1 minute read

Krossgáta

Next Article
stutta útgáfan

stutta útgáfan

Lárétt

3. Eyjar milli Sikileyja og Afríku.

Advertisement

4. Uppáhalds forritunarforrit Salazar Slytherins

7. Seinasta kvikmyndin sem Taylor Swift lék í

8. Háskólinn sem veitir Pulitzer verðlaunin

Lóðrétt

1. Mest streymdi söngvari allra tíma á Spotify

2. Fyrirtæki sem skapar ofurhetjumyndir og þætti

5. Stærstu dýr á jörðinni

6. HM í fótbolta 2022 verður haldið í...

Sýrugrein allra sýrugreina

" Elís Þór Traustason

Your Creative Future Starts Here á sviði skapandi greina

Lingó er vottaður umboðsaðili á Íslandi fyrir alþjóðlega fagháskóla víða um lönd; Á Englandi, Skotlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni, Kanada og Bandaríkjunum.

Nám í slíkum skóla er einstakt tækifæri til að kynnast suðupotti hugmynda, stefnum og straumum víða að úr heiminum. Aðstaða og umhverfi er eins og best gerist og kennarar eru reyndir fagmenn og sérfræðingar

Nám erlendis í hönnun, miðlun, sjónlistum, stjórnun, sviðslistum, tísku, ferðaþjónustu eða viðskiptum, opnar einnig möguleika á að hitta „rétta“ fólkið og komast áfram á alþjóðlegum markaði.

Basically, hvað er sýrugrein? Sýrugrein er listform, einstakt og órætt. Þetta er eina listformið sem þróaðist eingöngu eftir miðnætti og verður bara til undir pressu. Ekki er hægt að feika sýrugreinar, þær einfaldlega verða. Þær einfaldlega eru. En hvað nákvæmlega er sýrugrein?

Ef ég vissi svarið við því mætti allt eins gefa mér doktorsgráðu í bókmenntafræði og útgáfusamning hjá öllum helstu forlögum landsins samstundis. Og ég vildi að ég vissi svarið, en einfaldlega hef ég ekki nógu háa greindarvísitölu til að skilja form sem bæði er einfalt og flókið, heimskt og snjallt, súr og sætt allt í enn.

Til að byrja með varð það til út frá pressu. Sýran er hæfileiki. Hún blundar í okkur öllum, brýst fram við óviðráðanlegar andstæður og hverfur um leið og maður þykist skilja hana. Hún er ekki til, hún er ósnertanleg og framandi. Um leið og hendur manns grípa um hana rennur hún eins og sandur milli fingranna. En sýra, í stuttu máli, er það sem þú þarft að hún sé. Hún er uppfylling, ádeila á þversagnir samtímans og meiningarlaus ómenning, allt eftir þörfin. Sveigjanleg, teygjanleg og beygjanleg furðuverk. Í mínu tilviki er hún uppfylling. Hún segir það sem hún þarf að segja án þess að segja nokkuð. Hún fyllir upp í orða- fjölda með meiningarlausum orðum, hún andar án lífs, hún lætur mann hlæja án gríns. Einfaldlega með absúrdískri tilvist sinni tekst henni að gleðja, græta, hrinda frá og soga til sín. Hún er allt það góða við bókmenntir og rit í sínu versta formi.

Hér sit ég að skrifa mína síðustu (eða hvað?) sýrugrein. Þetta örþrifaráð hefur fundið sinn farveg og sá farvegur er veglaus, uppurinn og týndur í skógi skrifa og hugmynda. Sýran er ekkert og því ekkert til að syrgja. Lifðu, sýrðu og vertu súr(t), því sýran er nákvæmlega það sem hún er, það sem hún þarf að vera og það sem þú vilt að hún sé.

This article is from: