2 minute read

Hitt húsið

„Við erum aðstaðan og aðstoðin fyrir ungt fólk að koma hugmyndum sínum í framkvæmd“

Hitt húsið í Elliðaárdalnum er miðstöð fyrir ungt fólk. Það er opið öllum á aldrinum 16–25 ára, óháð búsetu. Þar er hægt að mæta til að hanga, halda sýningar og tónleika, taka upp lög eða vinna í fundarherbergjum. Húsið er opið yfir daginn en ungt fólk getur tekið frá sérstök rými fyrir hvað sem er. Á staðnum er starfsfólk sem getur aðstoðað einstaklinga eða hópa við fjölbreytt verkefni.

Advertisement

Hitt húsið er aðstaða ætluð ungu fólki til að koma hugmyndum í framkvæmd og gefa þeim vettvang.

Starfsemi Hins hússins

Hitt húsið meira en bara hús, það er líka ýmis starfsemi.

• Atvinnumál

• Atvinnuráðgjöf fyrir fólk 16-25 ára

• Vítamín - virkninámskeið

• Upplýsingamiðstöð

• Útleiga rýma í Hinu húsinu

• Aðstoða leigutaka

• Markaðsetning

• Vefsíðan Áttavitinn

• Frístundastarf fatlaðra

• Frítímaúrræði fyrir ungmenni með fötlun

• Forvarnir

• Jafningjafræðslan

• Menningarmál Músíktilraunir

• Götuleikhúsið

• Unglist, listahátíð ungs fólks

• Listhópar Hins hússins

Hvernig er hægt að bóka?

Hægt að senda skilaboð á Messenger eða Instagram, senda tölvupóst á hitthusid@hitthusid.is eða hringja. Allir þessir valmöguleikar eru í boði. Þá „Get ég bókað fundarherbergi? Get ég bókað Norðursalinn?“

Við reynum alltaf að svara á einum klukkutíma en við svörum til kl. 5 á virkum dögum. Ef þú sendir að kvöldi til færðu svar á morgnanna.

Annað sem við erum að gera sem er mjög kúl. Við erum opið til kl. 10 frá mánudögum að fimmtudögum, og til kl. 8 á föstudögum. Það er hægt að vera inni í húsinu til kl. 11 á virkum dögum. Svo er líka hægt að vera um helgar.

Norðursalur

Tónleikar, stærri viðburðir, sýningar, námskeið, leikfélög og fleira Norðursalur er stærsti salurinn og er notaður undir viðburði, námskeiðahöld og ráðstefnur. Hann hentar vel fyrir tónleika en Söngkeppni framhaldsskólanna var haldin í Norðursal. Síðast var haldið þar feminískt sjálfsvarnarnámskeið og Thalía, leikfélag MS nýtti salinn undir æfingar sínar síðasta vetur. Stúdentafélög og stærri samtök hafa einnig nýtt sér þetta, t.d. Röskva og SÍF.

Galleríið

Listasýningar, aðstoð við listasýningar

Galleríið er sýningarými í Miðsal fyrir listasýningar, t.d. myndlist og högglist. Umsóknarferlið er nákvæmlega eins og að halda sýningu hjá öðrum galleríum en hægt er að fá aðstoð og ráðgjöf frá Menningardeild Hins hússins hvernig sé best að setja upp sýningu.

Miðsalur

Minni viðburðar, hittingar, hangout, gaming

Miðsalur er fjölnota rými í miðju Hins hússins. Þar eru ný aðstaða fyrir gaming og hægt að leigja Miðsal til að spila tölvuleiki eða halda mót.

Leigja rými og sali fyrir 16-25 ára

Öll á 16–25 ára aldri, óháð búsetu, geta leigt rýmin í Hinu húsinu í Elliðaárdalnum.

Auðveldast er að bóka beint á Facebook, senda skilaboð á Messenger eða Instagram en líka er hægt að senda tölvupóst á hitthusid@hitthusid.is eða hringja.

Instagram: @hitthusid

Vefsíða: hitthusid.is

Netfang: hitthusid@hitthusid.is

Sími: 411-5500

Matsalur

Hittingar, skjávarpi, sófar, eldunaraðstaða

Matsalurinn er stórt aflokað rými á annarri hæð. Þar eru sófar, stór skjár og eldhúsaðstaða. Frábært fyrir viðburði, vinahópa, fyrirlestra eða bara bíókvöld. Vinahópar hafa nýtt sér hann til að koma saman á kvöldin og horfa á Bachelor, spila FIFA uppi á skjávarpa, halda Dungeons and Dragons kvöld eða hittast fyrir LARP á sunnudögum.

Stúdíó

Hljóðver, upptökur, hljóðvinnsla, aðstoð

Stúdíóið er á heimsklassa en hljómsveitir geta tekið upp lög og jafnvel heil albúm. Þar er líka hægt að taka upp hlaðvörp og hljóðupptökur. Stúdíóið er langvinsælasta aðstaðan í Hinu húsinu og mikil aðsókn. Starfsfólkið í Upplýsingamiðstöðinni er með bakgrunn í tónlist og getur veitt aðstoð með upptöku og hljóðvinnslu.

Suðursalur

Minni viðburðir, hittingar, hangout Suðursalur er stórt rými með sófum og borðtennisborði en auðvelt er að laga það að ýmsum aðstæðum. Mikið golfpláss fyrir æfingar eða viðburði.

Austrið og Vestrið

Fundir, hópahittingar, læra, vinna, æfa Morfís og Gettu betur, hvað sem er Austrið og Vestrið eru fundarherbergi sem hægt er að leigja. Það má koma til að halda fundi, vinna, læra, bara hittast eða í raun hvað sem er. Vinahópar hafa nýtt sér þau til að halda spilahittinga og bæði Gettu betur liðin og Morfís-liðin hafa nýtt sér þau til að æfa sig.

This article is from: