2 minute read

Hvað er erfitt við að vera ungur?

Mér finnst erfitt að vera ungur. Ég er með minni stjórn á mínu eigin lífi heldur en þeir fullorðnu og ég veit ekkert. Sem barn fannst mér gaman að vita ekki hluti, því þá gæti ég lært eitthvað nýtt. Núna líður mér illa þegar mér skortir upplýsingar og reynslu. Mér líður eins og óvirkur hlekkur í samfélaginu sem stuðlar á visku annara. Mér langar til þess að vera sjálfstæður, en ég veit samt að ég eigi ekki tökin á því. Ég þrái reynslu og upplifanna. Ég þrái þess að vita og skilja. Mér finnst ég vera óviti þegar ég tala við fólk sem er eldri en ég. Sem ég er náttúrulega. Ég veit eiginlega ekkert. Bara alls ekki neitt. Vit á víst að koma með aldrinum, en ég nenni samt ekki að bíða. Mér finnst að 90% af því að vera unglingur sé að bíða og að hin 10% séu að líta út eins og kjáni. Það er smá þreytandi að fylgjast með samfélaginu án þess að geta haft mikil áhrif á það. En ég ætti samt ekki að vera að kvarta. Að vera ungur er forréttindi. Að vera ungur á Íslandi eru mikil forréttindi. Margir myndu gera hvað sem er til þess að vera ungir aftur. Aðrir fá ekki einu sinni að vera ungir. Einhverstaðar úti í heimi er manneskja á mínum aldri sem hefur þurft að vera fullorðinn í mörg ár. Svo eru margir sem komast aldrei á þennan aldur, deyja sem börn. Ég er afskaplega heppinn. Ég fæ rýmið til þess að vita ekkert og mér er heimilt að vera smá kjáni stundum. Þetta gæti verið einn af bestu tímum og stöðum sem ég gæti verið ungur á. Mín vandamál við æsku er að vita, skilja og gera lítið. Aðrir fá svo miklu minna.

Í raun er smá heimskulegt að setja viðmið um erfiðleika líftímabils. Það er erfitt að vera lifandi. Þetta á ekkert eftir að vera auðveldara þegar ég verð eldri. Vandamálin breytast bara. Kannski er þetta ekki um hversu erfitt eitthvað gæti verið, heldur hvað gerir það erfitt og hvernig hægt er að laga það. Ef ég sit hér og hugsa út í hversu bágt ég á, hversu erfitt það er að vera ég, þá mun ég aldrei þróast og komast yfir vandamálin mín.

Advertisement

Ég veit ekki hvað annað ég gæti sagt um að vera unglingur. Ég þarf að skilja peninga núna?

Það er frekar þreytandi. Þegar ég var yngri þá var peningur bara eitthvað sem þú annað hvort ættir eða ættir ekki. Núna þarf ég að skilja hvernig ég get aflað mér pening, hvernig er skynsamlegt að nýta sér pening, hvar ég geymi pening og afhverju ég þarf pening yfirhöfuð. Ég hata pening. Hann er óþolandi og fyrir. Ég skil að mestu leyti afhverju við þurfum hann en ég væri líka til í að prófa peningalaust samfélag. Fjármál eru boooriiiiing.

This article is from: