1 minute read

Sniglum til varnar

Next Article
Krossgáta

Krossgáta

Sniglar eru slímug kvikindi sem eyðileggja vísvitandi eignir manna. Þeim finnst gaman að narta illúðlega í sólblómin sem þú ert búin að rækta í sjö mánuði. Þeir leita uppi sníkjudýr og grátbiðja þau um að saurga skrokk sinn til þess eins að hefna sín á mannfólki. Finnst þér þetta hljóma eins og staðreyndir eða hreinn og beinn áróður? Vissulega eru til sníkjudýr sem geta stjórnað ferðum lindýra (Simon M., 2014). En fyrir utan að ofþorna sökum salts er ekki till grimmari dauðdagi fyrir sniglana vænu. Um er að ræða herferð gegn sniglum sem hefur gersamlega eyðilagt orðspor þeirra. Þetta eru klárlega ærumeiðingar sem særa bæði stolt og velferð sniglanna. Eftirfarandi eru skemmtilegar staðreyndir um þessu ljúfu dýr sem ef till vill styrkir skoðun þína á þeim. Samkvæmt Guinness World Records er stærsti snigilinn um 39 cm langur og hét Gee Geronimo. Eigandi snigilsins hét Christoper Hudson. Því miður var hann einstætt foreldri snigilsins. Eiginkona Hudsons fór frá honum sökum þess að hann átti of marga snigla. Sennilega hjálpaði ekki að hann geymdi nokkra þeirra undir rúminu þeirra.

Framhaldsskólablaðið

Advertisement

2. tölublað, skólaárið 2022/23

Útgefandi: Samband íslenskra framhaldsskólanema Útgáfustjóri: Sólrún Freyja

Margar sniglategundir eru með bæði kvenkyns og karlkyns æxlunarfrumur. Þeir þurfa því ekki maka til þess að fjölga sér og leggja oftast um 80 egg í einu.

Þeir eru með betra minni þegar þeir hafa innbyrt eiturlyfið ‘meth’. Þótt þeir myndi ekki minningar líkt og mörg önnur dýr geta þeir lært af lífsreynslu sinni. Sniglar sem hafa innbyrt ‘meth’ læra einfaldlega hraðar (Handwerk B., 2010).

Samtals eru til um 40.000 tegundir af sniglum (Okafor J., 2022). Þessar tegundir skiptast þó í landsnigla, sjávarsnigla og ferskvatnssnigla og eru þær ansi fjölbreyttar.

Af þessum tegundum eru um þúsund í útrýmingarhættu. Sem betur fer fyrirfinnst gott fólk sem leggur á sig gríðarlega nákvæmisvinnu til þess að koma þeim til bjargar (Whang O., 2022)

Í stuttu máli er lífið of stutt til þess að hata snigla. Í stað þess að bölva eða veina undan þessum gullmolum legg ég til að þú njótir tilvist þeirra. Hvernig væri heimurinn ef það væru ekki lítil bitför á laufblöðum? Hvernig væri heimurinn ef sniglarnir yfirgæfu okkur algjörlega? Hvað myndi Christoper Hudson gera við því? Hvað myndir þú gera við því?

Aldur

„Ég er ekki tilbúinn að eldast,“ sagði tvítugur maður með sígarettu í munnviki „Því lífið er svo stutt.“

Svo harmaði hann lífið eins og tvítugum er hollt, og reykti sína stuttu ævi.

Elís Þór Traustason

Krossgáta

Stundum væri ég betri ef ég væri krossgáta í Fréttablaðinu einfaldar vísbendingar, svörin fyrir neðan á hvolfi

Og eina sem ég þarf ef ég (svo ólíklega vill til) lendi í veseni sný ég blaðinu við. Þór Breiðfjörð

Ritstjórn skrifar:

This article is from: