12 minute read

Þetta er þitt merki að fara þína eigin útskriftarferð

Next Article
Kúmen Brauð

Kúmen Brauð

Útskriftarferðir eru æðislegar. Eftir stúdentinn áttu svo 100% skilið frí og skemmtilegheit. En ertu með mjög niche áhugasvið og fílar ekki sveittu stemninguna sem útskriftarferðir hafa upp á að bjóða? Engar áhyggjur, því þú getur bara farið í þína eigin útskriftarferð.

Hjá mér sjálfri stóð til boða að fara í 10 daga djamm ferð til Krítar, mig langaði hins vegar að fara í 17 daga menningar ferð til Ítalíu, Grikklands oog Krítar. Ég ákvað að plata pabba með af því að við erum alveg fellar og hann fílar líka sögu, menningu og hann kann að keyra um á evrópskum hraðbrautum. Ég er svo ánægð með að hafa tekið þá ákvörðun og ráðleggi öllum sem hafa áhuga á slíku að gera hið sama. Hitinn er líka bærilegur í október og lítið af fólki á túristastöðunum. Eftirfarandi er smá innsýn í Evrópuflakk á þessum árstíma.

Advertisement

Dagur 1: Kæra dagbók. Ítalir keyra eins og algjörir fávitar, þeir komast samt upp með það með því að bremsa skyndilega ef fólk leyfir þeim ekki að glannast um og þá eru þeir, kyrrstæðir, í rétti. Ávaxtabásar eru um allar götur og geggjað næs og safaríkir.

Dagur 2: Það var glampandi sól og hlýtt úti. Hótelin eru svo krúttleg hálftíma frá Rómarborg þar sem að margar ítalskar fjölskyldur voru þar í morgunmatasalnum í helgarferðum svona eins og íslendingar fara í bústað. Við skoðuðum Colosseum. Algjörlega frábært. Svo fylgdi aðgangseyrir að Forum Romanum, rústirnar af gamla markaðstorginu hliðina á Colosseum, með en við fundum ekki innganginn svo við löbbuðum bara í kring þar sem að allt sést hvort eð er þaðan. Ég fatta núna að inngangurinn hefur verið staður undir nafninu Archaeological site, en það er bara þannig. Þá á maður bara eitthvað eftir.

Dagur 3: Ég passaði mig að klæðast fötum þar sem að hné og axlir voru hulin vegna þess að í dag átti að skoða Vatíkanið. Inni sá ég marga með berar axlir en þorði samt ekki að fara úr gallajakkanum mínum. Vatikan safnið er risa stórt. Ég áttaði mig ekki á því í byrjun en það tók alveg 5 tíma að skoða þetta allt afþví að við dúlluðum okkur bara við að skoða í byrjun. Safnið leiðir mann í gegnum mismunandi byggingar: ein er með höggmyndum, önnur fornminjum, önnur stór með veggmyndum Raffaellos, svo inn í kristnar veggmyndir og svo í gegn um sixtínsku kapelluna með frægu Michelangelo loftmyndinni. Þrátt fyrir lofið sem loftmyndin hefur hlotið fannst mér skemmtilegast að sjá School of Athens myndina eftir Raffaello. Ég keypti líka plakat með þeirri mynd sem ég braut svo saman þegar að kom að því að fljúga. Eftir allt þetta þann dag ákváðum við að skella okkur í meira og fórum að sjá Trevi gosbrunninn í setjandi sólarljósi og fengum okkur ís og súkkulaði í uppáhalds súkkulaðibúðinni minni: Venchi.

Dagur 4: Keyrslan niður til Amalfi er hafin. Við stoppuðum til að baða okkur á strönd á leiðinni þar sem að við keyrðum niðureftir meðfram strandveginum. Ég hugsaði með mér að það stopp hafi meira að segja verið menningarlegur tími vel nýttur þar sem að goðsagnaveran Aeneas á að hafa komið að landi á þeirri sömu strandlengju. Að lokum komum við til Amalfi sem var klikkaðslega nettur staður. Við fundum ódýrt hótel og hótelstjórinn var svo fyndinn og næs gæji.

Dagur 5: Nú sá maður Amalfi í dagsljósi. Ji minn almáttugur. Húsin voru bara lóðrétt í fjallshlíðinni og götur þröngar. Það var samt hellingur af rútum en þær flautuðu bara fyrir horn til að láta vita af sér. Allir bílar voru rispaðir en svoleiðis er það bara. Mæli með að kaupa alltaf fulla tryggingu á bílaleigubílinn. Við klikkuðum pínu á því hér. Eins og næsti bílaleigukall myndi svo segja við okkur: ,,þú ert besti bílstjóri í heimi en það koma samt rispur útaf hinum í umferðinni.” Við komum svo að Pompeii sem er frekar nálægt Amalfi. Ég sé dálítið eftir því að hafa ekki pantað guide við Pompeii en reyndi að hengja mig við hópa þegar að guide-arnir héldu ræðurnar sínar á ýmsum svæðum og herbergjum. Ég varð líka mjög áttavillt þrátt fyrir að vera með kort. Ég fattaði ekki hvað svæðið var stórt og tæki marga daga að labba út um allt en var ánægðust með að sjá „Varastu hundinn“ (Cave canem) mosaic gólfið, baðhúsin, dálítið fornt graffiti og gleðihúsið fræga. Amphiteater-ið var ekkert sérstakt, dálítið langt frá aðal götunum og svo var fullt af nútímatækjum og græjum inni af því að einhver hljómsveit átti að fara að spila það kvöld. Við keyrðum aftur til Rómar og ég bókaði óvart lélegt gistihús á leiðinni.

Dagur 6: Morgunflug gefur gull í mund. Nú færum við til Krítar. Ég horfði á meira Office í fluginu. Við fundum næs hótel rétt hjá flugvellinum. Fórum að borða á grill stað sem varð svo bara uppáhaldsstaðurinn okkar á Krít.

Dagur 7: Stóri Knossos dagurinn. Knossos stendur upp úr sem ágætt uppáhald þegar aftur er litið. Ég held það hafi líka eitthvað með það að gera að við prófuðum að bóka guide. Hún hét Akrivi og hún er svo ótrúlega klár. Ég dáist af henni. Hún fór í guide skóla og alles. Túrinn var ánægjulegur og ekki of langur heldur, oft hafði ég eytt svo miklum tíma í að ráfa um og finna hvað væri merkt að skoða og hvað ekki. Þó þetta hafi verið fljótara fékk maður svo margfalt meira af upplýsingum sem ég hefði ekki vitað sjálf. Ég hefði t.d. ekki tekið eftir Selenít berginu sem var notað á neðri hæð byggingarinnar, fyrir bruna á það að hafa glampað ennþá meira og verið svolítið glærara, þ.a.l. lítandi út fyrir það að Knossos hafi svifið í lausu lofti. Það var svo mikið svona dót, ég var alveg gapandi. Ég hafði ekki búist við að læra svona mikið af nýju. Mæli 1000% með að vera með guide. Um kvöldið fórum við svo á Herakleion safnið (opið til 20 sem er frekar nett). Það er ekki stórt safn en upphaflegu veggmyndirnar frá Knossos eru varðveittar þar. Ég eyddi mjög löngum tíma í því fresco herbergi.

Dagur 8: Við keyrðum að Helli Seifs sem er lengst uppi í fjöllunum í miðju landi, samt tók það bara rúman klukkutíma að keyra. Það var gaman að sjá meira af Krít. Þetta minnti á eyðimörk en var samt sem áður tópógrafísk og úr ljósu bergi. Hellirinn var alveg magnaður. Það er 20 mín fjallganga upp að honum og svo er maður bara 10 mín að labba í gegn en ferðin var samt sem áður æðisleg upplifun. Í hellinum líður manni eins og maður sé á annarri plánetu. Allt er upplýst (samt ekki grænu ljósi, veit ekki afhverju það verður allt svo grænt á myndum). Allavega, þessi hellir er jarðfræðilegt meistaraverk og ótrúlegt að fornaldarfólk hafi í alvörunni prílað niður skrýtna bergið þegar að engar tröppur voru til staðar til þess að tilbiðja. Á leiðinni tilbaka keyrðum við um Maliu og Hersonissos. Satt að segja þá er öll Krít frekar subbuleg fyrir utan Hersonissos. Það var eini bærinn á öllum hluta Krítar sem við skoðuðum sem var eitthvað álitlegur, ferðaskrifstofur hafa bara fundið þennan eina álitlega bæ og ákveðið að fara bara með hópa þangað. Við komum aftur á hótelið okkar í Heraklion (sem er líka subbulegur bær en hótelið okkar var gott).

Við vorum líka búin að finna þennan eina góða veitingarstað í 2 mín göngufjarlægð frá hótelinu svo við borðuðum bara alltaf þar.

Dagur 9: Flugdagur. Mæli með bílaleigunni: Centauro. Þetta var bílaleigan sem var mjög chill með rispurnar af því að við höfðum beðið um fulla tryggingu. Þau voru ódýr og millifærðu strax aftur inn á mann (það er alltaf tekið ákveðna upphæð af kortinu í byrjun til að tryggja að maður komi með tankinn fullan tilbaka). Ég sullaði á mig kaffi á flugvellinum. Pro tip: ekki nota sjálfsala á erlendu tungumáli. Hann mun borða peninginn þinn. Ég fann hostel í Aþenu beint undir Akropolis. Gæti ekki verið meira miðsvæðis. Við tókum lest að hostelinu. Hostel er ekki fyrir mig, það var frekar óþægilegt en maður þoldi það af því að staðsetningin var svo frábær. Ég borðaði grillaðan kolkrabba það kvöld. Gef honum 7 í einkunn.

Dagur 10: Ég elska götuna okkar. Þetta eru eintómar túrista- skartgripabúðir og veitingastaðir, iðandi af lífi. Við fengum okkur alltaf morgunmat á veitingastöðunum fyrir neðan. Í dag skyldum við skoða Akropolis, hæð með nokkrum hofum, þ.á.m. hið fræga meyjarhof: Parthenon. Meyjarhofið fær mesta lofið en mér fannst persónulega skemmtilegast að skoða leikhússviðið og -bekkina á leiðinni upp að hofunum. Á þessum sama stað voru sýnd leikritin sem ég eyði lífinu mínu í að nördast yfir.

Dagur 11: Við skoðuðum helling. Ég hafði keypt vikupassa sem hafði veitt aðgang að Akropolis og fullt af öðrum stöðum í kring. Við skoðuðum forna Rómverska markaðstorgið, rústir bókasafns Hadríanusar, forna Aþenska markaðstorgið og nútíma Aþenska markaðstorg og götuna: Monastiraki. Um kvöldið fórum við á útileikhús sýningu. Sýningin var byggð á brotum frá ýmsum fornum verkum svo sem Odysseifskviðu, Medeu, Þingkonunum, Plutusi, ofl. Þetta var virkilega skemmtilegt þar sem að mér fannst þau ná aulahúmornum úr comedíunum mjög vel og þau notuðu alvöru grímur og alles. Þessi sýning var líkust mínum skilningi á fornu leikritum.

Dagur 12: Við tókum lestina aftur upp á flugvöll til að leigja okkur bíl. Svo keyrðum við til Delphi. Við komum þangað um kvöld svo fornleifasvæðið sjálft var lokað. Bærinn var samt svo sætur lítill fjallabær og við fundum geggjað hótel með útsýni yfir bæinn. Hótelstjórinn var líka algjör king. Hann rak tvö hótel sitt hvoru megin við götuna. Like, hversu mikill meistari. Við borðuðum líka á stað með geggjuðu útsýni. Ég fékk besta baklava sem

Nú sá maður Amalfi í dagsljósi. Ji minn almáttugur. Húsin voru bara lóðrétt í fjallshlíðinni og götur þröngar. Það var samt hellingur af rútum en þær flautuðu bara fyrir horn til að láta vita af sér. Allir bílar voru rispaðir en svoleiðis er það bara. Mæli með að kaupa alltaf fulla tryggingu á bílaleigubílinn. Við klikkuðum pínu á því hér. Eins og næsti bílaleigukall myndi svo segja við okkur: „þú ert besti bílstjóri í heimi en það koma samt rispur útaf hinum í umferðinni.“ ég hef smakkað og það var í boði hússins??

Dagur 13: Þá skoðuðum við Delphi rústirnar. Þetta var líka þokkaleg fjallganga. Ég get staðfest það að gangi maður um rústirnar fari maður ekki í gasvímu. Gasið hefur greinilega verið sterkara í fornöld. Ég prófaði audioguide við þessar rústir sem var mjög gaman. Göngustígurinn fór í sikksakk upp fjallið meðfram rústunum. Það var gaman að geta horft niður og séð allt sem maður hafði skoðað koma saman inn á eina mynd. Safnið við Delphi var líka mjög flott. Því næst keyrðum við alla leið til Ólympíu og lentum í geitaskógi á leiðinni. Ég fann svo ágætt hótel í Ólympíu um kvöldið.

Dagur 14: Við vöknuðum við allskonar gól og læti úr kirkjunni við hliðina á hótelinu. Kom í ljós að í dag var þjóðhátíðardagur Grikkja sem hélt upp á frelsun frá yfirvaldi Mussolini. Í tilefni dagsins var frítt inn á allar rústir í landinu. Þetta voru góðar fréttir því við ætluðum einmitt að fara að skoða Ólympíu rústirnar þar sem að hinir fornu Ólympíuleikar voru haldnir (þeir hættu í mjög langan tíma og voru svo aftur teknir upp á 19. öld). Ég ákvað að prófa að leigja ,,virtual reality” gleraugu. Tour dómar: Eftir að hafa núna prófað þó nokkrar týpur af túrum hef ég komist að þeirri niðurstöðu að guided er bestur (hægt að panta í litlum hóp, ekki svo dýrt). Í öðru sæti finnst mér audioguide. VR gleraugun eru í þriðja sæti. Þetta er mjög góð hugmynd en tæknin er ekki alveg komin á þann stað ennþá. Stærsti gallinn er að það vantar innbyggðan áttavita af því að gleraugun sýna byggingarnar eins og þau telja að þær hafi litið út en ekki á réttum stað miðað við það sem að maður stendur fyrir framan. Í síðasta sæti er að labba bara um á eigin vegum. Það er samt eiginlega á borð við VR gleraugun en þau bæta kannski örlitu við upplifunina. Það er samt alls ekki slæmt að labba bara um á eigin vegum og oft getur maður hlustað inn á ræður guide-a í kring. Við keyrðum svo aftur til Aþenu. Það var mjög erfitt og stressandi að finna stæði en pabbi fann stæði á ská í beygju, á meðal mótorhjóla og hliðina á heimilislausum og vingjarnlegum skota.

Dagur 15: Við byrjuðum á morgunmat á uppáhalds morgunmatastaðnum okkar. Við vorum orðnir eiginlegir fastagestir. Ég kann svo vel við mig í Aþenu. Allt er gott og göfugt, hvort sem það er kalimera eða kalispera nú eða bara kalos ávextir. Tungumálið er líka ekki það flókið þegar að maður kemst yfir letrið. Ég gæti alveg séð fyrir mér að búa á Grikklandi. Það er líka alls ekki eins subbulegt og á Krít. Við ákváðum að kíkja á suðurhluta Attikuskaga. Við stoppuðum á strönd á leiðinni suður. Vatnið var frekar kalt þannig ég lúllaði bara á sandinum í góðan klukkutíma, svo héldum við áfram. Við sáum hof Poseidons, á syðsta hluta Attikuskaga, rétt fyrir sólsetur (um 17 leytið). Sólin var svo falleg af því við náðum því á tíma sem kallast ,,golden hour”.

" Elís Þór

„Djöfull er athyglisbrestur leiðinlegt dæmi,“ segi ég upphátt við sjálfan mig nokkrum sinnum á dag og pirra þar með í leiðinni alla í kringum mig.

„Skipulegðu þig þá betur!“

„Notaðu Pomodoro-dæmið!“

„Af hverju gerirðu allt á síðustu stundu?“

„Geturðu ekki bara farið á Þjóbó og lært? Mér finnst sko geðveikt að læra þar.“

„Ég byrja bara alltaf á því mikilvægasta svo ég geti klárað það skemmtilega eftir á.“

Þetta fólk meinar vel. En það hefur kannski ekki mikinn skilning fyrir því að flest með athyglisbrest þurfa oft að nota aðrar aðferðir til að læra heima. Athyglisbrestur er brestur í því hvernig við gerum hluti. Það er ekki endilega auðvelt að breyta því hvernig við gerum hluti með því að gera hlutina bara öðruvísi. Ef svo væri, þá væri athyglisbrestur ekki vandamál. Engin þörf fyrir greiningu sem aðskilur okkur frá hinum eða lyfjum til að laga heilastarfsemina í okkur.

Eitt af því erfiðasta við ADHD er að reyna endurtekið að gera hlutina eins og allt annað fólk og klúðra því í hvert einasta skipti, aftur og aftur og aftur. Ekki hjálpar að flest ráð sem við fáum kemur frá þeim sem hafa enga persónulega reynslu af ADHD og eru miskunnug þessu ástandi. Þess vegna er gott að hlusta á sjálfan sig og annað ADHD-fólk, finna út úr því fyrir sig hvað hentar manni best og læra á eigin forsendum. Fagaðilar eru oft góðir og nauðsynlegir en vantar oft þessa persónulegu innsýn. Aðrir athyglisbrestungar (hvað er orðið yfir einstaklinga með ADHD?) geta veitt hver öðrum ráð og stuðning út frá reynslu, sem er gríðarlega mikilvægt. Og að málinu sjálfu:

5 góð ráð fyrir fólk með Athyglisbrest (sem ég nota)

Disclaimer!: Það sem virkar fyrir einn virkar ekki endilega fyrir annan. Fólk með athyglisbrest er eins margt og mismunandi og fólk án þess. Þetta eru ráð sem ég hef aðallega fengið frá öðrum með ADHD en ég og aðrir nota í okkar daglega lífi.

1. Læra á hávaðasömum stað Stutta svarið: Background noise er næs

Aðferð: Finndu hávaðasaman stað og hafðu ekki of rólegt í kringum þig. Kaffihús, matsalir, nemendarými, frammi á gangi í skólanum eða sumir lestrarsalir eru góðir í einmitt þetta. Bak- grunnshljóðin verður að vera nóg til að drekkja hvert öðru þannig þú heyrir ekki hvað sagt er eða getur ekki truflast af einu hljóði. Það má heldur ekki vera of mikið þannig það verði yfirþyrmandi eða þreytandi. Finndu hvað hentar fyrir þig og hvort eða hvaða bakgrunnsáreiti hentar þér.

Fyrir mig er það kaffihús. Ekki á háannatíma, ekki rétt fyrir lokun. Ef það er enginn nema einn hópur að tala get ég ekki einbeitt mér. Ef margir hópar tala svo það heyrist ekki orðaskil, þá get ég frekar einbeitt mér.

Útskýring:

Þar sem hávaði truflar marga athyglisbrestunga hljómar það kannski undarlega að læra á hávaðasömum stað. Að læra í algerri þögn er dásamlegt, en það þýðir yfirleitt að það sé ekkert annað fólk. Málið er að ég get sjaldan verið algerlega einn að læra. hef ekki beint aðgang að hljóðeinangrandi rými (og ekki beint hægt að gera þá kröfu). Hljóðlátir, en ekki alveg þöglir, staðir eru verstir. Að sitja á bókasafni í þrúgandi þögn, með ekkert nema lyklaborðapikkið á borðinu við hliðina, hvísl og pískur úti í horni og annað slagið hóstar einhver og hnerrar. Martröð. Það er sjaldan þægileg þögn innan um annað fólk. Flestir geta hunsað lítil hljóð og smávægilegar truflanir, ólíkt mörgum með ADHD sem þurfa oft algjöra eða ágætlega mikið bakgrunnsáreiti.

2. Nammi/tónlist með lærdóm Stutta svarið: Sykur/matur/tónlist veitir dópamín sem ADHD-fólk skortir

Aðferð 1: Sykur gefur litla smáskammta af dópamíni svo okkur leiðist ekki jafn mikið. Þarf ekki að vera nammi, má vera vínber, kex, eða eiginlega hvaða matur sem er, bara ef það virkar fyrir ykkur. Það gerir lærdóm ánægjulegri og gefur kannski nóg dópamín í grunninn.

Aðferð 2:

Tónlist virkar betur fyrir aðra. Hún klárast ekki, lokar út önnur hljóð og gerir næstum hvað sem er ánægjulegt. Maður hlustar líka á „jafnt magn“ af tónlist, persónulega á ég til að klára nammið á fyrstu fimm mínútunum. Nammi og tónlist eru auðveld dæmi en allt er leyfilegt. Svo lengi sem það truflar ekki eða dregur athyglina frá því sem þarf að gera, þá skiptir dæmið sjálft engu máli.

Útskýring:

Dópamín er geðveikt stöff. Það verðlaunar heilann okkar þegar við gerum ánægjulega hluti eða klárum erfið ver-

This article is from: