elskar að vera með fíflalæti og haga sér aðeins eins og krakkar. Eflaust vekur sumarið margar barnæsku minningar fyrir marga svo það yrði án efa ljúft fyrir marga að leyfa sér smá kjánaskap. Þá með að spila fótbolta og bara almennt leika sér úti. Fyrir suma gæti þetta reynst vandræðalegt en hverju skiptir því máli hvað öðrum finnst þegar þú ert að hafa gaman og það er gott veður. Það er svo sjaldan hérlendis það er synd að láta skoðun annara hafa áhrif á hvernig við njótum okkur í góða veðrinu. Listinn af leikjum til þess að fara í úti sem inni er ótæmandi og einnig gæti þetta verið skemmtilegt umræðuefni meðal vina.
• Nú er að koma sumar og sjaldan er vegum lokað vegna veðurs, því má búast við að viðburði verða að finna um land allt! Því er algjör snilld, skyldi það ekki hafa hvarflað að yður, að fara með vinum í roadtrip. Þessi hugmynd er svoleiðis þríþætt. Að því leyti að A) Roadtrip með vinum er í sjálfri sér geggjað gaman og fullkom- ið til þess að gera um sumrin en svo má það einnig vera B) Roadtrip að tónleikum eða tónlistarhátíðar eða C) Roadtrip til að tjalda.
A) Hér þarf fjárhagsleg skynsemi og almenn skynsemi að vera til staðar. Ég ætla ekki að telja upp umferðarlög fyrir ykkur bara mjög mikilvægt að vera skynsöm! Vegir liggja til allra átta, svo margt spennandi sem maður getur lent í ef maður gefur sér tímann í það.
B) Skyldir þú vera einn af þeim 137,618 einstaklingum sem búa á höfuðborgarsvæðinu þarftu ekki endilega að ferðast langt fyrir tónlist í beinni, ekki nema þú vilt það. Fyrir þá einstaklinga sem búa þar sem tónleikar eru fátíðir væri gaman að gera skemmtilega ferð að staðnum sem tónleikar eru haldnir og slá tvær flugur í einu höggi. Það er gott að vera vakandi fyrir gigg nálægt sínu bæjarfélagi, hver veit nema næstu Grýlurnar eða Stuðmenn deila bæjarstjóra með þér og er með gigg í sumar?
C) Maður fær aldrei nóg af íslensku náttúrunni og í roadtrip geturu séð svo ótal margt fallegt. En það er gott að geta staðið um stund og virkilega leyft sér að anda inn fersku loftinu og fegurðinni. Ef þú og vinir þínir hafa tök á því að spara smá til þess að borga fyrir tjaldsvæði og eiga einhver tjöld sem eru sjaldan notuð er það frábær hugmynd að koma sér einhvers staðar fyrir. Ef það virkar óraunhæft eða ykkur lýst ekki á það, þá er það eldgömul hugmynd að einfaldlega tjalda í garðinum hjá einhverjum. Bensínkostnaður er sennilega enginn og ekkert tjaldsvæði gjald.
Skyldi það vera eitt af þeim fáum góðum sumar dögum sem við fáum á þessari litlu eyju og þú og vinir þínir eru í réttu stuði, er oft lítið fram hjá því að fara í lautarferð. Það þarf nú ekki að leita langt til þess að framkvæma þetta, bara í næsta almenningsgarði hjá þér, eða jafnvel í eigin garði. Svo er hægt að breyta aðeins til og haft þemu, lita þemu eða hvað sem yður þóknast. Fátt jafn gott og góður félagsskapur og gott veður.
Listinn er ekki tæmandi og því meira sem líður að sumrinu munu hugmyndir eflaust sprettast upp í huga þinn. Muna bara að setja á sig sólarvörn og skemmta sér fallega! Gleðilegt sumar!