
1 minute read
Nestilofsöngur
Ég hef verið í menntaskóla í næstum því tvö ár núna. Eins og flestir aðrir framhaldsskólanemar hef ég þurft að borða allan þennan tíma. Til eru ýmsar lausnir við því vandamáli. Margir menntaskólar bjóða upp á fínasta mötuneyti eða búa í grend við staði þar sem er hægt að kaupa sér mat. Ég hef hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að það sem hentar mér langbest er að koma með nesti. Þó að nesti sé vissulega ódýrt og jafnvel smá skemmtilegt þá er það soddan vinna en hér með kynni ég mína leið til þess að vera gellan sem er alltaf með nesti.
Excel skjalið
Advertisement
Í upphafi skólaársins þá kannaði ég skóladaga-
Framhaldsskólablaðið
4. tölublað, skólaárið 2022/23 talið og taldi allar þær vikur þar sem ég myndi vera í skólanum og gerði excel skjal þar sem ég setti inn vikurnar og hvað ég myndi hafa með mér í hádegismat þá vikuna. Þetta sparar töluverða hugmyndavinnu í framtíðinni.
Hugmyndir að nesti Það er hægara sagt en gert að velja hvað maður á að borða. Sérstaklega ef maturinn er to-go. Einfaldasta svarið er pasta. Það er hægt að finna milljón pastasósu-uppskriftir og búa til milljón í viðbót í hausnum á sér. Síðan þarf bara að setja það í eitt box og vonast til þess að finna gaffal einhversstaðar. Annað svipað fyrirbæri er kartöflur. Þær eru guðdómlega sveigjanlegt fyrirbæri sem er hægt að búa til margar uppskriftir úr til þess að fylla kvótann.
Undirbúningsdagurinn
Það er sniðugt að hafa einn eða tvo dag fastan í vikunni sem er tileinkaður nestisgerð. Ég persónulega geri nestið mitt fyrir alla vikuna á sunnudegi. Sum gætu kannski til dæmis séð um þetta bæði á sunnudegi og miðvikudegi. Þá fer ég út í búð og kaupi þau nauðsynlegu hráefni sem mig vantar. Síðan elda ég máltíð sem passar fyrir fimm manna fjölskyldu vegna þess að ég í fimm daga eru fimm manneskjur. Það er gott ráð að setja allan matinn í eitt risa-box og skammta svo daglega í ferðaboxið.

Snarl
Það er mjög stórt verkefni að klára heilann skóladag. Það er því oft nánast nauðsynlegt að fá sér möns milli mála. Það er alveg sniðugt að hafa það í huga við nestisgerðina svo maður geti undirbúið það líka. Þessi aðferð er að sjálfsögðu bara ein aðferð til þess að borða. Það þarf líka ekkert að gera þetta allar vikurnar. Ætlunin er að sjálfsögðu að gera lífið sitt einfaldara en ekki metnaðarfyllra. Excel skjal hljómar kannski eins og eitthvað sem dúxar og bókarar eiga bara að hafa áhyggjur af en þetta er ágætasta leið til þess að lifa af þau ár sem maður er í námi. Adios.
