
1 minute read
Framhaldsskólablaðið

Haraldur Þorleifsson
Advertisement

Viðtal við íslenskan athafnamann og fyrrum menntskæling. Rætt er um framhaldsskólaárin, fyrirtækið Ueno, tilvonandi plötu Önnu Jónu Sonar, myndasögur og margt fleira.
Síða 10

Sæl og heil, kæru lesendur
Hækkandi sól og hækkandi hitastig boða skemmtilega tíma, partí og ferðir út á land, en líka sumaratvinnuleit og komandi prófastress.
Þá er gott að grípa eitt Framhaldsskólablað á ganginum, renna kannski yfir viðtal við kónginn sjálfan, Harald Þorleifsson, skoða myndaseríur og páskauppskriftir eða kynnt þér Hitt húsið í Elliðaárdalnum og starfsemina sem það hefur upp á að bjóða. Svo er spurning, hvaða íslenzki rithöfundur værir þú og hvernig ferðafélagi ertu? Þetta og margt fleira í fjórða tölublaði skólaársins!