
2 minute read
Takk fyrir SÍF
Fyrir ári síðan mætti ég á Aðalþing Sambands Íslenskra Framhaldsskólanema (SÍF) sem forseti nemendafélagsins í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Á þeim tíma vissi ég ekki alveg hvað SÍF væri en ég var tilbúin að læra og gleypti allar upplýsingar sem í boði voru. Allt þingið var fyrri stjórn að biðla til allra að bjóða sig fram, það vantaði framboð og þar með fólk til að taka þátt. Ég var búin að ákveða að bjóða mig ekki fram, að ég myndi ekki hafa tíma og til að vera hreinskilin hafði ég ekki trú á sjálfri mér, að ég gæti gert eitthvað af viti í stjórn SÍF. Kvíðinn var alveg að gleypa mig. En ég ákvað að stökkva í djúpu laugina og bjóða mig fram á síðustu stundu. Ég stóð fyrir framan fullan sal af fólki og átti að segja nokkur orð. Ég var engan veginn undirbúin, en kom þarna nokkrum orðum út og náði jafnvel nokkrum hlátrasköllum frá viðstöddum. Eitthvað hef ég náð til fólksins því kosin var ég í stöðu meðstjórnanda ásamt tveimur öðrum. Ég var mjög spennt, en einnig mjög hrædd. Síðan ég man eftir mér hefur nýtt verið erfitt, jafnvel ógnvekjandi. Breytingar líkt og að fljúga út í geim. Standa fyrir framan fólk og tala líkt og að klífa Everest, aftur og aftur. Ég vissi ekki hvað myndi taka við, nýtt fólk til að kynnast, nýjar reglur að læra. Það
Kópa Bois: sem tók við var svo miklu betra en ég hefði nokkurn tímann getað ímyndað mér. En þarna var ég, gat ekki flúið og neitaði að gefast upp. Ég var kjörin og starfsárið myndi ég sitja.
Advertisement
Í fyrstu var erfitt að læra allar nýju reglurnar og muna eftir að fylgja þeim, þegar mætt var á fundi. Í hvert skipti sem ég skildi ekki eða kunni ekki, spurði ég og fékk ávallt svar með bros á vör frá stjórnarmeðlimunum sem sátu með mér í stjórn, frá vinum mínum. Hópurinn varð fljótt náinn og þarna með byrjaði eitt besta ár sem ég hef upplifað.
Ásamt því að eignast fullt af vinum í gegnum stjórn SÍF, vinnu við Stuðningsbankann og öllum þeim ferðalögum sem við fórum í, fékk ég tækifæri til að nýta rödd mína sem hafði verið kæfð of lengi. Ég fékk tækifæri til að aðstoða við gerð Stuðningsbankans sem mun auðvelda aðgengi nemenda að framhaldsskólum til muna. Ég fékk líka tækifæri til að sitja í hóp á vegum Barna- og menntamálaráðuneytisins þar sem við ræddum snemmbæran stuðning, hvað væri hægt að gera til að stuðla að vellíðan og velgengni nemenda í íslenska námskerfinu, hvaða breytingar þyrfti að gera og hvað væri raunhæft að gera. Þar gat rödd mín loks notið sín þar sem ég var ein af þeim nemendum sem passaði ekki inn í íslenska menntakerfið og var ávallt að ganga á veggi sem barn. Ferðalög okkar voru einnig rosalega áhrifarík, fá að læra um samheldni, stöðu mála annarsstaðar í Evrópu og kynnast fullt af fólki alls staðar að.
SÍF veitti mér tækifæri til að hafa áhrif, þroskast og takast á við kvíðann minn. Litla brotna barnið innra með mér hefur lengi byggt upp stóran vegg til að halda fólki úti en veggurinn er fallinn.
Hér er ég og ég er tilbúin að takast á við heiminn.
Takk fyrir, SÍF