3 minute read

Þau bera boðskapinn

Tryggasta tekjulind Krafts er salan á Lífið er núna armböndunum sem eru perluð af hjartahlýjum sjálfboðaliðum. Armböndin bera orðin sem eru okkur svo kær „Lífið er núna“ og minna okkur á að vera í núinu og njóta líðandi stundar.

Þau bera boðskapinn

Advertisement
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands

Af hverju ertu með „Lífið er núna“ armband?

Mér finnst armbandið fallegt og með því að bera það tekst mér að vekja athygli á góðum málstað.

Hvaða þýðingu hefur „Lífið er núna“ slagorðið fyrir þig?

Það er gjarnan sagt að við eigum að lifa í núinu. Vissulega er rétt að við eigum að njóta dagsins, ekki festast í því sem er liðið eða kvíða því sem er framundan. Um leið eigum við þó að læra af liðinni tíð og búa okkur undir það sem getur beðið okkar. Þannig skil ég þetta fallega slagorð, „Lífið er núna“.

Jón Jónsson, tónlistarmaður

Jón Jónsson, tónlistarmaður

Jón Jónsson tónlistarmaður

Af hverju ertu með „Lífið er núna“ armband?

Því framtakið er frábært, málstaðurinn mikilvægur og armböndin falleg (ég á svarta, appelsínugula og Íslands).

Hvaða þýðingu hefur „Lífið er núna“ slagorðið fyrir þig?

Armbandið er góð áminning fyrir mig um að njóta stundarinnar, taka engu sem gefnu og gefa allt sem ég á í verkefnið hverju sinni. Eins er gott að bera það af virðingu við allar hetjurnar sem hafa barist við krabbamein.

Andrea Magnúsdóttir, fatahönnuður & verslunareigandi

Andrea Magnúsdóttir, fatahönnuður & verslunareigandi

Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður & verslunareigandi

Af hverju ertu með „Lífið er núna“ armband?

Í fyrsta lagi finnst mér mikilvægt að styðja við frábært starf Krafts svo finnst mér gott að hafa þessa setningu nálægt mér til að minna mig á að njóta dagsins og lífsins, sérstaklega í venjulegu daglegu amstri. Mér finnst þau líka flott og para þau oft saman með fleiri armböndum og ber þau með stolti. Það fylgir þeim líka sérstaklega falleg og góð orka.

Hvaða þýðingu hefur „Lífið er núna“ slagorðið fyrir þig?

Þetta eru orð að sönnu. Ég reyni að fara eftir þessari setningu alla daga, gera hversdagshluti skemmtilega og vera þakklát fyrir allt mitt. Lífið er stutt og við eigum að njóta þess á meðan við getum. Lífið er núna!

Rúrik Gísladon, knattspyrnumaður

Rúrik Gísladon, knattspyrnumaður

Rúrik Gíslason knattspyrnumaður

Af hverju ertu með „Lífið er núna“ armband?

Vinur minn glímdi við krabbamein í mörg ár og hann kynnti mig fyrir Krafti. Fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2018 í Rússlandi fór ég bara í búð og keypti mér „Lífið er núna“ armband og hef gengið með það síðan.

Hvaða þýðingu hefur „Lífið er núna“ slagorðið fyrir þig?

Fyrst og fremst finnst mér mikilvægt að sýna verðugu verkefni stuðning, þ.e.a.s að standa með samtökum sem að standa við bakið á aðstandendum fólks sem er með krabbamein og sjúklingunum sjálfum. Vinur minn tapaði baráttunni við krabbamein á síðasta ári eftir hetjulega baráttu í 7 ár. Þann 16. apríl síðastliðinn lést svo móðir mín eftir stutta en hetjulega baráttu við hvítblæði. Engan hafði grunað að mamma myndi veikjast og að lífið okkar saman yrði tekið frá okkur. Heimurinn minn og fjölskyldunnar breyttist á einum degi og sem betur fer vorum við dugleg að láta verða af því að gera hluti saman og búa til minningar einmitt vegna þess að við hugsuðum til þess að „Lífið væri núna“.

Armböndin fást í vefverslun Krafts

Armböndin okkar eru fáanleg í fjórum mismunandi litasamsetningum: Appelsínugulu, svörtu og metal, í fánalitunum og í sannkölluðum norðurljósalitum þ.e. sægrænn (túrkís), glærar, svartar og marglitaðar olíulitaðar perlur. Armböndin fást í þremur mismunandi stærðum, barnastærð, medium og large.

Allur ágóði af armböndunum rennur til Krafts og eru þau og aðrar Lífið er núna vörur fáanlegar í vefverslun Krafts www.kraftur.org/vefverslun