MEKÓ 2021-2022

Page 22

Kópavogur í tónum og takti

Hljóðverk er hluti af tónskáldaverkefni Salarins sem hóf göngu sína 2019 þegar fyrst var auglýst eftir umsóknum frá tónskáldum til að semja tíu mínútna strengjakvartett fyrir Salinn og Strokkvartettinn Sigga. Ólík og fjölbreytt verk voru síðan flutt á Tíbrá tónleikum á afmælisdegi Kópavogsbæjar 11. maí sl. Nú hafa fimm tónskáld verið valin úr hópi fjölda umsækjenda til að semja hljóðverk sem eru innblásin af hljóðheimi Kópavogs og var Héraðsskjalasafn Kópavogs fengið til að koma með nánari hugmyndir með vísan í sögu bæjarins. Markmiðið er sem fyrr að stuðla að frumsköpun í tón- og hljóðverkagerð og að kynna íslensk tónskáld.

Innblástur úr hljóðheimi Kópavogs Aino Freyja Järvelä er forstöðumaður Salarins og stýrir tónskáldaverkefninu. „Mér finnst að eitt af hlutverkum tónleikahúss eins og Salarins sé að stuðla að nýsköpun í tónlist og hlúa þannig að framþróun í listinni. Með því verður til nýr vettvangur fyrir allan þann fjölda tónskálda sem við erum svo lánsöm að eiga til að skapa og þróa sig sem listamenn. Óskað var eftir hljóðverkum sem á einn eða annan hátt væru innblásin af hljóðheimi Kópavogs. Við fengum því Hrafn Sveinbjarnarson forstöðumann Héraðsskjalasafn Kópavogs til liðs við okkur til að tónskáldin gætu fengið aðgang að gögnum um Kópavog.“ Hrafn Sveinbjarnarson segir leitina að Kópavogshljómnum vera ögrandi viðfangsefni. „Þegar þær Aino og Elísabet Indra orðuðu hvort ekki væri hægt að nýta eitthvað í Héraðsskjalasafninu og sögu Kópavogs við tónsmíðar hvarflaði hugurinn

fyrst að þögninni á lestrarsalnum í skjalasafninu, en við nánari umhugsun er Kópavogur suðupottur allskyns hljóða og óms, Héraðsskjalasafnið hreinlega titrar af tónum þegar að er gáð og hlustir lagðar við. Hagur tónsmiður getur örugglega gert merkileg tónverk úr Kópavogi og sögu hans. Það er mikil tónlist í Kópavogi, bara í nafninu sjálfu. Stafrófslagið spilað af byrjendanemendum í fiðluleik ber textann „Kópavogur hopp stopp“

Kópavogslækjarjazz og Kópavogstríólur með geggjuðu hneggi Á skjalasafninu er hægt að finna ýmislegt tónlistartengt og hinar ýmsu hljóðupptökur. Þar er t.a.m. varðveitt fundarbjalla Framfarafélagsins Kópavogs, þ.e. félagsins sem upphaflega varð til þess að Kópavogshreppur var stofnaður 1948. „Í henni er auðvitað hinn hreini Kópavogstónn,“ segir Hrafn og bendir á að ýmislegt megi finna á skjalasafninu. „Meðal annars samtímaafrit á segulböndum af hljóðupptökum viðtala sem Hallfreður Örn Eiríksson tók við Kópavogsbúa á vegum Árnastofnunar um 1967. Meðal hljóðskjala í Héraðsskjalasafninu eru einnig upptökur af bæjarstjórnarfundum Kópavogsbæjar á kassettum. Svo eru til upptökur af fjöldasöng úr veisluhöldum Kópavogsbúa frá fyrri tímum – fegurðin í þeim liggur í gleðinni, söngurinn væri tæplega útvarpshæfur, enda er fjöldasöngur félagslegt fyrirbæri fremur en listflutningur.“

„Svo eru til upptökur af fjöldasöng úr veisluhöldum Kópavogsbúa frá fyrri tímum – fegurðin í þeim liggur í gleðinni, söngurinn væri tæplega útvarpshæfur. “ – fjögur atkvæði í „Kópavogur“ í sextándapartsnótum með tveimur áttundapartsnótum á eftir í „hopp stopp“ valda því að Kópavogur er landsfrægur meðal fiðluunnenda sem tónfræðilegt námstæki.“

Hrafni finnst nú tímabært að Kópavogslækurinn eignist sína tónsmíð. „Það væri hægt að taka Kópavogslækinn og nota í frásagnartónlist, fara frá upptökum hans í Breiðholti að ósum við Kópavogsleirur, grípa til sögulegra viðburða í kringum hann. Sögufélag Kópavogs og Héraðsskjalasafnið gefa út smárit um ýmis efni og við erum einmitt


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.