3 minute read

Fyrirmyndir rappsins

Next Article
Takk fyrir SÍF

Takk fyrir SÍF

Mörg ykkar þekkja eflaust til rapparans og tónlistamannsins Herra Hnetusmjörs. Þessi 26 ára maður á ansi farsælan feril að baki. Til að mynda var hann tilnefndur bæjarlistamaður Kópavogs árið 2020 og stofnaði auk þess fyrirtækið Kóp Bois Entertainment ásamt félögum sínum. Til dæmis eiga bæði Joe Frazier og Birnir þátt í þessu fyrirkomulagi. Sumir halda því fram að nafn fyrirtækisins megi rekja til uppvaxtar í Kópavogi. Aðrir kjósa að hugsa út fyrir kassann og líta fram hjá hinu augljósa. Hvað ef Kóp Bois eru i raun og veru að votta virðingu sína? Hvað ef þeir eru að benda okkur á upphaflegu fyrirmyndir sínar, nefnilega kópana.

Það eru til margar stórskemmtilegar staðreyndir um seli (og þar að leiðandi kópa). Þetta er einstaklega sjálfstæðar verur. Kópunum er hvorki kennt að fanga né éta fisk. Mæður þeirra leyfa þeim að læra þeir þetta alveg sjálfir. Margir þeirra grennast á yngri árum en flestir lifa þetta ferli af (Seals, life and facts: Ecomare Texel, 2019). Í lagi sem Herra Hnetusmjör á þátt í má sjá dæmi um þetta ferli frá sjónarhorni selsmóður.

Advertisement

„Á engan hest í þessu hlaupi svo ég legg ekkert undir Ég veiti ykkur ekki fóstur nema það þóknist mér“ (Já ég veit) Herra Hnetusmjör & Birnir - 2017 Hér fjallar Herra Hnetusmjör hugsanlega um það hvernig selsmæðurnar fjarlægjast ungviði sína og sleppa strax tökum á þeim. Kaldi veggurinn sem aðskilur barn og foreldri er dregin fram með þessari óþyrmlegu myndhverfingu. Hún er grimm, en hún er þörf. Margir þekkja engan vegin tilveru sela.

Það eru til um 32 tegundir sela (Halldórsson J.M., 2007) og eru þær margbreytilegar og fjölbreyttar. Til að mynda eru sæfílar með hæsta blóðmagn af öllum dýrum í þeirra stærð. Önnur skemmtileg staðreynd um sæfíla er að blóð þeirra inniheldur svipað magn af koltvíoxíði og hjá fólki sem reykir um 40 sígarettur á dag (Tift M. S., 2014). Hugsanlega hefur Herra Hnetusmjör ákveðið að tjá sig um þetta málefni með viðeigandi hætti.

„Reykti inni

Plastpoki yfir reykskynjaran

Haha“ (Vitleysan eins) Þormóður Eiríksson, Ásgeir Kristján Karlsson & Herra Hnetusmjör - 2019

Þetta mætti túlka sem grófri lýsingu á blóð- starfsemi sæfíla. Sökum þess að selirnir halda andanum sínum um 75% ævi sinnar mætti lýsa líkamsstarfsemi þeirra sem plastpoka yfir reykskynjara. Auk þess bætir hann við ,,Haha” sem bendir til þess hvað sæfílarnir eru svalir.

Þrátt fyrir þetta gríðarlega magn koltvíoxíðs í blóðrásinni verður meðal kvenkyns sæfíll um 19 ára gamall (Northern Elephant Seal, 2022). Almennt eldast selir býsna vel. Selir eins og við þekkjum þá á Íslandi geta orðið allt að 35 ára gamlir.

Hugsanlega hefur þú rekist á einn, tvo seli um ævina. Veltu því fyrir þér, var selurinn einn eða í hóp? Sannleikurinn er sá að sumir selir njóta einverunnar á meðan aðrir ferðast um í hópum. Þeir hafa þó flest allir verið gjörsamlega sjálfstæðir á einhverjum tímapunkti ævinnar. Eins og tekið var fram hér fyrir ofan þurfa selir í raun að þroskast á eigin fótum. Margar selsmæður fæða helst kópana á landi og skilja þá þar eftir tímabundið (FAQ about seals, 2021). Félagslyndir selir hljóta því að fagna hæstánægðir að fá loksins félagsskap. Hugsanlega það ánægðir að þeir bresta í söng. ,,Vinir mínir eru góðir Upp til hópa, upp til hópa” (Upp til Hópa) Ingi Bauer & Herra Hnetusmjör - 2018 Hér gæti verið að vitna í fyrrnefndu hamingju selanna að eignast loksins vini. Sumar selstegundir hópa sig saman í litla hópa, á meðan aðrar flokkast í þúsunda sela tali. En, það skiptir þó meira máli að eiga góða vini en marga. Sem betur fer eru selir býsna mildir og örlátir, sem er frábrugðið mörgum öðrum sjávardýrum (höfrungum).

„Vinir mínir eru ekki dópi

Upp til hópa, upp til hópa“ (Upp til Hópa) Ingi Bauer & Herra Hnetusmjör - 2018 Ólíkt ‚Navy SEALS‘ eru selir ekki í dópi (The Navy Seals’ Training has a Drug Problem, 2022). Sér til skemtunar finnst selum best að leggja sig, helst í sólinni. Hér hefur textanum tekist að draga fram fegurðina sem felst í félagsskap sela.

Já, selir eru margslungnir og dáfallegir. Það eru Kóp Bois sannarlega líka. Það fyrirfinnst margt sameiginlegt milli veröld selanna og veröld Kóp Bois. Þó, stangast þessir heimar einnig á.

„Nóg af fiskum í sjónum og ég er hákarl“ (Jámahr) Ingi Bauer, Joe Frazier & Herra Hnetusmjör - 2015

Þessi lína Joe Fraziers hefur vissulega áhrif á þessa merku rannsókn. Gæti upprunalega fyrirmyndin hafa verið hákarl? Það er í raun nánast jafn trúverðugt og selirnir. Í mörgum tilvikum er erfitt að finna sönnun fyrir tilveru sjávardýra almennt. Því meira sem maður les og rýnir í textana virðast svörin benda á sama stað - Kópavog.

Hefur þessi rannsókn leitt til einskis? Það fer í raun eftir því hvernig við lítum á upplýsingarnar sem standa frammi fyrir okkur. Þótt margt bendir til þess að textarnir eftir Kóp Bois byggjast á reynsluheim sela; bendir margt á annað. Sem betur fer má lesa í list eins og manni sýnist. Ef þér finnst lögin fjalla um listamenn frá Kópavogi ætla ég engan vegin að standa í vegi fyrir þínum sannleika. Hins vegar er mun skemmtilegra að hugsa til sæfílanna í sólbaði.

This article is from: