Kraftur 1. tbl. 2020

Page 34

Bls.34

Grein - Ragnheiður Guðmundsdóttur og Laila S. Pétursdóttur

Mörg okkar sem höfum gengið í gegnum krabbameinsmeðferðir þurfum að læra að aðlaga okkur að breyttum aðstæðum sem geta verið heilmikil þrautaganga Hér áður fyrr mátti fólk þakka fyrir að hafa lifað krabbamein af en þá var lítið gert úr afleiðingum meðferðar og þeim síðbúnu aukaverkunum sem skertu lífsgæði þessara einstaklinga. Eftir því sem fleiri læknast af krabbameini og lifa með afleiðingar þess, því háværari verða þær raddir sem vilja að meiri áhersla sé lögð á endurhæfingu krabbameinsgreindra og þá erum við ekki aðeins að tala um líkamlega endurhæfingu heldur einnig andlega. Sem betur fer hafa stjórnvöld nú gert sér betur grein fyrir mikilvægi andlegrar heilsu og áhrifum hennar á líkamlega heilsu og settu loksins, á þessu ári, sálfræðimeðferðir undir Sjúkratryggingar Íslands. Mörg okkar sem höfum gengið í gegnum krabbameinsmeðferðir þurfum að læra að aðlaga okkur að breyttum aðstæðum sem geta verið heilmikil þrautaganga. Líkaminn er ekki sá sami og hann var og orkan og einbeiting ekki eins mikil. Þessar breytingar geta valdið miklum kvíða og depurð og ekki þá síður ótta um að veikjast aftur og þurfa að ganga aftur í gegnum það erfiða tímabil sem krabbameinsmeðferðir geta verið.

Þegar farið er í andlega vinnu vill margt annað dúkka upp. Gömul áföll og skert sjálfsmynd. Það er svo mikilvægt að til að byggja upp sjálfsmyndina eftir krabbamein að farið sé í saumana á öllu því sem veldur manni hugarangri og vekur upp vanlíðan því ástæðan getur verið svo djúpstæð. Maður þarf að læra að setja sjálfan sig og heilsu í forgang og finna það sem hentar manni best til að koma jafnvægi á andlega heilsu og auka þannig vellíðan. Það sem virkar fyrir krabbamein, þarf ekki endilega að virka lengur, og maður þarf aðeins að prufa sig áfram með það sem hentar manni núna. Margt stendur til boða þeim sem vilja styrkja sína andlegu heilsu. Viðtöl við sálfræðing eru mjög gagnleg til að komast að rót vandans og ákveða viðeigandi meðferðarúrræði en Kraftur í samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands, býður upp á endurgjaldslausa sálfræðiþjónustu. Aðrar gagnlegar meðferðir eru t.d. EMDR-meðferð við áfallastreitu, HAM-meðferð við þunglyndi og kvíða, dáleiðsla, heilun/orkustöðvajöfnun, jóga og hugleiðsla. Slíkar meðferðir samhliða reglulegri líkamlegri hreyfingu og smá dekri geta gert kraftaverk og stuðlað að andlegri vellíðan.

Kraftur


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Kraftur 1. tbl. 2020 by Kraftur, stuðningsfélag - Issuu