MEKÓ 2021-2022

Page 1

2021 – 2022

MENNING Í KÓPAVOGI


Menningarhúsin í Kópavogi Aðalsafn Hamraborg 6a, 200 Kópavogi bokasafn.kopavogur.is

Menning í Kópavogi Eins og sést á síðum þessa menningarblaðs, sem kemur nú út öðru sinni, hefur hópur öflugra og skapandi starfsmanna í menningarmálum Kópavogs mótað metnaðarfulla dagskrá sem allir eiga kost á að njóta á komandi mánuðum. Tilgangur menningarstarfs í Kópavogi er að auka lífsgæði bæjarbúa á öllum aldri með fjölbreyttu menningar- og listalífi, fræðslu og miðlun með áherslu á upplifun sem ekki er að finna annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Hjarta menningarstarfs bæjarins er í lista- og menningarhúsunum sem reist hafa verið af miklum myndarskap við Hamraborgina, en samspil og nálægð húsanna gefa tækifæri sem fá sveitarfélög státa af. Menningarhúsin

Opnunartímar Mán.-fös. kl. 8:00-18:00 Lau. kl. 11:00-17:00 Lindasafn Núpalind 7, 201 Kópavogi lindasafn@kopavogur.is Opnunartímar Mán.-fös. kl. 13:00-18:00 Lau. kl. 11:00-15:00 Gerðarsafn Hamraborg 4, 200 Kópavogi gerdarsafn.is

Tekið hefur verið á innviðauppbyggingu menningarhúsanna af miklum myndarbrag undanfarin misseri. Bókasafnið hefur tekið stakkaskiptum með nýrri hönnun á öllum hæðum. Salurinn uppfærði nýlega stóran hluta tæknibúnaðar og stenst nú allar nútímakröfur í tónleika- og ráðstefnuhaldi. Gerðarsafn hefur verið endurhannað að hluta og státar nú af hágæða lýsingarkerfi í sölum. Þá hefur grunnsýning Náttúrufræðistofu verið uppfærð og fengið nýtt og léttara yfirbragð. Eins og glöggir íbúar hafa tekið eftir iðar torgið við menningarhúsin alla daga af lífi og fjöri og gera má ráð fyrir að áfram verði unnið við fegrun og uppbyggingu þess.

Opnunartímar 10:00-17:00 alla daga

Vatnsdropinn

Opnunartímar Mán.-fös. kl. 10:00-16:00

Alþjóðlega samstarfsverkefnið Vatnsdropinn, sem Kópavogsbær á frumkvæðið að, hefur sprungið út og nú stendur yfir sýning í Gerðarsafni sem börn frá Íslandi, Danmörku, Finnlandi og Eistlandi stýra. Það er einstakt að veita börnunum svo ríkt frelsi til að ákvarða hvernig listviðburðir skuli vera settir fram og verður lögð rík áhersla á að efla þennan þátt í menningarstarfi bæjarins. Rauði þráður Vatnsdropans eru stefnumál Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og Barnasáttmálans, sem auk áherslu á fjölmenningarleg verkefni eru veigamiklir þættir í menningarstarfi Kópavogsbæjar. MEKÓ Nú er verið að leggja smiðshöggið á nýtt og ferskt útlit menningarmála í Kópavogi undir heitinu MEKÓ, sem er skammstöfun fyrir Menning í Kópavogi. Einnig er vinnsla á nýrri heimasíðu menningarmálaflokksins, meko.is, komin vel á veg en þar verður fjallað um allt menningarstarf í Kópavogi í máli og myndum. Á meko.is verður að finna upplýsingar um sýningar og viðburði menningarhúsanna sem og þeirra sem hafa verið styrktir af lista- og menningarráði Kópavogs. Meginhugmyndafræðin í breyttu heiti er að fanga menningarlíf bæjarfélagsins í öllum hverfum þess í stað þess að binda það einungis við menningarhúsin í Hamraborg. Uppi hafa verið hugmyndir um nýja aðstöðu fyrir bókasafn og menningarhús í Kórnum og eru miklar vonir bundnar við að þau áform verði að veruleika. Við menningarstarfsfólk Kópavogsbæjar hlökkum til að deila með bæjarbúum og öðrum innihaldsríkum gæðastundum á komandi mánuðum. Verið ávallt hjartanlega velkomin. Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála í Kópavogi

Digranesvegi 7, 200 Kópavogi heradsskjalasafn.kopavogur.is

Náttúrufræðistofa Kópavogs Hamrabog 6a, 200 Kópavogi natkop.is Opnunartímar Mán.-fös. kl. 8:00-18:00 Lau. kl. 11:00-17:00 Salurinn Hamraborg 6, 200 Kópavogi salurinn.is Miðasala opin Þri.-fös. kl. 12:00-16:00 MEKÓ 1. tbl. 2. árg. Ritstjóri: Íris María Stefánsdóttir Ábyrgðarmaður: Soffía Karlsdóttir Blaðamaður: Brynhildur Björnsdóttir Umbrot: Döðlur Ljósmyndir: Döðlur, Anton Brink, Sigga Ella, Hallgerður Hallgrímsdóttir og Menning í Kópavogi Prentun: Svansprent


Menning á miðvikudögum kl. 12:15

1. SEPTEMBER

Plöntutíð Náttúrufræðistofa Kópavogs 8. SEPTEMBER

Guðrún Eva Mínervudóttur og sköpunarkrafturinn Bókasafn Kópavogs 15. SEPTEMBER

Kreisleriana. Píanótónleikar með Ernu Völu Arnardóttur Salurinn   22. SEPTEMBER

Jöklabreytingar á Íslandi með Oddi Sigurðssyni Náttúrufræðistofa Kópavogs & Gerðarsafn  29. SEPTEMBER

Zen-teiknistund í anda hæglætis Bókasafn Kópavogs 6. OKTÓBER

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og sköpunarkrafturinn Bókasafn Kópavogs 13. OKTÓBER

Íslenski kristallinn sem breytti heiminum með Kristjáni Leóssyni Náttúrufræðistofa Kópavogs 20. OKTÓBER

Óræð lönd með Bryndísi Snæbjörnsdóttur Gerðarsafn 27. OKTÓBER

Listin Macramé Náttúrufræðistofa Kópavogs 3. NÓVEMBER

Menning á miðvikudögum, Foreldramorgnar á fimmtudögum og Fjölskyldustundir á laugardögum eru í boði lista- og menningarráðs Kópavogs. Fjölskyldustundir á laugardögum kl. 13:00 4. SEPTEMBER

Plöntuleikhússmiðja með Lóu Björk Björnsdóttur Náttúrufræðistofa Kópavogs 11. SEPTEMBER

Ritsmiðja með Arndísi Þórarinsdóttur Lindasafn

Óræð lönd með Æsu Sigurjónsdóttur listfræðingi Gerðarsafn 1. DESEMBER

16. SEPTEMBER

Skyndihjálp með Ólafi Inga Grettissyni Nærringarrík fæða með Ebbu Guðnýju

25. SEPTEMBER

Skuggabrúðusmiðja með ÞYKJÓ Gerðarsafn 2. OKTÓBER

Brum. Hljóðveiðar og hljóðsmiðja Lindasafn  9.OKTÓBER

Ritsmiðja með Hjalta Halldórssyni  Bókasafn Kópavogs

14. OKTÓBER

Hugræn byrði með Huldu Tölgyes 28. OKTÓBER

Svefn barna með Örnu Skúladóttur 11. NÓVEMBER

Virðingarríkt uppeldi með Guðrúnu Birnu le Sage 25. NÓVEMBER

Núvitund í uppeldi og skólastarfi með Bryndísi Jónu Jónsdóttur

16. OKTÓBER

Teiknismiðja með Hlökk Þrastardóttur og Silju Jónsdóttur  Gerðarsafn   23. OKTÓBER

30. OKTÓBER

24. NÓVEMBER

á Bókasafni Kópavogs

Tónlistar- og upptökusmiðja með Alberti Finnbogasyni og Ásthildi Ákadóttur Bókasafn Kópavogs

10. NÓVEMBER

Dúó Dímon með Melkorku Ólafsdóttur (flauta) og Katie Buckley (harpa) Salurinn

kl. 10:00

30. SEPTEMBER

Sögustund með Ewu Marcinek og Nönnu Gunnarsdóttur Náttúrufræðistofa Kópavogs

17. NÓVEMBER

Foreldramorgnar á fimmtudögum

18. SEPTEMBER

Hlín Agnars og sköpunarkrafturinn Bókasafn Kópavogs Gunnar Þór Hallgrímsson og fuglar heimsins Náttúrufræðistofa Kópavogs & Gerðarsafn

Alltaf ókeypis og öll velkomin.

Grímusmiðja með Þykjó Bókasafn Kópavogs   6. NÓVEMBER

Myndlistarsmiðja með Wiolu Ujazdowska og Ninnu Þórarinsdóttur Gerðarsafn   13. NÓVEMBER

Ritsmiðja með Gunnari Helgasyni Bókasafn Kópavogs   20. NÓVEMBER

Hljóðfærasmiðja með Ásthildi Ákadóttur Lindasafn

Ítalskar jólahefðir með Valerio Gargiulo Bókasafn Kópavogs

27. NÓVEMBER

8. DESEMBER

4. DESEMBER

Jólatónlist með flautusveitinni Viibra Salurinn

Myndlistarsmiðja með Sigrúnu Úu Gerðarsafn

Aðventuhátíð í Kópavogi

Reykjavík Roasters í Gerðarsafni


Sjórinn er fullur af góðum verum og rusli VATNSDROPINN

Fjóla Kristín, Freyja Lóa, Íva, Lóa og Vigdís Una eru ungir sýningarstjórar sem hittust reglulega fyrstu sex mánuði ársins í Gerðasafni í Kópavogi til að undirbúa fyrstu sýningu Vatnsdropans. Vatnsdropinn er nýtt samstarfsverkefni norrænna menningarstofnana þar sem sígildar barnabókmenntir eru tengdar Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í gegnum fjölbreytta viðburði og vinnustofur, metnaðarfullar sýningar og útgáfu.

19. JÚNÍ — 31. OKTÓBER Mynd: Freyja Lóa Sigríðardóttir 10 ára í Kópavogsskóla, Íva Jovisic 13 ára í Hörðuvallaskóla, Lóa Arias 10 ára í Kársnesskóla, Fjóla Kristín Sveinbjörnsdóttir 12 ára í Vatnsendaskóla og Vigdís Una Tómasdóttir 10 ára í Kársnesskóla.


Sýningin sem opnaði í Gerðarsafni 19. júní ber heitið „Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli“ og samanstendur af verkum frá H. C. Andersen-safninu í Óðinsvéum í Danmörku, Múmínálfasafninu í Tampere í Finnlandi og Undraheimi Ilons í Haapsalu í Eistlandi, auk verka eftir sýningarstjórana sjálfa. Í löndunum fjórum eru í allt 13 ungir sýningarstjórar sem vinna að verkefninu, en í aðdraganda sýningarinnar hafa þau meðal annars skrifað sögur, málað myndir, valið myndir frá söfnunum til að hafa á sýningunni og unnið að sýningarhönnuninni í samstarfi við hönnuðinn Heimi Sverrisson. Hvað er Vatnsdropinn? Lóa: Verkefni fyrir krakka til að reyna að hugsa betur um jörðina og hvað við getum gert. Vigdís: Ungir sýningarstjórar er hluti af Vatnsdropanum þar sem krakkar í fjórum löndum vinna að sýningum. Freyja: Til að fá fólk til að hugsa betur um náttúruna. Fjóla: Vatnsdropinn er sýning um lífríkið í sjónum og allskonar sem tengist sjónum. Krakkkar fá tækifæri til að setja fram sínar skoðanir á sýningu og hafa áhrif á aðra. Iva: Við kynnum hvernig við eigum ekki að henda rusli í sjóinn og þessvegna erum við að gera sýninguna. Af hverju eruð þið ungir sýningarstjórar, hvernig gerðist það? Lóa: Ég frétti af verkefninu og fannst þetta rosalega merkilegt og sniðugt. Mér finnst gaman að lesa bækur og að kynna mér þessa rithöfunda. Vigdís: Ég sá auglýsingu í Kópavogsblaðinu, sótti um og komst inn og þetta er bara mjög skemmtilegt. Freyja: Ég sá líka auglýsingu. Mér finnst mjög gaman að teikna og langaði að vera með. Fjóla: Mig langaði að prófa eitthvað nýtt. Ég vissi auðvitað ýmislegt um mengun og hafið en auglýsingin fékk mig til að hugsa betur um það og langa að kynna mér þetta betur. Iva: Ég sótti um af því að ég hef mjög mikinn áhuga á list og ég vissi að við værum að fara að vinna eitthvað með list. En mig langaði líka að vita meira um hvað gerist þegar fólk hendir ruslinu í hafið. En nú snýst þetta dálítið um barnabækur líka, er það ekki? Lóa: Jú, þetta er um sjóinn og rithöfunda og bækur frá Norðurlöndunum.

var í djúpinu þar sem var fullt af sjávardýrum og svo líka fullt af rusli fljótandi, fast við dýrin og steinana. Hin myndin er strönd þar sem er líka fullt af rusli og hún sýnir hvað ruslið eyðileggur fegurðina í náttúrunni. Fjóla: Við erum að reyna að sýna hvað jörðin og náttúran er ótrúlega falleg og hvað við erum að eyðileggja með því að menga hana alltaf meira og meira. Hvað vonið þið að fólkið sem sér sýninguna upplifi?

Vigdís: Við skoðuðum bækur eftir H. C. Andersen, Tove Jansson og Astrid Lindgren og nokkrar teikningar úr bókunum þeirra eru á sýningunni sem tengjast þessu efni. Freyja: Þessir höfundar hafa skrifað bækur sem tengjast vatni, annaðhvort gerast í vatninu eða nálægt vatni í eða sjó.

Lóa: Ég vona að það segi: ó, æi ég hefði átt að klippa plastið áður en ég henti því í ruslið og einhver fiskur festist í því. Freyja: Ég vona að hún hvetji fólk til að leggja sitt af mörkum. Iva: Við lögðum svo mikið í sýninguna að við vonum að fólk eigi eftir að læra eitthvað af henni og byrji að vanda sig meira.

Hvenær hittust þið fyrst og hvað hittust þið oft?

Lærðuð þið eitthvað á því að taka þátt í þessu verkefni?

Lóa: Við hittumst fyrst í janúar og þá byrjuðum við að kynna okkur og kynnast hver annarri og því hvað verkefnið snýst um. Iva: Svo fórum við að vinna við að tengja saman bækurnar og vatnið og velta fyrir okkur hvernig sýningu við vildum gera. Freyja Lóa: Við hittumst oftast um helgar á tveggja vikna fresti, því meira sem sýningin nálgaðist því oftar hittumst við. Fjóla: Við sóttum um í september eða október í fyrra og áttum að byrja í nóvember en út af Covid-19 var þetta alltaf að frestast. Það er líka búið að fresta sýningunni mjög oft. Iva: Við fórum líka á frumsýningu á mynd sem tengdist sjónum. Lóa: Og á leikrit sem heitir Kafbáturinn og er frábært! Ég mæli mjög mikið með því. Fjóla: Við hittum líka Hildi Knútsdóttur rithöfund sem hefur skrifað bækur um loftslagsbreytingar. Ljónið, Nornin og Skógurinn heita þær.

Lóa: Ég man eftir að hafa hugsað oft: þetta vissi ég ekki þó ég hafi vitað eitthvað annað sem var fjallað um. Vigdís: Ég lærði líka aðeins um hvernig svona sýning verður til. Freyja Lóa: Ég lærði að það er gott að prófa eitthvað nýtt og taka þátt í spennandi verkefnum. Vigdís: Ég vissi alveg að það væri rusl í sjónum og að lífríkið væri í hættu og allt það en þetta hefur fengið mig til að hugsa enn betur um þetta. Iva: Mér fannst ég vita nokkuð mikið um hvernig ástandið er í sjónum en mér fannst gott að fá tækifæri til að sýna öðrum. Fjóla: Við getum kveikt spurningar hjá fleira fólki en áður, það koma svo margir á svona sýningu. Og mig langar að fólkið sem kemur á sýninguna taki þetta til sín og breyti því hvernig það kemur fram við náttúruna. Iva: Það væri gaman ef fólk kæmi út af sýningunni með það markmið að ganga betur um, minnka sitt eigið rusl og hugsa betur um umhverfið og hafið. Og svo finnst mér að við ættum að vera í áramótaskaupinu. Lóa: Ég vona að um leið og fólk fer heim til sín þá hugsi það: þetta var alveg geggjað og ég vona að ég geti breytt hvernig ég hugsa um rusl. Freyja Lóa: Ef allir gera eitthvað lítið þá verður það stórt. Iva: Sýningin heitir „Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli“ og við vonum að fólk vilji vera með okkur í því að vernda verurnar fyrir ruslinu.

Er ennþá hægt að sjá sýninguna? Vigdís: Sýningin opnaði 19. júní eftir að hafa verið frestað nokkrum sinnum. Hún er samansett úr myndum eftir okkur sem við teiknum eftir sögum sem við skrifuðum um sjóinn og ruslið og allt það. Vigdís: Við viljum eiginlega ekki segja meira, fólk verður bara að koma á sýninguna en henni lýkur 31. október. Iva: Ég málaði tvær myndir. Ein


Bókasafn Kópavogs býður upp á fjölda viðburða og öflugt klúbbastarf. Kynntu þér fjölbreytta þjónustu bókasafnsins á bokasafn.kopavogur.is.

HANNYRÐAKLÚBBURINN KAÐLÍN

Við værum ekki að hittast ef það væri ekki fyrir bókasafnið

BÓKAKLÚBBURINN LESIÐ MILLI LÍNANNA

Skemmtilegt að lesa með öðrum Ásta Hjálmtýsdóttir hefur verið fastagestur á Bókasafni Kópavogs síðan hún var barn. Nú hittir hún aðra bókaorma einu sinni í mánuði til að spjalla um bækur. „Lesið milli línanna er bókaklúbbur á vegum Bókasafns Kópavogs þar sem við hittumst nokkrar konur fyrsta fimmtudag í mánuði,“ segir Ásta. „Við erum þá búnar að lesa tvær bækur og röbbum saman um þær í svona einn og hálfan klukkutíma.“ Hún segir bókaverðina, Brynhildi og Halldóru, velja bækurnar fyrir hópinn. „Þetta er bara svona það sem þeim finnst áhugavert, bæði nýtt og gamalt. Þær leggja bækurnar fyrir og passa að það séu til nógu mörg eintök á bókasafninu fyrir okkur sem er dálítið mikið atriði.“ Ásta segist vera mikill bókaormur. „Mér finnst gaman að öllum bókum og hef lesið mikið síðan ég var barn. Ég held að ég hafi verið níu ára þegar ég fór fyrst á Bókasafn Kópavogs og hef verið fastagestur þar síðan. Ég les allar nýjar bækur sem koma út fyrir jólin og er búin að lesa svakalega mikið. Þannig að þegar er verið að tala um einhverjar bækur er ég yfirleitt búin að lesa þær.“

Hún segir bókaklúbbinn Lesið milli línanna vera opinn öllum. „Ætli við séum ekki átta sem komum en ekki allar alltaf. Sú elsta er um nírætt og er mjög skemmtileg kona og svo gaman að hafa hana í hópnum því hún hefur oft aðeins öðruvísi sjónarhorn og er mjög víðlesin. Sú yngsta er fjörutíu og fimm ára þannig að við spönnum vítt aldursbil.“ Hún segir mikinn mun á að lesa fyrir sjálfa sig eða bókaklúbbinn. „Ég hugsa alltaf um bækurnar á meðan ég er að lesa en ég hugsa öðruvísi þegar ég veit að ég er að fara að tala um þær, tek eftir fleiru. Og þegar ég heyri aðrar konur tala um bækurnar uppgötva ég margt líka. Þetta er miklu skemmtilegra. Ég myndi ekki vilja ræða allar bækur en mér finnst mjög gaman að heyra önnur viðhorf og skoðanir. Sumum finnst kannski einhverjar bækur frábærar sem öðrum finnst hundleiðinlegar.“ Lesið milli línanna fer fram í Bókasafni Kópavogs fyrsta fimmtudag í mánuði og öll eru velkomin.

Rafrænt bókasafnskírteini Lánþegum Bókasafns Kópavogs býðst nú að fá rafrænt bókasafnsskírteini. Skírteinið getur verið alfarið í símanum ef lánþegi kýs það og því þarf ekki að örvænta ef gamla plastskírteinið gleymist heima.

Kíktu í Bókasafn Kópavogs og fáðu bókasafnsaðganginn þinn beint í símann!

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga. Í Kaðlín eru nú allt upp í 30 konur og Guðlaug Rafns Ólafsdóttir er ein þeirra. „Við höfum verið að hittast á Bókasafninu í þrjú ár, skvísur á öllum aldri með handavinnuna okkar, “ segir Guðlaug sem sjálf er leikskólakennari sem þurfti að hætta störfum vegna veikinda. „Þarna kynnumst við og getum talað um okkar áhugamál og miðlað þekkingu saman óháð aldri. Konurnar á safninu eru alveg dásamlegar og leggja sig allar fram um að okkur líði vel. Við værum ekki að hittast ef það væri ekki fyrir bókasafnið því það heldur utan um þennan hitting.” Kaðlín hefur verið með ýmislegt á prjónunum þessi ár og meðal annars staðið fyrir því að Prjóna til góðs. „Við höfum til dæmis prjónað og safnað hlýjum fötum fyrir karla í gistiheimili á Lindargötu og fyrir bráðageðdeildina á Landspítalanum. Við höfum verið með samprjón, prjónuðum ákveðið sjal sem við völdum og útkoman var mismunandi eftir því hver hélt á prjónunum.“ Guðlaug hefur sótt bókasafnið árum saman. „Ég hef verið þar bæði með börnunum mínum, leikskólabörnum og nú barnabarni og alltaf jafn ánægjulegt að koma þangað. Fólk á öllum aldri, krakkar í æðislegu barnadeildinni, háskólafólk að læra fyrir próf, allir klúbbarnir sem eru með aðsetur í safninu og svo við með hannyrðirnar okkar.“ Guðlaug hvetur alla sem hafa lausa stund milli tvö og fjögur á miðvikudögum til að kíkja á bókasafnið. „Sama hver þú ert og á hvaða aldri, á bókasafninu er eitthvað fyrir alla.“


Gestum Náttúrufræðistofu Kópavogs er boðið í ferðalag um helstu búsvæði sem finnast á Íslandi, allt frá myrkustu undirdjúpum til hæstu fjallatoppa, og að mæta þeim lífverum sem þar fyrirfinnast.

Leggjum línurnar fyrir loftslagið

Nú á vordögum hlaut Náttúrufræðistofa Kópavogs góðan styrk úr Loftslagssjóði fyrir loftslagsfræðsluverkefni sitt Leggjum línurnar. Verkefnastjórn er í höndum Ríkeyjar Hlínar Sævarsdóttur, jarðfræðings, kennara og verkefnastjóra á Náttúrufræðistofu Kópavogs.

„Verkefnið er sniðið að nemendum í 10. bekk og mun ná yfir komandi haustönn, en 8 grunnskólar í Kópavogi hafa skráð sig til þátttöku,“ segir Ríkey. „Það er því óhætt að segja að spennandi tímar séu að fara í hönd hjá Náttúrufræðistofunni, en með verkefninu er fræðslustarfi hennar á vissan hátt snúið á hvolf, stofan heldur nú út í skólana með fræðslu í stað þess að þeir sæki hana heim. Verkefnið felur einnig í sér þá skemmtilegu nýbreytni að fræðsluhluti þess verður rafrænn og við hlökkum mikið til samstarfsins við skólana á þessum nýja vettvangi.“ Fjölbreytt samstarf Eins og gefur að skilja krefst verkefni af þessari stærðargráðu samvinnu og samstarfs margra en auk Ríkeyjar koma aðrir sérfræðingar stofunnar að undirbúningi og fyrirlögn, auk kennara og skólastjórnenda í þátttökuskólum. „Þá fengum við sérfræðing um loftslagsmál til að halda utan um fræðsluhluta verkefnisins og er það Sævar Helgi Bragason, vísindamiðlari og jarðfræðingur, sem stýrir fræðslufyrirlestrum og umræðufundum auk þess að leiðbeina við verkefnavinnu nemenda. Á undirbúningstíma verkefnisins hefur ráðgjafar annarra sérfræðinga einnig verið leitað og verkefnið kynnt fyrir menntasviði Kópavogsbæjar.“ Ferðalag á smáum og stórum skala Leggjum línurnar er fjölþætt loftslagsverkefni sem felur í sér marga mismunandi verkþætti sem fléttast saman í eina stóra heildarmynd. „Í raun má segja að það myndi nokkurs konar samfellt ferðalag frá hinum smáa skala nærumhverfisins yfir í hinn stóra hnattræna og gefi nemendum góða innsýn í muninn á veðri og loftslagi,“ segir Ríkey. Í upphafi verður litlum veðurstöðvum komið fyrir í nágrenni þátttökuskólanna þar sem nemendum býðst að gera raunmælingar á veðri, afla áþreifanlegra gagna og setja í samhengi við umhverfi sitt. Í kjölfarið útvíkka þeir

rannsóknarsvið sitt yfir á heimsvísu og vinna sk. loftslagslínur (e. climate stripes) fyrir mismunandi lönd um heim allan. „Loftslagslínuframsetningin byggir á raunverulegum hitastigsgögnum fyrir tímabilið 1901-2020 sem eru sett fram sem litaðar línur í tímaröð; frá köldum blátónum upp í heita rauðtóna. Framsetningin er bæði myndræn, mínímalísk og án allra tölulegra gagna og býður upp á auðveldan og sjónrænan samanburð á hitastigsþróun í mismunandi löndum og svæðum yfir tíma. Samkvæmt hönnuði línanna, breska loftslagsfræðingnum Ed Hawkins, er tilgangur þeirra einmitt að vera eins einfaldar og kostur er og þannig freista þess að ná til allra hópa samfélagsins sem vitundarvakning um hlýnun jarðar og loftslagsvána, óháð vísindalegri þekkingu. Eftir því sem vinnu nemenda vindur fram og rauðu litatónunum á vinnublöðum þeirra fjölgar munu upplýsingarnar sem gögnin geyma þannig koma skýrt í ljós.“ Samhliða loftslagslínugerðinni skoða nemendur gögn um ýmsa félags-, efnahags- og umhverfislega þætti í rannsóknarlöndunum í samhengi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. „Tilgangurinn er að skapa umræður og samtal meðal nemendahópanna þar sem þeir rýna gögnin, bera þau saman við önnur lönd og rökræða hvort, og þá hvernig, hugsanleg tengsl geti verið milli ákveðinna þátta og slagkrafts

loftslagsaðgerða og -skuldbindinga. Meðal þess sem nemendur hafa val um að skoða eru orku- og umhverfismál, sjálfbærni, fátækt og þróun, lífsskilyrði, samfélagsgerð og vellíðan, mannréttindi, lýðræði og jöfnuður, ofbeldi og stríð og menntun og þekking.“ Lokasýning og stóra myndin Heildarsýning á verkefnum nemenda verður sett upp á Náttúrufræðistofu Kópavogs í vetrarbyrjun. „Sýningunni er ætlað að vera valdeflandi vettvangur fyrir ungmennin þar sem heildarniðurstöður allra þátttakenda eru dregnar saman í áhrifaríka hnattræna heild. Þannig kemur skýrt fram að loftslagsmál eru sameiginleg áskorun heimsbyggðarinnar og krefjast samstillts átaks allra eigi árangur að nást,“ segir Ríkey og bætir við að allir þátttökuskólar fái boð á sýninguna sem síðan verður fylgt eftir með umræðu- og eftirfylgnifundum undir stjórn Sævars Helga þar sem spurningunni „hvað höfum við lært?“ verður meðal annars velt upp. „Fundirnir marka lokaskrefið í Leggjum línurnar en á þeim fá nemendur m.a. tækifæri til að ræða upplifun sína af verkefninu, ígrunda, koma með tillögur að lausnum og aðgerðum og eflast sem málsvarar fyrir því verkefni að bregðast við loftslagsvánni.“


BÆJARLISTAMAÐUR KÓPAVOGS 2021

Langar að kynna jazzinn fyrir börnum Sunna Gunnlaugs er einn fremsti jazztónlistarmaður landsins, píanisti sem hefur hvarvetna hlotið mikið lof fyrir tónlist sína. Hún hefur haldið tónleika um víða veröld og komið fram á mörgum af helstu jazztónlistarhátíðum heims. Sunna er Kópavogsbúi og er bæjarlistamaður Kópavogs 2021.

„Ég er fædd á Seltjarnarnesi og flutti í Kópavog þegar ég kom heim frá New York 2005,” segir Sunna sem segir ekki hafa staðið til að flytja í Kópavoginn. „Við vildum vera í Vesturbænum enda lattelepjandi bóhemfólk en þegar við sáum íbúð í Álfatúninu til sölu skelltum við okkur á hana. Og við sjáum alls ekki eftir því heldur uppgötvuðum eiginlega að Kópavogur er nafli alheimsins. Maðurinn minn fór að kenna við Tónlistarskólann í Mosfellsbæ og ég í Reykjanesbæ og í Garðabæ þannig að við erum frábærlega staðsett og höfum notað útivistarsvæðið í Fossvogsdalnum mikið með börnunum okkar.“


Jazzinn í sjónvarpinu

og ég sá ekki fyrir mér að lífskjörin yrðu að fá flotta erlenda spilara til að koma neitt betri. Okkur langaði líka að eignast því oft er hagkvæmt að fá einhvern sem Tónlistin hefur alltaf verið hluti af lífi börn og það stóðst á endum að þegar við er að ferðast einn og væri kannski til í Sunnu. „Ég var fjögurra ára þegar ég fór vorum að ganga frá búslóðinni okkar í New að millilenda hér á leiðinni til Evrópu.“ með bróður mínum í spilatíma. Hann var York og flytja til Íslands kom í ljós að ég Tónleikaröðin fór vel af stað en svo setti að læra á harmonikku og ég fékk að vera var ófrísk. Þá var gott að ég var á leiðinni heimsfaraldurinn strik í reikninginn. „Við með og spila á melódikku. Svo fór ég að heim þar sem ég hafði fjölskylduna til að vorum með gesti frá Spáni viku áður en læra á orgel og ég skipti ekki yfir á píanó styðja við mig.“ Hún segir það hafa verið allt skall í lás hér í fyrra, ég var ekki viss fyrr en ég var 18 ára og fór í FÍH að læra mikil viðbrigði að koma heim „Það hafði um að við myndum ná að halda tónleikana. jazzpíanóleik. Það var enginn í kringum En það náðist, frábær mæting og frábær mig sem var beint að hlusta á jazz, mamma ýmislegt breyst og ég líka eftir 12 ár í Bandaríkjunum. Það var erfitt að aðlagast stemning og leiðinlegt að þurfa að hætta hlustaði á söngkonur og söngleikjatónlist aftur íslensku samfélagi og þó íslenska en nú er ég að reyna að horfa fram í og pabbi á klassík en í sjónvarpinu í lok jazzsenan sé vissulega mjög blómleg og tímann og sjá hvenær og hvernig ég get dagskrárinnar var oft spilaður jazz undir fjölbreytt miðað við stærð landsins er farið í gang aftur með þetta. Það er ljós svona landslagsmynd og mér fannst þetta hún ekkert í samanburði við það sem var við enda ganganna en það tekur tíma.“ svo spennandi tónlist.“ Sem unglingur Í lok 2020 tóku Sunna og Salurinn þá hlustaði Sunna mikið á Michael Jackson og í New York. Þar vorum við hluti af stórri jazzfjölskyldu en hér voru allir uppteknir ákvörðun að bjóða upp á ókeypis streymi Kool and the Gang og fleiri tónlistarmenn í fjölskyldulífinu og þess vegna minni af jazztónleikum undir heitinu Jazz í sem voru vinsælir á þeim tíma. „Ég las hóptilfinning og mér finnst ég ekki neitt Salnum streymir fram. Enn í dag er alltaf aftan á plötuumslögin og sá nöfn rosalega tengd inn í jazzsenuna hér á hægt að nálgast þessa tónleika í gegnum eins og Herbie Hancock auk þess sem Íslandi. Það spilar kannski líka inn í að ég Youtube síðu Salarins. Kool and the Gang töluðu mikið um að sínir áhrifavaldar hefðu verið þessir gömlu var eina konan sem spilaði á hljóðfæri, eftir allan þennan tíma var ég ennþá eina Jazz til barna jazzistar. Ég fór að forvitnast um þá og konan.“ þannig fór ég út í jazzinn. En mig óraði Sunna var útnefnd Bæjarlistamaður ekki fyrir því að ég myndi leggja þetta Kópavogs 2021 í lok maí. „Tímasetningin Harpa fækkar tækifærum fyrir mig. Ég ætlaði bara að spila fyrir hefði ekki getað verið meira virði fyrir Sunna hélt áfram að spila erlendis og mig.“ Hún bendir líka á þá staðreynd að mig,“ segir hún. „Þetta kom mjög flatt vann miklu meira úti en heima enda færri hún hafði engar fyrirmyndir. „Það voru upp á mig, mér finnst ég ekki hafa verið að tækifæri. „Fyrst eftir að við komum heim engar konur að spila á hljóðfæri, nema gera neitt. Það er svo niðurdrepandi fyrir fórum við reyndar oft norður að spila kannski Grýlurnar, og engar kvenkyns tónlistarmann að geta ekki komið fram á Listasumri á Akureyri, við forum líka stórstjörnur í jazzinum svo mér datt svona lengi og ómetanlegt að finna að með tríó hringinn og spiluðum jazzgigg ekkert í hug að ég gæti farið þessa leið.“ einhver man eftir mér og hugsar til mín og út um allt land en það er af einhverjum Að loknu stúdentsprófi frá MR og tilraun þess sem ég gerði í fyrra eða hitteðfyrra. ástæðum ekki hægt í dag sem er bagalegt til að læra stærðfræði í háskólanum lá Ég fann fyrir svo miklu þakklæti og þetta fyrir íslenska tónlistarmenn því ef þú leiðin til Bandaríkjanna í áframhaldandi var eins og besta vítamínsprauta að fá ætlar að vera samkeppnishæf erlendis er píanónám. „Planið var að fara út í þrjú þessa viðurkenningu.“ Hún segist hlakka til nauðsynlegt að þjálfa sviðsframkomu og ár, koma heim og verða píanókennari. En að takast á við verkefni bæjarlistamanns. þróa efnið sem þú ætlar að spila. Í rauninni „Mikið af þeim tónleikum sem ég var fólk litast oft svo mikið af umhverfi sínu, finnst mér stöðum og tækifærum hafa krakkarnir í skólanum voru alltaf að spila búin að bóka erlendis voru færðir yfir á fækkað þegar Harpa kom því þá lokuðu einhversstaðar svo ég fór að gera það 2022 því margar hátíðir munu bara nota líka og setti heimafólk í „Það voru engar konur að spila á hljóðfæri, nema kannski Grýlurnar, ár og ekki saman band með manninum flytjendur og engar kvenkyns stórstjörnur í jazzinum svo mér datt ekkert í mínum, Scott frá öðrum hug að ég gæti farið þessa leið.“ McLemore, sem löndum vegna svo margir minni er trommuleikari. bólusetninga og fleira. Það var skrýtið að tónleikastaðir. Ekki misskilja, ég er mjög Þegar ég var búin með skólann fluttum vera með fullbókað 2022 en tómarúm í ár glöð að Harpa sé til en það er leiðinlegt við svo til Brooklyn þar sem var samfélag en nú get ég einbeitt mér að verkefnum að hinir staðirnir skyldu hafa dáið út því jazzleikara sem bjuggu mjög margir í hérna heima, endurvakið Jazz í Salnum og jaðartónlistarfólk hefur ekki efni á að vera hverfi sem kallast Park Slope. Þar voru svo stefni ég á að taka upp nýja plötu með í Hörpu.“ allir að fara og spila í Evrópu svo ég fór Tríói Sunnu Gunnlaugs. Og svo verð ég að pæla hvernig ég gæti farið að spila í náttúrlega að vinna sem bæjarlistamaður.“ Jazz í Salnum Evrópu, semja lög og gefa út disk og bara Hefðin segir að bæjarlistamaður komi gera eins og hinir.“ með hugmynd að verkefni til að vinna Sunna hefur undanfarin ár skipulagt með Kópavogsbæ. „Mig langar til að tónleika sem kallast Jazz í Salnum. „Ég Heimkoman viðbrigði reyna að ná til ungs fólks, unglinga og var að vinna fyrir Jazzhátíð í Reykjavík og krakka og kynna þau fyrir jazztónlist. Ég var að spá í húsnæði og datt þá Salurinn Eftir farsælan feril í tíu ár var Sunna búin kynntist jazzinum þegar ég heyrði hann í í hug. Jazzhátíð í Reykjavík þarf samt að fara í Evróputúra og spila víða um sjónvarpinu og útvarpinu og uppgötvaði auðvitað að vera í Reykjavík en þetta Bandaríkin og á djasshátíðum í Kanada hann þannig en í dag fá krakkar ekki sömu varð til þess að ég fór að velta fyrir mér og víðar og þá var kominn tími til að halda flóruna af tónlist. Mig langar að búa til möguleikunum á því að halda jazztónleika heim. „Því þó allt gengi vel var þetta prógramm sem kynnir jazztónlist fyrir í Salnum. Þar eru tveir frábærir flyglar og hrikalegt ströggl og hark, það þurfti krökkum og kannski fara með það inn í æðislegur hljómburður. Þegar Salurinn að hafa svo mikið fyrir öllu, að komast skólana því svo margar rannsóknir sýna opnaði var hann flottasti tónleikasalur á á giggin tók rosalegan tíma í rosalegri að tónlist hefur svo jákvæð áhrif á heilann landinu en þegar Harpan kom færðist svo umferð, giggin voru mjög löng og illa í okkur og þroskann. Jazzinn gerði svo mikið af klassíkinni þangað og dagskráin í borguð og það kom sá tímapunktur að mikið fyrir mig og mig langar að miðla Salnum varð að sama skapi fjölbreyttari ég hugsaði : „Ég er að túra í Evrópu og honum áfram.“ en ekki mikið um jazz. Mig langaði að spila á hverjum degi en á samt rétt fyrir leigunni og er ekki með sjúkratryggingu,“

byggja upp gæðaprógramm, og reyna


Framtíðarmúsíkin iðandi menning um allt MENNING Í KÓPAVOGI Sigurlaug Jóna Hannesdóttir og Elísabet Indra Ragnarsdóttir hófu báðar störf við Menningarhúsin í Kópavogi árið 2020 og fundu líkt og aðrir fyrir þeirri áskorun sem fylgir því að halda úti menningarstarfi í miðjum heimsfaraldri. Sigurlaug Jóna stýrir Lindasafni sem er til húsa í Lindaskóla og Elísabet Indra er viðburða- og verkefnastjóri menningarmála í Kópavogi. „Hér, líkt og í öðrum menningarstofnunum, hefur verið leitað allra leiða til að miðla menningu og listum út í samfélagið,“ segir Elísabet Indra. „Þörfin fyrir andlega næringu hefur sjaldan verið meiri og á tímum samkomubanns hefur reynt á frjóan huga og skapandi leiðir til að bjóða upp á vandaða viðburði og upplifun. Listamannaleiðsagnir, tónleikar, rithöfundaspjall og ýmislegt fleira hefur verið sent út á netinu, við höfum boðið upp á einmenningsleikhús, hljóðgöngur, listviðburði undir berum himni og fleira og fleira til að létta okkur lífið á þessum undarlegu tímum.“ Menningin grunnstoð samfélagsins Sigurlaug Jóna tekur undir þessi orð og bætir við að starfsfólk menningarstofnana sé orðið þrautþjálfað í að laga sig að breyttum aðstæðum til að geta haldið starfseminni gangandi. Nauðsyn hennar hafi enda komið rækilega í ljós á síðastliðnum mánuðum og ári. „Í raun má segja að ein af jákvæðum hliðum faraldursins sé einmitt staðfestingin á mikilvægi menningarinnar sem einnar af grunnstoðum samfélagsins. Við höfum heyrt í ótalmörgum safngestum sem hafa tjáð okkur hversu mjög þeir söknuðu þess að koma á bókasafnið sitt, hvort sem það er á Lindasafn eða aðalbókasafnið

í Hamraborg, þegar söfnin þurftu að loka vegna sóttvarnartakmarkana. Fyrir mjög marga er heimsókn í bókasafnið algerlega nauðsynlegur partur af daglegu lífi og rútínu.” Hljóðsmiðjur, ritsmiðjur og fleira forvitnilegt á Lindasafni Á Lindasafni verður í vetur boðið upp á mánaðarlegar fjölskyldustundir á laugardögum þar sem rithöfundar og listafólk leiða fjölbreyttar listsmiðjur inni á safni eða í nágrenni þess auk þess sem vikulegar sögustundir fyrir leikskóla og frístund verða áfram á sínum stað. Áform eru svo um að bjóða upp á staka eftirmiðsdagsviðburði á Lindasafni sem höfða frekar til fullorðinna. „Þótt Lindasafn sé ekki stórt í sniðum erum við stolt af því að bjóða upp á fjölbreytta viðburði enda er það orðinn sjálfsagður hluti af starfsemi bókasafna,“ segir Sigurlaug Jóna. „Á síðustu árum hefur orðið mikil breyting á bókasöfnum á Íslandi og þau færst nær því sem þekkist t.d. á Norðurlöndunum. Söfnin eru nú orðin að menningarmiðstöðvum þar sem fólk getur sótt sér afþreyingu, slappað af, kíkt í blöð og tímarit og sótt alls kyns uppákomur og upplifun.“

Ljóð á ljósastaurum Á síðustu Vetrarhátíð stóð Lindasafn, í samstarfi við íslenskukennara Lindaskóla, fyrir ljóðagöngu um Lindahverfi. Ljóðum sem ungskáld í Lindaskóla höfðu samið fyrir grunnskólaljóðakeppni Jóns úr Vör var komið fyrir í nærumhverfinu og þau mörkuðu þannig ljóðagönguleið um hverfið. „Við munum í vetur leita í umhverfið og náttúruna í viðburðahaldi þegar það á við,“ segir Elísabet Indra, „enda hefur Kópavogur upp á svo marga áhugaverða staði að bjóða sem listafólk hreinlega þyrstir í að vinna með og skapa í. Með því að fara stundum út fyrir veggi menningarhúsanna og listasafnanna fáum við meiri fjölbreytni; óvæntar tengingar við kunnuglega staði verða til og við upplifum umhverfi okkar á nýjan hátt. Á síðustu Vetrarhátíð fórum við þá leið að bjóða upp á viðburði víða um bæinn og í óhefðbundnum rýmum og 17. júní hefur nú í tvígang verið haldinn hátíðlegur með hverfishátíðum um Kópavog sem hefur gefist vel. Sagan geymir fjölmörg dæmi, ný og gömul, um hvernig listamenn hafa nýtt sér Kópavog sem innblástur í verkum sínum og möguleikarnir eru endalausir í þeim efnum. Framtíðarmúsíkin er svo auðvitað iðandi menning og list um allan Kópavog.“


Litríkt menningarlíf í Kópavogi


4

32

K

24

36 KÓPAVOGSKIRKJA 3

MIDPUNKT

A

Y GALLERY FLANERÍ #3

SUNDLAUG KÓPAVOGS

FLANERÍ #2

F

FLANERÍ #1 26 27

B

E

23

G

1

30

21

22

8

I

20

5

9

J 2

H 6

7

31

D C

10 9

33

34

29

38 39

11

Lindasafn 28

LEIKFÉLAG KÓPAVOGS

L

12

† M 37

Fróðleiksskilti í Kópavogi - saga, náttúra og umhverfi Frá því árið 1996 hafa verið sett upp fróðleiksskilti, stór og smá, víða um bæinn. Snúast þau um ýmsa þætti umhverfisins, náttúrufyrirbæri, vistkerfi, dýralíf, fuglalíf, jarðfræði, gróðurfar og gróðurrækt, sögustaði, minjar og söguleg efni. Þórður St. Guðmundsson kennari, núverandi formaður Sögufélags Kópavogs, mun hafa átt upptökin að þessu og er heitið fróðleiksskilti runnið undan hans rifjum. Náttúrufræðistofa Kópavogs hefur komið að gerð skilta um náttúru, jarðfræði og líffræði og frá árinu 2012 hafa skilti er varða söguleg efni verið sett upp í samstarfi við Sögufélag Kópavogs og Héraðsskjalasafn Kópavogs. Bakhjarl skiltanna hefur verið umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs, en umsjón með útfærslu þeirra hefur verið í höndum Friðriks Baldurssonar garðyrkjustjóra. Skiltin eru sprottin af þverfaglegri samvinnu í stjórnsýslu bæjarins en hafa auk þess notið mikilvægs stuðnings frjálsra félagasamtaka, auk heimildarmanna sem hafa veitt aðstoð við texta skiltanna.

Friðlýst svæði í Kópavogi skv. náttúruverndarlögum, þjóðminjalögum eða húsafriðunarlögum 1. K ópavogsleira, friðlýst sandfjara við Kópavogstúnið. 2. Víghóll er þjóðsagnastaður sem á sér einnig fróðlega jarðfræðisögu. 3. Borgarholt, áhugaverðar jarðmyndanir. 4. Fossvogur. 5. Kópavogsþingstaður/Þinghóll er einn helsti fornminjastaður Kópavogsþings. 6. Kópavogsbúið gamla. 7. Hressingarhælið.

Staðir undir bæjarvernd

Sögustaðir

8. Digranesjörðin geymir bæjartóttir og aðrar fornminjar. 9. Þjóðsagnastaðurinn Álfhóll. 10. Trjálundir í Kópavogsdal. 11. Við Engjaborg eru forn landamerki. 12. Hádegishólar eru fornt eyktarmark en einnig hvalbök. 13. Steinninn Einbúi ber menjar grjótnáms frá kreppuárunum. 14. Trjásafnið í Meltungu í Fossvogsdal. 15. Meltunga í Blesugróf . 16. Yndisgarður í trjásafninu við Meltungu í Fossvogsdal. 17. Dimma, efsti hluti Elliðaánna. 18. Markasteinn, fornminjar. 19. Sel í Rjúpnahæð, rústir. 20. Hlíðargarður var fyrsti almenningsgarður í Kópavogi. 21. Árnagarður á Kópavogstúni - leifar verðlaunagarðs er Árni bóndi Pétursson hlóð á á öndverðri 19. öld. 22. Tjarnagarður. 23. Sólbyrgi Gunnars Eggertssonar. 24. „Höfði“ við Fossvog segir frá hernámi í Kópavogi. 25. Hermannsgarður til minningar um Hermann Lundholm.

26. Bankasel við Skjólbraut – eitt rammgerðasta steinhús bæjarins. 27. Vallargerðisvöllur – elsta íþróttamannvirki bæjarins. 28. Fífuhvammsjörðin. 29. Camp Hilton og Framfarafélag Kópavogs. 30. Erfðahyllingin 1662 - sögustaður Kópavogsfundarins. 31. Kópavogsskóli - 70 ára skólahald í Kópavogi.

Umhverfi, gróður og ræktun 32. Dýralíf við Fossvogshöfn og Ýmishöfn. 33. Tré ársins 2005, lerki í Kópavogsdal. 34. Himnastiginn í Digraneshlíðum, lengsti stigi landsins. 35. Rósagarðurinn í Meltungu. 36. Fossvogsdalur, fjallasýn og jarðfræði. 37. Heilsuhringurinn við Kópavogskirkjugarð. 38. Silfurreynir, elsta garðtré landsins, gjöf frá Garðyrkjufélagi Íslands. 39. Kópavogslækurinn.


MENNING Í KÓPAVOGI 35 14 16

15

13

17

SALALAUG 18

19

ELLIÐAVATN

N Útilistaverk í Kópavogi

GUÐMUNDARLUNDUR 25

A. Gerður Helgadóttir: Gegnumstreymi. B. Gerður Helgadóttir: Síhreyfing. C. Vagga börnum og blómum. D. Teresa Himmer: Sólarslóð. E. Sigurjón Ólafsson: Allir í leik. F. Sigurður Steinarsson: Þróun. G. Grímur Marinó Steindórsson: Kópur. H. Erfðahyllingin 1662. I. Áslaug K. Aðalsteinsdóttir: Aldamótagarður. J. Jón Víðis: Hringsjá (útsýnisskífa, sólúr). K. Magnús Pálsson: Sagan um karlsson, Lítil, Trítil og fuglana. L. Grímur Marinó Steindórsson: Jónar. M. Stúpa, tilbeiðslustaður Búddista. N. Grímur Marinó Steindórsson: Freyjublómið.


Flanerí

Flanerí eru hljóðgöngur í hlaðvarpsformi, að sögn Aðalbjargar Árnadóttur, eins forsprakka verkefnisins. „Þetta er í rauninni útvarpsþáttur sem maður hlustar á á meðan maður fer í göngutúr og efnið passar við umhverfið. Þannig að um leið og þú hlustar á þáttinn færðu nýtt sjónarhorn á það sem er í kring. Okkar áhersla er á listir, sögu og menningu sem dregur fram eitthvað nýtt úr hverju horni og göngurnar sjálfar eru menningarupplifun.“

Að baki Flanerí stendur fjölbreyttur Bókasafns Kópavogs og fjallar um svo sárlega einhverja menningarupplifun hópur en auk Aðalbjargar skipa hann útilistaverk á Borgarholtinu og í annarri sem var ekki bara heima fyrir, eða fyrir þau Snorri Rafn Hallsson, Elísabet göngunni sem er á Kársnesinu förum við framan skjáinn. Það sem er svo æðislegt Jónsdóttir og Rannveig Bjarnadóttir. aftur í tímann og kynnumst því hvernig við Flanerí er að það sameinar útivist, „Við komum úr ólíkum áttum með var að búa þar þegar Kópavogsbær var afþreyingu og menningu í eina upplifun. alls konar bakgrunn Þannig er þetta svo sem hefur gert fjölþætt og maður „Við erum sjúkraþjálfarar og sviðslistakonur, grafískir þetta svolítið heyrir af fólki sem hönnuðir og dagskrárgerðarfólk, og upp úr þeim jarðvegi skemmtilegt. Við erum fer oftar en einu sinni spretta alls kyns sniðugar hugmyndir.“ sjúkraþjálfarar og og oftar en tvisvar sviðslistakonur, grafískir í gönguna af því að upplifunin er aldrei hönnuðir og dagskrárgerðarfólk, og í rauninni að verða til. Þriðja gangan er eins.“ upp úr þeim jarðvegi spretta alls kyns svo um Hamraborg og fangar hringiðu sniðugar hugmyndir,“ segir Aðalbjörg mannlífs og breytinga á svæðinu,“ segir Fleiri Flanerí í farvatninu og bætir því við að þau hafi kynnst Aðalbjörg og bætir við að hópurinn hafi Flanerí í Kópavogi er fyrsta verkefni þegar þau stunduðu nám í hagnýtri fengið ýmsar gagnlegar upplýsingar hópsins sem fékk styrk frá Listamenningarmiðlun í Háskóla Íslands. „ hjá Héraðsskjalasafni Kópavogs þegar og menningarráði Kópavogs til að Við vorum sett saman í hóp sem gerði þau voru að setja saman göngurnar þróa hugmyndina og koma henni í heimildamynd um Skeifuna og fannst auk þess að nýta sér vef safnsins. „Það framkvæmd. „Við vorum svo heppin svo ótrúlega gaman að vinna saman að hefur verið alveg ótrúlega áhugavert að fá að byrja hérna í Kópavoginum í við heimtuðum að fá að halda hópinn að grúska í viðfangsefnunum og draga samstarfi við MEKÓ. Þetta hefur tekist í nýsköpunarnámskeiði á næstu önn. fram í dagsljósið alls konar efnivið eins svo vel að núna langar okkur að halda Hugmyndin um Flanerí varð svo til og gamlar upptökur og blaðagreinar sem áfram og gera fullt, fullt af göngum upp úr þeirri vinnu og er nú orðin að annars eru bara geymdar á vefþjónum víðs vegar um landið. Við stefnum á veruleika. Okkur finnst hafa vel tekist einhvers staðar en við náum að setja að stækka verkefnið í framtíðinni og til að búa til eitthvað nýtt og spennandi inn í það umhverfi sem þær fjalla um. markmiðið er að þú verðir ekki bær sem hefur ekki sést í þessari mynd áður.“ Það verður svo lifandi þegar það meðal bæja nema þú sért með Flanerí. tengist beint inn í upplifun manns af Svo væri til dæmis hægt að nýta Flanerí Snjallsími og heyrnartól eina sem þarf nærumhverfinu. Fólk sér eitthvað nýtt meira í fræðsluskyni eða með aðkomu í því sem það annars gengur framhjá á Aðalbjörg segir Flanerí í verki í grunninn ólíkra hópa eins og til dæmis barna eða hverjum degi án þess að gefa því gaum. mjög einfalt. „Það eina sem þarf er ungmenna. Við erum opin fyrir alls kyns Að sama skapi hefur þetta fengið fólk snjallsími og heyrnartól. Á flaneri.is er að samstarfi og hvetjum áhugasama til að hvaðanæva að til að gera sér ferð á finna kort sem markar gönguleiðina og senda okkur línu á flanerihljodvapp@ svæðið og skoða eitthvað sem það þar er einnig hægt að hlusta á gönguna. gmail.com.“ þekkti ekki.“ Þá er bara að koma sér á upphafsreit, setja gönguna í gang og arka af stað.“ Flanerí í Kópavogi eru fjórar göngur, þrjár á íslensku og ein á pólsku. „Fyrsta gangan byrjar fyrir framan inngang

Hugmyndir kvikna í heimsfaraldri Flanerí var hleypt af stokkunum í miðjum heimsfaraldri sem varð að nokkru leyti kveikjan að hugmyndinni. „Þá vantaði

Flanerí má nálgast á flaneri.is og á öllum hlaðvarpsveitum eins og Spotify, Apple Podcasts og Google.


Midpunkt er metnaðarfullt og framsækið listamannarými við Hamraborg sem starfrækt hefur verið með fjölbreyttri og áhugaverðri sýninga- og viðburðadagskrá í rúmlega tvö ár af þeim Ragnheiði Sigurðardóttur Bjarnarson og Snæbirni Brynjarssyni.

Hamraborgin miðpunktur í listalífi Íslendinga List frá ólíkum áttum Það er óhætt að segja að listafólk hvaðanæva að hafi sýnt í Midpunkt. „Fyrsta árið vorum við með listakonu frá Japan og annað árið listhóp frá Kanada. Wiola Ujazdowska sýndi hjá okkur og skipulagði líka pólsk-íslenska listahátíð í rýminu okkar.“

„Midpunkt setur markið á að flytja inn list hvaðanæva að og gera Hamraborgina að nýjum miðpunkti í listalífi Íslendinga,“ segir í tilkynningu um opnun listarýmisins Midpunkt. „Midpunkt var opnað á Cycle hátíðinni haustið 2018 með samsýningu listakvennanna Þuríðar Jónsdóttur tónskálds og myndlistarkonunnar Jeannette Castioni,“ segir Snæbjörn Brynjarsson og bætir við að síðan hafi verið ný sýning í gangi nánast í hverjum mánuði. „Við Ragnheiður stofnuðum þetta menningarrými upphaflega en síðan þá hefur bæst í hópinn Joanna Pawloska, pólsk listakona sem sýndi hjá okkur og gekk svo til liðs við okkur.“ Ný í myndlistarheiminum Hann segir hvorugt þeirra Ragnheiðar hafa myndlistarbakgrunn svo heitið geti og viðurkennir að þaú séu „svolítið ný“ í myndlistarheiminum. „Við kynntumst í Listaháskólanum þar sem ég var að læra leiklist á sviðshöfundabraut og hún var í dansi. Þegar við komum heim úr námi langaði okkur að stofna sýningarrými fyrir allskonar list.“ Hann segir þó málin hafa þróast svo að Midpunkt sé fyrst og fremst myndlistarrými. „Midpunkt hefur það að markmiði að kynna nýjar, spennandi raddir, erlenda listamenn í bland við innlenda, upprennandi listamenn. Midpunkt hefur verið bakhjarl fyrir tvær menningarhátíðir í Hamraborg, og haldið tónlistar-, sviðslista- og bókmenntaviðburði en myndlistin kemur alltaf best út.“

Eina borgarrýmið á höfuðborgarsvæðinu Ragnheiður og Snæbjörn völdu Kópavog og kannski þá aðallega Hamraborgina ekki vegna uppvaxtareða bernskutengsla þó Ragnheiður hafi vissulega starfað í sjoppunni Rebbanum sem unglingur en Rebbinn var í sama rými og Midpunkt er núna. „Við erum bara svo miklir Hamraborgaraðdáendur,“ segir Snæbjörn. „Mér finnst Hamraborgin vera eina borgarrýmið á höfuðborgarsvæðinu. Miðbær Reykjavíkur er byggður upp sem þorp og er þorp í eðli sínu en Hamraborgina upplifir maður sem borgarlandslag. Við erum sannfærð um að ef fólk væri á ferðalagi í útlöndum og rækist á Hamraborgina í Berlín eða París eða einhversstaðar myndi manni finnast þetta rosalega hipp og kúl og töff hverfi. Ég vil allavega meina að Hamraborgin sé besti staðurinn til að hafa svona rými því hér er stöðugur straumur af fólki og þetta er allt öðruvísi staðsetning en annarsstaðar þar sem má finna svona gallerí á Íslandi.“ Hann segir Midpunkt hægt og rólega vera að stimpla sig inn í vitund Kópavogsbúa. „Fólk er frekar feimið að koma í fyrsta sinn. Það eru einna helst börn sem teyma foreldra sína inn þegar þau sjá eitthvað litríkt og blikkandi en ég hef oft hitt Kópavogsbúa sem eru mjög ánægðir með að hafa okkur þarna þó þeir séu ekkert endilega duglegir að koma enda eru fáir sem mæta á hverja einustu sýningu.”

Íslenskir listamenn hafa líka verið áberandi. „Steinunn Gunnlaugsdóttir, betur þekkt sem konan sem bjó til hafpulsuna, sýndi líka hjá okkur og í maí settu meistaranemar í sýningarstjórn við LHÍ upp sýningar hjá okkur og þá fáum við nýjan listamann vikulega í staðinn fyrir mánaðarlega sem er skemmtilegt og sparar okkur vinnu að láta þetta í þeirra hendur.“ Hamraborgarhátíðin komin til að vera? En hvað er það þá sem drífur Ragnheiði og Snæbjörn áfram? „Við höfum mjög gaman af því að vinna úr hugmyndum og listafólk er almennt mjög skemmtilegt og frjótt í að finna út úr því hvernig maður kemur hugmyndum í framkvæmd,“ segir hann. „Skemmtilegastir eru listamennirnir með óljósustu hugmyndirnar sem þurfa mikla samræður til að átta sig á því hvað það er sem þau vilja sýna því það er stundum bara einhversstaðar í loftinu. Sumir hafa mjög fastmótaðar hugmyndir frá byrjun en aðrir eru að velta hlutum fyrir sér fram á síðustu stundu og jafnvel laga hluti til á meðan á opnuninni stendur.“ Að vanda er ýmislegt spennandi í vændum í Midpunkt. „Við byrjuðum haustið á Hamraborgarhátíðinni, sem var í Midpunkt og allsstaðar í Hamraborginni, þar á meðal í Gerðarsafni, Bókasafni Kópavogs og Salnum. Við ætlum að finna list sem varpar nýju ljósi á þetta skemmtilega borgarlandslag. Svo fer ferðahömlum vonandi að létta og þá getum við haldið áfram að miðla áhugaverðri innlendri og erlendri list til Kópavogsbúa og annarra sem leggja leið sína um Hamraborgina.“


Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum er yfirskrift sýningar listamannanna Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Marks Wilson sem fagna nú 20 ára samstarfi með yfirlitssýningu í Gerðarsafni sem hefst 11. september.

„Samstarfið sem við fögnum nú kemur þannig til að fyrir tuttugu og fimm árum vorum við bæði að leita leiða til breytinga í listsköpun okkar en við höfum bæði mikinn áhuga á því sem snertir umhverfið og menningarlega merkingarbærni þess,“ segir Mark um tilurð samstarfs þeirra og bætir við að ein þungamiðjan í verkum þeirra séu tengsl mannsins við umhverfið, þar á meðal dýr. „Í nálgun okkar reynum við að ögra þeirri tilhneigingu að setja manninn alltaf í miðju heimsins og skoðum hlutina frekar frá vistfræðilegu sjónarhorni. Við forðumst að fjalla beint um dýrin sem slík heldur reynum að kalla fram tilfinningu fyrir þeim eða þáttum í tilveru þeirra í samhengi menningar

Tengsl dýra, manna og umhverfis 11. SEPTEMBER — 9. JANÚAR

og umhverfis. Með því að beina ljósi að hinu margbreytilega hlutverki dýrsins í veröldinni sem lífveru, sambýlisveru, gesti, umhverfisvísi, afsteypu og skrautmun leitumst við við að brjóta niður fyrirframgefnar hugmyndir okkar um þau.“ „Í listsköpun okkar setjum við okkur gjarnan í samband við og vinnum með fólki sem hefur önnur sérsvið en við til að víkka og dýpka rannsóknir okkar,“ segir Bryndís. Verkin taka á sig ýmsar myndir, eftir því hvert viðfangsefnið er hverju sinni. „Þegar við höfum fundið staði eða dýr sem eiga í vök að verjast hefst samtal og hugmyndavinna, bæði okkar á milli og við aðra sem hafa þekkingu og áhuga á sömu málefnum. Í framhaldi af því förum við að skissa upp og prófa hugmyndir í ýmsa miðla og þannig verða verkin til,“ segir Bryndís og Mark bætir við: „Við vonum að fólk dragist að listaverkunum og þannig opnist fyrir nýja sýn hvað varðar viðfangsefni verkanna og umhverfismeðvitund í víðara samhengi. Svo er fólki auðvitað líka velkomið að njóta verkanna sem slíkra á fagurfræðilegum forsendum.“ 20 verk í 20 ár Á sýningunni í Gerðarsafni verða yfir tuttugu verk. „Sum verða sett fram eins og þau voru upprunalega sýnd, önnur hafa verið aðlöguð eða þróuð sérstaklega fyrir þessa sýningu. Það má finna nánari upplýsingar um verkin á vefsíðunni okkar, www. snaebjornsdottirwilson.com,“ segir Bryndís. „Það er gefandi að fá tækifæri til að líta yfir farinn veg, rifja upp vinnu á ólíkum landsvæðum um heim allan og samstarf við áhugavert fólk. Við hlökkum til að deila afrakstrinum og listaverkum okkar með almenningi og gestum Gerðarsafns.“ Aðspurð um vinnuferlið segir Bryndís: „Við vinnum oft að nokkrum verkum í einu og sum verkefnin taka mörg ár. Gott dæmi er nanoq: flat out and bluesome (2001-2006), þar sem við skoðuðum uppstoppaða ísbirni á Bretlandi og sögur þeirra frá sjónarhorni listamannsins. Út frá því varð verkið Matrix (2010-2016) þar sem við unnum með híði ísbjarna og hækkandi yfirborð sjávar sem m.a leiddi okkur til vinnustofudvalar á Svalbarða, í Tromsö og til Utqiagvik og Kaktovik í Norður-Alaska í samvinnu við Anchorage safnið þar í landi. Þessar vettvangsferðir og tilheyrandi vinna þróaðist síðan í verkefnið Ísbirnir á villigötum (2019-2021) sem er fyrsta listrannsóknarverkefnið sem hlýtur styrk úr verkefnasjóði Rannís. Í því verkefni, sem unnið er í samvinnu við þjóðfræði og listfræði í Háskóla Íslands, er unnið með sögulegar og samtímalegar heimsóknir ísbjarna til Íslands og lýkur með sýningunni Visitasíur í Listasafni Akureyrar sem opnar 25. september næstkomandi og stendur fram í janúar 2022.“


GERÐARVERÐLAUNIN

Jákvæðni og sköpun í loftinu í Kópavogi

Sýningar 2021-2022 SEPTEMBER – JANÚAR

Óræð lönd: Samtöl úr sameiginlegum víddum

Rósa Gísladóttir hlaut í vetur Gerðarverðlaunin, ný myndlistarverðlaun sem Gerðarsafn hyggst hér eftir veita árlega framúrskarandi myndlistarmanni sem vinnur í skúlptúr og rýmisverk. Rósa hlýtur verðlaunin fyrir metnaðarfullt og kröftugt framlag til höggmyndalistar, en hún nam myndlist í Þýskalandi, Bretlandi og á Íslandi. Verk hennar hafa verið sýnd hérlendis og erlendis. Rósa segir listina hafa átt sig með húð og hári frá unga aldri. „Ég var endalaust á námskeiðum en var líka í tónlist, spilaði á selló og þegar ég kláraði menntaskóla togaðist á í mér hvort ég ætti að mennta mig meira í myndlistinni eða láta tónlistina taka yfir.“ Inntökupróf í Myndlista- og handíðaskóla Íslands réð úrslitum. „Ég hef oft á lífsleiðinni hugsað: „Æ, ég þyrfti að læra eitthvað praktískt,“ en þetta er það eina sem ég nýt mín í eða hef gaman af. En þetta er erfitt, átök og hark. Í myndlist þarftu búa til þín eigin tækifæri, færð aldrei próf sem veitir þér starfsréttindi heldur þarft sjálf að skapa þér vinnu. Ég hef verið heppin að geta sinnt þessu og þó stundum hafi mig langað til að hætta þessu bara alveg, þá er þetta köllun og án þess að hafa þessa köllun er ekki hægt að vera í þessu starfi.“ Gerður var ein af þessum stóru Rósa er afar ánægð með að vera fyrsti handhafi Gerðarverðlaunanna. „Það er auðvitað mikil viðurkenning að vera sú fyrsta sem fær þau, sérstaklega þar sem

þau eru kennd við Gerði Helgadóttur,“ segir hún og bætir við: „Gerður var náttúrlega ein af þessum stóru; bæði höfðar myndlistin hennar til mín og svo hef ég unnið mikið í svipaðan efnivið og hún gerði, bæði litað gler og mósaík. Svo það eru margir strengir sem mér hafa fundist liggja á milli okkar og ekki má gleyma symmetríunni. Ég er nýflutt til Reykjavíkur aftur eftir að hafa búið í sextán ár í Birkigrund í Kópavogi svo ég var alltaf að horfa á verkin hennar á hringtorgunum í Hamraborginni; þau eru svo symmetrísk, eins og mörg verka hennar eru, og það er svo gaman að keyra hringinn í kringum þessi verk, því það eru alls ekki allir skúlptúrar þannig að það sé gaman að horfa á þá frá öllum hliðum. En flest hennar verk eru þannig að þau standast áhorf úr öllum áttum.“ Rósa segir ýmislegt spennandi framundan. „Ég er búin að vera að vinna mikið með lágmyndir og einmitt mósaík og líka gifsverk, alls konar frekar einföld form og symmetrísk. Árið í fyrra var annasamt, bæði voru mörg verkefni og svo fluttum við líka þannig að það var mikið álag. Covid-ástandið gerði það samt að verkum að ég gat verið mikið á vinnustofunni mitt í öllum önnunum og fengið frið til að vinna á annan máta, fara ofan í hugmyndir sem ekki vannst tími til að sökkva sér í þegar þær kviknuðu. Í myndlistinni leiðir allt hvað af öðru og það var dýrmætt að finna hugarró til að skapa.“ Kópavogur er flottur menningarbær Þó Rósa sé flutt til Reykjavíkur er hún með vinnustofu í Kópavogi, hefur sterkar taugar til bæjarins og finnst framtíðin þar björt. „Mér finnst eins og listalífið í Kópavogi sé að blómstra mjög mikið um þessar mundir, bæði í tónlist og myndlist og fleiru. Það liggur einhver jákvæðni og sköpun í loftinu sem gaman verður að fylgjast með áfram. Bærinn er á flottu skriði menningarlega.“

Yfirlitssýning á verkum listamannanna Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Marks Wilson. Þau staðsetja list sína sem rannsóknar- og samfélagslist og nota gjarnan samspil manna og dýra í verkefnum sínum til að skoða málefni er varða sögu, menningu og umhverfið. Sýningarstjóri er Becky Forsythe.

JANÚAR – MARS

Elín Hansdóttir & Santiago Mostyn Einkasýningar Elínar Hansdóttur og Santiagos Mostyn í tilefni af Ljósmyndahátíð Íslands. Elín vinnur í ólíka miðla á við ljósmyndun, skúlptúr og innsetningar þar sem hún kannar skynjun mannsins og skilning á rými. Santiago skapar vídeóverk, ljósmyndir og innsetningar sem kanna skilin á milli ólíkra menningarsvæða og sækir innblástur úr uppvaxtarlöndum sínum, Zimbabwe og Trinidad & Tobago. Sýningarstjóri er Brynja Sveinsdóttir.

APRÍL – JÚNÍ

Stöðufundur Sýningin veitir innsýn inn í hugarheim og væntingar tíu myndlistarmanna og rithöfunda sem tilheyra aldamótakynslóðinni, sem hefur alist upp á tímum hagvaxtar og síaukinnar einstaklingshyggju. Listamenn og rithöfundar sýningarinnar eru Auður Ómarsdóttir, Björk Viggósdóttir, Fritz Hendrik, Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Páll Haukur Björnsson, Bergur Ebbi, Fríða Ísberg, Jónas Reynir Gunnarsson, Kristín Eiríksdóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson. Sýningarstjórar eru Kristína Aðalsteinsdóttir og Þorvaldur S. Helgason.


Sköpun með þátttöku barna Stundum er erfitt að finna orð til að lýsa einhverri upplifun eða reynslu vegna þess hve nýstárleg hún er og spennandi. Þetta er raunin um starf þverfaglega hönnunarteymisins Þykjó í Gerðarsafni, Salnum, Bókasafni Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs en teymið var staðarlistamenn Menningarhúsanna síðasta vetur. Sigríður Sunna Reynisdóttir, leikmynda- og búningahönnuður, er stofnandi og listrænn stjórnandi Þykjó en með henni starfa Erla Ólafsdóttir arkitekt, Sigurbjörg Stefánsdóttir fatahönnuður og klæðskeri og Ninna Þórarinsdóttir barnamenningarhönnuður.


„Þetta fræ spíraði í hausnum á mér fyrir um þremur árum,“ segir Sigríður Sunna og á þar við búningahönnunina sem var upphafið að verkefninu. „Ég trúði ekki að það væri enginn að gera það sem mig langaði að gera, en þá brettir kona upp ermar og fer sjálf í málið. Ég kynnist Ninnu í samvinnurýminu Minör og fannst ég hafa himin höndum tekið, hafði aldrei heyrt um að það væri hægt að vera barnamenningarhönnuður og dreymdi strax um að finna samstarfsflöt með henni. Þá var Tanja Huld Levý fatahönnuður líka með okkur í að feta fyrstu skrefin, en hún þurfti frá að hverfa í önnur spennandi verkefni. Sigurbjörgu kynntist ég í Þjóðleikhúsinu í búningadeildinni þar og fannst hún mjög spennandi klæðskeri og fatahönnuður sem gat tekið við keflinu af Tönju. Erlu er ég búin að þekkja frá því við vorum litlar, við höfum mikið unnið saman og erum farnar að stunda hugsanalestur. Og þannig var Þykjó orðið til.“ Upplifunarhönnun fyrir börn

verkefnið Fuglasöngvar þar sem börn gátu hreiðrað um sig og spilað á egg sem virka eins og hljóðfæri en það verkefni vann Ninna í samstarfi við Sóleyju Stefánsdóttur tónlistarkonu. Búningarnir eiga sér svo stað í Bókasafni Kópavogs. „Búningalínan okkar heitir Ofurhetjur jarðar og snýst um að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn en minna jafnframt á náttúruna og umhverfið. Sigurbjörg heldur utan um það verkefni.“ Skólahóparnir dýrmætir Þátttaka barna er mikilvægur hluti af hönnun og sköpun verkefnisins og skólahópar flykktust í Menningarhúsin til að leggja sitt af mörkum. „Það var bæði gefandi og spennandi fyrir okkur að fá skólahópana inn því það er lykilatriði að fá börnin snemma inn í samtalið á meðan við erum enn að þróa hugmyndirnar,“ segir Sigríður. „Þegar við vorum með fyrstu líkönin að Kyrrðarrýmunum voru þau að upplifa ferlið með okkur sem var svo dýrmætt því þá átta þau sig á ýmsu, eins og tímanum frá því hugmynd kviknar, svo þarf að skissa milljón teikningar, svo þarf að fara í samstarf við smiði, búa til líkan og svo fengu þau að sjá líkanið og ímynda sér hvernig það yrði í raunstærð og koma með sínar hugmyndir og athugasemdir sem við fórum svo oftar en ekki eftir. Svo komu þau á sýninguna með fjölskyldunum sínum, stolt af sinni þátttöku í ferlinu.“ Hún segir skipta sköpum fyrir svona

Hún segir Þykjó skilgreina sig sem þverfaglegt hönnunarteymi á sviði textíl-, leikfanga- og upplifunarhönnunar með hönnun fyrir börn og fjölskyldur að sérsviði. „Við kynntum fyrstu búningana í fyrra á HönnunarMars og langaði að gera vörulínur út frá þeim, sækja í náttúruna með áherslu á að vinna allt með virðingu fyrir umhverfinu. Svo við notum endurunnin efni, umhverfisvæn og náttúruleg eins og kostur er. Við „Krakkarnir fá þau skilaboð í skólaheimsóknunum vildum fara meira velkomin á söfnin, þetta séu þeirra hús.“ á dýptina, fannst ekki nóg að gúggla bara myndir og upplýsingar þannig að verkefni að hafa tíma til að geta farið á við bönkuðum upp á hjá líffræðingunum dýptina og ekki síður að bjóða börnum að hérna á Náttúrufræðistofu Kópavogs. taka þátt í verkefninu. „Krakkarnir fá þau Við vinnum mikið með það að tala við þá skilaboð í skólaheimsóknunum að þau sem vita meira en við og þegar margir séu velkomin á söfnin, þetta séu þeirra ólíkir hausar eru í sama herbergi gerist hús. Þannig að þau eru líka farin að koma eitthvað mjög spennandi. Og þau tóku bara sjálf og nýta Kyrrðarrýmin og segja okkur strax ótrúlega vel. Þegar Elísabet hér í afgreiðslunni: Okkur var sagt að Indra verkefnastjóri menningarmála við mættum koma! Ég hefði aldrei gert í Kópavogi kom inn sá hún svo þetta sem barn, farið sjálf inn í listasafn tækifæri til að stækka þetta samstarf. og fundist ég hafa rétt á því.“ Tímasetningin í miðjum heimsfaraldri gæti ekki verið betri því það er upplagt Skeljar verða skúlptúrar að vinna rannsóknar- og þróunarvinnu á Sigríður Sunna segir Menningarhúsin meðan ekki er hægt að hafa viðburði.“ fullkominn vettvang fyrir svona verkefni. „Húsin voru í raun öll að leita Verkefnið skiptist í raun í þrennt og að því sama: einhverju til að bjóða á hver hluti stað í einu menningarhúsi fjölskyldum upp á án þess að það þurfi og er innblásinn af því. „Í Gerðarsafni að vera skipulögð dagskrá. Allar þessar unnum við að hinum svokölluðu innsetningar eru staðir til að vera á eigin Kyrrðarrýmum sem eiga fyrirmynd í forsendum og þínum tíma og við sáum dýrum sem geta horfið inn í skelina sína að á HönnunarMars til dæmis komu þegar þau þurfa á að halda. Erla hefur fjölskyldur með nesti, tóku sér góðan verið með yfirumsjón með því verkefni. tíma í að skoða sýningarnar og fara út Okkur finnst að börn og foreldrar á ærslabelginn eða kaffihúsið á milli og þurfi svolítið að fá þennan hvíldarhjúp njóta þess að dvelja í húsunum.“ utan um sig af og til.“ Í Salnum var Einn hluti verkefnisins var einmitt

að búa til ósýnilegar brýr milli menningarhúsanna, til dæmis með því að færa hluti milli þeirra. Þannig voru verk úr Gerðarsafni hluti af fuglaverkefninu í Salnum og stórar skeljar voru fluttar yfir í Gerðarsafn frá Náttúrufræðistofu og svo eru auðvitað bækur í öllum hreiðrum og Kyrrðarrýmum úr bókasafninu. „Risaskeljar af Náttúrufræðistofu urðu að skúlptúrum í Gerðarsafni og þegar listaverkin hennar Gerðar voru færð yfir í Salinn sást svo vel hvað er mikill ryþmi og tónlist í þeim.” Og samstarfið við starfsfólk Menningarhúsanna var líka gjöfult að sögn Sigríðar Sunnu. „Eitt af því sem hefur gefið okkur hvað mest við að vera staðarlistamenn hér er að hafa aðgang að þeim mannauði sem hér er saman kominn.“ Og ekki síður þeim gripum sem söfnin búa yfir. „Þegar við fórum í samstarf við Blindrafélagið að flétta hreiður fyrir krakka úr tágum var til dæmis ómetanlegt að geta fengið fuglahreiður úr safni Náttúrufræðistofu til að handleika, þar sem við gátum ekki sýnt þeim teikningar og myndir eins og við erum vanar sem hönnuðir.“ Næst á dagskrá hjá Þykjó er að hanna upplifunarrými fyrir börn í Hörpu, í samstarfi við Gagarín og Vísindasmiðjuna. „Það er rosalega spennandi að það verði staður sem er hannaður fyrir krakka í Hörpunni. Við vinnum mikið með að þau séu augnhæð barna, að hanna hluti þannig að þeir henti þeim fyrst og fremst og í þessu risastóra húsi sem Harpa er verður frábært að hafa eitt rými í öðrum skala. Það skiptir mjög miklu máli fyrir okkur að útgangspunkturinn í öllu sem við gerum sé að muna fyrir hvern við erum að vinna og hugsa alltaf allt út frá sjónarhóli barna.“ Þær munu einnig halda áfram að þróa vörulínurnar sem urðu til í samstarfinu við Menningarhúsin. „Fyrir okkur sem hóp, óháð vörulínunum, er afar spennandi að fá að eiga svona innkomu í menningarstofnanir. Við vinnum eftir 31. grein barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna þar sem stendur að öll börn eigi rétt á hvíld, leik og þátttöku í menningarlífi, óháð stétt og fjárhagsaðstöðu. Og það er eiginlega ekki hægt að uppfylla þetta nema í svona samstarfi. Það hefur verið svo frábært að geta boðið krökkum í smiðjur og á tónleika ókeypis. Við erum að finna út úr framleiðslu sem þarf að vera sjálfbær, umhverfisvæn og helst hérlendis og munum svo kannski kanna svo aðra markaði, til dæmis í Skandinavíu.“


LJÓÐSTAFUR JÓNS ÚR VÖR

Tækifæri sem ljóðskáld verða að grípa Þórdís segir hvað sem er geta kveikt ljóð. „Þetta er skrýtið ferli og ljóðin mín fæðast ekki endilega út frá einhverju stórkostlegu. Kveikjan er oft frekar hversdagsleg og ég þarf stundum að hafa fyrir því að kyrra hugann, setjast niður með autt blað og skjal og byrja að gubba einhverju á það og þá fer eitthvað að spíra. Eg held að innra með fólki séu endalausar kveikjur og starf skáldsins er að ná þeim, veiða þær úr undirmeðvitundinni.“

Fasaskipti Ég elska börnin mín og börnin sem börnin mín Elska og börnin sem elska börnin mín. Þau keyra kuldaskó í gegnum ísinn þegar Tjörnina hefur lagt. Þau elska að beita afli. Brjóta flísar úr ísingunni og halda þeim upp að Andlitinu. Ég sé þau út um gluggann, saltsleikt Auga hússins. Þau sjá mig gegnum tært gler. Ljósgul skíma og svo dimmir. Þannig er tíminn Skorinn í sneiðar, hvítar og svartar, skiptingin Ekki bróðurleg frekar en á öðrum gæðum. Frostið herðir á aðgreiningunni milli heima Og breytir lygum í sannindi. Gerir göngubrú úr Svokölluðu yfirborði vatnsins. Ef falskir botnar fela Eitur eða fjársjóði, hvað felur þá falskt yfirborð? Börnin en ekki ég treysta gljúpri himnunni Yfir handanheiminum þar sem andardrátturinn Rennur í öfuga átt. Enda er stutt síðan þau komu Í gegn, önduðu hringöndun meðan þau drukku, Fljótandi fæði úr sykurbrjósti. Þau bíta í rendurnar Bryðja glerbrjóstsykur, stolt af styrk sínum. Í barnatennur vantar taugarnar fyrir tannkul. Það blómstrar ætiþistill í eldhúsglugganum. Enginn elskar veturinn eins og börnin mín. Þórdís Helgadóttir handhafi Ljóðstafs Jóns úr Vör 2021

Þórdís Helgadóttir rithöfundur hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör í ár fyrir ljóðið Fasaskipti og var það í tuttugasta sinn sem hann er veittur ljóðskáldi fyrir áður óbirt ljóð. Þórdís hóf skáldaferil sinn seint miðað við marga en hefur náð eyrum og sjónum lesenda og gagnrýnenda sem lofa verk hennar. Hún var leikskáld við Borgarleikhúsið veturinn 20192020 og stefnir á ljóðabókaútgáfu í haust. „Ég er svolítið seinþroska skáld og má eiginlega segja að ég hafi farið hálfgerða Fjallabaksleið að mínum skáldaferli,“ segir Þórdís. „Ég var í heimspeki og fór að því loknu að vinna á auglýsingastofu. Ég var samt alltaf í kringum bókmenntir og að vinna með texta. Svo ákvað ég loksins þegar ég var þrjátíu og fjögurra ára að fara í meistaranám í ritlist í Háskólanum og þá einhvern veginn fór allt að gerast. Ég gaf 2018 út smásagnasafn sem heitir Keisaramörgæsir en hef líka skrifað leikrit og mun gefa út ljóðabók í haust. Svo er ég líka hluti af skáldkvennahópi sem kallast Svikaskáld og við höfum gefið út þrjár bækur og sú fjórða er á leiðinni.“ Maður þarf að gefa sjálfum sér leyfi Hún segir skriftirnar ekki hafa komið fyrirhafnarlaust. „Ég var alltaf að reyna að skrifa en var með einhverjar stíflur, eins og ég væri að bíða eftir því að geta og fá leyfi til að vera listamaður, ég þorði það ekki í eigin mætti. Þangað til ég komst að því að það gefur enginn leyfi, þú þarft að gera þetta sjálf. Þegar ég gaf mér leyfi þá kom allt. Best að lýsa því þannig.“

Hún segir það eiginlega vera skyldu skáldsins að grípa tækifæri sem bjóðast eins og ljóðasamkeppni Jóns úr Vör. „Það er engu að tapa á því að taka þátt. Stundum á fólk eitthvað í handraðanum, stundum verður keppnin kveikjan að því að skáld setur sig í ljóðstellingar. Ég orti þetta ljóð til dæmis sérstaklega fyrir keppnina. Það er líka mjög hollt að hafa einhverskonar skilafrest, að verða að vera búin með ljóð á einhverjum vissum tíma og senda það svo frá mér.“ Mikil viðurkenning og eykur sjálfstraust Viðurkenningar á borð við Ljóðstafinn segir Þórdís hvetjandi á margan hátt. „Þegar ég er að yrkja ein heima hjá mér er oft svo erfitt að vita hvort ljóðin eru góð, hvort þau snerta við einhverjum eða kveikja einhverja neista. Ég var svo glöð þegar ég fékk símtal frá dómnefnd sem er skipuð fólki sem ég lít rosalega upp til með þeirri viðurkenningu að ljóðið mitt hafi náð til þeirra. Nú er ég með ljóðabók í smíðum og hef svo miklu meiri trú á því sem ég er að gera, veit að eitthvað er að hitta í mark einhversstaðar þó auðvitað sé það persónubundið og smekkur einstaklingsbundinn, eðlilega.“ Þórdís býr ekki í Kópavogi en sækir samt innblástur og næði í bæinn, nánar til tekið í Hamraborgina. „Uppáhaldsstaðurinn minn til að skrifa í næði er á Te og kaffi í Hamraborginni. Þó ég hafi engin formleg tengsl við Kópavog er eitthvað sem veldur því að mér finnst einstaklega gott að vera þar, fá hugmyndir og vinna. Ég get ekki sagt hvað það er og ég vil ekki endilega greina það, það er bara einhver galdur.“


LJÓÐSASAMKEPPNI GRUNNSKÓLA KÓPAVOGS

Markmiðið að efla áhuga barna og ungmenna á ljóðagerð

SAMKEPPNI

LJÓÐSTAFUR JÓNS ÚR VÖR Englabróðir Stóri bróðir ég sakna þín. Eitt það sem ég þrái heitast er bara að sjá þig, bara einu sinni alla vega. En ég veit að þú ert alltaf hjá mér og gætir mín í gegnum skýin. Nú værir þú tólf ára, tveimur árum eldri en ég. Þú myndir gæta mín samt, þótt við hefðum fengið að vera hér samtímis. En nú gerir þú það í gegnum skýin. Það er skrítin tilfinning að sakna þín án þess að hafa hitt þig. Mér finnst ég hafa hitt þig í gegnum minningar þeirra sem þekktu þig best og við elskum báðir. Þú hést Rafn, ég heiti Rafnar því ég gæti krummans þíns.

Kári Rafnar Eyjólfsson sigraði grunnskólakeppnina árið 2021 með ljóðinu Englabróðir.

Jón úr Vör var einn af frumbýlingum Kópavogs. Hann var ljóðskáld og orðsins listamaður sem gaf út sína fyrstu ljóðabók árið 1937, aðeins tvítugur að aldri, en varð fljótt eitt af höfuðljóðskáldum landsins. Jón var heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands, hlaut Riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu og þáði heiðurslaun listamanna frá árinu 1986. Jón sagði að bókasöfn hefðu verið hans helsti skóli. Hann var því hvatamaður að stofnun lestrarfélags og bókasafns í sinni heimabyggð á Patreksfirði og þegar hann flutti í Kópavog stóð hann að stofnun Lestrarfélags Kópavogshrepps sem síðar varð Bókasafn Kópavogs. Hann var því frumkvöðull að stofnun Bókasafns Kópavogs og fyrsti forstöðumaður þess 1953 til 1977. Lista- og menningarráð Kópavogs hefur frá árinu 2002 staðið að árlegum ljóðaverðlaunum i minningu skáldsins Jóns úr Vör. Veitt eru peningaverðlaun og verðlaunaskáldið fær til varðveislu í eitt ár göngustaf, sem var í eigu Jóns. Ljóðstafurinn hefur verið afhentur nær óslitið frá 2002 og frá árinu 2012 hefur Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs verið haldin samhliða Ljóðstafnum. Markmiðið með grunnskólakeppninni er að efla áhuga barna og ungmenna á ljóðagerð. Öll grunnskólabörn í Kópavogi geta tekið þátt.

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir til samkeppni um Ljóðstaf Jóns úr Vör. Öllum skáldum er velkomið að taka þátt en ljóðið má ekki hafa birst áður. Ljóði skal skilað í fjórum eintökum og skal hvert eintak merkt dulnefni. Með fjórritinu skal fylgja eitt lokað umslag merkt dulnefni skáldsins sem inniheldur upplýsingar um nafn, símanúmer og netfang skáldsins. Einungis umslög sem tilheyra vinnings- og viðurkenningarljóðum verða opnuð en öllum öðrum gögnum eytt. Ljóðstafurinn verður afhentur ásamt viðurkenningum föstudaginn 21. janúar 2022 við hátíðlega athöfn í Salnum en þá verða liðin 20 ár síðan Ljóðstafurinn var fyrst veittur. Nánari upplýsingar: menning@kopavogur.is

SKILAFRESTUR Í KEPPNINA ER TIL OG MEÐ 5. NÓVEMBER 2021. Utanáskrift umslags er: Ljóðstafur Jóns úr Vör Menning í Kópavogi Digranesvegi 1 200 Kópavogi


Kópavogur í tónum og takti

Hljóðverk er hluti af tónskáldaverkefni Salarins sem hóf göngu sína 2019 þegar fyrst var auglýst eftir umsóknum frá tónskáldum til að semja tíu mínútna strengjakvartett fyrir Salinn og Strokkvartettinn Sigga. Ólík og fjölbreytt verk voru síðan flutt á Tíbrá tónleikum á afmælisdegi Kópavogsbæjar 11. maí sl. Nú hafa fimm tónskáld verið valin úr hópi fjölda umsækjenda til að semja hljóðverk sem eru innblásin af hljóðheimi Kópavogs og var Héraðsskjalasafn Kópavogs fengið til að koma með nánari hugmyndir með vísan í sögu bæjarins. Markmiðið er sem fyrr að stuðla að frumsköpun í tón- og hljóðverkagerð og að kynna íslensk tónskáld.

Innblástur úr hljóðheimi Kópavogs Aino Freyja Järvelä er forstöðumaður Salarins og stýrir tónskáldaverkefninu. „Mér finnst að eitt af hlutverkum tónleikahúss eins og Salarins sé að stuðla að nýsköpun í tónlist og hlúa þannig að framþróun í listinni. Með því verður til nýr vettvangur fyrir allan þann fjölda tónskálda sem við erum svo lánsöm að eiga til að skapa og þróa sig sem listamenn. Óskað var eftir hljóðverkum sem á einn eða annan hátt væru innblásin af hljóðheimi Kópavogs. Við fengum því Hrafn Sveinbjarnarson forstöðumann Héraðsskjalasafn Kópavogs til liðs við okkur til að tónskáldin gætu fengið aðgang að gögnum um Kópavog.“ Hrafn Sveinbjarnarson segir leitina að Kópavogshljómnum vera ögrandi viðfangsefni. „Þegar þær Aino og Elísabet Indra orðuðu hvort ekki væri hægt að nýta eitthvað í Héraðsskjalasafninu og sögu Kópavogs við tónsmíðar hvarflaði hugurinn

fyrst að þögninni á lestrarsalnum í skjalasafninu, en við nánari umhugsun er Kópavogur suðupottur allskyns hljóða og óms, Héraðsskjalasafnið hreinlega titrar af tónum þegar að er gáð og hlustir lagðar við. Hagur tónsmiður getur örugglega gert merkileg tónverk úr Kópavogi og sögu hans. Það er mikil tónlist í Kópavogi, bara í nafninu sjálfu. Stafrófslagið spilað af byrjendanemendum í fiðluleik ber textann „Kópavogur hopp stopp“

Kópavogslækjarjazz og Kópavogstríólur með geggjuðu hneggi Á skjalasafninu er hægt að finna ýmislegt tónlistartengt og hinar ýmsu hljóðupptökur. Þar er t.a.m. varðveitt fundarbjalla Framfarafélagsins Kópavogs, þ.e. félagsins sem upphaflega varð til þess að Kópavogshreppur var stofnaður 1948. „Í henni er auðvitað hinn hreini Kópavogstónn,“ segir Hrafn og bendir á að ýmislegt megi finna á skjalasafninu. „Meðal annars samtímaafrit á segulböndum af hljóðupptökum viðtala sem Hallfreður Örn Eiríksson tók við Kópavogsbúa á vegum Árnastofnunar um 1967. Meðal hljóðskjala í Héraðsskjalasafninu eru einnig upptökur af bæjarstjórnarfundum Kópavogsbæjar á kassettum. Svo eru til upptökur af fjöldasöng úr veisluhöldum Kópavogsbúa frá fyrri tímum – fegurðin í þeim liggur í gleðinni, söngurinn væri tæplega útvarpshæfur, enda er fjöldasöngur félagslegt fyrirbæri fremur en listflutningur.“

„Svo eru til upptökur af fjöldasöng úr veisluhöldum Kópavogsbúa frá fyrri tímum – fegurðin í þeim liggur í gleðinni, söngurinn væri tæplega útvarpshæfur. “ – fjögur atkvæði í „Kópavogur“ í sextándapartsnótum með tveimur áttundapartsnótum á eftir í „hopp stopp“ valda því að Kópavogur er landsfrægur meðal fiðluunnenda sem tónfræðilegt námstæki.“

Hrafni finnst nú tímabært að Kópavogslækurinn eignist sína tónsmíð. „Það væri hægt að taka Kópavogslækinn og nota í frásagnartónlist, fara frá upptökum hans í Breiðholti að ósum við Kópavogsleirur, grípa til sögulegra viðburða í kringum hann. Sögufélag Kópavogs og Héraðsskjalasafnið gefa út smárit um ýmis efni og við erum einmitt


Hljóðverkin og tónskáldin

með smárit um sögu Kópavogslækjarins í undirbúningi. Miðað við að til er Hreðavatnsvals og Stórhöfðasvíta hlýtur Kópavogslækurinn að eignast sína tónsmíð fyrr eða síðar. Að vísu yrði heppilegra að takmarka raunsæið í kringum lækinn, hann var helsta afrennsli í bænum um skeið. Tónsmiðir sem aðhyllast prógrammtónlist yrðu þá að leita til lagnadeildar Byko um hljóðfærin í þann hluta hljómkviðunnar.“ Það má með sanni segi að það kemur enginn að tómum kofanum í leit að innblæstri á Héraðsskjalasafni Kópavogs. „Hægt væri að æfa Kópavogstríólur með fyrirmynd í fallbyssuskotunum sem kváðu við hér árið 1662, „Danmerkur lausn“ eins og Jón Ólafsson Indíafari kallaði þessa fallbyssukveðju danska flotans (dansk løsen), sem reyndar er enn í fullu gildi í Danmörku. Þrjú fallbyssuskot frá Kópavogsþingi sem var svarað með þremur á móti af freigátunum tveimur úti á Seylunni, þ.e. höfninni við Bessastaði, þessu fylgdi fyrsta flugeldasýning sem um getur á Íslandi. Í öllum fyrirganginum fældust hestar fundarmanna, svo tónskáld ættu heldur betur að geta samið sérstaka flugeldasvítu fyrir Kópavog – með geggjuðu hneggi.” Mikill áhugi fyrir verkefninu Tuttugu og átta umsóknir bárust í Hljóðverk og urðu fimm hugmyndir jafnmargra tónskálda fyrir valinu. Dómnefndina skipuðu Una Sveinbjarnardóttir og Atli Ingólfsson fyrir Salinn og Karólína Eiríksdóttir fyrir Tónskáldafélag Íslands og telur Aino þau ekki öfundsverð af hlutskiptinu miðað við hversu góðar umsóknir bárust. „Tónskáldin eiga nú það verkefni fyrir höndum að semja hljóðverk út frá þeim hugmyndum sem þau lögðu fram í umsóknunum. Afraksturinn verður síðan fluttur yfir veturinn, jafnvel víðs vegar um Kópavog á komandi tónleikavetri. Ég er afskaplega stolt af þessu verkefni og þakklát Listaog menningarráði fyrir að gera það mögulegt. Einnig eiga Tónskáldafélag Íslands og Tónverkamiðstöð þakkir skildar fyrir samstarfið og ráðgjöfina við að móta þetta frábæra tónskáldaverkefni Salarins.”

Gunnar Gunnsteinsson er tónskáld og tónlistarmaður með BA próf í tónsmíðum frá Amsterdam. Hann hefur samið tónlist fyrir kvikmyndir, sviðsverk, innsetninga og gjörninga og komið víða fram sem tónlistarmaður með ótal hljómsveitum.

„Ég safna hljóðum úr alls konar pípum í Kópavogi, skólpdælu, vatnsveiturörum, ofnum og klósetti. Í pípunum leynast oft mjög skemmtileg hljóð. Pælingin er sú að Kópavogur sé eitt stærðarinnar pípuorgel. Verkið fjallar um vatnið og hvernig við förum með það - mikilvægt umfjöllunarefni okkar tíma. Vatnsveitan og frárennslið er eins og æðakerfi borga og bæja, á sama tíma mjög hversdagslegt og ósýnilegt og framandi.“

Ingibjörg Friðriksdóttir lauk meistaragráðu í tónsmíðum og upptökutækni frá Mills College í Kaliforníu og hefur gert hljóðverk og innsetningar af ýmsu tagi þar sem unnið er með brotakenndar upplifanir, minningar og tjáningu. Í nýjasta verki hennar, Meira Ástandið (Listahátíð í Reykjavík, 2020 – 2021) sótti hún yrkisefnið til veruleika íslenskra kvenna á hernámsárunum.

„Stutt heimsókn í Kvennafangelsið skildi mikið eftir sig, gluggi inn í tilveru sem fæstir kynnast. Lífið er sett á bið í vírgirtu húsi á meðan lífið heldur áfram utan veggja þess. Í verkinu mun ég steypa saman frumsaminni tónlist, hljóðum úr umhverfi fangelsisins og viðtölum við fyrrum fanga og starfsfólk. Niðurstaðan verður kunnugleg en jafnframt framandi, blákaldur veruleiki og skýjuð minning – svona eins og lítið hvítt hús í hjarta Kópavogs, umkringt gaddavírsgirðingu.“

Ríkharður H. Friðriksson hóf ferilinn í rokktónlist en stundaði síðar nám í tónsmíðum í Reykjavík, New York, Sienna og Haag. Hann er einn af frumkvöðlum á sviði raftónlistar á Íslandi og hefur samið sæg tónverka fyrir ólík tilefni. Ríkharður kennir tónsmíðar við Tónlistarskólann í Kópavogi og Listaháskóla Íslands auk þess að vera liðsmaður Iceland Sound Company og Fræbblanna.

„Ég ætla að gera verk upp úr röddum Kópavogsbúa eins og þær koma fram í viðtölum sem ÍsMús hefur undir höndum. Umbreyta þeim í mismunandi þekkjanleg og óþekkjanleg form þar sem þær verða á köflum algerlega óhlutbundin hljóð í sínu eigin innra samhengi. Eftir dálítið af óþekkjanleika kemur svo léttir þegar aftur koma þekkjanleg orð og kannski setningar sem tengjast Kópavogi.“

Úlfur Eldjárn lauk BA námi í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands og hefur starfað sem tónlistarmaður, tónskáld, upptökustjóri og hljóðfæraleikari frá unga aldri. Hann hefur fengist við flestar tegundir tónlistar, popp, raftónlist, djass, klassík og tilraunakennda nútímatónlist.

„Hamraborgin er óður til merkustu og jafnframt háværustu afkomenda Kópavogs: Trommuleikaranna. Óvenjumargir magnaðir trommuleikarar uxu úr grasi í Kópavoginum sem hefur stundum verið kallaður vagga pönksins á Íslandi og hefur reynst nærandi umhverfi fyrir dauðarokk, raftónlist og ýmsa jaðartónlist. Verkið er flutt af sjö trommuleikurum sem er stillt upp í hring og upptakan er síðan meðhöndluð rafrænt.“

Þóranna Dögg Björnsdóttir lauk BA gráðu í hljóð- og myndlist frá Konunglega Listaháskólanum í Haag árið 2006. Viðfangsefni hennar eru mörg og fjölbreytt en snúast gjarnan um heimssýn einstaklingsins, hvernig hún mótast og þróast. Verk hennar eru iðulega sambland af mynd og hljóði; taka form í gegnum lifandi gjörninga, innsetningar og hljóðverk.

„Mig langar að kynna mér sögu Kvennafangelsisins í Kópavogi, spinna hljóð - og tónvefnað sem byggir á sögum kvenna sem þar dvöldu og setja í samhengi við umhverfi, sögu og samfélagið sem umlykur fangelsisveggina. Ég spyr hvort þær hafi búið í Kópavogi og tilheyrt samfélaginu þar? Í tónsmíðunum langar mig til þess að nota hljóðupptökur úr umhverfi Kópavogs og tengja mig við hljóðfæraleikara og tónlistarfólk búsett í Kópavogi.“


T 2021

B

R ÁSKRIFT

Ef keyptir eru miðar á tíu eða fleiri tónleika fæst 50% afsláttur af miðaverði.

I 2022

A Tíbrá tónleikaröðin er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogs