3 minute read

Flanerí 

Flanerí eru hljóðgöngur í hlaðvarpsformi, að sögn Aðalbjargar Árnadóttur, eins forsprakka verkefnisins. „Þetta er í rauninni útvarpsþáttur sem maður hlustar á á meðan maður fer í göngutúr og efnið passar við umhverfið. Þannig að um leið og þú hlustar á þáttinn færðu nýtt sjónarhorn á það sem er í kring. Okkar áhersla er á listir, sögu og menningu sem dregur fram eitthvað nýtt úr hverju horni og göngurnar sjálfar eru menningarupplifun.“

Að baki Flanerí stendur fjölbreyttur hópur en auk Aðalbjargar skipa hann þau Snorri Rafn Hallsson, Elísabet Jónsdóttir og Rannveig Bjarnadóttir. „Við komum úr ólíkum áttum með alls konar bakgrunn sem hefur gert þetta svolítið skemmtilegt. Við erum sjúkraþjálfarar og sviðslistakonur, grafískir hönnuðir og dagskrárgerðarfólk, og upp úr þeim jarðvegi spretta alls kyns sniðugar hugmyndir,“ segir Aðalbjörg og bætir því við að þau hafi kynnst þegar þau stunduðu nám í hagnýtri menningarmiðlun í Háskóla Íslands. „ Við vorum sett saman í hóp sem gerði heimildamynd um Skeifuna og fannst svo ótrúlega gaman að vinna saman að við heimtuðum að fá að halda hópinn í nýsköpunarnámskeiði á næstu önn. Hugmyndin um Flanerí varð svo til upp úr þeirri vinnu og er nú orðin að veruleika. Okkur finnst hafa vel tekist til að búa til eitthvað nýtt og spennandi sem hefur ekki sést í þessari mynd áður.“

Advertisement

Snjallsími og heyrnartól eina sem þarf

Aðalbjörg segir Flanerí í verki í grunninn mjög einfalt. „Það eina sem þarf er snjallsími og heyrnartól. Á flaneri.is er að finna kort sem markar gönguleiðina og þar er einnig hægt að hlusta á gönguna. Þá er bara að koma sér á upphafsreit, setja gönguna í gang og arka af stað.“ Flanerí í Kópavogi eru fjórar göngur, þrjár á íslensku og ein á pólsku. „Fyrsta gangan byrjar fyrir framan inngang Bókasafns Kópavogs og fjallar um útilistaverk á Borgarholtinu og í annarri göngunni sem er á Kársnesinu förum við aftur í tímann og kynnumst því hvernig var að búa þar þegar Kópavogsbær var í rauninni að verða til. Þriðja gangan er svo um Hamraborg og fangar hringiðu mannlífs og breytinga á svæðinu,“ segir Aðalbjörg og bætir við að hópurinn hafi fengið ýmsar gagnlegar upplýsingar hjá Héraðsskjalasafni Kópavogs þegar þau voru að setja saman göngurnar auk þess að nýta sér vef safnsins. „Það hefur verið alveg ótrúlega áhugavert að grúska í viðfangsefnunum og draga fram í dagsljósið alls konar efnivið eins og gamlar upptökur og blaðagreinar sem annars eru bara geymdar á vefþjónum einhvers staðar en við náum að setja inn í það umhverfi sem þær fjalla um. Það verður svo lifandi þegar það tengist beint inn í upplifun manns af nærumhverfinu. Fólk sér eitthvað nýtt í því sem það annars gengur framhjá á hverjum degi án þess að gefa því gaum. Að sama skapi hefur þetta fengið fólk hvaðanæva að til að gera sér ferð á svæðið og skoða eitthvað sem það þekkti ekki.“

Hugmyndir kvikna í heimsfaraldri

Flanerí var hleypt af stokkunum í miðjum heimsfaraldri sem varð að nokkru leyti kveikjan að hugmyndinni. „Þá vantaði svo sárlega einhverja menningarupplifun sem var ekki bara heima fyrir, eða fyrir framan skjáinn. Það sem er svo æðislegt við Flanerí er að það sameinar útivist, afþreyingu og menningu í eina upplifun. Þannig er þetta svo „Við erum sjúkraþjálfarar og sviðslistakonur, grafískir fjölþætt og maður hönnuðir og dagskrárgerðarfólk, og upp úr þeim jarðvegi heyrir af fólki sem fer oftar en einu sinni spretta alls kyns sniðugar hugmyndir.“ og oftar en tvisvar í gönguna af því að upplifunin er aldrei eins.“

Fleiri Flanerí í farvatninu

Flanerí í Kópavogi er fyrsta verkefni hópsins sem fékk styrk frá Lista- og menningarráði Kópavogs til að þróa hugmyndina og koma henni í framkvæmd. „Við vorum svo heppin að fá að byrja hérna í Kópavoginum í samstarfi við MEKÓ. Þetta hefur tekist svo vel að núna langar okkur að halda áfram og gera fullt, fullt af göngum víðs vegar um landið. Við stefnum á að stækka verkefnið í framtíðinni og markmiðið er að þú verðir ekki bær meðal bæja nema þú sért með Flanerí. Svo væri til dæmis hægt að nýta Flanerí meira í fræðsluskyni eða með aðkomu ólíkra hópa eins og til dæmis barna eða ungmenna. Við erum opin fyrir alls kyns samstarfi og hvetjum áhugasama til að senda okkur línu á flanerihljodvapp@ gmail.com.“

Flanerí má nálgast á flaneri.is og á öllum hlaðvarpsveitum eins og Spotify, Apple Podcasts og Google.

This article is from: