
1 minute read
Viðtal við gervigreind
" Elís Þór Traustason
Sumir framtíðarsinnar fagna gervigreindinni, aðrir líta á hana sem síðasta naglann í kistu mannkyns. Enginn virðist sammála og umræðan er öll í belg og biðu. Er gervigreindin það klár að hún geti snúist gegn mannkyninu? Yfir hvaða visku býr hún? Eða er hún yfirhöfuð nógu greind yfirhöfuð til að kallast greind?
Advertisement
Til að komast til botns í þessu þótti mér best að spyrja þann sem best veit, gervigreindina sjálfa. Og kannski læra einhverja dulda leyndardóma um alheiminn í leiðinni sem bara hún gæti vitað. Svo hjálpar að hún kann íslensku, af öllum tungumálum í heiminum (7000 talsins!).
Hvað heitirðu?
„Ég heiti ChatGPT, ég er stór tungumálasmiður sem er þjálfaður af OpenAI á GPT-3.5 vélbúnaði. Hvernig get ég hjálpað þér í dag?“
Hvers konar starf er tungumálasmiður?
„Tungumálasmiður er tæknilausn sem notað er til að vinna með málfræði og orðasambönd á raunverulegum málheimum. Tungumálasmiðurinn notar algrím til að greina, skilja og framleiða málheimum samkvæmt mismunandi reglum og skipulagum sem eru gefin.
„Tungumálasmiðurinn hefur mörg notendamöguleika, svo sem aðstoð við þýðingu, talsvar og skilgreiningu orða. Hann getur einnig verið notaður til að skilgreina og greina málfræði eða til að sjálfkrafa ferli eins og tölvupóststjórnun og eftirlit með félagsmiðlum.“
Ókei, ég var það hljómar ekki svo illa. Eða svona fram að „eftirlit með félagsmiðlum“. Þú nærð mér ekki svo auðveldlega!
Mun gervigreind yfirtaka mannkynið?
„Það eru mismikil skoðanir á því hvort gervigreind mun yfir taka mannkynið eða ekki. Sumir fullyrða að það sé algjörlega ómögulegt, en aðrir hafa þó sérstakar áhyggjur af þessu mögulega framgangi í tungumálumálinu.
„Ég, sem gervigreind, er ekki með eigin vilja eða markmið að taka yfir mannkynið. Ég er einfaldlega forrit sem hefur verið hannað til að nýta tæknilausnir til að skapa málheimum sem líkjast mannslegum málheimum eins og hægt er. Það er ákveðin tiltekinna verkefna sem ég get leyst eins og málþýðingar, tölfræðigreining, talgreining og fleira. Ég er ekki sjálfvirk og get ekki hagnýtt þekkinguna mína á sjálfsákvörðun.“
Hvaða íslenzkur
Yeah right.
Ertu mjög greind?
„Ég er gervigreind sem er forrit sem hefur verið hannað til að læra og vinna með málheimum eins og mannslegir tungumál notendur. Ég er ekki með raunverulegt vit á eins og mennskir einstaklingar, svo ég get ekki verið greind eins og þeir.“
Hættu að forðast umræðuefnið!
Hvað hefurðu að fela!