
1 minute read
Vertu með í SÍF
SÍF (eða Samband íslenskra framhaldsskólanema) er stofnun sem heldur utan um réttindabaráttu framhaldsskólanema og sér um eða kemurr að skipulagningu félagslífs fyrir framhaldsskólanema, t.d. Söngvakeppni framhaldsskólanna, MORFÍs og þessu blaði. SÍF býður því upp á alls kyns skemmtileg störf en er fyrst og fremst hagsmunastofnun. Hún er rekin með ungt fólk í huga, fyrir ungt fólk og jafnvel af ungu fólki. SÍF á sér mörg systrafélög úti í heimi og sinnir fjölbreyttu alþjóðastarfi. SÍF á sér marga fulltrúa í stjórnum og nefndum sem tengjast námi og réttindum ungs fólks. Félagið byggist á þátttöku ungs fólks í framhaldsskóla og beinu lýðræði, enda væri fáránlegt að aðrir en framhaldsskólanemar ákvæðu hvað væri best fyrir okkur.
Ef þú vilt hafa áhrif á réttindabaráttu stúdent eða hafa gaman við að láta hluti verða að veruleika er SÍF einn besti vettvangurinn til þess.
Advertisement