
8 minute read
SÍF á ferð og flugi
mjög virkt upp á síðkastið og hafa fulltrúar stjórnar sótt fjórar ráðstefnur í þremur löndum á fjórum vikum. Andrea forseti SÍF sótti ráðstefnu í Brussel og tók þar þátt í umræðum með Mariya Gabriel, fulltrúa Evrópuráðsins sem er yfir nýsköpun, menningu, menntun og ungmennum. Ráðstefnan fór fram í höfuðstöðvum Evrópuráðsinns sem heitir Berleymont. Þar fengum við að kynnast betur starfi Evrópusambandsins og ræða við ráðherra um framhald á sviði menntunar og nýsköpunar í Evrópu. Ráðstefnan var haldin í tengslum við „European Year of Youth“, eða hið svokallaða ungmennaár Evrópu sem er titill ársins 2022 hjá Evrópuþinginu.
Andrea, forseti og Aníta, varaforseti sóttu ráðstefnu í Osló á vegum Nordic Welfare Center. Á ráðstefnunni komu saman ungmenni og fagaðilar til að ræða um þátttöku barna og ungmenna á krísutímum. Lögð var mikil áhersla á það hversu mikilvægt að það sé að hlusta á börn og ungmenni og hvað þau hafa að segja um málefni sem tengjast þeim og hafa áhrif á þeirra líf. Þetta var mjög flottur vettvangur til að kynnast því hvað við í SÍF getum gert betur til að koma rödd framhaldsskólanema á framfæri og láta í okkur heyra þegar teknar eru ákvarðanir sem hafa bein áhrif á okkur og okkar líf.
Advertisement
Stefán Ingi, alþjóðafulltrúi, og Bartosz, formaður eftirlitsnefndar, sóttu ráðstefnu í Brussel helgina 27-31. október. Ráðstefnan hét „LevelUp!“ og var viðburður fyrir ungmenni á aldrinum 18-30 ára og söfnuðust saman meira en 1.300 ungmenni víðsvegar frá Evrópu að í Evrópuþinghúsinu í Brussel. Ráðstefnan hafði það að meginmarkmiði að veita ungmennum tækifæri til að þróa færni sem ungir aktivistar þurfa til að flýta fyrir breytingum í nærsamfélagi sínu. Þátttakendum gafst kostur á að auka tengslanet sitt, fræðast um ýmis konar málefni og læra hvernig þeir geta eflt áhrif sín í samfélaginu. Viðburðurinn var stærsti viðburður hins áðurnefnda ungmennaárs Evrópu. Ráðstefnan var skipulögð sem samstarfsverkefni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Evrópuþingsins og European Youth Forum.

Meirihluti stjórnar sótti svo ungmennaþing í Runö, Svíþjóð sem hét “The Youth Thing”. Þingið er haldið af NUBF sem samanstendur af landssamböndum ungmennafélaga á norðurlöndunum. Á þinginu komu ungmenni frá, Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Finnlandi. Samtals voru rúmlega 100 manns á þinginu, 12 frá Íslandi og þar af 7 á vegum SÍF. Heimsmarkmiðin voru stór hluti af þinginu og gátu þátttakendur skipt sér niður í hópa með eitt markmið sem þema og áttu að koma upp með hugmynd sem myndi hjálpa markmiðinu. Fulltrúar stjórnar skiptu sér niður á þrjú markmið sem voru: Líf á landi/ Líf í sjó, Jafnrétti kynjanna og Samvinna um markmiðin. Við hlökkum til að sjá þessi verkefni taka af stað og verða að veruleika, ungu fólki víða um heim til mikillar hagsbóta.
Pönk pönk pönk hvað er pönk?
Hávært, ákveðið fólk með ákveðnar skoðanir. Ljót og sjúskuð föt. Litríkt og oft flókið; túberað og spreyjað hár. Það eru orð sem hægt er að nota til að lýsa pönkurum. Hvað þau gera nákvæmlega er nú misjafnt. Hver og einn er sérstakur en mikilvægt er að vita að pönk eða að vera pönkari er frekar hugtak heldur en fatastíll. Tónlistarsmekkur er einnig lykill partur af því að hvað það er að vera pönk. Nælur eru einnig einkennandi á klæðaburði þeirra. En boðskapurinn er í senn að vera þú sjálfur, styðja minnihlutahópa og afnema skaðlegar venjur í samfélaginu. Þetta hefur oft með sér í för hatur á kapítalisma. Væntanlega koma slæmir eiginleikar með og þar sem pönkarar eru oft að gagnrýna samfélagið og í tilraun til þess að gefa því fokk puttan fara þau að gera allskonar hluti sem maður á ekkert að vera gera. Sumt er að mestu leyti saklaust en annað er skaðlegt og oft fer almúginn að lýsa slæmu hlutunum frekar en þeim góðu og stimplar pönkara sem eitthvað af slæmum toga eða eitthvað sem á ekki að vera; án efa vegna þess að þau þola ekki að það sé verið að gagnrýna normið sem þeim líður best í. Þau norm og venjur geta verið skaðleg öllum, en fólk vill bara ekki breyta hlutum sem þau eru vön. Svo eru það mótþróaseggir og/eða ungmenni sem eiga erfitt að finna sig að sækjast í pönkið vegna þess að þau finna fyrir skaðlegum venjum samfélagsins. Eldra fólkið sem er vel sett finnst óþarfi að breyta hlutum af því að þau hafa það þægilegt og þá er litið niður á pönkara sem heild. Maður sér ekki svona dæmigerða pönkara oft nú til dags, að minnsta kosti ekki hérlendis. Ísland getur verið talið mjög ríkt af mismunandi menningum og hver menningarhópur einstakur fyrir sig. Alveg frá Bítlatímabilinu að hnökkunum og skinkunum og jafnvel í kringum 2000. En án efa er mest þekkta eða eftirminnilegasta tímabilið: pönkararnir í kringum 1980.
Upphaf pönks á Íslandi
Fólk veltir því fyrir sér: ,,hvernig komst pönkið á þessa litla eyju í miðju Norður-Atlantshafinu? Hver kom með allan hávaðan? Ekki voru það bændurnir og mjaltarkonurnar? Vissulega ekki.” Þegar erlendir hermenn hernumdu Ísland kynntu þeir fyrir þjóðinni sínar eigin tónlistarstefnur, eins og rokkið og poppið, og kom það sér ágætlega fyrir í íslenskri menningu sem þróaðist vel. Þó að stríðinu væri lokið var ekki langt í næsta, sem var þá kalda stríðið. Kanarnir settu upp útvarpsstöð um leið og herstöð og þá fengu ungir íslendingar góða kynningu á þeirra ameríska rokk og þau fengu ekki nóg. Úr poppinu varð til rokk í kringum 1950 og naut það sér vel hérlendis með frægum listamönnum eins og Ragga Bjarna, Ellý Vilhjálms og Hauki Morthens. En þá var það einungis vægt blús rokk, ekkert pönk. Rokk kom sér þó vel fyrir hérlendis og komu nú heimsfrægar hljómsveitir í heimsókn til okkar. Það voru The Kinks árið 1965 sem komu og gjörsamlega trylltu svæðið og var Ísland vel þyrst í meira gott rokk. Fimm árum síðar komu engir aðrir en Led Zeppelin og spiluðu í Laugardalshöll. Ísland fór að nema innblástur frá þessum tónlistarsnillingum og fóru að verða snillingar sjálfir. Frægar rokkhljómsveitir af þessu tímabili eru meðal annars Trúbrot, Mánar, Svanfríður og Náttúra bara svo að dæmi sé nefnd. Þjóðin kunni að meta þessa tónlistarmenn og aðrir íslenskir tónlistarmenn áttuðu sig á því að til þess að geta komast að í bransanum urðu þau að spila það sem var þá vinsælt og dans vænni tónlist og léttari en þunga - hippa rokkið. Um það bil 1975 voru það hljómsveitir eins og Brimkló og Ðe Lónlí blú bojs sem voru vinsælastar með létta popptónlist og spiluðu víða á sveitaböllum.
Það var ekki fyrr en 1978 þegar pönk komst til Íslands, það var sennilega þegar hljómsveitin The Stranglers komu og trylltu upp Laugardalshöllina sama ár og tæplega 2% þjóðarinnar þá mættu. Þetta var fyrsta almennilega kynningin á alvöru pönki hérlendis.
Það sannar hversu mikla áhrif þessir tónleikar höfðu því sama árið kom með þeim þekktustum íslenskum pönk hljómsveitum fyrst fram. Fræbbblarnir mynduðust í Kópavoginum af Valgarði Guðjónssyni og Stefáni Karl Guðjónssyni en þeir voru búnir að vera hlusta á pönk í einhver ár. Í sannum pönk anda stofnuðu þeir hljómsveitina í gríni til þess að pirra skólameistarann þeirra og hræra aðeins upp - sem tókst. Þó þeir byrjuðu hljómsveitina sem eitthvað grín héldu þeir áfram að spila og fóru að semja.
Þeir spiluðu víða en fólk virtist ekki kunna að meta þá, þó það var eflaust einhverjir sem fundu sig í pönkinu þökk sé þeim. En allt popp kjaftæðið var orðið yfirgnæfandi og Fræbbblarnir nutu ekki almenna vinsældir líkt og þessar popphljómsveitir. Þá kom riddari í hvítum klæðum, Ásbjörn Kristinsson Morthens, sem kom með pönkið í sviðsljósið.
Hápunktur pönksins
Án efa var það rokk kóngurinn sjálfur, Bubbi Kristinsson Morthens sem var ímynd íslenska pönksins. Það ætti að vera óþarfi að kynna honum fyrir en eftir að hann hafi samið lög í verbúðum og vera aðeins sóló fór hann í pönkið, með hljómsveitinni Utangarðsmenn. 1980 er án efa ár íslenska pönksins, það naut sig vel það ár og nokkrum árum eftir það. Fræbbblarnir sem voru loksins komnir með ágætt fylgni héldu tónleika þar sem þeir fengu ýmiss fólk til að hita upp fyrir þá. Þar á meðal voru Utangarðsmenn. Þegar piltarnir í Utangarðsmönnum, Mike og Danny Pollock, Magnús, Rúnar og Bubbi, stigu á stokkinn var ekki aftur snúið. Áhorfendurnir höfðu aldrei séð neitt slíkt, það var alvöru pönk læti. Sérstaklega þegar Mike braut rándýran Fender Telecaster. Þökk sé Fræbbblana sprungu Utangarðsmenn út. Það var ekki spurning hvort þeir höfðu náð vinsældum þegar þeir hituðu upp fyrir The Clash í Höllinni í júní 1980 eftir að hafa hitað upp fyrir Fræbbblana um páskana sama ár. Í kjölfar þessara pönk hljómsveita spruttu upp margar aðrar í viðbót. Landsmenn um land allt nutu pönksins og var spilað allstaðar sem rafmagn náði. Aðal staðarnir voru samt Kópavogsbíó, Hafnarbíó og Hótel Borg bara svo fá dæmi séu nefnd. Það er ógleymanlegt og aðdáendarvert þegar Fræbbblarnir mótmæltu bjórleysið með laginu þeirra “Bjór” sem gagnrýnir Ríkið harkarlega. Það er í essinu sínu alveg hrikalega pönk. Einnig þegar fólk í Háskólanum gagnrýndu textagerð Bubba Morthens og hann sem sannur pönkari einfandlega fór og gerði nákvæmlega ekkert í þeim málum, annað en að ögra þau. Rokk í Reykjavík er eflaust besta eða mest “almennilega” heimild sem við höfum um íslenskt pönk þótt myndin sjálf sé mjög subbuleg sem er bara heiður til pönksins. Myndin var frumsýnd 1982, þá var pönk tímabilið búið að vera framandi hérlendis í nokkur ár. Pönkið hafði hertekið um land allt og sást mjög oft til pönkara á Hlemmi, oft þekktir sem einfaldlega “Hlemm-pönkarar”. Þetta voru aðeins krakkar sem skrópuðu í skólanum til þess að hanga á Hlemm og pönkast með vinum sínum og sniffa það sem hægt var að sniffa.
Staðan í dag
Pönk senan hér á landi er lítil sem enginn nú í dag. Hún er án efa ekki mikið áberandi. Nýlega, árið 2016, var opnað Pönk safn í hjarta Reykjavíkur og var það Johnny Rotten (sem var í einni af mestu þekktu pönk hljómsveitum veraldar, The Sex Pistols) sem opnaði það. Safnið kennir manni margt og koma þar fram upplýsingar sem koma mann á óvart. Mikilvægt er að hafa það þar til minningar um þetta tímabil og er það skemmtilegt og fræðandi. Ferðamenn og Íslendingar sækja þangað til að fá tryllta & fræðandi upplifun. Tónlistarstefnan er þó ávallt til staðar víða um heim, ekki bara hérlendis. Þó maður sjái sjaldan algjöra pönkara í myndskreyttum leðurjökkum með hanakamb, er ómögulegt að vita hvort maðurinn í jakkafötum á Austurstræti sé með hrátt pönk í eyrunum eða hvort honum dreymir um að rokka. Pönkið er ávallt og má aldrei gleymast né týna sér í poppinu.
Ég vil fá að þakka Gunnari Lárusi Hjálmarssyni, betur þekktur sem Dr. Gunni, fyrir leyfi á notkun texta hans sem má finna á Pönk safninu og starfsmönnum Pönk safns Íslands fyrir að vera til.

Hvaða Lorde albúm ert þú?

" Penni: Embla Waage
Lorde er konan sem birtir albúm á nákvæmlega fjögurra ára fresti. Þessi albúm eru einstaklega fjölbreytt en áhorfendahópurinn er þeim tryggur. Deildu uppáhalds Lorde lögunum þínum og ég mun segja þér hvaða Lorde albúm þú ert!

Hvert af eftirfarandi lögum er þitt uppáhalds?
A. Team
B. Ribs
C. Royals
En af þessum?
A. Supercut
B. Liability
C. Green Light
Hvað með þessi?
A. Dominoes
B. Stoned at the Nail Salon
C. Mood Ring
Eeeeen núna?
A. Still Sane
B. A World Alone
C. 400 Lux
Hmmmmmmm?
A. The Path
B. Fallen Fruit
C. California
Og svo í lokin.
A. The Louvre
B. Sober II (Melodrama)
C. Homemade Dynamite
Flest A: Pure Heroine
Hugsanlega hélst þú einnig að titilinn væri í raun „Pure Heroin“ og fannst það ekkert skrítið. Kannski vissir þú fullvel að hér væri um hetju að ræða. Hvernig sem þú stendur í þessum málum er eitt víst: þú ert eins töfrandi og fólk getur orðið! Rétt eins og Lorde tókst að sjarma alheiminn með hennar fyrsta albúmi, hefur þér tekist að lokka fólk á þitt lið frá örófi alda. Haltu áfram að vera frábær, en passaðu þig að notfæra þér ekki gott fólk.
Flest B: Melodrama
„Þú ert afskaplega róleg og friðsæl mannvera… eða hvað? Þrátt fyrir að vera lágvær í eðli þínu gengur margt á innra með þér. Þú vinnur markvisst í átt að toppnum á bakvið tjöldin.“ Hugsanlega segir þú þessi orð við sjálft þig til þess að sofna á kvöldin. Einhvern vegin þarf að réttlæta það hvernig lífið skríður fram hjá okkur öllum. „Ég er að vinna í því,“ segir þú og nagar á þér neglurnar.
Flest C: Solar Power
Ef þú værir með slagorð væri það „fresh, happy, mex“. Njóttu alheimsins, kæra sólarljós. Núna er nóvember og það er eins gott að halda sér á jákvæðum nótum. Í fjarska heyrast léttir gítarstrengir og svalandi regn skellir á lygnu hafi.