Framhaldsskólablaðið: tb.5 2021-2022

Page 1

Tungumálið er lykill að því að skilja menninguna

Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifaði bókina Árstíðir og mun gefa út nýja bók, Dagatal, í vor.

Bækurnar innihalda fjölbreyttar örsögur sem eru ætlaðar til kennslu

í íslensku sem annað mál. Sögurnar hafa verið notaðar til kennslu víða enda áhugi á íslensku mikill, bæð hér sem erlendis. Hugmyndina

fékk Karítas í MA-námi í ritlist en hún stundar nú doktorsnám við Háskólann í East-Anglia.

Bls. 24

5. tölublað skólaárið 2021-2022 • Gefið út af Sambandi íslenskra framhaldsskólanema • Dreift frítt í alla framhaldsskóla landsins MAÍ 2022 Bls. 7 Bls. 21 Bls. 8 Bls. 16 14 Latnesk spakmæli Hvað ertu? KEIKÓ Frestunarárátta

Ávarp ritstjórnar

Kæru framhaldsskólanemendur. Við kynnum hér með stolti fimmta (og síðasta) tölublað Framhaldsskólablaðisins á þessu líðandi skólaári! Við mælum eindregið með því að þið brjótið upp prófalestur eða verkefnavinnu með einu brakandi fersku eintaki. Hér finnst eitthvað fyrir alla; hvort sem þið viljið glugga í viðtal um hljómsveitina KEIKÓ, komast að því hvaða smokkur þú ert eða einfaldlega leysa krossgátu í friði. Við þökkum ritstjórninni okkar fyrir gríðarlega vel unnin störf og frábærar greinar. Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar!

Bréf til lesanda

Sæll/Sæl/Sælt kæri lesandi, Þetta bréf er sérstaklega stílað á þig! Þannig er mál með vexti að vorönnin fer að klárast og verður þetta tölublað það seinasta á skólaárinu 2021-2022. Því þökkum við í ritnefndinni innilega fyrir okkur.

Áður en það kemur að kveðjustund viljum við benda á að næsta haust býðst nemendum að sækja um sæti í ritnefndinni. Hér fyrir neðan er tilviljunarkenndur listi af nokkrum kostum þess að skrifa fyrir Framhaldsskólablaðið:

1. Þú getur tekið viðtöl við fólk sem þér finnst svalt án þess að vera óþæginlegasta manneskja í heimi. Þetta virkar! Þú bara sendir línu á samfélagsmiðlum á borð við ,,Hæ, ég er penni hjá Framhaldsskólablaðinu og var að velta fyrir mér…” Allt komið! Fólk er yfirleitt til í að koma í viðtal. Áður en þú veist af situr þú andspænis fyrirmyndinni þinni og spyrð þau: ,,gætir þú kynnt þig stuttlega?”.

2. Þú kemur frá þér hugmyndunum sem enginn í kringum þig nennir að hlusta á. Er þetta líka fólk sem les blaðið? Já. Er það aukaatriði? Að sjálfsögðu.

3. Þú kynnist nýju fólki! Það er staðreynd að besta fólkið skrifar fyrir Framhaldsskólablaðið;)

4. Þú lærir ný vinnubrögð, þetta lítur vel út á ferilskrá o.s.frv. Þið vitið, allir þessir kostir við að taka þátt í félagsstarfi.

5. Þetta er góð leið til þess að brjóta upp daginn Skóli, borða, sofa, göngutúr, rúnta; hvað á unglingurinn að gera til að verða ekki vitstola í amstri dagsins? Ímyndaðu þér: þú skrifar hugleiðingu um uppáhalds Noccoin þinn eða býrð til glórulausa persónuleikakönnun. Kannski skrifar þú smásögu eða deilir pólitískum skoðunum þínum. Þetta eru engin geimvísindi, en þetta eru strangheiðarleg störf. Áður en þú veist af heldur þú á útprentuðu eintaki blaðsins. Þvílík alsæla.

Í stuttu máli finnast margar ástæður þess að sameinast ritnefnd okkar á næsta skólaári. Ef þú hefur áhuga skaltu ekki hika við að hafa samband við embla@neminn.is eða elis@neminn.is!

staðreyndir um Háskóla Íslands 1

1. Háskóli Íslands var stofnaður 17. júní árið 1911 á 100 ára afmæli Jóns Sigurðssonar þegar Prestsskólinn, Læknisskólinn og Lagaskólinn sameinuðust. Þessir þrír skólar urðu hver að sinni deild, ásamt því að fjórðu deildinni, heimspekideild, var bætt við.

2. Fyrstu árin starfaði Háskóli Íslands í Alþingishúsinu við Austurvöll. Hann fluttist í Aðalbygginguna frægu árið 1940. Í dag eru mörg húsakynni notuð utan starf skólans, flest nálægt Aðalbyggingunni gömlu í við Sæmundargötu.

Framhaldsskólablaðið

5. tölublað, skólaárið 2021/22

3. Fyrsta skólaárið 1911-1912 voru nemendurnir 45, þá 44 karlar og ein kona.

4. Í dag eru um 14.000 nemendur við Háskóla Íslands, í grunn-, meistara- og doktorsnámi.

5. Háskólinn skiptist upp í 5 svið og 26 deildir

6. Vorið 2021 brautskráðust (útskrifuðust) 2.548 nemendur úr grunn- og framhaldssnámi.

7. Nýjasta bygging háskólans er Hús íslenskunnar. Einnig hefur háskólinn

keypt Bændahöllina eða Hótel Sögu sem á að verða að stúdentagörðum og kennsluhúsnæði fyrir Menntavísindasvið.

8. Kennaraháskólinn, stofnaður 1. júní 1908, sameinaðist Háskóla Íslands á aldarafmæli sínu, 1. júní 2008, og varð að Menntavísindasviði. Enn í dag er Menntavísindasvið staðsett í Stakkahlíð, gömlu húsakynnum Kennaraháskólans, en á að flytjast í Bændahöllina.

9. Rektor Háskóla Íslands er Jón Atli Benediktsson. Fyrsti rektor Háskóla

Útgefandi: Samband íslenskra framhaldsskólanema Útgáfustjóri: Sólrún Freyja Sen Umbrot og hönnun: Jónas Unnarsson Prentun: Landsprent.

Íslands var Björn M. Ólsen, líka alþingismaður og kennari við skólann. Fyrsti og eini kvenkyns rektor HÍ var Kristín Ingólfsdóttir, lyfjafræðiprófessor, frá 2005 til 2015 þegar núverandi rektor tók við.

10. Skjaldarmerki skólans er höfuð Aþenu, gyðju visku og herkænsku í grískri goðafræði. Merkinu var breytt á 110 ára afmæli skólans (árið 2021) en gamla merkið bar einnig áletrunina Sigillum Universitatis Islandiae sem merkir Skjaldarmerki Háskóla Íslands á latínu.

2 | Framhaldsskólablaðið M AÍ 2 022
Elís Þór Traustason Ritstjóri Embla Waage Ritstjóri Gabriella Sif Bjarnadóttir Katrín Valgerður Gustavsdóttir Ingveldur Þóra Samúelsdóttir Salka Snæbrá Hrannarsdóttir Sif Egilsdóttir Leiðari Fólkið á bak við blaðið Ísak Hugi Einarsson " Embla Waage

PPíratar Píratar íratar

Heiðarleg stjórnmál! Heiðarleg stjórnmál! Heiðarleg stjórnmál! xP Dóra Björt Guðjónsdóttir Dóra Björt Guðjónsdóttir 1. sæti Píratar Reykjavík 1 sæti Píratar Reykjavík piratar.is/reykjavik piratar is/reykjavik

Nýttu kosningaréttinn þinn (aftur)!

" Elís Þór Traustason

Bráðum verða sveitastjórnarkosningar í sveitafélögum landsins. Stór hluti ykkar, lesenda, er kominn á kosningaraldur og þið getið haft áhrif á komandi sveitastjórn næsta kjörtímabils.

Það hljómar kannski ekki spennandi að pæla í sveitarstjórnarkosningum. Þras um Borgarlínu og flugvöll í Reykjavík, útsvar í Garðabænum og hreinni götur á Ísafirði hljóma kannski ekki sérstaklega spennandi og það getur reynst hreint út sagt kvöl að sitja undir ræðu fjarskylda frændans eða rasísku ömmusysturinnar um biðlista eftir leikskólaplássi, þéttingu byggðar, ómokaðra gatna eða vegakerfið.

En þessi umræða er mikilvæg. Stórar ákvarðanir eru teknar í sveitastjórnarmálum sem munu hafa gríðarleg áhrif á framtíð ykkar. Við, unga fólkið, þurfum að lifa með afleiðingar þessara ákvarðana, við sitjum uppi með það deiliskipulag sem eldri kynslóðir teiknuðu og við sitjum uppi með þá þjónustu sem við hljótum. Við erum þau sem munum nota þessa þjónustu í lífi okkar, við verðum þau sem þurfum að kaupa þessar íbúðir sem á að byggja, hvar sem þær lenda, og við eigum rétt á að sýna hvað við viljum. Viljum við að eldri kynslóðir, sem ólust upp með allt aðrar áherslur, lífsgildi og samfélag en við, ákveði einfaldlega framtíð okkar fyrir okkur? Nei, við verðum að sýna það með lýðræðislegri þátttöku okkar. Auðveldasta og skilvirkasta leiðin til þess er einfaldlega með því að kjósa. Ég mæli með því að skrifa niður þrjá hluti sem skipta ykkur mestu máli í skipulagsmálum. Er það umhverfisstefna sveitarstjórnarinnar? Er það að laga almenningssamgöngur? Viljið þið borga minna í skatt eða viljið þið betri þjónustu? Viljið þið byggja þéttar eða dreifðar? Eða mitt á milli? Viljið þið getað hjólað í skólann? Viljið þið geta búið nálægt þjónustu þegar þið kaupið íbúð í framtíðinni eða langar ykkur að búa í einbýlishúsi á Kjalarnesi? Viljið þið geta flogið auðveldlega út á land eða byggt 18.000 íbúða byggð í Vatsnmýrinni? Viljið þið lest til Keflavíkur?

Það er úr nógu að velja. Þegar þið hafið skrifað niður þessa þrjá hluti, hverjir svo sem þeir eru, farið þið á vefsíður flokkanna. Skoðið hvaða áherslur þeir hafa og veljið þá sem ná best utan um ykkar áherslur. Auðvitað megið þið kynna ykkur þá betur en þetta er bara skjót leið til að dýfa tánum í sullið sem sveitarstjórnarmál eru án þess að sökkva sér í það. Kynnið ykkur stefnur helstu flokkanna, ekki bara þeirra sem foreldrar eða vinir ykkar tala mest um. Það tekur ekki meira en einn klukkutíma að skoða þá helstu en þið getið þá gengið til kjörstaðar. Kosningarréttur er ekki sjálfsagður, nýtið hann. Kjósið!

Hvaða sumarvinna hentar þér?

(Fyrir þau örvæntingarfullu)

" Elís Þór Traustason

Ææ, elsku besti lesandi. Gleymdirðu að sækja um sumarvinnu? Eða er Alfreð bara skítaforrit eins og alltaf? Fyllistu ótta gagnvart tóma veskinu og rauða mínusnum á bankareikningnum? Eða kvíðirðu fyrir sumri sem einkennist af iðjuleysi og einmanaleika þegar allir vinirnir eru að vinna samfélagslega mikilvæg og sæmilega borgandi störf? Ertu nógu örvæntingarfull/t/ur til að taka að þér næstum hvað sem er?

Taktu spurningalistann til að finna út hvaða sumarstarf hentar þér best. Hatarðu fólk?

A. Já

B. Frekar

C. Þess vegna er ég hérna

D. Meira en allt annað

Hatarðu þig sjálfa/stjálft/sjálfan?

A. Já

B. Já

C. Já

D. Já

Hver er þinn helsti ótti í vinnunni nýju?

A. Köngulær

B. Hár í niðurföllum

C. Allt

D. Unglingarnir

Býður starfið upp á félagslega einangrun?

A. Já, en ég lowkey fíla það

B. Já, og ég hata það

C. Já, en það er ekki það versta

D. Nei, en það er það versta Færðu vel borgað?

A. Nei

B. Ekkert sérstaklega

C. Alveg vel

D. Aldrei nógu mikið Finnst þér stundum kósí í vinnunni?

A. Jájá, kemur fyrir

B. Jájá, það getur verið næs

C. Aldrei

D. Þegar það er þögn Hvað er helsta vandamálið sem þú þarft að díla við?

A. Rigning

B. Gamalt fólk og börn

C. Deyja ekki

D. Fólkið sem ég vinn með

A. Garðyrkja

Rigningin hefur bleytt hvern þráð í fötunum þínum, hvern fersentimetra húðarinnar og lekur inn augun. Hendurnar, kaldar og þvalar, klístrast við götótta og alltof stóra garðyrkjuhanskana þína. Mold á öllu. Mold yfir öllu. Allt er mold.

Heyrnartólin þín glymja, þú reynir að hlusta á tónlist eða áhugaverð hlaðvörp en ekkert getur bjargað þér frá því að hlusta á eigin hugsanir: „Bara 8 vikur eftir, bara 8 vikur eftir, bara 8 vikur eftir.“ En hvað tekur við að 8 vikum loknum? Skóli, meiri skóli og enn meiri skóli. Hringrás hins íslenska unglings, kristölluð í eymd þinni og volæði.

B. Sundlaugarvörður úti á landi Þú vaknar eldsnemma á morgnanna til að vera á undan eldri borgurunum sem mæta eftir morgunleikfimina á Rás 1. Þú býrð hjá fjarskyldu frændfólki eða í sumarbústað fjölskyldunnar. Þú hefur alltaf vitað að börn eru óþolandi en núna veistu að börn eru tifandi tímasprengjur, hlaupandi og rennandi á bakkana og háorga eins og loftvarnarflautur. Suðið í eyrunum fylgir þér inn í búningsklefann í lok dags þar sem þú skúbbar upp hárum úr niðurföllum. Heima bíður örbylgjumatur, þú ert að spara. Ekki séns að þú komir hingað á næsta ári.

C. Álverið í Hvalfirði Þú ert á slæmum stað í lífinu. Enginn sem ég þekki vinur í álverinu er hamingjusamur. Þú óttast um líf þitt hverja sekúndu, að þú munir anda að þér eiturgufunum eða detta ofan í þúsund gráða heitt seigfljótandi álið. Ég veit allavega ekki hvernig álver líta út að innan en svona ímynda ég mér þau. Það hlýtur þá að vera satt, er það ekki? Þú huggar þig við það í rútunni á leiðinni heim að þú færð allavega vel borgað. „En hversu langt á að ganga fyrir peningana?“ spyrðu þig, með sótsvart andlitið klesst á kámugan gluggann. Mjög langt, er svarið. Eða svona, út í Hvalfjörðinn. „Það er reyndar ekki svo langt,“ segir landsbyggðarbúinn. Uss, þetta var myndlíking, þið vitið hvað ég meina.

D. Flokkstjóri í unglingavinnunni Ég myndi hafa samúð með þér. Lykiláhersla á orðið „myndi“. Þú starfar við að fá unglinga sem vilja ekki vera þarna gera eitthvað sem þeir vilja ekki gera. „Erfitt djobb“ er ekki nógu sterkt til orða tekið, „ógerleg þolraun“ væri meira lýsandi. Þú reynir eftir besta megni að halda þér saman, reynir að virka strangur yfirmaður. Þitt vökula auga er ekki til mikils gagns, þau nenna ekki einu sinni að þykjast vinna í návist þinni. Allir samningar um „Vinna, svo fótbolti“ duga skammt, á endanum eruð þið bara í fótboltanum og þú færð ekki ráðningu á næsta ári.

Ákvörðunartré fyrir afmæliskveðjur

Kannski áttu marga Facebook vini, kannski mannstu dagsetningar vel og kannski fylgist þú einfaldlega með umhverfi þínu; eitt er víst, afmælisdagar eru martraðir. Fyrir tíma internetsins

var þetta eflaust líka vandamál. Þú gekkst fram hjá einstaklingi sem þú tæknilega séð þekkir ekki, en þið vitið af hvert öðru. Einhver óskar þeim til hamingju með daginn. Átt þú að gera það líka? Því miður þýðir tilkoma internetsins að þetta gerist oft í mánuði, alltaf. Á ég að óska þeim til

hamingju með daginn? Hvar og hvernig? Hvað ef ég geri fullt af stafsetningarvillum í ákvörðunartré fyrir Framhaldsskólablaðið og ‘free-trialið’ rennur út áður en mér tekst að laga þær? Engar áhyggjur, eftirfarandi er ákvörðunartré sem aðstoðar þig í þessu ferli.

4 | Framhaldsskólablaðið M AÍ 2 022
" Embla Waage

Hvernig smokkur ert þú?

Smokkar geta verið jafn fjölbreytilegir og persónuleikarnir, komið í öllum stærðum og gerðum. Í gamla daga voru þeir meira að segja gerðir úr kindaþörmum!

En heppilega er tæknin aðeins lengra komin í dag. Smokkar fá mikið hate sem þeir eiga bara alls ekki skilið. Þeir koma í veg fyrir kynsjúkdóma, óætlaðar þunganir, koma í veg fyrir ertingu vegna sýrustigs sæðis og geta líka bara verið mjög skemmtilegir. Þeir geta meira að segja bætt kynlíf, til dæmis með áferð eða örvandi geli. Vegna þess að smokkar eru svona skemmtilegir og fjölbreytilegir hef ég rannsakað tengsl þeirra við persónuleika fólks. Með fyrirvara um að fólk geti að sjálfsögðu hrifist af mörgum smokkategundum og getur verið gaman að prófa marga. Þetta próf sýnir ekki hvernig smokk hentar þér að nota, heldur er þetta um það hvaða smokkategund er hlutgerfingur sálar þinnar.

Hvernig hafragraut færðu þér?

A) Þykkann

B) Skólagrautinn því hann er frír

C) Vel blandaðan og smooth

D) Með súrum berjum og appelsínusafa með

Hvernig er þitt skincare routine?

A) Andlitsskrúbbur

B) Handsápa

C) Bara 100% lífræn kókosolía

D) Bökunarsódi og sítrónusafi

Hvernig glósur gerir þú?

A) Í bullet journal

B) Ég glósa ekki, því þá þyrfti ég að kaupa bækur

C) Alltaf á blað, helst með fjaðurpenna

D) Nota active recall og geri Quizlet

Hver er uppáhalds maturinn þinn?

A) Boba tea og kavíar

B) Banani úr bónus og yumyum núðlur

C) Heimagerður matur gerður frá grunni

D) Sterkur matur, ég borða allt með hot sauce

Hvernig nudd finnst þér best?

A) Með svona bambus nudd rúllutæki

B) Nudda mér bara upp við tré eða eitthvað

C) Bara berar hendur náungans

D) Fast nudd, með karate chop-um

Hvernig kaffi færðu þér?

A) Nespresso með einhverju cool bragði

B) Renni við í vinnunni bara til að fá frítt kaffi á kaffistofunni

C) Ég vel mér bestu baunirnar til að hámarka þessar >1000 efnasamsetningar í kaffibaun og mala það og pressa sjálf/ur/t.

D) Tvöfaldan espresso

Hvernig er fatastíllinn þinn?

A) Ég pæli mikið í efninu og para saman mismunandi tegundir af efni

B) Bara það sem er til heima

C) Ég reyni að endurspegla sálina mína með fötum

D) Djarfur, fötin mín vekja athygli

Flest A

Pleasure me smokkur

Þú ert skemmtileg manneskja sem dýrkar smá oomph í lífið. Þú ert alltaf til í ævintýri og að prófa eitthvað nýtt. Þú ert adrenalínfíkill, sem er oft gott en stundum finnst þér gaman að búa til drama úr engu. Þú ert mjög dramatísk manneskja og það er slæmt að lenda í rifrildi við þig. Þú munt sigra. Fólk dáir þig og er hrætt við þig á sama tíma. Rawr <3

Flest B

Blush smokkur

Þér er nokkuð sama um hluti. Þú tekur bara það sem er frítt. Þú elskar að nota skólaafsláttinn þinn og spyrð hvort sé innanhússafsláttur þótt þú vinnir ekki þar. Þú ert alveg nokkuð klár manneskja og pregame-ar með eigið strangheiðarlega heilaga vatn í stað þess að eyða peningum niðri í bæ. Þú eyðir peningum þínum í það sem skiptir þig máli og ert mjög skynsöm/ur/ tt hvað varðar peninga. Allir eiga eftir að öfunda þig þegar kemur að því að kíkja á viðbótarlífeyrissparnaðinn í framtíðinni.

Flest C

Real feel smokkur Þú er mjög mikil „Peace, mahr“-manneskja. Þú ert með sítt hár og gengur um með blómakórónu. Þú elskar náttúruna og að hugleiða. Þú borðar helst allt lífrænt. Þó þér finnist gaman að tie dye-a með berum höndum þá veistu betur og notar gúmmíhanska þótt þeir séu óumhverfisvænir. #verumörugg. Þú flokkar alltaf og keyrir rafmagnsbíl eða tekur strætó. Þú sefur með þunnan kodda, ekki þykkum. Lesandi, þetta ertu örugglega að lesa sitjandi úti í náttúrunni að fara að hugleiða. Namaste.

Flest D

Intense smokkur Þú ert bullandi koffínfíkill og með ofvirkni og athyglisbrest. Þú ert sjúklega fjörug manneskja og geggjað skemmtileg. Þú átt enga óvini, en mörgum finnst þú pirrandi. Það er samt allt í lagi af því fullt af fólki finnst þú algjört æði. Þú byrjar daginn á því að fara í ræktina og tekur svo engiferskot. Þú drekkur Celsius. Þegar að guð gefur þér sítrónur kreistir þú þær í augun á þér og nýtur sviðans brennandi að kjarna þínum. Flamin´ hot snakk >>>

Vilt þú vinna með fólki

að velferð þess?

Félagsráðgjafardeild

Um hvað snýst námið?

Nám í félagsráðgjöf veitir undirbúning til að takast á við fjölbreytt viðfangsefni á sviði velferðarþjónustu og í vinnu með fólki á öllum lífsskeiðum.

Fjallað er um samskipti, börn, fjölskyldur og samfélög. Nemendur öðlast innsýn í félagsleg vandamál og lausnir og afleiðingar þeirra. Þá er fjallað um úrræði velferðarkerfisins, starfsvettvang og aðferðir félagsráðgjafar auk þekkingar á löggjöf, s.s. á sviði barnaverndar.

Lögð er áhersla á þjálfun í rannsóknaraðferðum félagsvísinda og gagnrýna hugsun.

Félagsráðgjöf grunnnám

BA nám í félagsráðgjöf er góður undirbúningur fyrir störf með fólki á öllum lífsskeiðum og fyrir framhaldsnám, bæði til starfsréttinda í félagsráðgjöf og á öðrum sviðum.

Viðfangsefni grunnnáms varða samskipti, börn, fjölskyldur, velferðarkerfi, samfélög og starfs- og rannsóknaraðferðir félagsráðgjafar.

Félagsráðgjöf framhaldsnám

Félagsráðgjafardeild býður fjölbreytt úrval MA- og viðbótardiplómanáms, auk doktorsnáms. Þeir sem hyggjast ljúka MA námi til starfsréttinda þurfa fyrst að ljúka BA námi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands. Sjá nánar um inntökuskilyrði í framhaldsnám í Félagsráðgjafardeild í kennsluskrá HÍ.

Framhaldsskólablaðið | 5 M AÍ 2022
NÁNAR Á HI.IS/FELAGSRADGJOF
" Penni: Gabriella Sif Bjarnadóttir

HinUng

Sigur Huldar Geirs (hán & hann), formaður HinUng hitti mig á Mathöllinni á Hlemmi, mætt/ur með boba te og alles. HinUng er félagsmiðstöð hugsuð fyrir hinsegin ungmenni á framhaldsskólaaldri, en einnig opin gagnkynhneigðum og sískynja einstaklingum.

HinUng náttúrulega

stendur fyrir hinsegin ungmenni, en það er allt í lagi ef þú vilt bara læra og mæta og spjalla við okkur, við þú veist, við bítum þig ekki þó þú sért ekki hinsegin

Sigur segir okkur að HinUng hafi verið starfandi lengi en að hán/ hann hafi tekið við sem formaður árið 2020. „Ég og einn annar aðili vorum að verða of gömul til þess að vera í hinsegin félagsmiðstöðinni og ákveðum eitthvað svona yo þetta er eitthvað sem er til en enginn er að plana lengur þannig eigum við ekki bara að skella í hann.“ Vegna Covid fór þetta hægt af stað að sögn Sigurs og báðir aðilar höfðu ekki mikinn tíma. Eftir að Covid fór hins vegar að láta minna fyrir sér fara höfðu Samtökin ‘78 samband við Sigur og hjálpa nú við að halda HinUng gangandi. Haldnir eru hittingar í ‘78 húsnæðinu (Suðurgötu 3) annan hvern sunnudag kl 19. „Til dæmis bara spilahittingar, föndur, svo erum við stundum með karaoke og bara eitthvað sem fólk er til í að gera, eða bara koma og spjalla [...] Bara að reyna að hafa kósý félagsmiðstöðvar vibe, myndi ég segja.“ Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, alþjóðafulltrúi hjá Samtökunum ‘78 vinnur mikið með Sigur að skipuleggja viðburði og hún mætir líka oft á hittinga. „Ef ég hætti sem formaður þá ætlar ‘78 að halda áfram og þá munu þau sem sagt bara taka við, af því þau vilja halda þessu inni eins og þau erum með Q-félagið og hinsegin félagsmiðstöðina þá vilja þau sem sagt halda HinUng gangandi.“ Samtökin ‘78 eru sammála því

að vanti eitthvað til að brúa bilið á milli hinsegin félagsmiðstöðvarinnar sem er opin fólki á aldrinum 13-17, og Q-félagsins sem er félag hinsegin háskólastúdenta. Sigur sótti einmitt mikið á viðburði og hittinga hinseginfélagsmiðstöðvarinnar. Hán/Hann fann svo fyrir því hve nauðsynlega vantaði félag hinsegin ungmenna og fór í það að endurlífga HinUng. Saman hafa Sigur og Samtökin ‘78 komið af stað þessu árangursríka félagi. Fjöldi fólks sem sækir hittinga er þó misjafn. Þegar að Covid gerði mest vart við sig mætti færra fólk, en nú er þetta allt á uppleið. „Þegar að við vorum með karaoke þá mættu þrír og þegar að við vorum með spilakvöld þá mættu svona sjö, átta. Þetta er auðvitað bara í húsnæðinu og það eru sófar, borð, það er hægt að fá sér kaffi, drykki, [...] þetta er rosalega kósý vibe, allt rosalega notalegt og maður getur talað við alla.“ Viðburðir hafa verið eins og sést að ofan, karaoke og spilakvöld en einnig föndurkvöld og bíókvöld. „Sko það komast alveg 50-60 manns, en svona þægilegra væri með svona 20-30 manns.“ Sigur segir að þetta sé þægilegt og lítið húsnæði (í ‘78 húsinu) en að ef félagið stækki þá færi þau sig bara í annað húsnæði eins og gerðist með hinsegin félagsmiðstöðina. Q-félagið hittist samt í ‘78 húsinu núna og hentar þeim vel.

„HinUng náttúrulega stendur fyrir hinsegin ungmenni, en það er allt í lagi ef

þú vilt bara læra og mæta og spjalla við okkur, við þú veist, við bítum þig ekki þó þú sért ekki hinsegin [...]Það má hver sem er mæta, sama hvort að þau séu hinsegin eða ekki eða questioning [í pælingum gagnvart kynhneigð sinni], þá er þetta líka bara rosalega góður staður til að spyrja til dæmis bara opnar spurningar, bara „Ég skil ekki alveg kynsegin, getur þú útskýrt það fyrir mér?

Ég vil læra en ég bara veit ekki alveg.“ Eða vilja bara kynnast fólki sem er eins og þú [...] Ég vil hafa þetta sem opið svæði fyrir fólk til þess að koma á staði sem þau geta verið á eins og [hinsegin] félagsmiðstöðin er fyrir svo rosalega marga krakka, og var fyrir mig.“ Þetta er mjög gott umhverfi til að kynnast fornafnanotkun. Fólk sem umgengst LGBTQIA+ samfélagið lítið er ekki vant fornafnanotkun og á oft erfiðara með notkunina. Það forðast líka að þurfa að nota fornöfnin í stað þess að æfa sig bara og venjast. „Fólk sem hefur aldrei umgengist fólk sem notar hán er bara eitthvað hva- hvað er í gangi en, já þetta er rosalega góður staður af því að við tökum alltaf nafnahring eins og hinsegin félagsmiðstöðin gerir þannig að það sé ekki hætta á því að vera miskynjaður af því að við viljum að þetta sé safe space fyrir alla og það er 100% trúnaður.“ Þess vegna er þetta góður staður fyrir alla. Eina skilyrðið er að fólk þarf bara að vera næs og með opinn hug. Eins og Sigur lýsir því þá

er rosalega þægilegt að „geta bara verið á stað þar sem að þú getur verið þú.“ Sigur segist hafa prófað öll nöfin sín þar, hán/ hann notast einnig við nafnið Ray í dag. Sigur segist þakklátt/ur fyrir að geta átt svo virkan þátt í þessu starfi og það vera mjög gefandi. „Þetta er mjög fræðandi starf að vera svona yfir einhverju og skipuleggja viðburði og leyfa fólki að koma og svona. Það er mjög gaman.“

Hægt er að fylgja HinUng á samfélagsmiðlum. Á Facebook hópnum birta þau auglýsingar fyrir hittingana og hægt að sjá hvenær þeir verða.

Facebook: HinUng

Instagram: hinsegin.ung

Ef einhver vill hafa samband við formann eða spyrja spurningar er líka hægt að senda beint á

Facebook: Sigur Huldar Geirs

Instagram: sigur_huldar

Hittingar eru kl 19 á Suðurgötu 3 (húsnæði samtaka 78) og verða

Sunnudaginn 15. maí

Sunnudaginn 29. maí

Sunnudaginn 12. júní

o.s.frv. á tveggja vikna fresti

6 | Framhaldsskólablaðið M AÍ 2 022
" Gabriella Sif Bjarnadóttir

14 Latnesk spakmæli

" Penni: Katrín Valgerður Gustavsdóttir

Hefur þig lengi langað til að geta spreytt þig á latínu? Ég býst við því að svarið sé nei. Samt sem áður sauð ég saman þessa grein, aðallega vegna þess að skilafrestur á greinum fyrir þetta blessaða blað er samdægurs og stúdentspróf í latínu og einhvernveginn verð ég að skrapa saman greina-kvótanum*. Svo hér eru ýmis spakmæli sem þú getur notað við hinar fjölbreyttustu aðstæður til þess að sýna fram á hversu menningarlegur og lærður þú ert.

1. Þegar grimmilega þarf að refsa félaga þínum fyrir eitthvert illverk sem hann framdi.

„Ita sive casu sive consilio deorum immortalium, [...] ea princeps poenam persolavit.“

Þannig að annaðhvort vegna tilviljunar eða vegna ráðgjafar ódauðlegu guðanna, hlaut hann fyrst þessa refsingu.

Caesar, de Bello Gallico, 12. kafli

2. Þegar þú t.d. skilur félaga þinn blindfullan eftir á djamminu og hann er ekki sáttur:

„Queritur etiam multo gravius, quod sit destitutus.“

Einnig kvartar hann miklu

þyngra, vegna þess að hann hafði verið yfirgefinn.

Caesar, de Bello Gallico, 16. Kafli

3. Þegar einhver er að tala of mikin skít:

„Dicit liberius atque audacius.“

Hann talaði all-frjálslega og all-djarflega. Caesar, de Bello Gallico, 18. kafli

4. Pikköpp lína: „Tam simul te aspexi nihil est super mi vocis in ore“

Því um leið og ég hef litið þig er mér ekkert eftir af röddu í munni. Catullus, 51. kvæði

5. Þegar þú þarft að segja einhverjum að rífa sig í gang:

„Otio exultas nimiumque gestis“

Þú upphefur þig af iðjuleysi og hreykir þig um of. Catullus, 51. kvæði

6. Þegar þú þarft að segja einhverjum að hætta að láta eins og fífl: „desinas ineptire“

Hættu að láta eins og fífl Catullus, 8. kvæði

7. Skamm, skamm: „scelesta, vae te“

Skömmin þín, vei þér Catullus, 8. kvæði

8. Til að segja einhverjum að rífa sig í gang (nr. 2):

„Quin tu in animo offirmas atque istinc teque reduicis et dis invitis desinis esse miser?“

Hvers vegna ert þú ekki staðfastur í hug og rífur þig frá þessu og hættir að vera vesæll að guðunum mótföllnum? Catullus, 76. kvæði

9. Til að segja einhverjum að rífa sig í gang (nr. 3):

„Hoc facias, sive id non pote sive pote“

Gerðu þetta, hvort sem það er geranlegt eða ekki Catullus, 76. kvæði

10. Þegar þú vilt að guðirnir breyti þér í nef:

„Deos rogabis totum ut te faciant [...] nasum.“

Þú munt biðja guðina að gera þig allan að nefi Catullus, 13. kvæði

11. Engin athugasemd:

„Pedicabo ego vos et irrumabo“

Ég mun ríða ykkur í munn og rass Catullus, 16.kvæði

12. Engin athugasemd (nr.2):

„Pruriat incitare possint“

Þær geta æst upp greddu

13. Þegar þú virkilega þarft að láta einhvern heyra það:

„Quae libido ab oculis, quod facinus a manibus umquam tuis, quod flagitium a tot corpore afuit?“

Hvaða girnd hefur nokkru sinni verið fjarri augum þínum, hvaða ódæði hefur verið fjarri höndum þínum, hvaða níðingsverk fjarri öllum líkama þínum? Cicero, In Catilinam, 1. ræða

14. Til að segja einhverjum að rífa sig í gang (nr. 4): „nihil agis, nihil adsequeris, neque tamen conari ac velle desistis.“

Þú gerir ekkert, þú áorkar engu, og samt hættir þú ekki að reyna og vilja. Cicero, in Catilinam, 1. ræða

Framhaldsskólablaðið | 7 M AÍ 2022
Þessi grein er bara afsökun svo að ég geti lært fyrir latínupróf samtímis þess að skrifa grein

KEIKÓ

Hvernig varð KEIKÓ til?

„Við strákarnir byrjuðum að spila tónlist saman árið Febrúar eða Mars 2020“ segir Hrannar frá, „Ég heyrði bara í Sigga, stakk upp á að stofna hljómsveit og hann sagðist þekkja gítarleikara. Þar bættist Danni við okkur og svo þekktust Siggi og Jóhann, hann heyrði í Jóhanni“

„Ég var búinn að hitta Sigga u.þ.b. þrisvar sinnum áður en hann spyr mig uppúr þurru „Hey gaur, ertu til í að vera með í hljómsveit?“ Og auðvitað segi ég já!“ Bætir Jóhann við.

„Svo byrjuðum við bara að spila, fengum að spila á árshátið Garðaskóla þegar ég var að útskrifast og vorum svo við bara að flippa í u.þ.b. ár eftir það og vorum í rauninni bara hópur af strákum sem kölluðu sig hljómsveit. Svo byrjaði Arngrímur sem er sem sagt bassaleikarinn okkar, að spila með okkur og svo kom hugmyndin að fara í Músíktilraunir! Nema hvað, mig langaði ekki til þess að vera söngvarinn lengur og okkur langaði að fá kvenkyns söngvara og þar kemur Kolbrún í spilið! Við rákumst á hana í vinahitting og fengum hana með okkur í Músiktilraunirnar sem söngvarinn. Eftir það urðum við hljómsveit.“

Hvernig er hugmyndaferlið ykkar þegar þið semjið lög? Kolbrún svarar, „Það er nú ekki flókið, strákarnir eru svo hæfir í að spila saman að það byrjar bara einn að spila og hinir fylgja á eftir og þá myndast einhverskonar grunnur á lagi.”

„Svo er Arngrímur mjög góður í að henda inn „Hvað er fyrsta orðið sem þú hugsar um?” Og þá eiga allir að koma með eitthvað orð ‘on the spot’ og svo reynum við að blanda orðunum saman og mynda einhverskonar söguþráð, svo byggjum við lagið upp út frá því.” Segir Jóhann.

„Það er mikið meira vesen að nefna lögin en að semja þau.” Bætir Hrannar við.

„Þetta byrjar oftast með bara léttu spili og svo detta orðin inn hægt og rólega. Það tekur samt alveg nokkrar vikur að klára lag, þótt við séum búin að semja, skrifa og æfa, þá þurfum við að spila það alveg nokkru sinnum til að finna rétta tóninn.”

Hvað er uppáhalds lagið ykkar sem þið hafið samið og afhverju?

„Ég verð eiginlega að segja Kveikjum ljósin.” segir Jóhann, „Það er bara klassískt KEIKÓ lag! Fyrsta lagið sem við sömdum saman, við settum svo mikinn metnað í það og það

Hljómsveitin KEIKÓ er ung Íslensk hljómsveit sem stefnir langt í lífinu. Hér fyrir neðan er stutt viðtal við þrjá meðlimi hljómsveitarinnar, það er hún Kolbrún Óskarsdóttir, Hrannar Máni og Jóhann Freyr. Þau segja stutt frá grunni KEIKÓ, meining nafnsins og uppákomandi verkefni.

hefur líka mjög mikið persónulegt gildi. Ef

það væri eitt lag sem myndi lýsa KEIKÓ, þá væri það klárlega Kveikjum ljósin.”

Það er mikið meira vesen að nefna lögin en að semja þau.

Hrannar Máni

„Ég myndi líka segja Pollar” bætir Kolbrún við, „Við sömdum þetta lag undir hrikalegri pressu, rétt fyrir úrslitin á Músiktilraununum. Við vorum ekki að búast við því að komast í úrslit og það þarf að vera með þrjú lög, við vorum bara með tvö. Við fengum eina viku til að semja heilt lag og

það endaði með því að vera eitt af bestu og flottustu lögum sem við höfum skrifað.”

Hvað er skemmtilegasta gigg sem þið hafið tekið?

„Það er mjög erfitt að gera upp á milli en við verðum eiginlega að segja Kvikmyndahátíðin sem var núna í Mars, það var fjölbreyttasta allra gigga og engu öðru líkt.”

Hver er boðskapurinn sem þið skilið til almennings?

„Við viljum hvetja fólk í að taka skrefið og bara segja fokk-it! Ef þú/þið viljið stofna hljómsveit eða eitthvað álíka, DO IT. Ekki ofhugsa þetta og gerðu bara það sem þér sýnist, þetta byrjar alltaf eitthverstaðar, það er bara spurning um að byrja.”

Er eitthvað í vinnslu núna?

„Já!” Svarar Kolbrún, „Við erum að vinna í plötu eins og er sem við getum vonandi gefið út á næstunni. Við stefnum líka á að gigga eins mikið og mögulega hægt er í sumar, okkur langar til þess að spila með allskonar fólki og á allskonar tónleikum, svo verða fjölbreytt verkefni sem koma seinna í ljós, og það vill enginn missa af því!” Hrannar bætir við, „Erum líka með tónlistarmyndband sem er í vinnslu og kemur líklegast út í Águst, annars kemur eitthvað út í sumar.”

Hver er meiningin bakvið nafnið ykkar?

Kolbrún svarar „Við vorum búin að pæla í nafni í rosalega langan tíma og margar æfingar enduðu með því að leita af nafni því að við þurftum að skrá nafn fyrir hljómsveitina en það gekk aldrei, það endaði alltaf með því að einhver var ósáttur.

Ég átti að heita Kolbrún Eik Óskarsdóttir en foreldrar mínir hættu við því stafsetningin á nafninu mínu hefði verið K-Eik-Ó, þannig eftir alla aðra valkosti stakk ég upp á KEIKÓ! Það endaði með því að vera eina nafnið sem enginn hafði neitt á móti þannig við héldum okkur bara við það.

8 | Framhaldsskólablaðið M AÍ 2 022
" Sif Egilsdóttir

Uppáhaldslögin þessa stundina

" Embla Waage

sumarútgáfan

Sumarið nálgast, sólin skín (stundum) og bráðum er komið langþráð frí. Hvað er betra en að fresta trilljón verkefnum og búa til nýja lagalista?

Ég hætti allri koffínneyslu í mánuð og þetta er það sem gerðist

" Ingveldur Samúelsdóttir

Hversu oft höfum við heyrt sömu rununa frá leiðinlegu fólki. ,,þú verður að drekka minna koffín annars færðu hjartsláttartruflanir“

bla bla bla. Ég er búin að vera vanafastur kaffiunnandi í 7 ár núna og aldrei gengið gegnum einn dag án þess að drekka a.m.k 4 kaffibolla, stundum fleiri, og ef ég er í ævintíra gír þá hendi ég stundum einum nocco í mig líka, og gettu hvað: ég er ennþá ekki dauð! En hvað ef ég er bara orðin svo háð því að ég geng ekki án þess? Fyrst ég hef ekki prófað koffínlausan dag síðan ég var 13 ára hef ég ekki hugmynd um hvernig persónuleikinn minn er í raun og veru, þannig 1 mars 2022 hætti ég ,,cold turkey“ eins og þeir kalla það. Hér er reynslan mín:

Vika 1:

Fyrsta daginn var ég bara nokkuð góð fyrir hádegi, en þá byrjaði ég að skjálfa ósjálfrátt. Mér var heitt og kalt á sama tíma og mér fannst ég vera með sand í augunum af þreytu. Á degi 2 sofnaði ég í miðri kennslustund í fyrsta skiptið á ævinni. Maður hefði haldið að nætursvefninn yrði betri eftir að hætta í koffíni en hins vegar átti ég mjög erfitt með að festa svefn til að byrja með. Það var nánast eins og ég væri of þreytt til að ná að sofna, en höfuðverkurinn var orðinn svo óbærilegur að mér fannst eins og 400 kílóa súmókappi sæti á enninu mínu. Þessi fyrsta vika var án efa lang erfiðust á meðan fráhvörfin gengu yfir.

Vika 2:

Ég er meira og meira að gera mér grein fyrir því hversu mikið kaffi ég drekk einfaldlega af vana frekar en af þörf eða vilja. Það er svo stór hluti af deginum mínum að kveikja á kaffivélinni á morgnana að ég er endalaust að stoppa mig af. Kannski ætti ég seinna að spurja sjálfa mig af hverju ég er að fara að fá mér kaffibolla. Er það vegna þess að ég þarf orku eða vegna þess að ég er bara svo vön því að fá mér alltaf kaffi í hádeginu?

Vika 3:

Guð minn góður hvað þetta er leiðinleg tilraun. Fráhvörfin eru búin, ég sef ágætlega, en samt ekkert sérstaklega betur eða verr en áður. Mig langar bara í einn andskotans kaffibolla því það er kalt úti.

Vika 4:

Fyrsti sopinn eftir þetta mánaðarlanga pyntingar tímabil sendi mig í annan heim. Ég hef tekið þá ákvörðun að ég ætla að halda áfram að drekka mína daglegu kaffibolla einfaldlega vegna þess að þeir veita mér hamingju. Það var áhugavert að sjá hversu slæm fráhvörfin voru til að byrja með en ég held þó að koffínneysla mín sé ekki að hafa nein gríðarleg áhrif á mig sem manneskja, þar sem mér fór mjög fljótt að líða og sofa eðlilega. Ef ég dey úr hjartsláttatruflunum þá geri ég það sem hamingjusöm, kaffilepjandi kona.

Walk on the wild side eftir Tok Tok Tok

Bara þessi fullkomna ró klukkan farðu-að-sofa. Þú bíður á meðan kaffið mallar og starir út í loftið. Hér mætti líka nefna ‘Can I Kick It?’ eftir A Tribe Called Quest því þeir kunna að meta góð lög.

Crab Rave eftir Noisestorm

Silver Soul eftir Beach House

Acid King eftir Malibu Ken (Aesop Rock og TOBACCO)

Philadelphia eftir Alt-J

Meiri ró. En þetta lag er með aðeins… öðruvísi boðskap en hið fyrrnefnda. Hver kann ekki að meta gott ,,pov: það er verið að myrða þig”? Kata fær fullan heiður á að hafa sýnt mér þetta blessaða lag. Þökkum henni.

Þekki engan sem líkar illa við þetta lag. Hef einfaldlega hlustað meira á það undanfarið eftir að ég komst að því að þetta er stefið sem Kendrick Lamar notaði í Money Trees? Hann bara spilar það aftur á bak? Hvers vegna komst ég að þessu í gegnum TikTok? Vissu þetta kannski allir? Hvernig fór þetta framhjá mér?

Song about Me eftir TV Girl

Ég er hætt að hlusta á textann í lögunum hans (vegna persónulegra ástæðna) og kýs frekar að njóta viðlagsins. Mæli eindregið með!

Ef þér leiðist legg ég til þess að þú setjist með textann á einhverju Aesop Rock lagi og reynir að skilja það. ATH! Ef þú vilt geta skrifað án þess að bera þig saman við einhvern gaur frá Bandaríkjunum, legg ég til að þú sleppir því.

Gabi und Klaus eftir Die Prinzen

Lagið fjallar mann, Klaus, sem hættir með kærustunni sinni. Hún verður leið, kallar hann svín. Síðan verður Klaus einmanna og ástfanginn af Gabi aftur. Þá vill Gabi ekki lengur Klaus. Nú segir Klaus að Gabi sé svín. Krassandi söguþráður.

Við höfum

kennt lögfræði síðan 1911

Framhaldsskólablaðið | 9 M AÍ 2022 NÁNAR Á HI.IS/LOGFRAEDI
Nútímalegt, gagnlegt og vel skipulagt nám Ekkert innlegg.

ókeypis leiðir til þess að gleðja einhvern í dag 5

Margir vilja meina að hamingja sé smitandi, að ef þú brosir fram í heiminn muni hann brosa til baka. Alveg sama hvort þetta orðatiltæki sé satt, þá er alltaf gott að taka sér stuttan tíma til þess að gera heiminn að betri stað, sem þarf sjaldan að vera flókið. Hér eru 5 ósköp einfaldir hlutir sem þú getur framkvæmt strax í dag til þess að gleðja einhvern.

1. Hringdu í ástvin sem þú hefur ekki heyrt í lengi, bara til að spjalla.

Hvort sem það er amma þín eða besti vinur þinn úr grunnskóla sem óx í sundur frá þér verða margir í lífi þínu himinnlifandi að fá að heyra í þér, sérstaklega ef það er eingöngu byggt á áhuga um daglegar athafnir þess einstaklings heldur en vegna þess að þér vantar eitthvað.

Það er alveg nóg að byrja bara á ,,Hæ! Ég var að hugsa til þín og vildi bara spyrja hvernig þú hefðir það.”

2. Hrósaðu einhverjum ókunnugum.

Hefur þú einhvern tímann verið úti á meðal almennings og séð einhvern með svo sjúklega flotta klippingu að athyglin þín fer beinustu leið í átt að þeirri manneskju?

Segðu henni einfaldlega frá því! Ég get lofað því að hún mun hugsa hlýlega um það augnablik lengi, að einhverjum hafi fundist hún svo áhugaverð að hann hafi þorað að hrósa.

3. Bakaðu eitthvað gott til að koma með á kaffistofuna í vinnunni þinni. Hver elskar ekki heimabakaða snúða eða vöfflur?

4. Aðstoðaðu nágrannan að bera inn verslunarpoka

Hver veit nema að hann hafi átt erfiðan og langan dag og sé orðinn dauðþreyttur í bakinu. Að fá auka hendur til að aðstoða með þunga poka getur gert greinarmun á degi nágranna þíns. Þetta er hvort eð er í leiðinni hjá þér þannig það breytir litlu að kippa þessu með þér.

5. Hleyptu fram fyrir þig í umferðinni Við íslendingar eigum til með að finnast við ein í heiminum þegar kemur að akstri og því getur verið algjört vesen að ætla að skipta um akrein á háannar tíma. Það er ekki að fara að breyta ferðartímanum þínum mikið að hægja á þér í nokkrar sekúndur svo næsti ökumaður komist inn á akgreinina.

10 | Framhaldsskólablaðið M AÍ 2 022

Hrafnista starfrækir átta hjúkrunarheimili í fimm sveitarfélögum þar sem veitt er sólarhringsþjónusta alla daga ársins til aldraðra íbúa heimilanna. Hjá okkur starfa tæplega 1700 manns, ýmist í fullu starfi eða hlutastarfi.

Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2022. Sækja þarf um starfið á heimasíðu Hrafnistu; hrafnista.alfred.is.

Viltu eignast nýja vini á aldrinum 18 til 105 ára?

Sumarstörf hjá Hrafnistu

Við leitum að sumarstarfsfólki til starfa hjá Hrafnistu Hafnarfirði, Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ. Í boði er gott vinnuumhverfi þar sem hæfileikar þínir fá að njóta sín auk þess sem þú öðlast ómetanlega reynslu og þekkingu.

Okkur vantar:

Starfsfólk í aðhlynningu

Hjúkrunarfræðinga/-nema

Læknanema

Sjúkraliða/-nema

Félagsliða

Við

Hæfniskröfur:

Góð færni í samskiptum

Sjálfstæði og stundvísi

Jákvæðni og metnaður í starfi

Góð íslenskukunnátta

Möguleiki er á framtíðarstarfi eða starfi með skóla næsta vetur!

Laugarás | Hraunvangur | Boðaþing | Nesvellir | Hlévangur | Ísafold | Sléttuvegur | Skógarbær
Hrafnista:
hlökkum til að vinna með þér!

Wasteland villidýrið

Dagurinn byrjaði frekar eðlilega, það eina sem var frábrugðið öðrum dögum var að einhver hafði sent mér skilaboð á instagram. Það var nú ekki það skrítið, frekar sjaldgæf uppákoma en kemur einstaka fyrir. Ég opnaði símann enn hálfsofandi. Þið þekkið þetta ástand, maður er ennþá hálfskríðandi

út úr draumalandinu og veröldin er enn hálf-sjúskuð. Allavega, ég opna instagram og kíki á skilaboðin:

„TIL HAMINGJU, ÞÚ ERT SVO

HEPPIN/NN/Ð AÐ HAFA UNNIÐ

WASTELAND GJAFALEIKINN!!

ÞÚ HEFUR UNNIÐ 20.000 KR

GJAFAABRÉF. TIL ÞESS AÐ

SÆKJA VINNINGINN SKALTU

KOMA Í SKEIFUNA 11. HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG!!!“

Vá, ég actually vann eitthvað. Núna get ég farið í Wasteland og mögulega

keypt mér einar gallabuxur fyrir vinninginn. En hvað þessi dagur byrjar skemmtilega. Ég hentist í föt og beinustu leið út úr húsi og upp í strætó. Förinni var heitið í Skeifuna 11. Ég var öll svo full af spenningi að ég hugsaði ekki einu sinni út í hvað þetta væri skrítin staðsetning. Skeifan 11??? Hvað er eiginlega þar? Er ekki Wasteland niðrí bæ? Hvað í ósköpunum eru þau að gera þar? En það skipti ekki máli. Ég var sigurvegarinn. Ég hafði þurft að kyngja stoltinu og sharea á instagram story mynd af gjafaleik og hvað það hafði borgað sig. Ég hafði sigrað. Ég stóð ofar en allir þessir innantómu unglingar sem höfðu einhverja von um sigur. Þau líta öll upp til mín, og ég niður til þeirra og hlæ. Strætó nemur staðar. Það er nokkurra mínútna rölt í Skeifuna en sólin skín og ég skín tilbaka. Það tekur ekki langann tíma að finna heimilisfangið. Þarna stendur það: Skeifan

11. Að mér læðist undarleg tilfinning. Sæluvíman fer að renna af og veruleikinn stekkur í skarðið. Hvert í andskotanum er ég eiginlega komin? Ég stend fyrir framan húsnæði sem líkist vörugeymslu. Okei vörugeymsla, það meikar alveg sens. Kannski er það hér sem þau geyma allar fallegu flíkurnar. Ég safnaði nógu miklum kjarki til þess að ganga inn og opnaði hurðarhúninn hægt. Það sem beið mér inni var eitthvað sem ég bjóst alls ekki við að sjá: Húsið var enn drungalegra að innan enn að utan frá. Það var niðamyrkur fyrir utan einn glugga sem hleypti inn smá sólarljósi og lýsti upp mitt gólfið. Þar stóðu tvær manneskjur fyrir miðju á gólfinu í háskalegum sverðbardaga. Hvað í andskotanum gengur hér á?? Þá leit ég á vegginn fyrir aftan þær. Það var búið að skrifa á vegginn með blóði: „Velkomin í Wasteland-gjafaleikinn“.

12 | Framhaldsskólablaðið M AÍ 2 022

Wasteland Villidýrið

annar hluti*

(*Atburðir sögunnar eru algjörlega uppspunnir og eiga sér engin stoð í raunveruleikanum. Skuli manneskja eða fyrirtæki bera nafn sem getið er í sögunni er það tilviljunarkennt. Takk og bless!)

Hægt og rólega seytlast þetta inn. Þú varst ekki að vinna ávísun að gjafabréfi í gegnum instagram. Þú varst að vinna tækifæri til þess að berjast um það í yfirgefnu vöruhúsi. ,,Þetta er svo mikið betra!” hugsar þú með þér. ,,Eat or be eaten,” sagði Darwin. Í dag endurtekur þú þessa lína, fullviss um eigin getu. Þetta var áður en þú áttaðir þig á eðli leiksins. Mennirnir í háskalega sverðbardaganum voru ekki að keppast um gjafabréf, heldur stolt sitt. Annar maðurinn, Wasteland Villidýrið, ver fyrirtæki sitt af bestu getu. Hinn reynir að særa fyrirtækið í þeirri von um að binda enda á þjáningar sínar. Dóttir hans hafði grátbeðið alla í fjölskyldunni um að taka þátt í leiknum. Hann gat ekki ímyndað sér nöfnin sem karlarnir í boltanum myndu

kalla hann ef þetta kæmist í ljós. Því ákvað hann að nota instagram reikning fyrirtækisins sem hann starfaði fyrir. Þau unnu leikinn. Þetta kostaði hann vinnunna sína. Því myndi hann sækja þetta gjafabréf fyrir dóttur sína, sama hvað það kostaði. Þetta myndi gera fyrrverandi konu hans brjálaða; nú fengi hann loksins að vera uppáhalds foreldrið. Það sem ólmi bardagamaðurinn vissi ekki var að Wasteland Villidýrið er alls ekki æsandi gælunafn.Wasteland Villidýrið er óvenju metnaðarfullur starfsmaður sem var tilbúinn að breyta sér í varúlfa-afbrigði fyrir starfið. Hann barðist af kjafti og klóm, bókstaflega. Um leið og honum tókst að afvopna örvæntingarfulla föðurinn gróf hann klærnar sínar djúp í hnakka hans. Síðan tók hann upp sverð (fyrrverandi) föðurins og hjó

því í gegnum steypulagða gólfið þar sem hinn fyrrnefndi hafði áður staðið. Hann var, bókstaflega, tilbúinn til þess að fremja föðurlandssvik fyrir heittelskaðan vinnustaðinn sinn. Hann

ætlaði sér að halda þessu dýrkeyptu gjafabréfi innan veggja geymslunnar.

Nú leit Wasteland Villidýrið á

þig. Þú áttaðir þig á því að Darwin var heimskur lítill kall með skítugt skegg; hvað vissi hann um að lifa af?

Þú stökkst út og keyrðir beint heim í Garðabæinn. Gjafabréf eða ei’, þú kýst frekar að lifa í skömm. Jafnvel þótt þú eigir engar svalar vintage buxur.

Að reka sig í vitlausan streng

Smásaga

" Embla Waage

„Er einhver leið til þess að kúka hérna án þess að það fari yfir buxurnar mínar?”

Ég horfði á þig í smá stund og íhugaði að slá þig. Síðan mundi ég að þú varst eflaust vanur því. Hver er tilgangurinn á því slá manneskju sem þekkir tilfinninguna sem fylgir?

Hún venst. Þegar þú lærir að lifa án skammar getur þú lifað með öllu. Ef þú varst ennþá að dreifa hatri og siðleysi eftir að hafa verið sleginn, voru tveir veiklunda limir ekki að fara að breyta miklu. Þess vegna ákvað ég að svara siðleysu með siðleysu. Ég horfði á þig með augnliti sem lærisveinarnir (nema Júdas) hljóta að hafa beint að Jesú. Síðan beygði ég mig fram og kyssti þig á ennið. Ég vonaði innilega að þú myndir saurga buxur þínar og sturta þér svo í niðurfallið á þessu afskaplega venjulega klósetti sem þú kunnir ekki að nota.

Hugsanlega virka ég tilfinningasnauð. Ég er virkilega að reyna að sýna þér samúð. Á sama tíma vil ég kyrkja þig. - - -

Fyrir nokkrum árum féll stór hluti bekkjarins í eðlisfræðifræðiprófi. Þegar kennarinn deildi þessum upplýsingum með bekknum brá mér. Í raun og veru brá mér samt ekki. Eftir hvert einasta próf hélt ég að um fall væri að ræða. Innst inni vissi ég að það væri ekkert að óttast. Ef frændi vinkonu minnar gat útskrifast, gat ég það líka. Auk þess var ég ekki heimsk. Í huga mínum yrði þetta nóg til þess að komast hjá falli. Ég hafði rangt fyrir mér. Ég féll í þessu eðlisfræðiprófi.

Það var ansi niðurdrepandi að forðast alla kennarana í skólanum. Því miður hafði ég oft hlerað kennarastofuna og vissi nákvæmlega hvernig þeir baktala

nemendur. Það var ekki þess virði. Helgina eftir þessar fregnir sat ég á sviði, umkringd sveittum samnemendum og vonsviknum forráðarmönnum.

Þetta voru sannkallaðir stórtónleikar.

Ég hef spilað á kontrabassa í mörg ár. Þetta var stund sem ég var búin að undirbúa í eitt ár. Ef ég ætti að lýsa þessum tónleikum á skalanum 1 til 10 þar sem 1 táknar viðbjóðslega og slímuga frammistöðu myndi ég velja 10, sem táknar: „það slapp kyrkislanga úr dýragarðinum og þú heyrir óvenjulegt skrölt fyrir ofan þig”. Frammistaðan mín var samt ekki hræðileg. Það var hausinn minn sem hrjáði mig. Ég rétt rak mig í vitlausan streng. Þetta var nógu smávægilegt til þess að einungis ég, kennarinn minn og óvenju glöggur áhorfandi tóku eftir þessu. En það breytti engu. Ég fann hvernig eyrun hitnuðu og augun byrjuðu að svíða. Höndin sem hélt utan um bogann fór að skjálfa. „Ég get þetta ekki”. Áður en ég vissi af voru tárin farin að seytla niður andlitið mitt.

Það er vanmetið að fela sig á baðherberginu. Ég þóttist róa bassann niður. Hann var taugaóstyrkur.

Eftir nokkra klukkutíma þorði ég að láta sjá mig aftur. Að þessu sinni þurfti ég ekki að forðast kontrabassakennarann eða foreldra mína - þau voru öll farin. Ég ýtti bassanum niður ganginn og elti hann að fremsta bekk. Þar lagðist ég til rekkju undir leikhússætunum. Þótt þau voru mjúk komu handriðin í veg fyrir að ég lagðist þvert yfir þau. Ég reyndi að skipuleggja mig. Í fyrstu var þetta listi yfir fólk sem ég þurfti að forðast næstu árin. Næst varð þetta alvarleg ígrundun um hvert ég myndi flytja. „Danmörk er of skítug, Noregur er of barnalegur og sænskt fólk er algjörlega óþolandi.” Því miður þýddi þetta lítið því ég átti engan pening. Ég sofnaði. Daginn eftir steig ég upp á sviðið og glímdi við lagið aftur. Í fjarska heyrðist draumkennt lófatak. Innan skammst

breyttist lófatakið í her af óstýrlátum kúm. Ég hélt áfram að æfa mig langt fram eftir nóttu, en verkið var langt frá því að vera fullkomið. Áður en ég lagði mig aftur lofaði ég sjálfri mér að fullkomna verkið. Ég myndi ekki yfirgefa salin fyrr en ég gæti flutt verkið stolt. Næstu árin bjó ég í leikhússalnum. Engin leitaði af mér. Engin truflaði mig. Ég svaf undir leikhússætunum og æfði mig á sviðinu. Í bankareikningnum mínum voru 50.000 krónur. Þegar ég gat ekki stolið vistum af leikhúsgestum og ræstifólki, keypti ég mér smákökur úr sjálfsalanum frammi. Fyrir utan fyrrnefnda aðila, fékk ég mestmegnis að vera í friði. Þau örfáu skipti sem einhver notaði salin heyrði ég minnst á einhverra skæða pest. Ég reyndi samt að velta mér sem minnst upp úr heiminum fyrir utan salinn. Það eina sem skipti máli var bassinn og verkið. Nóturnar hafa verið límdar í heila minn í að nálgast 38 vikur. Ég mundi ekki einu sinni hvað það hét lengur. Síðan kom hann og eyðilagði allt. Í raun vissi ég alltaf af honum, eins og skrímslið sem þú sannfærir þig að sé ekki undir rúminu. Fyrst tók ég eftir því að teppið fyrir framan mig væri stundum skítugt á morgnanna. Það leit út eins og einhver hefði staðið og horft á mig sofa. Ég vissi að það væri fáránlegt, þá hefði mér verið hent út. Stundum hreyfðust tjöldin. Ég sá glitta í handarbak, jafnvel vot augu. Ég var sannfærð um að þetta væri samviska mín að láta í sér kræla - eftir 17 ára dvala. En, einn daginn steig hann fram. Ég hafði lokið við erfiðan kafla verksins; algjörlega óaðfinnanlega. Skyndilega stígur hann upp á sviðið, klappandi. Að segja að mér hafði brugðið væri að gera mýflugu úr úlfalda. Ég missti bassann á jörðina. Að renna bassanum niður ganginn fyrir nokkrum árum reyndist honum skaðlaust. Að missa hann í jörðina í dag braut hann. Ég leit upp á þig. Þér virtist brugð-

ið, en það var ekki vottur af skömm á andliti þínu.

„Sorry, ungfrú, ég ætlaði ekki að bregða þér.”

Þú hlaust að vera að grínast. Það var augljóslega enginn annar tilgangur með þessum verknaði. Ég ákvað að svara þér ekki, heldur stara á þig með sama augnaráði og hjá lítilli stelpu sem var bannað að spila Alvin og íkorna-plötuna í bílferðinni norður.

„Gætir þú nokkuð fylgt mér að salerninu? Ég er því miður búin að fylla pissufötuna mína og þarf auk þess að skeina mér.”

Ég starði á þig áfram, en gekk í átt að klósettinu. Ég veit ekki hvers vegna, þetta var eins og í leiðslu.

„Að sjálfsögðu,” svaraði ég síðan, aðeins of seint.

„Þú ert ansi flink á þessu hljóðfæri,” sagði hann í tilraun til þess að hljóma bjartsýnn. Þetta var niðurlægjandi; hann var í besta falli svona 14 ára.

„Takk,” sagði ég og opnaði hurðina að klósettinu.

Hann girti niður um sig, hlammaði sér niður og skildi hurðina eftir opna. Ég sneri mér við en heyrði hann hamast við að koma sér fyrir. „Er einhver leið til þess að kúka hérna án þess að það fari yfir buxurnar mínar?”

Ég hata þennan strák af öllu mínu hjarta. Fyrst braut hann bassann minn, síðan lét hann mig kúgast í fyrsta skiptið í þrjú ár. Ég heyrði í honum sturta - alveg sjálfur! Ég settist á leikhúsbekk og hann settist við hliðina á mér. Hann hélt víst að við værum vinir núna. Allt vegna þess að ég kyssti hann á kinnina til þess að koma í veg fyrir að ég slægi hann. En eins og ég sagði, er alltaf hægt að sjá á fólki ef það hefur verið slegið. „Hérna, hvers vegna ertu svona upptekin af þessu lagi?” spurði hann. Það sést hverjir hafa verið slegnir, en það sést líka hverjir hafa verið myrtir. Hann átti það inni.

Framhaldsskólablaðið | 13 M AÍ 2022

Viðtal við Karítas Hrundar Pálsdóttur

Í hvaða framhaldsskóla varst þú?

Ég bjó í Minnesota fylki í Bandaríkjunum í tvö ár með fjölskyldunni minni. Ég var junior og senior árin og útskrifaðist úr high school. Til þess að hefja háskólanám á Íslandi eftir þetta þurfti ég að taka eitt ár til viðbótar. Ég hefði getað tekið einhvers konar háskólabrú en mér fannst meira spennandi að fara í framhaldsskóla eins og MH. Ég fékk árin tvö í Bandaríkjunum metin og var því tvö ár í MH. Ég var á málabraut og tók meðal annars áfanga í japönsku og arabísku.

Hvernig kemur til að þú skrifar þessar bækur, Árstíðir og Dagatal?

Í MH las ég einfaldar og aðgengilegar sögur á dönsku, frönsku og spænsku. Þegar ég byrja að kenna íslensku tek ég svo eftir því að það vantar sögur á einföldu máli fyrir fólk sem er að læra íslensku sem annað mál. Ég ákveð að skrifa svoleiðis sögur og reyna að brúa þannig bilið á milli einfaldra kennslutexta fyrir byrjendur og flóknari texta fyrir lengra komna.

Um hvað fjalla bækurnar þínar?

Í Árstíðum varð samspil ljóss og myrkur sterkt þema og hvernig birta einkennir árstíðirnar á Íslandi. Bókinni er skipt upp í fjóra kafla eftir

árstíðunum, fyrst er sumarhlutinn, svo haust, svo vetur og vor. Í Dagatali kafa ég dýpra og skoða árstíðabundna hátíðisdaga. Bókinni er skipt í tíu kafla eftir mánuðunum, frá janúar til desember. Ég fjalla um rauðu dagana á almanakinu en líka daga sem ekki eru frídagar en við höldum samt upp á, daga eins og sprengidag og sjómannadaginn. Sögurnar veita gjarnan innsýn í hversdagslíf á Íslandi en sumar eru ævintýralegar, eins og til dæmis sagan sem gerist á þrettándanótt og tengist þjóðsögu um kýr sem tala mannamál.

Hvernig eru sögurnar sjálfar? Eru þær allar jafn erfiðar?

Sögurnar eru mislangar og miserfiðar en ég er búin að greina þær eftir getustigum. Það eru 5 getustig í þeirri fyrri, Árstíðum, og 6 getustig í þeirri seinni, Dagatali. Þeir sem voru að lesa erfiðustu sögurnar síðast geta því aðeins bætt við sig núna. Markmiðið hjá mér er að hafa þetta sem fjölbreyttast, þannig að það eru fyndnar, spennandi og ljóðrænar sögur í bókunum. Það er smá munur á umfjöllunarefnunum eftir getustigi. Þegar maður er að byrja er auðveldast að lesa um það sem er nærri manni og hversdagslegt. Í Dagatali tek ég fyrir hátíðardaga. Þegar ég fjalla um menningu og siði tengda

til dæmis bolludeginum, verslunarmannahelginni og Þorláksmessu bætist við ákveðið flækjustig af því þá er fólk að lesa um eitthvað sem það þekkir ekki nema að takmörkuðu leyti. Flestir kannast við að fagna einhverju með því að borða góðan mat en maturinn er kannski séríslenskur eins og skata.

Aftast í bókinni er þess vegna viðauki sem útskýrir nánar það sem fjallað er um í sögunum, til dæmis af hverju Íslendingar borða skötu á Þorláksmessu.

Fyrir ofan hvern titil er svo hægt að sjá getustig sagnanna með því að telja getustigsmerkin eða táknin fyrir ofan hann: Eitt tákn ef það er á stigi 1, tvö ef þau eru á stigi 2 og svo framvegis. Táknin eru, eins og bókarkápan, hönnuð af Birni Loka Björnssyni og Elsu Jónsdóttur sem saman kalla sig Krot og krass. Þau eru mjög hæfileikaríkir grafískir hönnuðir og listamenn.

Ertu ekki fyrrum íslenskunemi? Jú, ég tók BA-próf í íslensku með japönsku sem aukagrein, það er að segja tvö ár af íslensku og eitt ár af japönsku. Ég fór til Tókýó og lagði stund á  japönsku þar. Í Waseda háskóla í Tókýó var ég aðstoðarkennari í íslensku sem erlendu máli. Ég aðstoðaði aðallega við framburð og gekk á milli og svaraði spurningum nemenda.

Svo þegar ég kom aftur heim til Íslands var ég aðstoðarkennari í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands. Þá skrifaði ég BA-ritgerðina mína um þessi tvö tungumál og kennslu þeirra sem annað mál.

Það er gaman að segja frá því að íslenska, forníslenska og eða nútímaíslenska, er kennd við 100 háskóla í heiminum. Það er staðreynd sem ég heyrði ekki fyrr en ég var í BA-náminu. Ísland er lítið land og íslenska því örtungumál. Þar sem fáir hafa íslensku að móðurmáli finnst mér einstaklega dýrmæt að fólk úti í heimi hafi áhuga á tungumálinu.

Hefurðu mikið notað t.d. japönskuna? Hefurðu verið að þýða? Ég hef lítið stundað þýðingar úr japönsku en þegar ég var í Japan tók ég þátt í skemmtilegu verkefni. Þá var verið að þýða Tímakistuna eftir Andra Snæ Magnússon í gegnum ensku yfir á japönsku. Þegar eitthvað þarfnaðist frekari útskýringar var íslenska útgáfan borin saman við ensku og japönsku þýðinguna. Japanski íslenskukennarinn við Waseda-háskóla, sem ég var aðstoðarkennari hjá, fékk mig og nokkra aðra til að útskýra blæbrigðamun í orðavali og menningarbundnar tilvísanir fyrir japönsku þýðendunum.

Annars hefur japanskan nýst mér í að fá innsýn í japanskt samfélag og menningu. Ég á þar vini sem ég er í reglulegum samskiptum við. Að öðru leyti nota ég ekki japönsku mikið dags daglega.

Hvar hefur bókin Árstíðir verið kennd erlendis og hérlendis? Árstíðir hefur ferðast víða. Ég hef frétt af því að bókin hafi verið notuð í kennslu á Ítalíu og í Skotlandi, Japan og Ástralíu. Ég er með Instagram-síðu fyrir bókina og ég get séð hvaðan fólk sem heimsækir síðuna er. Helstu þrjár borgirnar eru Reykjavík, Kópavogur og Winnipeg í Kanada og helstu löndin eru Ísland, Kanada, Bandaríkin, Þýskaland og Bretland. Það er sterkt samfélag Vestur-Íslendinga í Winnipeg og víðsvegar í Kanada og Bandaríkjunum eru Íslendingafélög. Afkomendur Vestur-Íslendinga fagna menningararfi sínum meðal annars með því að læra íslensku eða viðhalda því sem þau hafa lært. Á Íslandi hafa sögur úr Árstíðum verið kenndar til dæmis í Háskóla Íslands og tungumálaskólanum eins og Dósaverksmiðjunni (The Tin Can Factory). Framhaldsskólar hafa líka notað þær, þar á meðal FÁ og FB. Það hefur komið mér á óvart að þær hafa

FÓLK M AÍ 2 022
" Penni: Elís Þór Traustason

líka verið notaðar í grunnskólum. Þær voru skrifaðar með eldri lesendur í huga en af því þær eru á einföldu máli og aðgengilegar virðast þær höfða til fólks óháð aldri.

Finnst þér stuðningur við kennslu íslenska sem annars máls vera ábótavant?

Ég held að flestir séu sammála um mikilvægi þess að taka vel á móti fólki sem er að flytja til Íslands og hjálpa því að líða vel og upplifa sig hluta af samfélaginu. Þá er tungumálið lykill að því að skilja menninguna. Eins og bent hefur verið á eru margar hindranir í vegi þeirra sem vilja læra íslensku sem annað mál. Fólk er gjarnan í fullri vinnu og hefur ekki tíma til að stunda tungumálanám á kvöldin eða fjármagn til að borga fyrir það. Það væri því frábært ef fleiri vinnuveitendur myndu styðja við starfsfólk sitt með því að borga

fyrir íslenskunám og leyfa fólki að stunda námið á vinnutíma. Það er ýmislegt í gangi til að styðja við framþróun í kennslu íslensku sem annars máls, fjármagn hefur verið sett í þennan málaflokk en það þýðir ekki að það megi ekki setja enn þá meira fjármagn í þetta.

Svo fórstu í meistaranám í ritlist, hvernig lá leið þín þangað?

Áhugi minn á því að skrifa tengist þeirri gleði sem lestur veitir mér. Ég var mikill lestrarhestur sem barn og unglingur. Sem barn hafði ég gaman af því að vinna ritunarverkefni í skólanum, að skrifa sögur í stílabækur og myndskreyta. Þegar ég flutti til Bandaríkjanna hélt ég dagbók og skrifaði um upplifun mína. Í kringum tvítugt fór ég svo markvisst að skrifa greinar í skólablöð og tímarit. Smátt og smátt bættust textar í

Árstíðir hefur ferðast víða. Ég hef frétt af því að bókin hafi verið notuð í kennslu á Ítalíu og í Skotlandi, Japan og Ástralíu.

við erum til staðar fyrir þig!

Ný og spennandi tilboð í hverri viku og alltaf girnilegt Combo tilboð sem þú getur gripið með.

safnið þannig að ég átti orðið nóg af textum sem ég var ánægð með þegar ég lauk BA-náminu og sótti um meistaranámið í ritlist við Háskóla Íslands. Með umsókninni þurfti að fylgja ritlistarmappa eða portfolio. Ég vildi sýna breidd mína sem höfundur þannig að ég sendi eina smásögu, nokkrar örsögur, viðtöl og pistla, auk nokkurra ljóða.

Í hvaða námi ertu núna? Býrðu ekki í Bretlandi um þessar mundir?

Ég er  í doktorsnámi í ritlist við skóla sem heitir University of East Anglia. Hann er í Norwich sem er tveggja tíma lestarferð frá London. Námið skiptist í tvennt, fræðilegan og skapandi hluta. Í skapandi hlutanum er ég að vinna að smásagnasafni, það er  töluvert lengri sögur en birtast í Árstíðum og Dagatali og nú á ensku. Í fræðilega hlutanum er ég að vinna að bókmenntagreiningu. Námið sameinar fræðimennsku, sköpun og kennslu, allt eitthvað sem ég hef gaman að.

En þú ert farin að skrifa á ensku? Ertu jafnvíg á málin?

Ég veit ekki hvort ég sé fær um að dæma um það en ég náði góðum tökum á enskunni, þökk sé því að hafa búið í Bandaríkjunum sem unglingur. Þegar ég skrifa á ensku er ég ekki að þýða úr íslensku, ég hugsa á ensku og skrifa á ensku. Ég lendi samt oft í því að muna ekki einhver orð á ensku þó ég viti nákvæmlega hvað það er á íslensku eða einhverju öðru tungumáli. Ég fletti oft upp í orðabókum þegar ég er að skrifa. Ég geri það líka á íslensku en kannski á aðeins annan hátt. Mér dettur eitthvað orð í hug og fletti því upp til að vita hvort það feli í sér rétta stemningu, það er merkinguna sem ég hafði í huga. Stundum er til samheiti sem á betur við. Það kemur líka fyrir að ég rugli orðum saman vegna þess að þau hljóma svipað.

Þú ert á landinu núna til að fylgja eftir

útgáfu Dagatals og svo varstu á Iceland Writers Retreat, hvernig kom það til? Út

á hvað gengur það?

Ég hef verið sjálfboðaliði á Iceland Writers Retreat í nokkur skipti. Þetta tækifæri

bauðst þegar ég var í meistaranáminu í ritlist og það var verið að leita að sjálfboðaliðum. Ég sótti um og hef tekið þátt aftur og aftur síðan þá. Þetta er mjög skemmtilegt umhverfi til að kynnast skrifandi fólki og höfundum víðsvegar að. Allir ráðstefnugestir eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á að lesa og skrifa. Í ár voru 100 þátttakendur frá 18 löndum. Meirihlutinn er þó frá enskumælandi löndum, eins og Kanada, Bandaríkjunum og Bretlandi. Elizu Reid, forsetafrú og Erica Green, vinkona hennar, stofnuðu Iceland Writers Retreat árið 2014. Kvöldið áður en ráðstefnan byrjar er alltaf upplestur fyrir almenning í Norræna húsinu, skemmtilegt tækifæri til að fá að hlusta á höfundana tíu sem koma erlendis frá til að stjórna ritsmiðjum fyrir ráðstefnugesti. Á Iceland Writers Retreat mæta ráðstefnugestir í ritsmiðjur í tvo daga og þriðja daginn fara þeir í dagsferð út á land og fá að kynnast íslenskri bókmenntasögu og menningu.

Hvað myndirðu vilja segja við þau sem stefna á að gefa út bók? Hvernig myndir þú lýsa útgáfuferlinu?

Algengasta leiðin er að hafa samband við útgáfufélag, senda inn handritið og bíða eftir svari. Það var það sem ég gerði en ég hafði auk þess sótt um styrki til útgáfunnar. Að hafa fengið slíkan styrk hjálpaði mér að gera handritið söluvænlegt, að sýna fram á að einhver hafði trú á handritinu og styddi mig. Það er engin ein leið að þessu, samkeppnin er hörð og maður verður bara að prófa að senda handritið og fá nokkur „nei“ áður en maður fær „já“. Ég íhugaði sjálfsútgáfu en ákvað að skoða fyrst hvort bókin fyndi ekki gott heimili hjá einhverju útgáfufélagi. Þau eru jú, um fjörutíu talsins. Ég kynnti mér hina og þessa útgefendur í gegnum vefsíðu Félags íslenskra bókaútgefanda og skrifaði hjá mér útgáfufélög sem mér fannst bókin mín geta átt heima hjá. Ég fékk nokkur „nei“ og hélt áfram leit minni þar til ég fann Unu útgáfuhús. Una var nýtt útgáfufélag á þeim tíma, grasrótarhreyfing með mikinn drifkraft. Þau sáu tækifæri í því að gera eitthvað nýtt og spennandi með mér en enginn hafði áður gefið út safn skáldaðra frásagna fyrir þennan markhóp á Íslandi.

Opnum snemma

lokum seint

Framhaldsskólablaðið | FÓLK | 15 M AÍ 2022
Á morgnana, í hádeginu, á hraðferð heim eða í kvöldsnarlið...

Ultimate spurningalistinn:

Hvað ertu?

Þú hefur rekist á marga spurningalista, kæri lesandi, yfir þetta skólaár. Þú hefur fengið að vita hvaða bóluefni þú ert, hvaða bónusgrís þú ert og hvaða MORFÍskeppandi þú ert; nú er komið að hinu eina sanna, lokaspurningunni til að enda allar spurningar: hvað ertu? Eða nánar tiltekið, hvernig týpa ertu?

Flest A:

The Untouched

“Good day, again, good sir.” Although said with good intention, Hunter was becoming increasingly irritated as he spoke. It was straightforward, he simply wanted to fulfill his childhood dreams and finally experience true happiness. But he had dropped his keys, and now some man looked at Hunter with a combination of both distaste and pity. Why had God chosen to intervene with his harmless plans?

He had always dreamed of running a hotel; the freshly baked sheets, the broken elevator, and the cold mugs of coffee – it was his calling in life. Even the stains from bodily fluids, carefully splattered on the wallpaper, would become sacred in his heart.

It was not about the building, not really. After all these years of being ridiculed and mocked, Hunter hid his feelings in the same places he lost his childish glee. It was shameful to admit, but life simply moved too fast for him. It all felt the same; fake smiles, passive aggressive emails, and foul looking dogs who smelled luxurious for the sake of vanity (but the owners would brush it off as irony). He wanted something real, but it was hard to come by. At some point, people have reached beyond the point of exhaustion and burnout. What follows feels like either undiagnosed genius or psychosis. People become desperate for a breakthrough. Hunter knew exactly what he would do. It was his tangible and undoubted purpose. “Think about it-” he would usually begin, despite his lack of audience. His friends tended to ignore his dreams (lovingly, in the way one protects a teenager from falling for a glamorous woman in her 20’s). “Where else can you truly enjoy a nutritious breakfast and feel the discomfort of premarital eye-contact?”

People don’t eat breakfast, not anymore. But Hunter was too caught up in his dreams to remember how busy people are. Even while they are on vacation.

“I don’t mean to snoop, but I have a feeling we have both been scammed, sir.”

The middle-aged man, who had judged him so harshly before, had finally spoken.

“Huh?” Although not exactly professional, the expression “huh” offered an explanation to Hunter’s utter confusion and rising panic.

“I paid for this building, but it seems you have as well.” The man spoke again with the confidence only experienced men can fake. He looked at Hunter‘s keys, laying wearily on the gravel road.

Hunter pointed towards the love of his life.

“The hotel?”

Ertu dyggur lesandi?

A. Já

B. Les oftast

C. Les stundum

D. Les aldrei

Tekurðu alltaf spurningalistana?

A. Já, auðvitað

B. Oftast

C. Hef gert það kannski einu sinni

D. Aldrei

Ertu mikið að sýna vinum þínum blaðið?

A. Já, sýni þeim alltaf blaðið

B. Já, hef gert það

C. Nei, held ekki

D. Myndi aldrei gera það

Hlakkarðu til að hlusta á Hlaðvarpsþátt Framhaldsskólablaðsins?

A. Ég verð fyrst(ur) til að hlusta

B. Ég hlusta kannski á fyrsta þáttinn

C. Sé til

D. Alls ekki Drekkurðu NOCCO?

A. Jájá, stundum

B. Já, of oft

C. Ekkert

D. Oft á dag Á skalanum 1-10 hversu mikið elskarðu Framhaldsskólablaðið?

A. 10!

B. 7,5

C. 5

D. 1

Frábær týpa Veistu hvað, þú ert frábær týpa. Þú átt allan heiminn skilið. Fleiri ættu að vera eins og þú, þá yrði heimurinn betri. Vonandi vinnur þú fimm lottómiða og nýtur lífsins á Tenerife í sumar, þú verðskuldar það svo sannarlega.

Flest B:

Alltílæ týpa Veistu, þú ert allt í lagi. Þú lest oft en ég skil alveg að þú greinir ekki hverja einustu blaðsíðu í þaula. Það má. Þú rennir yfir þetta helsta, prófar einn og einn spurningalista, þ. á m. þennan, og heldur svo áfram með daginn þinn. Ég virði það. Þú stendur þig vel í lífinu.

Flest C:

Ég-nenni-þér-alveg týpan

Jájá, ég nenni þér alveg. Þú ert ókei. Stundum mættirðu sýna meiri lit og skoða allt það frábæra sem þetta blað hefur upp á að bjóða og prófa nýja hluti, drekka NOCCO oftar og svona. Lifa á brúninni. En jújú þú ert fín/n/t svosem, ég hef ekkert á móti þér.

Flest D:

Hræðileg týpa Þú átt ekkert gott skilið. Þú ætti að lesa blaðið oftar. Meira þarf ég ekki að segja.

“The gas station.” The man corrected tenderly.

“In what world is this a gas station?” Hunter thought of all the ways he could lie, but he knew what was coming, and had no way of preparing himself.

“In what way is this a hotel?”

The men stared helplessly at each other. It wasn’t a hotel, and it certainly wasn’t a gas station. It was simply an old house, next to a lake and an overrun gravel road. They felt like they had been scammed, and their feelings were correct. Somewhere in the distance a person was laughing at the state of these two men.

The other man called himself Mr. Rabbio, but Hunter never asked, so he never found out.

After a long discussion (and a brief argument) the men decided to enter the building. Since they both had keys, it was difficult to decide who would get the honor (hence, the brief argument). Eventually, Mr. Rabbio stepped up and pulled the classic “I am older and wiser”card. It bothered Hunter greatly, but he knew being 17 years old put him at a clear disadvantage. So, he stayed silent as Mr. Rabbio opened the doors of his broken fantasy.

How astonishingly disappointing. where in his mind was hope. He was a decorated hotel with seated staff. What him was an old cottage that seemed to what vacated. The cup of tea on the cold, but the tea leaves on the bottom yet been touched by mold. It was interesting to imagine the circumstances that caused scene. You could still smell the individuality of a home. However, the everyday clutter personal possessions had clearly been As Hunter closely investigated the bookshelves and sideboards, he noticed cracks thick layers of dust. Cracks that were likely marks of the belongings removed haste. It was interesting.

Mr. Rabbio did not find the scene strange. He checked if the water was in the sink and started to inspect the from a business point of view. Most was wondering how he could make tion out of it. While Mr. Rabbio continued quest, occasionally taking photos of the on his smartphone, Hunter rested in appetizing lounge chair. In his investigation he had spotted a curious book. The been decorated with various dried flowers watercolour paint. On the first page, of the book appeared: “The Untouched ry (meant for you)”. Now, it never exclusively stated “for Hunter”, but the book seemed savory to ignore. Reading other people’s was a prime example of antisocial

16 | Framhaldsskólablaðið M AÍ 2 022
" Elís Þór Traustason

Untouched Diary meant for you

left me traumatized from ever taking up a new hobby again. So, yes, it did feel amazing to toss that demon and watch it shatter on the ground. But as I felt myself calm down; I accidentally caught my reflection in the window. For a moment I stared at myself, noticing how much I’d changed. Usually, this is what causes a mid-life crisis. But at that moment, I finally recognized myself. It’s so crazy how our thoughts at 17 can get stuck on our face. But now, my face is different. And so, my 17-yearold self can finally rest.

I’m thankful today. So, when I kissed Albert on the cheek, I also told him that I loved him, but he already knew that.

It felt extremely dramatic for a diary entry, but Hunter was delighted that the woman could finally find some peace. Although the entry was written several years ago, he hoped her life had gone on to stay pleasant. This brought his thoughts back to his own life, the hotel.

Mr. Rabbio was still talking to some fellow through the phone. Hunter went outside to disrupt his conversation.

“Yes?” Mr. Rabbio had answered rather annoyedly, after Hunter had placed himself strategically in front of him.

“I was wondering what we are going to do about the building. I’m sure we could compromise in some way.”

Mr. Rabbio sighed and spoke to the fellow on the phone: “Sorry, it’ll be just a minute. Yes, I will call you back. Okay now, bye-bye.” He then looked at Hunter with pretentious sympathy.

“Look, buddy, I don’t know how much you paid for this building. But I just spoke with my contractor, and right now it looks like neither one of us can keep it. Apparently, some kids have put up houses on websites, scamming people left and right. It’s not for sale. We are reaching out to the man who owns it, but it just won’t work out for the both of us. Hate to break it to you like this, kid.”

Hunter ran his fingers through his hair and sighted. Did someone still live in the house? He felt guilty for going through their belongings. He wondered if the keys had been stolen, or possibly made from molds.

Mr. Rabbio noticed Hunter’s backbreaking disappointment.

“Look, I noticed you came here on a bike. Why don’t I give you a ride home?”

Mr. Rabbio spoke on his phone for about 20 minutes before they left.

The trip was mostly spent listening to some radio show Hunter was too irritated to take in. Him and Mr. Rabbio only spoke once.

“What did the family say when you called them? Were they out-of-town or something?” Hunter still did not quite understand how someone could sell a building online without the owner‘s knowledge.

“I guess. The man I spoke to moved out a couple of weeks ago. It‘s pretty sad actually, his wife just passed away. He didn’t feel like living there by himself after that.”

disappointing. Someexpecting

What met be sometable was bottom had not interesting caused this individuality clutter and removed. bookshelves left in the were most removed in a scene too was running the house Most likely he a gas stacontinued his the setting in a rather investigation front had flowers and the name Untouched Diaexclusively seemed too people’s diaries behavior.

Just like his childhood therapist warned him against. Yet, he couldn’t stop himself from licking the dirt off his fingertip, and peek through the worn-out pages.

The 19th of April 1991

Dear World, I’m trying to stay grateful, but I could use a little help. Just fix him please. The stars are supposed to be romantic. Literally how can you make the stars feel so… humiliating? He held his arms around me, pretending to be protective, not knowing his little brother was looking through the window. I noticed but said nothing. I wanted him to pretend a little longer.

“One day, in a couple of years, I’ll be camping somewhere with my wife. And I’ll still think of you. I will never forget you.”

His face said it all. He probably practiced the line last night, feeling like the king of romance. Stupid asshole.

And yet, the next day, on my birthday, I couldn’t help but cry. Not because of the stupid line, but because of the reason he practised it. I knew he didn’t like me. I know he doesn’t. I know. But now I knew it wasn’t for status or popularity or sex, and it somehow made it worse. He wanted someone to remember him, and it didn’t really matter who it was. I could have literally been anyone.

I realized that if I was as neutral as I posed, I would have left him a long time ago. But I hadn’t. And that is the real reason I cried today.

Hunter felt uncomfortable, to say the least. It felt more like a letter than a diary entry. But Mr. Rabbio was still running errands and Hunter was curious above all else. He licked his fingertip once more.

The 24th of May 1991 Dear World,

Can you tell me where my sanity has gone? Your guess is as good as mine.

Sounds kind of cool. I’m starting to get this whole Pixies thing. Also, I currently hate my life. I spend half my days procrastinating everything. I’m like 25% sure I even have friends left (well deserved, but sad). I waste my other half on him. I just want it to stop. How come my life revolves around a person I barely meet? We hadn’t even finished our drinks when he left. “Time flies when you’re having fun!” he said while I was contemplating shooting him in his leg. To this day, he is the only person I know who can overuse such a boring saying. If it had been just the two of us, I would have tolerated it (but barely so). But some of my friends were meeting him for the first time, and it was obvious he wanted nothing to do with me. It was humiliating. I’m starting to think he just likes humiliating me. I don’t know. I just really wanted him to stay, or at least acknowledge me.

We fought that night, I don’t remember what the argument was about, only the apology that followed. It felt like he was apologizing for slipping up and stating his true feelings out loud.

I am going to break up with him. Mostly because my friends can’t know how little respect I have for

myself. It’s kind of sad to see yourself become the girl you mock in your head.

It was so sad. Could this woman just get a hobby? As much as Hunter wanted to feel sorry for her, he mostly wished she would go outside, occasionally. The entries weren’t even that old. Feminism must have been a thing back then.

Hunter’s thoughts were interrupted as Mr. Rabbio stepped outside. Hunter prepared to stand up and follow him. But he soon realized the nature of the act. Mr. Rabbio was on his phone; he wasn’t leaving just yet. He was working hard, trying to make his original deal work. Meanwhile, Hunter had forgotten the reason for his visit. The hotel rested gracefully in the back of his mind.

He decided to read some of the more recent entries.

The 28th of November 1997

Dear World,

Feeling sappy today but bear with me! I woke up around 5 AM because of the weather and decided to throw out my sewing machine (I know it’s silly, but I’ve tried to fix it and nothing works). This is a highly unusual activity at this time, as Albert so rudely pointed out to me when I accidentally woke him up. He thought I was taking it to a dumpster, but I was preparing to throw it out the window. Now, I don’t exactly hate this particular sewing machine. But it has scarred my hands for life and

Although Hunter was disappointed about the news, he was hoping this meant he wouldn’t get in any trouble for reading the wife’s diary.

“And I’m not 100% sure, but I think it might be someone I used to know. She lived around here somewhere and died from cancer a couple of weeks ago. But like I said, I could be remembering it incorrectly.”

Adults always talk about death so casually.

“It’s really a shame, she was such a nice girl too.”

Mr. Rabbio sighed. Hunter decided not to tell Mr. Rabbio how little he cared. He had no idea who this girl was.

“Yeah,” was the only thing that came to mind. Mr. Rabbio seemed to interpret this as a que to continue.

“Such a shame. Such a lovely girl. Meant a lot to me, you know?”

“Well, what about her?” Hunter asked kindly in a desperate attempt to be comforting. He had never lost a friend before and had no idea how to support Mr. Rabbio. “What was her name?” he added as an afterthought. Calling her “girl” felt dehumanizing in some way.

“Erm, well, like I said, it’s been a while,” Mr. Rabbio fumbled awkwardly, “In my defense she’s a bit of a nutcase. I haven’t seen her in years actually. I was just thinking about it. It’s crazy, suddenly I’m becoming so old!”

Mr. Rabbio sighted.

“But you know what they say, time flies when you’re having fun.”

Framhaldsskólablaðið | 17 M AÍ 2022

7 góð ráð

1. Taka sér pásur Pásur eru gríðarlega mikilvægar. Það er ekki hollt að sitja við efnið klukkutímum saman, þú nærð meiri árangri með skipulögðum hvíldartímum og þú ferð betur með eigin geðheilsu þannig. Hikaðu ekki við að prófa þig áfram, sum þurfa stuttar en reglulegar pásur en önnur læra betur í löngum lotum með fáar en langar pásur. Gerðu eitthvað sem þér finnst gefandi og róandi, pásur eru ekki til þess að sitja hreyfingarlaus/t með lamandi kvíða.

2. Ekki leggja of miklar kröfur á þig Stundum er þetta það besta sem þú getur gert þá stundina. Og það er þá bara þannig. Það er alltaf hægt að standa sig betur í ímyndunarafli manns sjálfs en í raunveruleikanum eru takmörk fyrir því hvað hægt er að leggja á eina manneskju.

3. Mikilvægt að halda rútínu, svefn er mikilvægur Reyndu að snúa sólarhringnum ekki á hvolf. Það er í góðu lagi að sofa frá kl. 2 til 10 svo lengi sem þú gerir það reglulega og vaknar endurnærð/t/ur. Ekki drekka of mikið koffín, þó það sé freistandi, og passaðu upp á rútínuna. Farðu alltaf á sama tíma að sofa og vaknaðu á sama tíma á hverjum degi. Líka fyrir próf. Allnighterar eru bannaðir. Svefn er mikilvægur fyrir líkamlega og andlega heilsu, próf og einkunnir eru það ekki.

4. Borða vel Eins og það er freistandi að sökkva sér í Doritos-snakkið og nammihámið er mikilvægt að borða líka hollan mat. Auðvitað má leyfa sér, það er oft besta leiðin til að halda sér við efnið. En það má ekki koma í staðinn fyrir hollan og næringarríkan mat. En leyfa sér líka smá. Ávextir, hnetur og ber eru líka hollt lærdómssnakk inn á milli.

leiðinni)

5. Hreyfa sig og eyða tíma úti Hreyfing er tímafrek en hún er mikilvæg. Ekkert gefur jafn mikla orku og hreyfing, í hvaða formi sem er. Þó ekki væri nema 15 mínútna göngutúr. Hreyfing er frábær pása og tilbreyting frá því að sitja í stól og húka yfir borði allan daginn. Hreyfing getur líka verið frábær útrás, orkugjafi inn í daginn, núvitund eða bara afsökun til þess að læra seinna.

6. Tilbreytingar eru vinur þinn Prófatímabil eru gjarnan eitt tilbreytingarlaust romsa af stressi og leiðindum. Að hanga við sama borðið dögum saman getur verið lýjandi. Prófaðu að breyta til, læra á nýjum stöðum, t.d. kaffihúsi, verðlauna þig með því að fara á nýjan veitingastað, hitta fólk eða bara hvað sem er. Að brjóta upp daginn getur hjálpað gríðarlega við að viðhalda eigin geðheilsu, sérstaklega því lengur sem prófatímabilið varir.

7. Reyna að hitta fólk eða læra saman Það hentar ekki öllum að læra með öðru fólki (þ. á m. höfundi þessarar greinar) þó mörg geti ekki hugsað sér að læra lengi án félagsskapar. Það getur hins vegar verið tilbreyting að læra einstaka sinnum með öðrum en þá er líka gott að hittast og gera eitthvað sem ekki tengist prófum. Flestir félagslegir viðburðir geta beðið en engum er hollt að loka sig alveg af í nokkrar vikur, sérstaklega ekki í þeim volæðis- og eymdartíma sem prófin eru. Félagsskapur er must.

18 | Framhaldsskólablaðið M AÍ 2 022
" Elís Þór Traustason
til að lifa af prófin (og ekki tapa geðheilsunni í

Pásur

árangri. Þú átt að sitja við efnið, frá því að þú vaknar þangað til að þú sofnar. Leystu jöfnur í sturtunni, hámaðu í þig lotukerfið með matnum og hlustaðu á Íslendingasögurnar á hljóðbók á meðan þú sefur. Allt annað er aumingjaskapur.

hörmuleg ráð

gert betur. Punktur. Allt undir 10 er fall. Þú ætlar ekki að grinda fyrir ekkert. Sýndu þessum lúserum hvað þú ert betri en allir aðrir. Ef þú fellur á prófinu er lífi þínu loki og þú getur allt eins sagt bless við að fara í draumanámið í framtíðinni. Heldurðu að þú komist inn í háskóla erlendis ef þú færð 7 á dönskuprófi? Think again.

3. Svefn er tímasóun Svefn var fundinn upp til að testa mannleg mörk. Nýttu tímann þinn vel, ekki sofa. Elon Musk sefur bara einu sinni í mánuði, skuh! Taktu. Allnighter. Fyrir. Hvert. Próf. Hvernig öðruvísi ætlarðu að uppfylla þitt true potential? Svefninn bíður. En grindið bíður ekki.

4. Borðaðu bara crap Keyrðu þig áfram á kaloríum og ketamíni. Hámaðu í þig nammið, allt sem heldur grindinu gangandi er vinur þinn. Ekki eyða tíma í að borða kvöldmat með fjölskyldunni eða skera gúrkur eða eitthvað sjitt. Borðaðu hreina orku, ekkert minna. Hollur matur bíður en, you guessed it, grindið bíður ekki.

5. Hreyfa sig og eyða tíma úti Hreyfing er seinni tíma vandamál, að viðhalda grindinu er stöðugt vandamál. Af hverju eyða tíma í að hreyfa sig þegar þú getur hlustað á To Kill a Mockingbird á sama tíma og þú horfir á Druk með Mads Mikkelsen og glósar um ljóstillífun með hægri og hagsögu Íslands á 19. öld með vinstri. Geturðu gert það á hlaupabrettinu? Nei, hélt nú ekki.

6. Tilbreytingar eru óvinur þinn Tilbreyting, hvað er það? Þú ætlar að sitja við þetta borð. Í. Allan. Dag. Að geta setið í 14 klukkutíma samfellt er merki um sterkan karakter. Varstu virkilega að læra fyrir próf ef allir kírópraktorar landsins mynda ekki verkalýðsfélag með það eina stefnumál að þurfa ekki að rétta úr hryggnum á þér? Kaffihús, hvað er það? Kíkja á Þjóbó? Nei takk. Þú átt að finna þér þitt borð, þína bækistöð, þitt byrgi. Yfirgefurðu byrgi þitt sem þú sórst að vernda?

7. Reyna að hitta fólk eða læra saman Próf eru samkeppni. Þú ætlar að enda á toppnum. Punktur. Ekki læra með öðrum eða deila mikilvægum upplýsingum sem nýtist þeim. Ef eitthvað, gefðu þeim villandi upplýsingar, deildu röngum glósum og sjáðu meðaleinkunnina hrynja fyrir augum þér. Glundroði og óstjórn er bara tól til að komast á toppinn.

Framhaldsskólablaðið | 19 M AÍ 2022
1. Taka sér aldrei pásur eru fyrir aumingja. Grindið er það eina sem skilar 2. Leggðu of miklar kröfur á þig Þú getur alltaf
7
til að ganga illa í prófum og tapa geðheilsunni í leiðinni

Uppskrift vandræðumað

Þessi uppskrift er fullkomin fyrir einstaklinga sem ætla sér að gera næstu ár ansi erfið. Fólk mun segja þér að taka skynsamlegar og heilbrigðar ákvarðanir þegar prófatarnir nálgast, án þess að gera sér grein fyrir hurðinni sem þau eru að loka. Það býðst alltaf sá valkostur að gera þennan tíma að lifandi helvíti þegar hann þarf alls ekki að vera það.

Ég og nokkrir samnemendur mínir höfum fylgt þessari uppskrift síðastliðin tvö ár þegar vorprófin runnu í garð og sáum eftir því í bæði skiptin<3 Bon appétit!

Innihaldsefni:

5 stk svefnlausar nætur

13 bollar af kaffi

4 dósir af orkudrykkjum

1 stk tölva (helst ofhitnuð)

2 vatnsglös (valfrjálst)

4 og ½ tsk af uppgjöf

Forhitið svefnherbergið ykkar í 17 °C og dragið fyrir gardínurnar. Slökkvið helst ljósin og leyfið birtunni úr tölvuskjánum lýsa upp fölt andlit þitt.

Blandið vökvunum saman fyrir hressilegan hausverk. Hellið svefnleysinu hægt og rólega saman við vatnsblönduna til þess að hausverkurinn viðhaldist alveg örugglega. Það hjálpar ef þú ert afskaplega neikvæður og sannfærir þig um að þú munir falla. Helst ekki fara út úr húsi næstu vikurnar. Ef þú finnur ekki fyrir bakverk skalt þú passa að ýmist liggja upp í rúmi eða sitja eins og rækja í nokkra klukkutíma.

Að útskrifast með heilbrigt bak er eins og að útskrifast ekki.

Þú skalt passa að gera ekkert annað en að læra, en að ná samt ekki að læra neitt sérstaklega mikið. Í staðin ætlar þú að stressa þig á því hvað þú ert að koma litlu í verk. Ef einhver býðst til þess að aðstoða þig skaltu neita. Til þess að auka áhrifin skaltu vera afskaplega hvasst og helst snappa á fólk reglulega. Ekki hlusta á ráð foreldra þinna, þau vita ekkert hvað þau eru að tala um. Ef einhver skipar þér í sturtu eru þau óvinurinn. Vertu varkárt og njóttu vandræðanna!

Gleðilega prófatörn.

Lygasagan

" Embla Waage

Hin fullkomna lygasaga einkennist af tilvísunum í daglegt líf. Ef þú ferð í langsóttar tengingar eða vitnar í þjóðsögur mun fólk líklega hætta að trúa þér. Sumir hafa fullkomnað lygina. Á Íslandi er til að mynda hægt að byggja starfsferil sinn á henni. Aðrir reiða orðspor sitt eða leigusamning á henni.

Glæpsamlegasta tegund lyganna er dulin flestum í kringum okkur. Hún felst í þeirri trú að við munum ná langt í lífinu, því innst innra með okkur býr stjarna. Hún bíður eftir því að verða uppgötvuð. Þetta er glæpsamleg lygi vegna þess að hún kemur í veg fyrir að við verðum hamingjusöm. Í fyrsta lagi missum við stjórn á eigin lífi. Við setjum áform okkar í hendur annarra og vonum að þau séu ekki að hugsa nákvæmlega það sama og við. Í öðru lagi reynum við flest að tengja markmið okkar við veruleikan. Vinnan sem ég set inn jafngildir útkomunni. Stundum á þetta lögmál við. Stundum á það ekki við.

Í stað þess að ljúga að sjálfum þér um einstaka hluti, legg ég til að þú farir að lifa eins og lygin sé sönn. Það er ekki stjarna að fela sig innra með þér; þú ert stjarnan. Hvers vegna hagar þú þér ekki í samræmi við það? Mörg okkar þora ekki að sækja í markmið okkar, því við erum hrædd um staðfestingu. Kannski er ekkert sérstakt við þig. Að eyðileggja gott tækifæri þýðir samt ekki að þú eigir ekki afturkvæmt. Í versta falli breytist stefna þín og þú finnur þér ný markmið. Það þarf enginn annar að sjá sóknarfæri í þér. Þú þarft aftur á móti að gera það.

20 | Framhaldsskólablaðið M AÍ 2 022

Frestunarárátta

" Penni: Ingveldur Samúelsdóttir ,,Einn þátt í viðbót“ hvíslar þú að sjálfum þér eftir að þú gjóir augunum á þýsku bókina sem hefur breytt yfir sig með ryki á náttborðinu þínu. Þú hækkar í tölvunni í þeirri tilraun að yfirgnæfa hljóðið í leirtauinu í vaskinum þínum sem kallar til þín í örvæntingu að fá að vera vaskað upp og komið öruggt heim til sín í skápana og skúffurnar. Geispa, nudda augun, hvað er klukkan? Hún er allavega orðin það margt að þig er farið að svíða í augun af bláa ljósinu frá skjánum. Manstu þegar þegar þig langaði alltaf að læra á píanó sem barn? Ætli það sé mjög dýrt að byrja í píanótímum á þínum aldri? Kannski kaupir þú þér bara notað píanó og reynir að læra á það sjálfur, þú skalt byrja að skoða píanó á morgun. Ritgerðin í sagnfræði, hvenær átti hún aftur að vera tilbúin? Eftir 3 daga, það er ekkert mál. Ef þú vaknar snemma í fyrramálið geturðu hent niður 500 orðum, gerir svo önnur 500 eftir skóla og svo restina í hádeginu. Loka tölvunni, geispa, fyrst þú ætlar að vakna snemma til að læra þá er best að reyna að sofna núna. Fyrst þarftu að heyra í frænku þinni og biðja hana um að hjálpa þér að læra á píanóið. Þú þarft hvort sem er að stilla vekjaraklukku fyrir morgundaginn þannig þú hendir bara skilaboðum á hana í leiðinni. Þú opnar símann, hann opnast á mynd sem fyrrverandi skólasystir þín hafði sett inn á instagram, hún heldur utanum einhvern sem þú kannast ekki við og brosir á meðan hann kyssir á henni kinnina. Bíddu nú við… síðan hvenær voru hún og fyrrverandi kærastinn hennar hætt saman? Þú opnar prófílinn hennar, þú ferð í gegnum fylgjendur hennar og sérð að þau eru ekki lengur að fylgja hvort öðru. Þú skrollar gegnum gömlu myndirnar hennar, vá hvað lífið hennar er miklu skemmtilegra en þitt. Hún er alltaf í útlöndum eða með hóp af fallegu fólki í kringum sig eða bæði. Augnlokin verða þung, hugurinn tekur heljarstökk í höfðinu á þér. Þú lokar símanum og leggur hann á náttborðið við hliðina á hinum vanræktu námsbókum. Þú heyrir fuglasöng úti, sólin hefur teygt sig inn um rifu í gluggatjöldunum og gefið þér koss á ennið., FOKK, klukkan er korter í níu, þú stilltir aldrei klukkuna! Þú hefur tíu mínútur til þess að rífa þig upp og koma þér út á stoppistöð til þess að mæta á réttum tíma… eftir að þú hvílir augun í eina mínútu enn

Standa stafir í þér?

Við erum með hljóðbækur fyrir framhaldsskólanema í öllum fögum.

Átt þú rétt á þjónustu okkar?

Kannaðu málið á: www.hbs.is

Bókasafn fyrir blinda, sjónskerta og prentleturshamlaða

Framhaldsskólablaðið | 21 M AÍ 2022
r m

Myndir á frönsku sem ég mæli með!!

Les Choristes, Christophe Barratier Þessi mynd segir frá frönskum drengjakór. Mjög hugljúf og skemmtileg og tónlistin er ekki af verri endanum.

La Vie en Rose, Oliver Dahan Þessi mynd segir frá ævi mögnuðu söngkonunnar Édith Piaf. Myndin leiðir þig í gegnum líf hennar ásamt öllum erfiðleikunum sem því fylgdi. Maður fær að kynnast henni og tónlist hennar í nýju ljósi. Mæli eindregið með.

Hvaða prófalestursfrestun ert þú?

1. Þú ert í tíma. Hvað af eftirfarandi myndi fara mest í taugarnar á þér?

A. Sætisfélagi þinn er andfúll. Þú býður honum tyggjó, hann neitar.

B. Sætisfélagi þinn er að smjatta tyggjói óþarflega hátt, það er smá eins og hann sé að gera það viljandi.

C. Það er eitthvað fólk að tala í tíma. Þú vildir óska þess að þau hefðu átt samtal um tyggjó í frímínútum.

D. Kennarinn er að stara á

Flest A:

Naglalakk (og naglalakkaeyðir)

þig. Þú vilt fara heim.

2. Það er verið að skamma nemanda á aftasta bekk fyrir að fylgjast ekki með, hvað gerir þú?

A. Þú reynir af bestu getu að flissa ekki.

B. Þú nýtir tímann til þess að gera heimavinnu fyrir annan tíma #grind

C. Þú fylgist vel með svo kennarinn skammi þig ekki

D. Kennarinn er að skamma þig

Þú situr og naglalakkar þig í myrkrinu. Þetta er skelfilega ljótt og þú neyðist til þess að fjarlægja þennan hrylling samstundis. Ef við lítum á björtu hliðarnar

tókst þér að minnsta kosti að fresta 40 mínútum.

Flest B:

Heilsurækt

Þú ert duglegasta manneskja jarðar. Pabbi þinn hrósar þér fyrir að fara út að hlaupa í rigningunni. Heima bíða þín 70 ólesnar blaðsíður sem þú neitar að hugsa um.

Flest C:

Tiltekt og umröðun

Núna er kjörin tími til þess að snúa herberginu þínu á hvolf og flokka ruslskúffuna. Þú eyðir þremur dögum í tiltekt. Lærdómur getur beðið.

Flest D:

Samfélagsmiðlar

Líf þitt er endalaus hringur þjáningar og pínu. Systir þín reynir að hugga þig: ,,Þetta verður allt í góðu, svo lengi sem þú fylgist með í tímum og lærðir jafnt og þétt ertu í góðum málum.” Systir þín veit ekki að þú gerðir hvorugan af þessum hlutum. Þú ert í djúpum skít.

3. Þú ert að labba niður stiga og snertir óvart blautt tyggjó undir handriðinu, hvernig bregst þú við?

A. Skerð af þér hendina

B. Sleikir hendina til þess að styrkja ónæmiskerfið

C. Sprittar þig með fjórum mismunandi sprittbrúsum

D. Ferð að gráta. Þetta er búið að vera langur og erfiður dagur.

Amélie, Jean-Pierre Jeunet Þessi mynd er klassík og ég mæli svo mikið með henni. Hún segir frá Amélie sem er stórskrýtin stelpa sem býr í París. Tónlistin í þessari mynd er frábær og ef þú hefur ekki séð hana þá veistu hvað þú átt að gera.

Segjum sem svo að við séum með 100 manna hóp fyrir framan okkur. Gefum okkur að 70 þeirra hafi, á einhverjum tímapunkti, farið í próf. Úr þessum 70 manna hóp má gefa sér að 50 manns hafi, á sinni ævi, lært fyrir próf. Úr þessum 50 manna hóp voru líklega um 20 manns sem frestuðu öllu fram á seinustu stundu og rétt svo náðu að kippa sér í lag undir lokin. Þessi grein er fyrir þennan hóp. Svaraðu eftirfarandi spurningum og sjáðu hvaða frestun þú ert!

4. Þú ert á leiðinni í þriggja tíma stúdentspróf, hvað tekur þú með þér?

A. Vatnsbrúsa

B. Blöndu af creatine og aminodufti í poka

C. Banana

D. Tissjú

5. Þú varst að klára próf, hvað er það fyrsta sem þú gerir?

A. Finnur einhvern sem nennir með þér í sund

B. Skokkar heim

C. Hlustar á sorglega tónlist og horfir út um gluggan í strætó

D. Ferð yfir svörin og reiknar hvort þú sért yfir falli

22 | Framhaldsskólablaðið M AÍ 2 022
" Katrín Valgerður Gustavsdóttir

FERSK UPPLIFUN

Ritstjóri óskast!

Laust er til umsóknar starf ritstjóra Framhaldsskólablaðsins skólaárið 2022-23.

Starfssvið:

• Velja fólk í ritstjórn blaðsins

• Vinnsla efnis

• Stýra starfi ritstjórnar

• Umsjón með efnisöflun í samstarfi við aðildarfélög SÍF um land allt

• Setja inn efni á heimasíðu og samfélagsmiðla

UMSÓKNARFRESTUR 20. MAÍ

Hæfniskröfur:

• Gott vald á rituðu máli

• Reynsla af útgáfu (t.d. skólablaðs) er kostur

• Reynsla af og áhugi á félagsstörfum í framhaldsskóla

• Áhugi á fjölmiðlum og samfélagsumræðu

• Frumkvæði og hæfni i mannlegum samskiptum

Staða ritstjóra er launuð. Gefin eru út 4-5 tölublöð á hverju skólaári og greitt fyrir hvert blað. Starfið er aukastarf samhliða hefðbundnu námi og hafa ritstjórar undanfarin ár ýmist verið nýstúdentar eða í námi á framhaldsskólastigi. Útgefandi blaðsins er Samband íslenskra framhaldsskólanema.

Umsókn, ásamt ferilskrá, sendist á embla@neminn.is eða elis@neminn.is!

Fyrsta tölublaðið kemur út um svipað leyti og kennsla hefst.

Nánari upplýsingar veita núverandi ritstjórar Framhaldsskólablaðsins, Embla Waage, embla@neminn.is og Elís Þór Traustason Elís Þór Traustason elis@neminn.

Lón skýjanna

Hefur þú líka lent í því að ætla að tríta þig og mætt í Árbæjarlaugina, og þó það sé mega næs þá vantar einfaldlega eitthvað? Þig langar að krydda hlutina aðeins meira og tríta þig. Þegar við hjá Framhaldsskólablaðinu stóðum frammi fyrir þeirri áskorun, var stefnunni heitið á Sky Lagoon og þaðan var ekki aftur snúið, allavega ekki sem óbreyttar manneskjur.

Fyrir manneskju sem hefur alist upp í Reykjavík alla sína tíð er Kópavogurinn óljóst hugtak yfir húsaþyrpingar hér og þar, og eins og sönnum Reykvíkingi sæmir, þá á maður ekki erindi þangað nema það sé eitthvað sérlega brýnt. Nú er þetta að breytast með tilkomu Sky Lagoons eða Skýjalónsins á Kársnesinu.

Sky Lagoon hefur tekist að draga fram allt það besta við náttúruna á höfuðborgarsvæðinu, með sinni fallegu hönnun og magnaða útsýni yfir Bessastaði.

Þú stígur inn fyrir dyrnar og þú ert komin inn í aðra veröld. Það er tekið á móti þér eins og á fimm stjörnu hóteli. Það eru einstaklingsklefar, handklæði allsstaðar og geggjuð sturtusápa. Fyrst mætir maður ofan í heita laug, mosagróið berg og gullfallegt útsýni umlykur laugina sem er staðsett yst á sjávarsíðunni.

Þetta er hins vegar bara fyrsta þrepið af sjö þrepa ferðalaginu sem SPA meðferðin er byggð á.

1. Þú slakar á í lauginni, nýtur þess að anda að þér sjávarloftinu og dáist að útsýninu.

2. Þú ferð í kalda pottinn í smá stund til að næla þér í smá endorfín skot.

3. Þú mætir inn í þurra gufu með mögnuðu útsýni og slakandi gítartónlist.

4. Þú gengur inn í rými og stendur undir köldu mistri til að fríska þig aðeins upp.

5. Í fimmta þrepinu er komið að því að negla á sig skrúbb sem fer á allanlíkamann en ekki í andlitið.

6. Blautgufan tekur svo við og húðin sogar í sig þennan frábæra töfra skrúbb.

7. Sturta til að skola skrúbbinn alveg af og svo fær maður að fara aftur í laugina.

Skýjalónið breytir þér sem manneskju. Eftir hvert þrep er ekki aftur snúið, þú verður að halda áfram. Þegar hurðinni að sjöunda þrepinu skellur á hælanna ert þú orðin að beinlausu mjúkdýri. Vissulega er það hægur leikur fyrir Ísland sem kapítalíska þjóð og land náttúruhamfara, að veðra húðina, hrukka brýrnar og spenna vöðva í hálsi og öxlum. En þá þarf maður bara að skella sér aftur í Skýjalónið, og aftur, og aftur.

Ef þú vilt gera vel við þig, fá þér smá frí frá daglegu amstri eða jafnvel skella þér á rómó deit (en samt að passa upp á kolefnissporið) þá er Sky Lagoon klárlega eitthvað sem þú þarft að skoða.

M AÍ 2 022 Kynning Kostuð
umfjöllun

VERTU MEÐ VINNUTÍMANA Á HREINU

Klukk er nýtt og frítt tímaskráningarapp fyrir launafólk. Þú skráir vinnutímana þína með einum smelli í Klukk og veist þá nákvæmlega hversu mikið þú vinnur og hvenær. Hægt er að virkja staðsetningarbúnað í appinu sem minnir þig á að klukka þig inn eða út.

Náðu þér í Klukk í AppStore eða á GooglePlay.

Nánar á asi.is/klukk

Framhaldsskólablaðið | 27 M AÍ 2022

Vök böð

Eftir því sem ferðamannabransinn þróast eru sífellt fleiri áður faldar perlur að koma í ljós, hvaðanæva á landinu. Austfirðingar hafa aldeilis verið að pússa perlurnar sínar og leyft þeim að skína, þar á meðal eru náttúrulaugarnar í Vök, við Urriðavatn, í aðeins nokkurra mínútna fjarlægð frá Egilsstöðum.

Þetta er fljótandi sjóndeildarlaug, útsýnið frá fjórum jarðhitalaugum er dásamlegt. Þetta er tilvalinn staður fyrir djúsí ljósmyndir til að flexa smá á samfélagsmiðlum.

Þarna er allt til alls, þörungur, eimbað, vaðlaug, og til að toppa allt saman er nokkuð öflugur booztbar staðsettur í lauginni sjálfri. Útsýnið við Urriðavatn er stórkostlegt og fyrir þau sem þora út í kuldann þá er ekkert sem stoppar þig frá því að skella þér út í ískalt vatnið (ef þú ert virkilega þessi týpa).

Svo að lokum er te bar með allskyns jurtatei úr íslenskum jurtum, og veitingastaður þar sem að maður getur slakað á, borðað á sig gat og notið útsýnisins. Ef að þú ratar einhverntíman óvænt (eða viljandi) á Austfirði þá er Vök hverrar krónu virði.

M AÍ 2 022 Kynning Kostuð umfjöllun
Kjósum ungt fólk í sveitastjórnir. Kynntu
Göngum lengra
71 ungliði á framboðslistum VG um land allt
þér málin okkar: x22.vg.is Vertu með @ungvinstri á Instagram og Facebook

Nám erlendis opnar þér nýjan heim, að heiman.

Krossgáta

Lárétt

4. Próf til að meta enskukunáttu

6. Sigraði Grammy verðlaun sem besta poppsöngplata 2022

9. Eina fuglategundin sem getur flogið afturábak

10. Áður þekkt sem Facebook

Lóðrétt

1. Stærsta borg Evrópu

2. Stærsta stöðuvatn í heimi

3. Stafróf sem notað er til fjarskipta

5. Spendýr sem flýgur

7. Forrit sem býður upp á ókeypis símtöl til Úkraínu

8. Stærsti atvinnuleitarmiðill á Íslandi

Háskó l anám erlend i s

á

Lingó er vottaður umboðsaðili á Íslandi fyrir alþjóðlega fagháskóla víða um lönd; Á Englandi, Skotlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni, Kanada og í Bandaríkjunum.

Nám í slíkum skóla er einstakt tækifæri til að kynnast suðupotti hugmynda, stefnum og straumum víða að úr heiminum. Aðstaða og umhverfi er eins og best gerist og kennarar eru reyndir fagmenn og sérfræðingar

Nám erlendis í hönnun, miðlun, sjónlistum, stjórnun, sviðslistum, tísku, ferðaþjónustu eða viðskiptum, opnar einnig möguleika á að hitta „rétta“ fólkið og komast áfram á alþjóðlegum markaði.

3 A ndstæður

" Embla Waage

1. Fyrir hvern íbúa fyrirfinnast 1,3 reiðhjól… en fyrir hverja 4 íbúa fyrirfinnst 1 bíll.

2. Bagg er ólöglegt… en Kannabis er afglæpavætt.

3. Þú getur verið með ákveðna gerð af kengúru sem gæludýr… en ekki evrópskan broddgölt.

30 | Framhaldsskólablaðið M AÍ 2 022 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10
OPIÐ fyrir umsóknir
sviði skapandi greina
msterdam

styrktu útgáfuna

Ritstjórn mælir með

Roadtrip út á land Ekkert er betra en bílferð út á land, helst lítið skipulögð og með litlum fyrirvara.

Bifreiðaverkstæði

Bókráð bókhald og ráðgjöf ehf Miðvangi 2-6, 700 Egilsstöðum

Grill á góðum degi Bjóddu fólkinu þínu í pylsur og bulsur.

Lautarferð í Reykjavík Að sitja í sólinni á Austurvelli eða Klambratúni er ekkert annað en draumur.

Brauðbakstur Þetta er Ísland! Suma daga er einfaldlega betra að halda sér heima.

Lægra verð – léttari innkaup

Fuglaskoðun Það þarf alls ekki að fara langt úr bænum. Finndu kíki og reyndu að kanna hvaða fugla þú sérð.

Safnferðir Finndu safn sem þú hefur aldrei heimsótt áður og kannaðu það.

Framhaldsskólablaðið | 31 M AÍ 2022
Eftirtaldir
Grettistak

Kíktu til okkar í HR og kynntu þér námið. Á Opnu húsi getur þú spjallað við nemendur, kennara og náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur náminu og lífinu í HR. Boðið verður upp á kynnisferðir um háskólann. GRUNNNÁM

Lagadeild

– Lögfræði

– Lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein

Viðskiptadeild

– Hagfræði og fjármál

– Hagfræði og stjórnun

– Viðskiptafræði

– Viðskiptafræði með lögfræði sem aukagrein

– Viðskiptafræði með tölvunarfræði sem aukagrein

– Viðskiptafræði og verslunarstjórnun - diplóma

Tölvunarfræðideild – Tölvunarfræði

– Tölvunarfræði með viðskiptafræði sem aukagrein

Tölvunarstærðfræði

– Hugbúnaðarverkfræði

– Tölvunarfræði - diplóma

Verkfræðideild

– Fjármálaverkfræði

– Hátækniverkfræði

– Heilbrigðisverkfræði

– Orkuverkfræði

– Raforkuverkfræði

Opið hús í HR 17. maí

Kl. 15 - 18

– Rekstrarverkfræði

– Vélaverkfræði

– Verkfræði – með eigin vali

Iðn- og tæknifræðideild

– Byggingafræði

– Byggingartæknifræði

– Rafmagnstæknifræði

– Orku- og véltæknifræði

– Byggingariðnfræði - diplóma

– Rafiðnfræði - diplóma

– Véliðnfræði - diplóma

Upplýsingatækni í mannvirkjagerð - diplóma

– Rekstrarfræði - diplóma

Íþróttafræðideild

– Íþróttafræði

– Styrk- og þrekþjálfun - diplóma

Sálfræðideild

– Sálfræði

hr.is

Í BOÐI Í HR
@haskolinnireykjavik @haskolinn @haskolinnireykjavik

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.