
1 minute read
Foccaccia brauðs uppskrift
Þrátt fyrir að Covid sé formlega lokið (svona eiginlega) og áhugamál útdauð fyrir vikið, legg ég til að þú skellir á þig bökunarhanskana! Nú stefnir í tímabilið milli hrekkjavöku og jóla. Hvað áttu að baka? Ekki getur þú skreytt kökur með litlum graskerum eða bakað jólasmákökur. Sem betur fer er grátt og viðbjóðslegt fyrir utan lokaða glugga og luktar dyr. Því er kjörið tækifæri til þess að búa til bragðlausar súpur og gómsætt brauð. Njótið haustsins með þessari frumsömdu foccaccia brauðs uppskrift!
Eins og allar uppskriftir hefjum við baksturinn á sögu sem tengist brauði engan vegin. Um daginn fór ég á listasýningu sem frænka mín skipulagði. Ég mætti í ljósblárri kápu og vonaði innilega að listrænn einstaklingur myndi taka eftir mér og gera mig að músu sinni. Ég hefði betur mátt mæta í úlpu. Sýningin stóðst engan vegin væntingar og það hefði verið afskaplega notalegt að leggja sig í mjúkri dúnúlpu. Þessi sýning var óhefðbundin að því leyti að listmálararnir mættu tómum strigum. Áhorfendurnir stara á málarana strita í nokkra klukkutíma. Sekúnduna sem listmálarinn skrifar nafn sitt á verkið slást áhorfendur um það.
Advertisement
Þetta gerðist að sjálfsögðu ekki, en væri vissulega áhugaverð upplifun!
En, aftur að foccaccia brauðinu! Hráfenin eru af einföldum toga og finnast í skápnum þínum! Því miður vildi ég ekki ræna bakara uppskrifum sem þau birtu á netinu. Í anda bloggaranna hef ég því ákveðið að skapa mína eigin uppskrift! Vonandi reynir fólk á þessar uppskriftir þótt ég viti augljóslega ekkert hvað ég er að tala um! Njótið Covid brauðsins!
7 graskersfræ

5 g af valfrjálsum hnetum

60 hampfræ
2 tsk af lífrænum sætuefnum
1 egg
3 ger pakkar
Vatn (magn eftir smekk)
1 tár úr drekaávexti (helst ekkju)
Þú blandar þurrefnunum í litla skál og lætur gerið malla einhvers staðar (helst í vatni). Síðan blandar þú þessu saman í einn graut. Loks hendir þú þessu í ofnin á 250 gráðum celcius í 45 mínútur. Á meðan brauðið mallar skalt þú blanda saman eggjunum, sætuefninu og drekatárinu.
Dreifðu glassúrnum yfir brauðið um leið og þú tekur það úr ofninum. Ef þú átt rósmarín getur þú stráð því yfir.
Bon appetit!