MEKÓ 2021-2022

Page 2

Menningarhúsin í Kópavogi Aðalsafn Hamraborg 6a, 200 Kópavogi bokasafn.kopavogur.is

Menning í Kópavogi Eins og sést á síðum þessa menningarblaðs, sem kemur nú út öðru sinni, hefur hópur öflugra og skapandi starfsmanna í menningarmálum Kópavogs mótað metnaðarfulla dagskrá sem allir eiga kost á að njóta á komandi mánuðum. Tilgangur menningarstarfs í Kópavogi er að auka lífsgæði bæjarbúa á öllum aldri með fjölbreyttu menningar- og listalífi, fræðslu og miðlun með áherslu á upplifun sem ekki er að finna annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Hjarta menningarstarfs bæjarins er í lista- og menningarhúsunum sem reist hafa verið af miklum myndarskap við Hamraborgina, en samspil og nálægð húsanna gefa tækifæri sem fá sveitarfélög státa af. Menningarhúsin

Opnunartímar Mán.-fös. kl. 8:00-18:00 Lau. kl. 11:00-17:00 Lindasafn Núpalind 7, 201 Kópavogi lindasafn@kopavogur.is Opnunartímar Mán.-fös. kl. 13:00-18:00 Lau. kl. 11:00-15:00 Gerðarsafn Hamraborg 4, 200 Kópavogi gerdarsafn.is

Tekið hefur verið á innviðauppbyggingu menningarhúsanna af miklum myndarbrag undanfarin misseri. Bókasafnið hefur tekið stakkaskiptum með nýrri hönnun á öllum hæðum. Salurinn uppfærði nýlega stóran hluta tæknibúnaðar og stenst nú allar nútímakröfur í tónleika- og ráðstefnuhaldi. Gerðarsafn hefur verið endurhannað að hluta og státar nú af hágæða lýsingarkerfi í sölum. Þá hefur grunnsýning Náttúrufræðistofu verið uppfærð og fengið nýtt og léttara yfirbragð. Eins og glöggir íbúar hafa tekið eftir iðar torgið við menningarhúsin alla daga af lífi og fjöri og gera má ráð fyrir að áfram verði unnið við fegrun og uppbyggingu þess.

Opnunartímar 10:00-17:00 alla daga

Vatnsdropinn

Opnunartímar Mán.-fös. kl. 10:00-16:00

Alþjóðlega samstarfsverkefnið Vatnsdropinn, sem Kópavogsbær á frumkvæðið að, hefur sprungið út og nú stendur yfir sýning í Gerðarsafni sem börn frá Íslandi, Danmörku, Finnlandi og Eistlandi stýra. Það er einstakt að veita börnunum svo ríkt frelsi til að ákvarða hvernig listviðburðir skuli vera settir fram og verður lögð rík áhersla á að efla þennan þátt í menningarstarfi bæjarins. Rauði þráður Vatnsdropans eru stefnumál Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og Barnasáttmálans, sem auk áherslu á fjölmenningarleg verkefni eru veigamiklir þættir í menningarstarfi Kópavogsbæjar. MEKÓ Nú er verið að leggja smiðshöggið á nýtt og ferskt útlit menningarmála í Kópavogi undir heitinu MEKÓ, sem er skammstöfun fyrir Menning í Kópavogi. Einnig er vinnsla á nýrri heimasíðu menningarmálaflokksins, meko.is, komin vel á veg en þar verður fjallað um allt menningarstarf í Kópavogi í máli og myndum. Á meko.is verður að finna upplýsingar um sýningar og viðburði menningarhúsanna sem og þeirra sem hafa verið styrktir af lista- og menningarráði Kópavogs. Meginhugmyndafræðin í breyttu heiti er að fanga menningarlíf bæjarfélagsins í öllum hverfum þess í stað þess að binda það einungis við menningarhúsin í Hamraborg. Uppi hafa verið hugmyndir um nýja aðstöðu fyrir bókasafn og menningarhús í Kórnum og eru miklar vonir bundnar við að þau áform verði að veruleika. Við menningarstarfsfólk Kópavogsbæjar hlökkum til að deila með bæjarbúum og öðrum innihaldsríkum gæðastundum á komandi mánuðum. Verið ávallt hjartanlega velkomin. Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála í Kópavogi

Digranesvegi 7, 200 Kópavogi heradsskjalasafn.kopavogur.is

Náttúrufræðistofa Kópavogs Hamrabog 6a, 200 Kópavogi natkop.is Opnunartímar Mán.-fös. kl. 8:00-18:00 Lau. kl. 11:00-17:00 Salurinn Hamraborg 6, 200 Kópavogi salurinn.is Miðasala opin Þri.-fös. kl. 12:00-16:00 MEKÓ 1. tbl. 2. árg. Ritstjóri: Íris María Stefánsdóttir Ábyrgðarmaður: Soffía Karlsdóttir Blaðamaður: Brynhildur Björnsdóttir Umbrot: Döðlur Ljósmyndir: Döðlur, Anton Brink, Sigga Ella, Hallgerður Hallgrímsdóttir og Menning í Kópavogi Prentun: Svansprent


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
MEKÓ 2021-2022 by MEKÓ | Menning í Kópavogi - Issuu