2 minute read

Hvað veist þú um kvikmyndir?

Next Article
möguleika

möguleika

Þekkir þú þessar línur eftir að þær hafa verið beinþýddar á Google Translate?

"

Advertisement

Embla Waage

Hvenær horfðir þú síðast á heila kvikmynd? Það telst ekki með ef þú varst í símanum á meðan eða spjallaðir við góða vini. Kannski horfir þú reglulega á kvikmyndir og ert hálf móðgað að ég skyldi yfir höfuð saka þig um svoleiðis misferli. Kannski ertu með virkan Letterboxd aðgang og ert jafnvel sjálfskipað cinephile? Á hvorum enda rófsins sem þú ert, þekkir þú líklega einhverjar af frægustu kvikmyndalínum allra tíma.

Við vitum til að mynda flest öll hvað Svarthöfði sagði við Loga Geimgengil í Stjörnustríði. En hvað þekkir þú mikið í raun og veru? Taktu prófið fyrir neðan og kannaðu hvort þú gætir unnið Óskarinn í kvikmyndakunnáttu! Til þess að gera þetta örlítið flóknara hafa kvikmyndalínurnar verið þýddar frá ensku yfir á portúgölsku, og þaðan yfir á íslensku á forritinu Google Translate. Gangi þér vel!

er fyrst og fremst hugleiðing um einmanaleika, góðmennsku og tilgang lífsins, hvað merkir að skilja nokkuð eftir sig og hvað er mikilvægast í lífi hvers og eins. Þá vísar titillinn í banshees, írskar þjóðsagnaverur, en ef maður heyrir öskur einnar slíkrar er dauði manns á næsta leyti. Allar aðalpersónur sögunnar glíma við einmanaleika og fábreytni eyjunnar á sinn hátt, eiginlega er engin sem gerir það á fullkomlega heilbrigðan hátt. Siobhán, systir Pádraic, er sú eina sem virðist vera skynsöm og eini karakter myndarinnar sem er læs á eigin tilfinningar og annarra.

Almennt myndi ég segja að Banshees of Inisherin sé flott mynd, vel leikin. Að vísu, þarf að horfa á myndina með opnum huga og kunna að meta absúrdið í karakterunum og söguþræðinum. Hún er ekki fullkomlega raunsæ og reynir ekki endilega að vera það. Skilaboðin eru mikilvægari en skynsemin. Það kristallast kannski best að Colm, sem vill eyða sínum síðustu stundum við tónlist og fiðluna sína, sker af sér fingurna á vinstri hendi. Hann eiginlega skemmir mest fyrir sjálfum sér (í fyrsta lagi með því að skera af sér fingurna, að sjálfsögðu). Þó að hann sé látinn í friði getur hann ekki spilað á fiðluna. Þetta er að sjálfsögðu tákn fyrir fáránleika stríðs og illdeilna, sem er self-defeating í sjálfu sér. Hann getur svosem samið tónlist hvort sem hann getur spilað hana sjálfur eða ekki, en þetta eina truflaði mig helst við myndina, þar sem þetta er í ósamræmi við markmið Colm sjálfs. Þarna eru skilaboðin yfirsterkari markmiðum sögupersónanna sjálfra, en það fer kannski eftir áhorfandanum hvort það þjóni myndinni eða ekki.

Í heildina litið er Banshees of Inisherin góð mynd og fjallar um gömul málefni á nýstárlegan og grípandi hátt. Aðalleikararnir léku vel og kvikmyndatakan sjálf er meistaraleg. Mæli með fyrir áhugasama kvikmyndarýnara ef þið hafið ekki séð hana nú þegar.

Hvað þýða svörin?

0-1 Rétt svar Þú hefur líklega séð fleiri en eina kvikmynd á ævi þinni.

2-3 Rétt svör Þú hefur líklega séð töluvert mikið fleiri en eina kvikmynd á ævi þinni.

4-5 Rétt svör Ég trúi ekki að þú hafir svindlað á könnun í Framhaldsskólablaðinu.

This article is from: