MEKÓ 2021-2022

Page 8

BÆJARLISTAMAÐUR KÓPAVOGS 2021

Langar að kynna jazzinn fyrir börnum Sunna Gunnlaugs er einn fremsti jazztónlistarmaður landsins, píanisti sem hefur hvarvetna hlotið mikið lof fyrir tónlist sína. Hún hefur haldið tónleika um víða veröld og komið fram á mörgum af helstu jazztónlistarhátíðum heims. Sunna er Kópavogsbúi og er bæjarlistamaður Kópavogs 2021.

„Ég er fædd á Seltjarnarnesi og flutti í Kópavog þegar ég kom heim frá New York 2005,” segir Sunna sem segir ekki hafa staðið til að flytja í Kópavoginn. „Við vildum vera í Vesturbænum enda lattelepjandi bóhemfólk en þegar við sáum íbúð í Álfatúninu til sölu skelltum við okkur á hana. Og við sjáum alls ekki eftir því heldur uppgötvuðum eiginlega að Kópavogur er nafli alheimsins. Maðurinn minn fór að kenna við Tónlistarskólann í Mosfellsbæ og ég í Reykjanesbæ og í Garðabæ þannig að við erum frábærlega staðsett og höfum notað útivistarsvæðið í Fossvogsdalnum mikið með börnunum okkar.“


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.