1 minute read

10 staðreyndir um jólin

Next Article
Krossgáta

Krossgáta

1. Jólin er kristin hátíð sem fagnar fæðingu Jesú Krists en á sér líka heiðnar rætur.

2. Orðið „jól“ var nafn yfir heiðið blót sem var haldið á svipuðum tíma nálægt vetrarsólstöðum. Þá var dýrum fórnað til guðanna og fólk fagnaði komu bjartari tíma.

Advertisement

3. Christmas á ensku merkir Kristsmessa, Navidad á spænsku og Noël á frönsku tengjast fæðingu og Weihnachten á þýsku þýðir heilög nótt.

4. Við vitum ekki hvenær á árinu Jesús fæddist. Kristnir til forna héldu bara upp á jólin á sama tíma og Rómverjar héldu upp á Satúrnalíu, sem var stórhátíð í Róm frá 17. til 23. desember.

5. Enginn veit af hverju 25. desember var sérstaklega valinn sem fæðingardagur Jesú.

6. Rómverjar gáfu hverjir öðrum Satúrnalíu til forna

7. Jólin eru ýmist í kringum 25. desember en sumir halda það 7. janúar. Það var vegna skiptingarinnar frá júlíanska yfir í gregoríska tímatalið, þar sem hoppa þurfti yfir 13 daga. Sumir héldu sig við 25. desember en aðrir héldu 13 dögum seinna eins og eftir gamla tímatalinu.

8. Þrettándinn er séríslenskur en á sér hliðstæður erlendis. 5. janúar er oft talinn seinasti dagur jóla, því 12 dögum eftir fæðingu átti Jósef að hafa fengið skilaboð frá engli í draumi. Af hverju Íslendingar fagna þrettánda degi jóla er ekki alveg ljóst.

9. Jólatré koma frá Eystrasaltsríkjunum og dreifðust út um allan heim vegna Þjóðverja.

10. Jólasveinarnir eru oft sagði þrettán en þeir eru fleiri. Lummusníkir, Faldafeykir, Flautuþyrill,, Froðusleikir, Litli-Pungur og Þorlákur eru allt nöfn yfir jólasveina.

Allt

This article is from: