1 minute read

Kúmen Brauð

" Agnes Ósk Ægisdóttir

Nú þegar líður á haustið er fátt betra en að koma sér fyrir í hlýjuna, mögulega eftir að hafa verið að stússast úti í kuldanum. Koma sér þægilega fyrir, kannski undir hlýju teppi, með heitan drykk og mögulega eitthvað snarl til að narta í. Hver og einn er með sinn smekk um hvað skal narta í en ekki má neita því að góð, heit brauðsneið með smjör og osti eða hvaða álegg sem er, er með því besta sem maður fær sér. Hér fyrir neðan má finna einfalda og þægilega uppskrift að kúmen brauði sem hægt er að baka í einu vappi og síðan njóta.

Advertisement

Þurrefni sem þú munt þurfa: 10gr þurrger

500gr hveiti

1tsk salt

1teskeið sykur

Mælt með 2 til 3 teskeiðar af kúmeni en best er að fara eftir hvað hjartað segir.

Blautefni sem þú munt þurfa:

250ml af heitu vatni ( um það bil 40 gráður ) ¼ dl olía

Nú þegar þú ert komið með allt sem þú þarft fyrir brauðið skalt þú hella vatninu í valfrjálsa skál og setja gerið út í. Látið gerið leysast upp í smá stund svo það verði svolítið slepjulegt. Síðan setur þú þurrefnin í en ekki allt hveitið í einu, það er betra að bæta meira hveiti ef deigið er of þunnt. Þú lætur svo deigið hefast í skálinni og skilur það eftir á stað í stofuhita og bíður þangað til deigið hefur tvöfaldast. Þá bætir þú kúmenið við og lagar það til í eitthvað form af þínu vali.

Þá lætur hefast aftur í smá stund. Eftir biðina penslar þú deigið með eggi sem er búið að píska saman. Hér er oft gott að setja smá meira kúmen ofan á brauðið. Þá setur þú það inn í ofn á 200°c og í u.þ.b. hálftíma.

This article is from: