Kraftur 1. tbl. 2020

Page 1

Kraftur

Þveruðu Vatnajökul Rætt við Aðalheiði Birgisdóttur um hennar reynslu

01. TBL Kraftur, 2020

Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur.

Tímarit Krafts inniheldur viðtöl, greinar, viðburði og fræðandi efni varðandi krabbamein.


Opið

allan sólarhringinn

Í Skeifu og Garðabæ


Leiðari

Árið 2019 fagnaði Kraftur 20 ára starfsafmæli sínu. Í hverjum mánuði voru viðburðir eða fræðsla sem var ætlað að vekja fólk til umhugsunar um málefni ungs fólks sem greinist með krabbamein og aðstandenda þeirra. Starfsmenn og sjálfboðaliðar félagsins lögðu mikið á sig til að gera afmælisárið ógleymanlegt. Árið byrjaði með Lífið er núna festivalinu þar sem félagsmenn skemmtu sér saman á Hótel Hilton, þá gaf Kraftur út hlaðvarpsþætti, stóð fyrir örráðstefnu, bauð upp á Lífið er núna hlaupið, hélt núvitundarpartý og frumsýndi heimildarmynd um sögu félagsins. Auk þess var dagleg starfsemi félagsins í föstum skorðum. Í lífinu skiptast á skin og skúrir, eins og við sem tengjumst Krafti þekkjum svo vel. Eftir viðburðarríkt og skemmtilegt afmælisár tók við eitthvað sem enginn átti von á, Covid-19. Öllum viðburðum félagsins var aflýst og fjölmargir félagsmenn okkar héldu sig heima og forðuðust samskipti við annað fólk. Það er erfitt að hugsa til þess að félagsmenn okkar sem greinast með krabbamein á Covid-19 tímum fái ekki sambærilegan stuðning og þeir sem greinast á öðrum tímum. Það er ljóst að Covid-19 áskoranir munu halda áfram í vetur. Kraftur þarf því áfram að laga sig að breyttum veruleika og finna leiðir til að styðja við bakið á félagsmönnum sínum þrátt fyrir samkomutakmarkanir og fjarlægðartakmörk. Maður er manns gaman en einnig eru tengsl og samvera heilsufarslega mikilvæg. Eitt af því sem skiptir hvað mestu máli á erfiðum tímum sem fylgja í kjölfar krabbameinsgreiningar er að finna fyrir stuðningi vina, vandamanna og jafningja sem þekkja af eigin raun hvernig það er greinast með krabbamein.

Allt kapp er lagt á að finna bóluefni við Covid-19, verja viðkvæma hópa og fræða almenning um hvernig komast megi hjá því að smitast. Það er stórkostlegt að fylgjast með því hvernig allir sem vettlingi geta valdið standa saman. Menn snúa bökum saman og leggja hart að sér til þess að útrýma veirunni úr samfélaginu þar til bóluefni verður til. Heimurinn sameinast og það er ljóst að það mun stytta upp. Við munum sigrast á Covid-19. Á meðan Covid-19 faraldurinn mun aðeins vara í afmarkaðan og vonandi í sem stystan tíma, hefur krabbamein ógnað heilsu og lífi manna lengi og sér ekki fyrir endann á því. Það er ákall mitt sem formanns Krafts að menn leggist á eitt, og af jafn miklum krafti og í baráttunni við Covid-19, við að koma í veg fyrir og lækna krabbamein. Að einn daginn þá rætist sá draumur okkar að krabbamein heyri sögunni til.

Elín Sandra Skúladóttir formaður Krafts

Kraftur

Bls. 3

Maður er manns gaman en einnig eru tengsl og samvera heilsufarslega mikilvæg


Stjórn Krafts

Starfsfólk Krafts

Elín Sandra Skúladóttir formaður

Stefán Þór Helgason gjaldkeri

Atli Már Sveinsson þjálfari FítonsKrafts

Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdarstjóri

Ragnheiður Guðmundsd. ritari

Sigríður Þorsteinsdóttir meðstjórnandi

Hrefna B. Sigvaldadóttir viðburðar- og fjáröflunarfulltrúi

Laila S. Pétursdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi

Arnar Sveinn Geirsson varamaður

Gísli Álfgeirsson varamaður

Kristín Þórsdóttir markþjálfi

Halla Dagný Úlfsdóttir varamaður

Linda Sæberg varamaður

Þorri Snœbjörnsson sálfræðingur


Efnisyfirlit Bls. 5

Greinar

Viðtöl Snjódrífurnar þveruðu Vatnajökul. Bls. 9 Aðalheiður Birgisdóttir segir frá frægðarför Snjódrífanna yfir Vatnajökul og reynslu sinni af krabbameini.

Krabbamein og kórónaveiran. Bls. 21 Þessir sögulegu og fordæmalausu tímar sem við stöndum frammi fyrir núna eru í raun mjög svipaðir og hjá fólki sem greinist með krabbamein.

Þetta er bara lífsins leikur og ég þarf að vinna hann. Bls. 17 Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, segir frá reynslu sinni af því að greinast með æxli í bakinu.

Einkaþjálfun í andlegri heilsu. Bls. 34 Andleg heilsa skiptir ekki hvað síst máli þegar um krabbamein er að ræða. Fjölmörg úrræði eru í boði.

Þeir tóku úr mér mergsýni án þess að deyfa mig. Bls. 28 Achraf Hasser frá Marokkó lofar íslenska heilbrigðiskerfið í samanburði við heimaland hans Marokkó.

Af hverju er svona mikilvægt að tryggja sig? Bls. 38 Við skoðum líf- og sjúkdómatryggingar og nokkrir félagsmenn Krafts segja frá sinni reynslu af því að vera tryggðir eða ótryggðir.

Annað Hvernig getur þú hjálpað okkur að hjálpa öðrum? Bls. 7 Gengið í Krafti kvenna á Hvannadalshnúk. Bls. 13

Stuðningsfulltrúar um land allt. Bls. 24 Til aðstandenda. Bls. 26 Lífið er núna armböndin. Bls. 31 Þau bera boðskapinn. Bls. 32

Lykkja fyrir Lykkju. Bls. 14 Hlaðvarpið - Fokk ég er með krabbamein. Bls. 15

Krabbamein fer ekki í frí. Bls. 37 Hlaupið af Krafti. Bls. 43

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbameins og aðstandendur, Skógarhlíð 8, 105, Reykjavík, símar 540-1945 og 866-9600.Stuðningssími 866-9618. www.kraftur.org, kraftur@kraftur.org. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Laila S. Pétursdóttir. Umbrot: Bára Kristgeirsdóttir. Prófarkalestur: Guðlaug Birna Guðjónsdóttir. Prentun: Prentmet.

Kraftur


Bls. 6

Kraftur


Umfjöllun

Kraftur er alfarið rekið fyrir velvilja almennings og fyrirtækja í landinu og væri það ógjörningur fyrir félag eins og okkur að styðja við bakið á ungu fólki sem greinist með krabbamein og aðstandendum ef ekki væri fyrir ykkar hjálp. Þú getur lagt okkur lið með ýmsum hætti t.a.m. með því að versla í vefverslun okkar, veitt okkur stakan styrk eða lagt okkur lið sem sjálfboðaliði. Helsta bakland okkar eru þó mánaðarlegu styrktaraðilarnir okkar sem styðja félagið með mánaðarlegum greiðslum. Þeir eru einstaklega mikilvægur hlekkur í keðjunni okkar til að hjálpa okkur að hjálpa öðrum. Við stöndum í þakkarskuld við þá 2.000 styrktaraðila sem nú leggja Krafti lið í hverjum mánuði. Það að vera berjast við lífshættulegan sjúkdóm er einstaklega krefjandi og því ómetanlegt að félagsmenn geti fengið andlegan, líkamlegan, félagslegan og fjárhagslegan stuðning á tímum sem þessum.

Með því að leggja Krafti lið með mánaðarlegum greiðslum hjálpar þú ungum krabbameinsgreindum einstaklingum og aðstandendum að fá:

Sálfræðiþjónustu Markþjálfun Stuðning meðal jafningja Fræðslu og viðburði Endurhæfingu í formi hreyfingar og útivistar Fjárhagslegan stuðning

Þú getur lagt okkur lið með því að gerast mánaðarlegur styrktaraðili með því að fara inn á www.kraftur.org - Styrkja Kraft. Kynntu þér málið nánar með því að taka mynd af QR kóðanum með snjallsíma

Kraftur

Bls. 7

Hvernig getur þú hjálpað okkur að hjálpa öðrum?


Bls. 8

Kraftur


Viðtal – Laila Sæunn Pétursdóttir

Snjódrífurnar er hópur kvenna sem allar tengjast Sirrý Ágústsdóttur félagskonu í Krafti en hún greindist með leghálskrabbamein árið 2010 og aftur 2015. Í síðara skiptið var ljóst að krabbameinið væri krónískt og töldu læknar að hún ætti þá eitt til þrjú ár eftir ólifað. Nú eru fimm ár síðan og Sirrý fékk vin­kon­urn­ar í Snjódríf­unum til að fagna líf­inu með sér og þess­um tíma­mót­um með því að ganga þvert yfir Vatnajökul á gönguskíðum. Í leiðinni söfnuðu þær áheitum undir nafninu Lífskraftur fyrir Kraft og Líf. Útivistarkonan og fatahönnuðurinn Aðalheiður Birgisdóttir er ein af Snjódrífunum sem þveruðu Vatnajökul núna í júní. Heiða, eins og hún er alltaf kölluð, segir okkur frá sinni upplifun. „Þegar Vilborg Arna Gissurardóttir spurði hvort ég vildi koma með í þessa ferð sló ég bara til. Ég er svolítið hvatvís og sagði bara já án þess að ég hafði hugmynd um hvað ég væri að fara út í og svo þegar þetta fór að verða raunverulegra þurfti ég að spyrja hvað ég væri í raun að fara út í,“ segir Heiða og hlær. Heiða hafði næstum enga reynslu af gönguskíðum. Hún fékk gönguskíði til að æfa sig en segir sjálf að hún hafi ekkert verið allt of dugleg að æfa sig fyrir ferðina en reynslan af svokölluðu splittbretti hafi komið að góðum notum. „Ég hef verið meira í „action sport“ heiminum og hef ekki verið svona mikið í fjallamennsku eða jöklaferðum. Ég hafði alveg farið upp á jökla og rennt mér á splittbretti sem er svona eins og fjallaskíði snjóbrettafólks. En að fara í svona leiðangur dragandi allan búnað og vistir á eftir mér á púlku og vera í tjaldi upp á jökli í svona langan tíma var algjörlega nýtt fyrir mér,“ segir Heiða. Heiða er mikil útivistarkona og er búin að vera á skíðum frá því hún var krakki og fór svo yfir á snjóbretti. Hún

hafði farið á námskeið í Tindfjöllum í tengslum við splittbrettið og varðandi það að vera í tjaldi að vetri til og lærði þar að búa til tjaldbúðir í brekku svo hún var ekki alveg blaut á bak við eyrun þegar hún mætti til leiks með Snjódrífunum upp á jökul. Þær höfðu líka farið í tvær æfingarferðir um veturinn til að undirbúa sig sem kom svo sannarlega að góðum notum uppi á Vatnajökli. Töfðust strax á öðrum degi Snjódrífurnar lögðu af stað upp á jökulinn 8. júní og hófst ferðin nokkuð vel hjá þeim. En strax á öðrum degi lentu þær í mikilli rigningu og urðu að bíða af sér veðrið uppi á jöklinum. „Planið okkar fór aðeins í rugl þarna þar sem við lentum í rigningu og roki og allt dótið okkar varð rennandi blautt. Þetta var pínu erfitt þar sem við vorum nýlagðar af stað og við vissum ekkert hvenær við gætum haldið áfram, hvort það væri eftir tvo tíma eða eftir sólarhring. En við Anna Sigga, tjaldfélagi minn, nýttum daginn vel, gerðum jóga og svo heimsóttum við annað tjald þar sem Anna Sigga leiddi okkur í gegnum fótajóga. Anna Sigga átti afmæli þennan dag og við héldum upp á það með því að fá okkur Stroh í kaffið okkar,“ segir Heiða hlæjandi. Veðrinu slotaði svo og Snjódrífurnar héldu aftur af stað klukkan 21 um kvöldið og gengu til þrjú um nóttina. En þá tjölduðu þær aftur til að ná hvíld en allt dótið þeirra var rennblautt eftir rigninguna. „Morguninn eftir þetta vöknuðum við í glampandi sól og það var alveg dásamlegt því þá gátum við þurrkað langmest af dótinu okkar. Við vissum að næstu nótt myndum við að öllum líkindum gista í skála sem var æðisleg tilhugsun og gaf okkur kraft.“

Kraftur

Bls. 9

Snjódrífurnar þveruðu Vatnajökul


Bls.10

Snjódrífan Aðalheiður Birgisdóttir

Enginn dagur eins en mikil rútína Að sögn Heiðu leiddist Snjódrífunum aldrei þó þær þyrftu að húka í tjöldunum og bíða af sér veður og þá oftast bara tvær og tvær saman. Þær voru meira að segja með spil með sér en drógu þau aldrei upp þar sem það var alltaf nóg að gera og þurfti að hafa ýmislegt fyrir stafni. „Dagarnir á jöklinum voru mjög misjafnir. Stundum þurftum við að vakna um klukkan fimm og leggja af stað um átta en það var alltaf ákveðin rútína sem maður þurfti að fara í gegnum. Svona ferð með ellefu konum þarf að vera rosalega skipulögð og ef einhver ein er ekki með hlutina á hreinu þá getur það skemmt fyrir öllum. Maður var alltaf eitthvað að brasa, sækja og bræða snjó, skipuleggja nestið og morgunmatinn, þurrka föt, skipuleggja hvað maður ætlaði að hafa efst á púlkunni þennan daginn o.s.frv. Það þýðir ekkert að stoppa á miðjum jökli og fara að rífa allt af púlkunni til að leita að einhverjum fötum sem maður þarf á að halda. Þetta þarf allt að vera skipulagt fyrirfram svo að leiðangurinn gangi smurt fyrir sig,“ segir Heiða. Snjódrífurnar þurftu því að vera mjög skipulagðar allan tímann. Það voru regluleg stopp yfir daginn en það þýddi ekkert að stoppa í hvert skipti sem einhver þurfti að klæða sig betur, eða sækja sér vatn eða eitthvað slíkt. „Týpísk rútína var að maður vaknaði, fór á klósettið með skóflu, opnaði pokann með snjónum sem maður hafði útbúið kvöldið áður. Bræddi snjóinn fyrir vatn fyrir daginn og fyrir morgunmatinn, sem var hafragrautsmix. Svo nýtti maður tímann á meðan snjórinn var að bráðna til að gera nestið sitt klárt. Hugaði að fótum og hælsærum. Skipti um umbúðir á fótunum og fór svo að setja allt dótið á púlkuna, taka niður tjöldin og ganga frá tjaldbúðunum og halda svo af stað. Þetta gat tekið 2-3 tíma á hverjum morgni,“ segir Heiða enn fremur.

kvarta heldur var jákvæðnin í hópnum alveg einstök. „Soffía lenti t.d. í svakalegu hælsæri og var komin með sýkingu sem hún þurfti að takast á við stóran hluta ferðarinnar. Læknarnir sem hún hitti eftir að við komum til byggða skyldu ekkert í því hvernig hún komst yfir jökulinn svona en hún var með slitin krossbönd að auki. Ég fékk mikil hælsæri en Brynhildur kenndi mér að búta niður frauðplastdýnu og setja bútinn á milli sokka og skós svo að skinnið myndi ekki nuddast svona mikið. Það hjálpaði gríðarlega mikið. Maður var náttúrulega alltaf í blautum skóm og það hjálpaði ekki til.“

Ekki síður andlega erfitt Heiða segir ferðina hafa verið líkamlega erfiða oft á tíðum en ekki síður andlega. Þrátt fyrir að margar hafi verið komnar með hælsæri og hnémeiðsli þá var engin í hópnum að

Kraftur


Viรฐtal

Bls. 11

Kraftur


Bls. 12

Snjódrífan Aðalheiður Birgisdóttir Þrátt fyrir að Snjódrífurnar hafi verið ellefu saman í ferðinni þá var mikill tími sem þær eyddu í einrúmi þar sem þær þurftu að labba í einfaldri röð með smá bil á milli sín fyrir púlkuna. „Stundum löbbuðum við tvær og tvær saman hlið við hlið en langoftast var maður einn. Það er svolítið spés að þarna voru ellefu konur saman en langoftast bara tvær saman eins og í tjaldbúðunum því það er ekki mikill tími til að tjilla saman úti. Maður var mikið einn með sjálfum sér og hlustaði ég á tónlist á göngunni meðan aðrar hlustuðu t.d. á hlaðvörp. Þetta er ábyggilega besta núvitundaræfing sem maður getur farið í gegnum. Þetta er í raun frekar einhæft. Þú ert bara að labba og það er alls konar veður. Þá er einmitt mjög gott að brjóta upp daginn með tónlist og syngja jafnvel hástöfum með eins og ég gerði en það heyrði jafnvel enginn í mér þar sem það voru alveg þrír metrar stundum á milli okkar,“ segir Heiða skellihlæjandi. Heiða og Anna Sigga voru stundum líka með tónlist í tjaldinu sínu en Anna Sigga er mikill partýpinni og stundum vöktu þær stelpurnar á morgnana með því að hækka í botn og taka dansspor í kringum tjaldbúðirnar til að vekja allar. Kynntust í kringum krabbameinsmeðferð Tjaldfélagarnir Anna Sigga og Heiða kynntumst eftir að þær greindust með brjóstakrabbamein en það var í kringum árið 2013. Þegar Heiða var fertug hafði hún farið í brjóstamyndatöku og þá fundust kalkmyndanir í brjóstinu á henni og var hún undir eftirliti í þrjú ár eftir það. „Bara nokkrum mánuðum eftir að ég var hætt í eftirlitinu þá fann ég að það var eitthvað skrýtið í brjóstinu. Fyrst hélt ég að þetta væri ímyndun en ég var alveg friðlaus og ákvað að biðja um tékk aftur. Þá komu í ljós frumubreytingar í brjóstinu og það var sett í mínar hendur hvað ég vildi gera þ.e. hvort ég vildi bíða og sjá hvort þetta myndi breytast meira eða fara í brjóstnám. Ég ákvað að fara í brjóstnám í lok ársins. Ég þurfti ekki að fara í lyfjameðferð eða geisla en var í fimm ár í fyrirbyggjandi lyfjameðferð. Ég fór í uppbyggingu í sömu aðgerð en þetta var mjög stór aðgerð því það var tekinn vöðvi úr bakinu á mér og það er heilmikið inngrip í líkamann. En ég kaus það frekar en að fá púða í ljósi alls sportsins sem ég stunda. Ég þorði ekki að taka

áhættuna með púða þar sem maður dettur t.d. oft á snjóbretti og þá fannst mér óþægileg tilhugsun að vera með aðskotahlut inn í mér,“ segir Heiða. Anna Sigga greinist á svipuðum tíma með brjóstakrabbamein og hafði Heiða séð hana á spítalanum og fannst hún vera algjör töfffari. Þær rákust þá stundum á hvor aðra og voru saman í „Kastað til baka“ hópi sem er stangveiðihópur á vegum Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Þær komust að því að þær áttu margt sameiginlegt og fóru að takast á við ýmis ævintýri saman eins og að þvera Vatnajökul í krafti kvenna. „Við vorum alveg frábærir tjaldfélagar, unnum mjög vel saman og vorum alveg á sömu línu en það átti reyndar líka við um allan hópinn, eins ólíkar og við erum allar.“ Lemstraðar og lystarlausar Í svona leiðangri skiptir mjög miklu máli að hugsa vel um sjálfan sig. „Maður þurfti að passa rosalega vel upp á sig og hugsa um líkamann, húðina, fæturna, næringuna o.s.frv. Sumar lentu í að brenna á vörunum eða vera með vökvaskort og þá þrútnar maður allur og það er sko ekkert djók að lenda í því. Ég var með aðeins bólgna neðri vör en þegar ég skoða myndir núna frá leiðangrinum þá sé ég hvað við vorum allar orðnar afmyndaðar af sólbruna. Við vorum ekki einu sinni að fatta það almennilega á þeim tíma,“ segir Heiða skellihlæjandi. Hún segist líka hafa misst alveg matarlistina á tímabili og hún og Anna Sigga þurftu að hvetja hverja aðra til að borða meira. „Ég var komin með algjört ógeð af þurrmatnum þó hann sé ekkert svo slæmur. Mig langaði helst bara í eitthvað nammi síðustu dagana. Ég var alveg með hnetumix og Snickers en hefði viljað vera með meira djúsí nammi með mér. Ég tók t.d. bara einn hlauppoka með mér en næst ef ég fer í svona tek ég klárlega með mér a.m.k. tvo poka af hlaupi.“ Snjódrífurnar voru svo heppnar að síðasta kvöldið sem þær gistu upp á jöklinum þ.e. í Grímsvötnum þá var Sirrý, svo úrræðagóð að hún lét allar Snjódrífurnar setja á borðið síðustu ostana, kjötbitana og lúxusveigarnar sem þær áttu og bjó til dýrindis hlaðborð fyrir þær. „Sirrý henti fram þvílíkum platta með alls konar ljúffengum veigum. Þetta var algjör snilld því engan langaði lengur í þurrmatinn. Við hittum líka gönguhóp þegar við vorum að koma niður af jöklinum og þau gáfu okkur epli sem við

Kraftur


Varla komin niður á jörðina Þegar Snjódrífurnar komu til byggða gistu þær á hóteli á Egilsstöðum og segir Heiða alla þar hafa verið yndislega. Þeim var boðið í mat og flestar fengu sér ljúffenga hreindýraborgara og austfirskan bjór. „Daginn sem við komum til Reykjavíkur var svo haldið partý fyrir okkur sem var langt frameftir nóttu. Ég vaknaði svo næsta dag og ætlaði bara að hjóla frá Kópavogi út á Seltjarnarnes til að ná í bílinn minn. En guði sé lof þá var eitthvað að gírunum á hjólinu svo ég hætti við. Ég var ekki að fatta hversu líkamlega og andlega þreytt ég var en það helltist svo yfir mig. Ég var alveg búin á því og orkulítil í alveg nokkra daga eftir á.“ Heiða segir að hún hafi hreinlega verið svo hátt uppi eftir ferðina að hún hafi þarna varla verið komin niður á jörðina. En hún sé einstaklega ánægð hversu mikið hún kom sjálfri sér skemmtilega á óvart í þessum langa og stranga leiðangri. Leiðangurinn kenndi henni hvað það skiptir miklu máli að vera með hausinn skrúfaðan rétt á. Hún segist vera alveg til í að gera svona aftur og hefði í raun verið tilbúin að gera það strax samdægurs. „Ég var eiginlega bara til í að snúa við strax eftir jökulinn og fara aftur til baka en ég var kannski í svolítið mikilli sigurvímu þá. Ég er líka svo ánægð að við náðum að safna um sex milljónum fyrir Kraft og Líf á sama tíma og við fögnuðum lífinu með Sirrý. Þessi ferð kenndi mér virkilega að lífið er núna og maður á að njóta þess að vera til og taka þeim áskorunum sem lífið býður upp á,“ segir Heiða að lokum. Auk Heiðu voru í leiðangrinum, Sirrý Ágústdóttir, Vil­borg­Arna Gissurardóttir, Bryn­hild­ur Ólafsdóttir, Anna Sig­ríður Arn­ar­dótt­ir, Birna Braga­dótt­ir, Hólm­fríður Vala Svavars­dótt­ir, Hulda Hjálm­ars­dótt­ir, Kar­en Kjart­ans­dótt­ir, Soffía S. Sig­ur­geirs­dótt­ir og Þórey Vil­hjálms­dótt­ir.

Bls. 13

deildum á milli okkar. Ég var farin að dreyma um ferska ávexti, bláber og fleira en aðeins líka farin að dreyma um bjór og kók sem ég drekk eiginlega aldrei og enginn úr þessum hópi,“ bætir Heiða við. Þegar niður af jöklinum kom beið Snjódrífanna tveir jeppar til að sækja þær og í þeim var einmitt kók, bláber og Nóa konfekt sem þær hámuðu í sig á leiðinni til Egilsstaða.

Gengið í krafti kvenna upp á Hvannadalshnúk árið 2021 Sirrý býður 100 konum að ganga með sér upp á Hvannadalshnúk, hæsta tind Íslands, í maí 2021. Sirrý vill á þennan máta halda áfram að fagna lífinu undir formerkjunum #Lífskraftur. Þátttökugjaldið í ferðinni rennur til Líf styrktarfélags og Krafts en að auki munu göngukonur einnig geta safnað áheitum fyrir félögin. Uppselt er í gönguna en hægt er að skrá sig á biðlista á

www.lifskraftur.is


Bls.14

Umfjöllun

Markmiðið var fyrst að fá kannski um 70 sokkapör en við erum komin með um 500 pör sem er dásamlegt Í miðju samkomubanni lagði Kraftur og Krabbameinsfélag Borgarfjarðar af stað í verkefnið „Lykkja fyrir lykkju“ þar sem fólk var hvatt til að prjóna sokka fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein. Viðbrögðin létu svo sannarlega ekki á sér standa en um 400 manns tóku þátt í verkefninu. „Við hér í Borg­ar­f­irði lögðum af stað með þetta verkefni í tilefni 50 ára afmælis okkar. Við héldum utan um verkefnið í sam­starfi við Ístex og Fram­ köll­un­arþjón­ust­una í Borg­ar­nesi. Markmiðið var fyrst að fá kannski um 70 sokkapör en við erum komin með um 500 pör sem er dásamlegt. Það er alveg hreint ómetanlegt hversu margir voru tilbúnir að leggja hönd á prjón og hjálpa okkur þannig að hlýja ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein um tær og hjarta,“ segir Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Borgarfjarðar og forsprakki verkefnisins. „Við áttum von á góðum viðbrögðum en þetta fór algjörlega fram úr væntingum okkar en um 400 manns prjónuðu fyrir okkur. Margir keyptu meira að segja auka garn til að prjóna fleiri sokka. Sokkarnir eru líkir þessum klassísku svokölluðum sjónvarpssokkum sem eru hælalausir og því einfaldir að prjóna fyrir allflesta,“ segir Anna Dröfn enn frekar. Sokk­arn­ir eru prjónaðir úr bandi sem heit­ir Spuni frá Ístex sem er mjúkt ull­ar­band sem sting­ur ekki og eru þeir að sjálf­sögðu í Krafts­lit­un­um, app­el­sínu­gul­um og svört­um. Sokkapar fylgir nú öllum gjafapokum sem Kraftur gef­ur þeim sem grein­ast með krabba­mein á aldr­in­um 18-40 ára.

Kraftur

Anna Dröfn Sigurjónsdóttir forsprakki Lykkja fyrir Lykkju verkefnisins


Hlaðvarp Krafts - Fokk ég er með krabbamein

Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir er nýr þáttastjórnandi hlaðvarps Krafts - Fokk ég er með krabbamein. Fókusinn í hlaðvarpinu er að tala tæpitungulaust um krabbamein og allt sem því viðkemur og vekja athygli á málefninu í leiðinni. Fyrsta þáttaröðin sem snillingurinn Herbert Mckenzie stýrði var fyrst og fremst gerð upp úr handbók Krafts; LífsKraftur – Fokk ég er með krabbamein, og samanstóð sú þáttaröð af 13 ólíkum þáttum þar sem viðmælendur sögðu sínar sögur. Viðfangsefni fyrir hlaðvarpið eru óþrjótandi en í þessari nýju seríu er haldið áfram þar sem frá var horfið og hafa hinar ýmsu reynslusögur verið sagðar. Við svörum spurningum sem oft brenna á þeim sem lenda í þessum sporum, hvort sem þeir hafa sjálfir greinst með krabbamein eða eru aðstandendur. „Ég hef fylgst með starfi Krafts um árabil og finnst dásamlegt að geta lagt fram krafta mína til félagsins. Systir mín greindist með brjóstakrabbamein fyrir mörgum árum og ég missti dýrmæta vinkonu mína úr krabbameini fyrir um þremur árum síðan. Ég veit hvað það skiptir miklu máli að geta rætt um hlutina og það koma margar spurningar upp í kollinn á fólki þegar krabbamein er annars vegar. Því er einstakt að Kraftur haldi úti hlaðvarpi sem þessu,“ segir Sigríður Þóra. „Við viljum endilega ná til sem flestra því lífið er margslungið og allskonar. Við höfum öll líka gott af því að heyra hvað annað fólk er að ganga í gegnum. Þannig lærum við og þroskumst og getum verið betur til staðar, verið stuðningur og hvatning fyrir hvert annað. Það er sárt að segja það en eins og staðan er núna þá kemur krabbamein við okkur flest á einn eða annan hátt og því er öll fræðsla sem því viðkemur af hinu góða“, segir Sigríður Þóra enn fremur. Hægt er að nálgast Fokk ég er með krabbamein hlaðvarpið inn á Spotify, iTunes, inn á Vísi og vefsíðu Krafts.

Kraftur

Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir, þáttastjórnandi hlaðvarps Krafts - Fokk ég er með krabbamein

Bls. 15

„Ég veit hvað það skiptir miklu máli að geta rætt um hlutina og það koma margar spurningar upp í kollinn á fólki þegar krabbamein er annars vegar“



Viðtal – Laila Sæunn Pétursdóttir

Við fengum að skyggnast aðeins inn í líf Kára Kristjáns, heyra um hans reynslu, áhrif veikindanna á líf hans og hvernig hann hefur tekist á við þau.

Þetta er bara lífsins leikur og ég þarf að vinna hann Kári Kristján er borinn og barnfæddur Eyjamaður og er yngstur fimm systkina. Hann er fluttur aftur heim til Vestmannaeyja eftir að hafa spilað handbolta í Sviss, Þýskalandi og Danmörku. „Ég er bara algjör peyi. Ég var alltaf með sigg á höndunum, úti að spranga og það var alltaf fjör. Ég byrjaði 11 eða 12 ára í handboltanum, hef alltaf verið íþróttasjúkur og fann mig í handboltanum. Ég byrjaði 14 ára að vinna í saltfiski, prófaði að fara á sjó sumarið eftir að ég kláraði 10. bekk og árið eftir það, vann í sundlauginni og tjargadi líka Stafkirkjuna hérna í Eyjum. Þessar hendur hafa sko unnið,“ segir Kári Kristján og lítur stoltur í lófana sína. Þegar Kári Kristján var 19 ára flutti hann upp á land og fór að spila með Haukum og hélt svo af landi brott. Það var svo þegar hann var að spila í Þýskalandi að hann byrjaði að finna fyrir einhverju einkennilegu í bakinu á sér.

Kraftur

Bls. 17

Kári Kristján Kristjánsson er sannkallaður Eyjapeyi, landsliðsmaður í handbolta, og tröll af manni enda kallar hann sjálfan sig lukkutröllið. Hann er giftur, tveggja barna faðir. Þegar hann var 28 ára greindist hann með góðkynja æxli í bakinu þegar konan hans var alveg við það að eiga þeirra annað barn. Þá var hann búsettur í Þýskalandi og var að spila með Wetzlar. Nokkrum árum síðar greindist hann aftur en þá var hann genginn til liðs við danska liðið Bjerringbro-Silkborg.


Bls.18

Kári Kristján Kristjánsson

Konan á leið í keisara og ég í aðgerð út af æxli „Ég byrjaði að finna fyrir einhverjum nabba sem var eins og lítil glerkúla í bakinu. Ég var í sjúkraþjálfun og það var vont þegar verið var að ýta á þetta en liðslæknirinn í Þýskalandi á þessum tíma var bara slakur og sagði að þetta væri ekki neitt. Hann var ekki beint að ýta á mig að láta tékka á þessu því þá hefði ég kannski verið frá í mánuð eða eitthvað álíka en þá hefði þetta væntanlega verið búið. Svo endaði þetta bara á einhvern fáránlegan hátt að þetta var orðið á stærð við appelsínu inn í bakinu á mér svo að ég var sendur á virt sjúkrahús í Þýskalandi í öðru bæjarfélagi. Þegar ég kem inn og læt athuga þetta sem er á mánudegi þá sagði læknirinn bara að það yrði sett eitthvað neyðarferli í gang og bara einn, tveir og þrír aðgerð á föstudaginn. Og konan bara komin á steypinn, við áttum að fara í keisara stuttu síðar og þetta var allt í bara svona hundakúk,“ segir Kári Kristján. Í aðgerðinni voru bútar af rifbeininu teknir og hluti af bakvöðvunum. Kára Kristjáni var sagt að það væri búið að fjarlægja æxlið og við tók ákveðið bataferli. Hann hætti samt ekki að spila handbolta heldur flutti til Danmerkur þar sem hann svo greinist aftur. Maður var náttúrulega bara skíthræddur ég var viss um að ég myndi deyja

Handboltinn er mín meðferð, ef ég hefði hann ekki væri ég löngu farinn Við tók 30 skipta geislameðferð árið 2016. Það hefur tekist að minnka æxlið en það er þó enn til staðar og verður enn um sinn. „Mér líður örlítið betur eftir geislameðferðina en aðgerðina en nú er framhaldið bara keyrt á verkjalyfjum og svefnlyfjum. Ég er náttúrulega enn að spila handbolta og gerði það á meðan ég var í geislameðferðinni. Það verður mögulega tekin síðar ákvörðun um að fara á líftæknilyf en það verður eftir að ég hætti að spila því ég held það sé enginn að fara standa það af sér að vera í lyfjameðferð og vera keppa í íþróttum á sama tíma. Ég spilaði allan tímann sem ég var í geislameðferðinni. Ég held bara ef ég væri ekki með þennan handbolta þá væri ég bara löngu farinn – löngu orðinn geðveikur á þessu. Það losar um stressið í hausnum að fara á æfingu og þurfa þá ekkert að vera tala um þetta eða pæla í þessu á meðan,“ segir Kári Kristján. Hann léttist hins vegar mjög á meðan hann var í geislameðferð og fann einna helst fyrir því þegar hann var að keppa því hann var vanur að vera þungur línumaður en léttist um meira en 20 kíló sem hafði töluvert að segja. Maður má ekki missa baráttuandann

„Það var skelfilegt að frétta að þetta væri komið aftur. Frábært eða þannig. Ég var búinn að fara í einhverja 8-10 tíma aðgerð þar sem voru teknir bútar úr manni og var það ekki nóg? Fyrir utan tilfinningarússíbanann sem maður var í á þessum tíma. Ég hélt bara að ég væri að deyja - alltaf. Ég hélt í alvöru að ég væri að deyja í svona fimm ár. Maður er alltaf að hugsa um hvað getur gerst og hugsar stöðugt hvort þetta verði alltaf svona. Svo fékk ég oft þungan hjartslátt og var bara viss um að nú væri dagurinn kominn, nú væri þetta búið, nú væri dánardagurinn runninn upp.“ Þegar Kári Kristján greindist í annað sinn flutti hann heim til Ísland og komst að því að æxlið hefði sennilega aldrei átt að vera meðhöndlað með aðgerð og að það hefði sennilega ekki náðst allt og því væri það komið aftur. Æxlið hjá Kára Kristjáni er á milli rifbeinanna og er eins og tímaglas á milli þeirra svo að það er beggja megin vöðva og rifbeina. Jafnstórt báðum megin.

Kári Kristján segir afar misjafnt hvernig fólk tekur á því að greinast með krabbamein og honum finnst ekkert eitt rétt í þeim málum. Hann sé talsmaður þess að ræða hlutina en hann vilji gera það á sínum eigin forsendum. Hann finnur stöðugt fyrir æxlinu en reynir að láta það ekki hafa of mikil áhrif á sig. „Þetta er náttúrulega bara óþægilegt að díla við en ef þú ert með svona þá geturðu huggað þig við það að þú ert sennilega ekki að fara deyja þó þetta sé hundleiðinlegt. Þetta er eins og að vera með stöðugt hælsæri og þú getur ekki sett plástur á það og þú finnur stöðugt fyrir því, þetta er vissulega hörku skerðing á lífsgæðum en maður má ekki bara hætta og missa baráttuandann. Hugarfarið skiptir svo miklu máli. En ég hef litið á þetta sem lífsins leik sem ég ætla að vinna.“

Kraftur


Bls. 19

Kári Kristján á stundum erfitt með að liggja, sitja og hvað þá ferðast því hann finnur fyrir hnúðnum í bakinu þegar hann kemur í snertingu við annan flöt eins og stólbak eða rúm. Enginn rauður þráður hvernig maður dílar við þetta Kári Kristján segir reynsluna vissulega hafa markað sig, bæði líkamlega og andlega. „Ég hef farið þetta svolítið á hnefanum en þannig er ég bara gerður. Ég hef fengið mikinn stuðning hjá fjölskyldunni en þetta er ekki síður erfitt fyrir þau. Ég missti mág minn úr krabbameini einungis ári áður en ég greinist og þegar ég svo greinist, ekki bara eitt skipti heldur tvö skipti, þá setur það náttúrulega fjölskylduna smá á hliðina. En að greinast í annað sinn var meira sjokk bæði fyrir mig og fjölskylduna mína. Ég var bara common – gemm mér séns – hættu þessu. En baklandið og fjölskyldan hjálpaði mér vissulega í gegnum þetta. Við strákarnir verðum líka að viðurkenna að við séum hræddir þó við nennum kannski ekki að tala um þetta stöðugt. Konan mín hefur vissulega þurft að þola alls konar geðsveiflur í mér á þessum tíma þar sem ég hef jafnvel komið fram eins og einhver drullusokkur bara af því ég hef verið skíthræddur. Við karlmenn erum oft lokaðir heima hjá okkur og opnum okkur kannski annars staðar en ég held að við þurfum allir að æfa okkur í að vera betri heima fyrir og ræða vandamálin þar og klára hlutina,“ segir Kári Kristján en hann verður einmitt á karlakvöldi Krafts sem til stendur að halda nú í vetur um leið og aðstæður leyfa. Æxlið sem Kári Kristján er með er góðkynja æxli eða Aggressive desmoid fibromatosis. Nokkrum vikum eftir viðtalið kom bakslag hjá Kára Kristjáni og er hann að fara í myndatökur í október og verður framhaldið skoðað út frá því.

Örið eftir aðgerðina en æxlið er enn til staðar

Kraftur


Bls.20

Grein- Ragnheiður Guðmundsdóttir og Laila S. Pétursdóttir

Krabbamein og kórónaveiran

Kraftur


Grein

Vinnustöðum var lokað, fólk átti að hitta fáa og halda tveggja metra fjarlægð á milli sín, fjölmargir fóru að vinna heima, aðrir misstu vinnuna, sumir lentu í einangrun, útlandaferðir voru slegnar af, fjarnám hófst í skólum, fólk gat ekki farið í ræktina, búðir, í bíó o.s.frv. Fólk var í óvissu um hvernig hlutirnir yrðu en vissu það að þetta væri þó sett á bara næstu fjórar vikurnar til að byrja með. Þetta eru vissulega sögulegir og fordæmalausir tímar en í raun er þetta mjög svipað og hjá fólki sem greinist með krabbamein. Mörgum þykir ef til vill undarlegt að bera saman það að greinast með krabbamein við kórónaveiruna og covid-faraldurinn en tilgangurinn með þessari grein er einungis að sýna fram á þann blákalda raunveruleika sem fólk sem greinist með krabbamein stendur frammi fyrir. Í þokkabót þá eru þau sem eru í krabbameinsmeðferð eða hafa verið einnig oft með bælt ónæmiskerfi og þurfa því enn frekar að vara sig á tímum sem þessum.

Kraftur

Bls. 21

Á miðnætti 15. mars 2020 stóð öll þjóðin frammi fyrir því að lífið myndi breytast.


Bls.22

Krabbamein og kórónaveiran

Hér eru nokkur dæmi:

Einangrun Meðan fólk er í krabbameinsmeðferð þarf það oft á tíðum að vera í einangrun þar sem ónæmiskerfið þeirra er bælt. Einangrunin getur varað í lengri eða skemmri tíma en einangrun vegna Covid-19 má aflétta ef að 14 dagar eru liðnir frá greiningu og einstaklingur hefur verið einkennalaus í a.m.k. sjö daga. Fjárhagslegt óöryggi Það að greinast með krabbamein hefur mikil áhrif á daglegt líf og þurfa fjölmargir að fara í veikindafrí og jafnvel hætta að vinna. Þessu fylgir mikið fjárhagslegt óöryggi og jafnvel langvarandi fjárhagsleg skerðing. Eftir 15. mars hafa fjölmargir misst vinnuna vegna Covid-19 og standa því frammi fyrir fjárhagslegu óöryggi þar sem tekjuskerðing verður hjá fólki við að fara á atvinnuleysisbætur. Fólk getur þó litið björtum augum til framtíðarinnar og beðið þess tækifæris að komast aftur á vinnumarkaðinn. Sumir þeirra einstaklinga sem ganga í gegnum erfiðar krabbameinsmeðferðir, gætu hinsvegar þurft að horfast í augu við það að þeir muni aldrei geta snúið aftur á vinnumarkað á sama hátt og áður. Þeir gætu þurft að minnka við sig starfshlutfall eða jafnvel finna annan starfsvettvang sem hentar betur þeirri starfsgetu sem einstaklingurinn býr við núna. Kvíði og hræðsla Krabbameinsmeðferð fylgir oft á tíðum kvíði. Fólk er hrætt um líf sitt, veit ekki hvernig framtíðin verður og er oft mjög óöruggt. Það veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér og á erfitt með að stjórna óvissutilfinningunni. Það sama á við um marga í þjóðfélaginu núna. Fólk er hrætt og veit ekki hvað tekur við, eða hversu lengi þetta óvissuástand mun standa yfir. Margir krabbameinsgreindir búa við þessa óvissu mjög lengi. Jafnvel eftir að þeir eru tæknilega séð lausir við krabbameinið halda þeir áfram að óttast að krabbameinið geri vart við sig aftur og fá kvíða yfir öllum einkennum sem þeir óttast að séu óeðlileg.

Kraftur


Grein

Breytt framtíðarplön Þegar fólk greinist með krabbamein þá breytast framtíðarplön oft á tíðum. Fólk stendur frammi fyrir alls konar óvissu um hvort það geti hreinlega planað það að fara til útlanda, og má oft á tíðum ekki ferðast vegna meðferðar. Ungt fólk horfir jafnvel fram á það að geta ekki eignast börn vegna ófrjósemi af völdum krabbameinsmeðferða eða eiga erfitt með að fjármagna húsnæðiskaup vegna örorku. Allt er sett í bið en fjölmargir hafa einmitt staðið frammi fyrir þessu núna þar sem plön um utanlandsferðir fuku út um gluggann.

Lífið er núna Í dag er það svo að krabbamein er ekki dauðadómur, langflestir sem greinast með krabbamein læknast af því þó að lífsgæði þeirra geti vissulega minnkað. En nær allir sem greinast með krabbamein segja það hafa vissulega kennt þeim ýmislegt. Fólk lærir að meta allt aðra hluti en það gerði. Veraldlegir hlutir eins og að eiga flottasta húsið og bílinn skipta engu máli heldur er það samveran og návistin með fólki sem það elskar, fjölskyldu og vinum. Í samkomubanninu mátti svo sannarlega sjá að svo var líka með þjóðarsálina. Fólk fór saman út að labba í stað þess að vera eitt að lyfta með heyrnartól í líkamsræktarsal. Fjölskyldan varði meiri tíma saman, lærði saman, bakaði, prjónaði og stússaðist á heimilum sínum. Oft heyrist það að þrátt fyrir að þetta væru erfiðir tímar þá væri nú gott að það væri rólegra yfirbragð og fólk náði frekar að vera í núinu og njóta líðandi stundar. Þetta er einmitt það sem einkennisorð Krafts, Lífið er núna, endurspegla en þau minna okkur á að gleðjast yfir því að fá að lifa í andartakinu „núna“. Staldra við og njóta þess að vera með þeim sem okkur þykir vænt um og muna að hlúa að sjálfum okkur og öðrum sem okkur þykir vænt um. Ef það er eitthvað sem krabbameinsgreining eða kóróna-veiran hefur kennt okkur þá er það einmitt þetta. Svo hvernig sem hlutir þróast þá skulum við öll huga að þessum orðum og njóta þess að lífið er núna.

Kraftur

Bls. 23

Félagsleg einangrun Margir sem greinast með krabbamein verða félagslega einangraðir, ekki bara vegna þess að þeir geta ekki hitt fólk vegna einangrunar vegna krabbameinsmeðferðar heldur minnkar oft félagsnet fólks eftir krabbameinsgreiningu. Margir ungir krabbameinsgreindir finna t.d. ekki lengur samleið með jafnöldrum sínum því þeir eru að gera aðra hluti og ná ekki að tengjast þeim lengur á sama máta. Það sama á við um fólk sem er t.d. í áhættuhópi vegna kórónaveirunnar. Það lokar sig meira af, hittir fáa og getur orðið félagslega einangrað.


Stuðningsfulltrúar Krafts

Bls.24

Stuðningsfulltrúar um land allt Ísafjörður „Það skiptir öllu máli að það sé einhver sem þú getur talað við sem er jafningi þinn. Einhver sem hefur svipaða persónulega reynslu og þú.“ Thelma – aðstandandi

Reykjavík „Mér finnst svo mikilvægt að geta talað við einhvern sem hefur verið þarna. Sem getur bara sagt - Já, ég veit.“ Guðrún Sesselja - aðstandandi

Hveragerði „Það skiptir svo miklu máli að heyra í og hitta fólk sem er á sama róli.“ Högni - hefur greinst með krabbamein

Kraftur


Umfjöllun

Bls. 25

Akureyri „Jafningjastuðningurinn opnaði augun mín gagnvart öllum þeim möguleikum sem ég hafði. Að greinast með krabbamein var erfitt en með hjálp tókst mér að ráða betur við aðstæður.“ Sara - greindist með krabbamein

Reyðarfjörður „Það skiptir gríðarlegu máli að tala við einhvern sem hefur upplifað þetta. Ég vissi ekkert hvað ég var að fara að takast á við og að tala við einhvern sem hafði gengið í gegnum sömu hluti bjargaði mér alveg. Það er svo margt í þessu ferli sem maður hefur ekki hugmynd um sem einungis þeir með reynsluna geta hjálpað manni með.“ Pálína – greindist með krabbamein

Kraftur er með stuðningsaðila um allt land og þeim fjölgar stöðugt. Í Stuðningsnetinu eru yfir 100 reynsluboltar sem skilja þig. Fólk á öllum aldri sem hefur sjálft greinst með krabbamein eða eru aðstandendur. Þau eru tilbúin að veita þér jafningjastuðning. Þau hlusta, deila og eru til staðar fyrir þig. Þau skilja þig. Þú getur óskað eftir að tala við jafningja sem skilur þig. Hringdu í síma 866-9618 eða kynntu þér málið nánar með því að taka mynd af QR kóðanum með snjallsíma.

Kraftur


Krabbamein snertir alla ástvini þess sem greinist. Lífið hreinlega umturnast hjá öllum og það getur verið mikið áfall. Þeir sem greinast með krabbamein segja gjarnan: „Þetta var miklu erfiðara fyrir makann minn, fjölskyldu og vini heldur en mig.“ Það skiptir svo miklu máli að þú sem aðstandandi hugir vel að þér líka því veikindin munu vissulega hafa verulegar afleiðingar og áhrif í för með sér í þínu lífi.

Kæri aðstandandi

Bls.26

Til aðstandenda

Þegar einhver í kringum þig er með krabbamein er það mikið áfall og getur kallað á ýmsar spurningar Á fræðsluvef Krafts www.kraftur.org/lifskraftur finnur þú svör við ýmsum spurningum sem að geta komið upp í hugann þegar krabbamein er annars vegar. Fræðsluvefurinn okkar er byggður á bókinni LífsKraftur – Fokk ég er með krabbamein og er bæði fyrir þá sem greinast og aðstandendur. Ef þú finnur ekki svör á fræðsluvefnum geturðu líka sent inn spurningar og við svörum fyrirspurnum eins skjótt og auðið er. Kraftur er með stuðningshópinn AðstandendaKraftur sem er fyrir aðstandendur sem eiga ástvin sem greinst hefur með krabbamein. Það getur reynst fólki einstaklega gott að hitta aðra sem eru í sambærilegum sporum sem deila svipaðri reynslu. Það að þú hittir aðra aðstandendur getur hjálpað þér að takast á við breytingarnar í lífi þínu og það getur líka hjálpað þeim greinda.

Þú mátt alls ekki gleyma þér sjálfum/sjálfri. Álagið hjá þér mun vafalaust aukast og það er mikil hætta á að þú gleymir að sinna sjálfum/sjálfri þér. En það er mikilvægt að þú finnir tíma fyrir þig hvort sem það er að hitta vini, fara í sund, ræktina, göngutúr eða hvað sem er. Mundu að gera eitthvað sem lætur þér líða vel. Leitaðu endilega í þjónustuna sem Kraftur býður upp á því það getur svo sannarlega hjálpað. Við erum með stuðningsnet þar sem eru fjöldi aðstandenda sem hafa verið í svipuðum sporum og þú. Við getum parað þig við einstakling sem er á svipuðu róli og þú getur talað hispurslaust við þann aðila um líðan þína og fengið ráð.

Kraftur


Umfjöllun

Bls. 27

Það getur hjálpað ef einhver fer með í sem flestar læknisheimsóknir því sjúklingur hefur ekki alltaf orku og einbeitingu til að meðtaka og muna allt sem sagt er. Í krabbameinsmeðferð er sjúklingurinn undir miklu álagi og þreytist mjög auðveldlega og taka skal tillit til þessa í heimsóknum aðstandenda og vina. Forðastu að halda uppi stanslausum samræðum sem mögulega geta þreytt sjúklinginn eða vera of mörg í heimsókn í einu eða of lengi. Ef sjúklingi líður vel og er í góðu skapi þá skal viðhalda því og tala um eitthvað jákvætt og skemmtilegt en ekki endilega sjúkdóminn sjálfan. Reyndu að forðast að tala of mikið um aðra sem hafa greinst með krabbamein nema sjúklingurinn tali um það af fyrra bragði. Öll krabbameinstilfelli eru ólík hvað varðar meðferð og horfur og slíkur samanburður hjálpar ekki.

Kynntu þér málið nánar með því að taka mynd af QR kóðanum með snjallsíma

Kraftur

Góð ráð til vina og aðstandenda


Bls.28

Viðtal- Ragnheiður Guðmundsdóttir

Achraf Hasser frá Marokkó lofar íslenska heilbrigðiskerfið í samanburði við heimaland hans Marokkó

Þeir tóku úr mér mergsýni án þess að deyfa mig Íslenska heilbrigðiskerfið er ekki fullkomið og margt sem þar má bæta. Við eigum það þó til að gleyma því í stóra samhenginu hversu gott við höfum það og hvað við erum heppin. Hvað það eru mikil forréttindi að fæðast á Íslandi. Achraf Hassar, 27 ára karlmaður frá Marokkó, minnir okkur á það í þessu viðtali. Achraf kom til Íslands í apríl 2015 til að læra landafræði við Háskóla Íslands. Hann hefur verið veikur allt sitt líf en áður en hann kom til Íslands hafði hann aldrei fyrr fengið greiningu á sínum veikindum. Achraf er með myelodysplastic syndrom (MDS) eða mergmisþroskun á íslensku. Achraf segir að læknirinn hans hafi sagt honum að eftir 2-3 ár gæti þessi mergmisþroskun þróast út í krabbamein. Læknirinn vill meina að Achraf hafi fæðst með þennan sjúkdóm. Honum var sagt að hann hafi mjög líklega fengið þetta frá foreldrum sínum en hvorugt þeirra hefur þó verið veikt né heldur systkini hans. Einkennin lýsa sér þannig að hann er alltaf lasinn, þreyttur og dapur. „Árið 2016 var ég í dái í tvær vikur. Það var þá sem þeir komust að því hvað væri að hrjá mig. Ég fékk hita, um 42 gráður, og sýkingu í lungu. Ég var mjög þreyttur og veikur og eftir það man ég ekki neitt. Þegar ég vaknaði aftur sögðu vinir mínir mér að ég hefði verið í dái í tvær vikur. Eftir það var ég í mánuð á spítala.“ Þegar Achraf er spurður út í heilbrigðiskerfið í Marokkó segir hann það mjög slæmt. „Til dæmis voru það læknar hér á Íslandi sem fundu út hvað væri að mér. En í Marokkó eyddi móðir mín helling af peningum, ég veit ekki hversu

Kraftur


Bls. 29

Kraftur


Bls.30

Achraf Hasser

mikið en læknarnir þar þóttust ekkert finna að mér og lugu hvað eftir annað. Þeir sögðu móður minni að gefa mér bara að borða og þá yrði ég góður. Að kannski væri þetta eitthvað vandamál með magann í mér. Enginn sagði sannleikann. Móðir mín var alltaf að fara með mig á spítala, alveg á annað hundrað skipti.“ Hann rifjar upp með hryllingi atvik sem situr ennþá mjög sterkt í honum. „Þeir tóku eitt sinn mergsýni úr mér án þess að gefa mér deyfingu. Ég var átta ára og mun aldrei gleyma þessu. Sársaukinn var óbærilegur. Ég finn ennþá sársaukann bara við það eitt að hugsa um þetta. Þau voru sex sem héldu mér niðri á meðan aðgerðin fór fram. Eftir á hringdu þau í móður mína og sögðu að þau þyrftu að gera þetta aftur því þau hefðu aðeins náð blóði en engum merg. Ég sagði móður minni að ég vildi heldur deyja en að fara aftur í þessa aðgerð.“ Achraf er mun ánægðari með heilbrigðisþjónustuna hér á Íslandi. „Hér hugsa þau vel um mig. Hér fer ég reglulega í læknisskoðun og þau nota deyfingu í aðgerðum. Í Marokkó gat maður þurft að bíða meira en sex mánuði og allt upp í ár, bara til þess eins að fá að hitta lækni. Hér hef ég ekki lent í neinum samskiptaörðugleikum, ég fæ alltaf túlk fyrir aðgerðir og það er gengið úr skugga um að ég skilji alveg hvað er í gangi.“ Dreymir um að búa úti á landi Achraf hætti í skólanum þegar hann veiktist og hefur ekki getað sótt skóla síðan. Hann er mjög einmana þar sem hann getur ekki umgengist mikið af fólki vegna þess að hann er með bælt ónæmiskerfi. Hann bíður eftir því að klára meðferð svo hann geti farið aftur að vinna og jafnvel klárað námið þegar hann er tilbúinn. Hann vill alls ekki flytja aftur heim til Marokkó því hann hræðist þá tilhugsun að veikjast aftur og þurfa að leita sér lækninga því hann veit að þar vinnur heilbrigðisstarfsfólk ekki vinnuna sína almennilega. „Ef þú veikist í Marokkó, þá deyrðu,“ segir hann alvarlegur í bragði.

Einhvers staðar nálægt náttúrunni, þar sem lífið er rólegt. En eins og staðan er núna þarf hann að vera í Reykjavík þar sem hann þarf að vera nálægt spítala. Achraf saknar þó fjölskyldu sinnar mikið enda hefur hann ekki séð flest þeirra síðan hann kom til Íslands og langar hann mikið að fara heim til Marokkó að hitta hana. Systir hans kom þó í heimsókn til hans í Svíþjóð þegar hann fór í beinmergsskipti. „Það er búið að vera mjög erfitt fyrir mig að ganga í gegnum þessi veikindi, einn og án fjölskyldu minnar. Eins og t.d. þegar ég var í dái hér á Íslandi þá vissi fjölskylda mín ekki neitt. Vinur minn sendi systur minni skilaboð og sagði henni frá því. Ég hafði áður verið sendur í rannsóknir til Frakklands árið 2013 og spurði vinur minn hana út í það. Systir mín hringdi í sjúkrahúsið í Frakklandi og bað þau um að senda henni þessar upplýsingar, sem og þau gerðu. Hún þýddi þær svo yfir á ensku og áframsendi þær svo til Íslands. Svo að þau hefðu sjúkrasöguna mína.“ Sjúkrahúsið í Marokkó sendi hann á spítala í Frakklandi á sínum tíma þar sem faðir hans var að vinna fyrir marokkóska herinn. Fjölskyldur hermanna fá sérstaka meðferð og eru sendar á spítala í Frakklandi, ef þess gerist þörf. En ekkert kom út úr því, því læknarnir í Frakklandi vissu heldur ekki hvað var að honum. Héldu menn að það væri eitthvað vandamál með blóð hans eða maga. Hann kann vel að meta félagsskapinn og stuðninginn sem hann fær frá Krafti. „Kraftur hefur reynst mér vel. Þar hitti ég fólk í svipaðri stöðu og með svipaða reynslu. Ég vildi óska þess að slík samtök væru til í Marokkó.“ Við skulum láta sögu Achraf minna okkur á að vera þakklát fyrir þau forréttindi sem við njótum hér á Íslandi, á sama tíma og við bætum það sem betur má fara.

Jafnframt segir hann að hann vilji ólmur læra íslensku og var byrjaður að stunda íslenskunám í Tækniskólanum áður en hann veiktist. Hann dreymir um að breyta um umhverfi og flytja út á land.

Kraftur

You can read the article about Achraf Hasser in English by taking a photo of the QR code with your smartphone


Umfjöllun

Armböndin okkar eru fáanleg í fjórum mismunandi litasamsetningum: Appelsínugulu, svörtu og metal, í fánalitunum og í sannkölluðum norðurljósalitum þ.e. sægrænn (túrkís), glærar, svartar og marglitaðar olíulitaðar perlur. Armböndin fást í þremur mismunandi stærðum, barnastærð, medium og large. Allur ágóði af armböndunum rennur til Krafts og eru þau og aðrar Lífið er núna vörur fáanlegar í vefverslun Krafts www.kraftur.org/vefverslun

Kynntu þér nánar úrvalið í vefverslun Krafts með því að taka mynd af QR kóðanum með snjallsíma

Kraftur

Bls. 31

Tryggasta tekjulind Krafts er salan á Lífið er núna armböndunum sem eru perluð af hjartahlýjum sjálfboðaliðum. Armböndin bera orðin sem eru okkur svo kær „Lífið er núna“ og minna okkur á að vera í núinu og njóta líðandi stundar


Þau bera boðskapinn

Bls.32

Þau bera boðskapinn Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands Af hverju ertu með „Lífið er núna“ armband? Mér finnst armbandið fallegt og með því að bera það tekst mér að vekja athygli á góðum málstað. Hvaða þýðingu hefur „Lífið er núna“ slagorðið fyrir þig? Það er gjarnan sagt að við eigum að lifa í núinu. Vissulega er rétt að við eigum að njóta dagsins, ekki festast í því sem er liðið eða kvíða því sem er framundan. Um leið eigum við þó að læra af liðinni tíð og búa okkur undir það sem getur beðið okkar. Þannig skil ég þetta fallega slagorð, „Lífið er núna“.

Jón Jónsson tónlistarmaður Af hverju ertu með „Lífið er núna“ armband? Því framtakið er frábært, málstaðurinn mikilvægur og armböndin falleg (ég á svarta, appelsínugula og Íslands). Hvaða þýðingu hefur „Lífið er núna“ slagorðið fyrir þig? Armbandið er góð áminning fyrir mig um að njóta stundarinnar, taka engu sem gefnu og gefa allt sem ég á í verkefnið hverju sinni. Eins er gott að bera það af virðingu við allar hetjurnar sem hafa barist við krabbamein.

Kraftur


Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður & verslunareigandi Af hverju ertu með „Lífið er núna“ armband? Í fyrsta lagi finnst mér mikilvægt að styðja við frábært starf Krafts svo finnst mér gott að hafa þessa setningu nálægt mér til að minna mig á að njóta dagsins og lífsins, sérstaklega í venjulegu daglegu amstri. Mér finnst þau líka flott og para þau oft saman með fleiri armböndum og ber þau með stolti. Það fylgir þeim líka sérstaklega falleg og góð orka. Hvaða þýðingu hefur „Lífið er núna“ slagorðið fyrir þig? Þetta eru orð að sönnu. Ég reyni að fara eftir þessari setningu alla daga, gera hversdagshluti skemmtilega og vera þakklát fyrir allt mitt. Lífið er stutt og við eigum að njóta þess á meðan við getum. Lífið er núna!

Rúrik Gíslason knattspyrnumaður Af hverju ertu með „Lífið er núna“ armband? Vinur minn glímdi við krabbamein í mörg ár og hann kynnti mig fyrir Krafti. Fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2018 í Rússlandi fór ég bara í búð og keypti mér „Lífið er núna“ armband og hef gengið með það síðan. Hvaða þýðingu hefur „Lífið er núna“ slagorðið fyrir þig? Fyrst og fremst finnst mér mikilvægt að sýna verðugu verkefni stuðning, þ.e.a.s að standa með samtökum sem að standa við bakið á aðstandendum fólks sem er með krabbamein og sjúklingunum sjálfum. Vinur minn tapaði baráttunni við krabbamein á síðasta ári eftir hetjulega baráttu í 7 ár. Þann 16. apríl síðastliðinn lést svo móðir mín eftir stutta en hetjulega baráttu við hvítblæði. Engan hafði grunað að mamma myndi veikjast og að lífið okkar saman yrði tekið frá okkur. Heimurinn minn og fjölskyldunnar breyttist á einum degi og sem betur fer vorum við dugleg að láta verða af því að gera hluti saman og búa til minningar einmitt vegna þess að við hugsuðum til þess að „Lífið væri núna“.

Kraftur


Bls.34

Grein - Ragnheiður Guðmundsdóttur og Laila S. Pétursdóttur

Mörg okkar sem höfum gengið í gegnum krabbameinsmeðferðir þurfum að læra að aðlaga okkur að breyttum aðstæðum sem geta verið heilmikil þrautaganga Hér áður fyrr mátti fólk þakka fyrir að hafa lifað krabbamein af en þá var lítið gert úr afleiðingum meðferðar og þeim síðbúnu aukaverkunum sem skertu lífsgæði þessara einstaklinga. Eftir því sem fleiri læknast af krabbameini og lifa með afleiðingar þess, því háværari verða þær raddir sem vilja að meiri áhersla sé lögð á endurhæfingu krabbameinsgreindra og þá erum við ekki aðeins að tala um líkamlega endurhæfingu heldur einnig andlega. Sem betur fer hafa stjórnvöld nú gert sér betur grein fyrir mikilvægi andlegrar heilsu og áhrifum hennar á líkamlega heilsu og settu loksins, á þessu ári, sálfræðimeðferðir undir Sjúkratryggingar Íslands. Mörg okkar sem höfum gengið í gegnum krabbameinsmeðferðir þurfum að læra að aðlaga okkur að breyttum aðstæðum sem geta verið heilmikil þrautaganga. Líkaminn er ekki sá sami og hann var og orkan og einbeiting ekki eins mikil. Þessar breytingar geta valdið miklum kvíða og depurð og ekki þá síður ótta um að veikjast aftur og þurfa að ganga aftur í gegnum það erfiða tímabil sem krabbameinsmeðferðir geta verið.

Þegar farið er í andlega vinnu vill margt annað dúkka upp. Gömul áföll og skert sjálfsmynd. Það er svo mikilvægt að til að byggja upp sjálfsmyndina eftir krabbamein að farið sé í saumana á öllu því sem veldur manni hugarangri og vekur upp vanlíðan því ástæðan getur verið svo djúpstæð. Maður þarf að læra að setja sjálfan sig og heilsu í forgang og finna það sem hentar manni best til að koma jafnvægi á andlega heilsu og auka þannig vellíðan. Það sem virkar fyrir krabbamein, þarf ekki endilega að virka lengur, og maður þarf aðeins að prufa sig áfram með það sem hentar manni núna. Margt stendur til boða þeim sem vilja styrkja sína andlegu heilsu. Viðtöl við sálfræðing eru mjög gagnleg til að komast að rót vandans og ákveða viðeigandi meðferðarúrræði en Kraftur í samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands, býður upp á endurgjaldslausa sálfræðiþjónustu. Aðrar gagnlegar meðferðir eru t.d. EMDR-meðferð við áfallastreitu, HAM-meðferð við þunglyndi og kvíða, dáleiðsla, heilun/orkustöðvajöfnun, jóga og hugleiðsla. Slíkar meðferðir samhliða reglulegri líkamlegri hreyfingu og smá dekri geta gert kraftaverk og stuðlað að andlegri vellíðan.

Kraftur


Bls. 35

Kraftur


Bls.36

Einkaþjálfun í andlegri heilsu Að setja sér markmið

Ekkert gjald er tekið fyrir tímana og er skráning óþörf. Leiðbeinendur eru Auður E. Jóhannsdóttir og Lóa Björk Ólafsdóttir. Hringdu í síma 800-4040 eða sendu póst á radgjof@krabb.is fyrir nánari upplýsingar.

Það hefur sannað sig að það tekur 40 daga að skapa nýjan vana. Settu þér markmið og prófaðu einhverja andlega þjálfun í 40 daga og sjáðu hvort hún henti þér. Athugaðu að ein þjálfun gæti hentað þér betur en önnur svo ekki gefast upp þó einhver henti þér ekki.

Að klífa brattann

Kraftur býður upp á ýmsa þjónustu og stuðning sem getur hjálpað þér að komast í andlegt form og jafnvel í leiðinni í líkamlegt form. Eins er Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins með ýmis námskeið sem og Ljósið. Hér má sjá nokkur þjónustuúrræði sem snúa að andlegri og líkamlegri heilsu og eru í boði hjá félögunum.

Kraftur er með gönguhópinn „Að klífa brattann.“ Þar er markmiðið að ganga sér til heilsueflingar í náttúru Íslands en gönguferðirnar eru á flestra færi. Þarna er bæði um líkamlega endurhæfingu að ræða sem og andlega þar sem fólk getur notið þess að vera í hópi jafningja í náttúrunni og um leið notið þess að vera í núinu. Markmiðið er að vera með göngu einu sinni í mánuði.

Markþjálfun Stundum vitum við ekki hvað við viljum fá út úr lífinu eða hvert við viljum stefna. Þetta á sérstaklega við eftir krabbameinsmeðferð þegar maður þarf að aðlagast breyttum aðstæðum og endurmeta forgangsröðun í lífinu. Við verðum einhvern veginn hreinlega týnd og þurfum jafnvel aðstoð við að finna okkur. Með markþjálfun gefst þér kostur á að auka yfirsýn og bæta árangur bæði í einkalífinu og í starfi. Markþjálfunin fer fram með maður á mann samtölum þar sem þú hittir markþjálfa og miða samtölin að því að laða fram það besta hjá þér. Með markþjálfuninni geturðu öðlast skýrari sýn á hvað þig raunverulega langar að gera í lífinu og einnig bætir hún sjálfstraustið til muna. Þú nærð að þekkja þig betur og þínar væntingar.

Ragnheiður Guðmundsdóttir sér um gönguhópinn en hún hefur sjálf greinst með krabbamein. Þú getur fundið allt um gönguhópinn á www.kraftur.org eða á Facebook-síðu hópsins.

Styrking andlegrar getu Hjá Ljósinu, endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra, getur þú fengið einstaklingsmiðaða endurhæfingaráætlun. Inn í endurhæfingaráætlun fléttast ýmis námskeið sem styrkja andlega getu. Má þar nefna: Fræðsla fyrir nýgreindar konur, fræðsla fyrir nýgreinda karlmenn, að greinast í annað sinn, fólk með langvinnt krabbamein, þrautsegja og innri styrkur og skammtímasköpun og námskeið fyrir aðstandendur.

Kristín Þórsdóttir er markþjálfi Krafts og er markþjálfun Krafts félagsmönnum að kostnaðarlausu. Sendu póst á markthjalfun@kraftur.org eða hringdu í síma 866-9600 fyrir nánari upplýsingar.

Allar nánari upplýsingar er að finna á www.ljosid.is.

Jóga nidra djúpslökun og hugleiðsla

Núvitund snýst um það að ná að vera með hugsunum sínum, leyfa þeim og koma og fara eins og þær vilja án þess að reyna grípa þær eða ýta þeim burtu. Rannsóknir sýna að núvitundariðkun getur hjálpað við ýmis heilsufarsvandamál eins og streitu, þunglyndi og kvíða. Reglulega eru haldin núvitundarnámskeið bæði hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins og í Ljósinu.

Með jóga nidra djúpslökun og hugleiðslu nærðu að slaka á, losa um spennu og streitu. Djúpslökunin getur bætt svefn og skapað jafnvægi í líkama og sál og hjálpað til við kvíða og eykur vellíðan. Eftir krabbameinsmeðferðir er taugakerfið oft í ójafnvægi og getur jóga nidra hjálpað til við að koma jafnvægi á það. Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 eru opnir tímar í djúpslökun alla þriðjudaga kl. 15.00 í 45 mínútur.

Núvitund

Nánari upplýsingar er að finna á www.krabb.is og www.ljosid.is

Kraftur


Umfjöllun

Bls. 37

Krabbamein fer ekki í frí Síðustu tvö sumur hefur Kraftur staðið fyrir vitundarvakningunni „Krabbamein fer ekki í frí“. Vitundarvakningin snýr að því að kynna fólki opnunartíma þjónustuaðila hjá þeim sem sinna krabbameinsgreindum og aðstandendum þar sem starfsemi og þjónusta getur oft verið minni yfir sumartímann. Þó að þjónustan sé takmarkaðri þá skiptir máli að fólk viti hvert það getur leitað læknishjálpar, ráðgjafar og stuðnings. Kraftur tók saman opnunartíma hjá helstu þjónustuaðilum sem sinna þessum hópi og gaf út plakat sem fór víðsvegar í dreifingu og var verkefnið kynnt á ýmsum miðlum. Að auki hefur Kraftur staðið fyrir skemmtilegum viðburðum í júlí og ágúst undir yfirskriftinni „Krabbamein fer ekki í frí“. Þessir viðburðir eru fyrir félagsmenn Krafts og þar er meginmarkmiðið að koma saman, njóta útivistar og líðandi stundar.

Kraftur


Af hverju er svona mikilvรฆgt aรฐ tryggja sig? Kraftur


Grein - Laila Sæunn Pétursdóttir

Líf- og sjúkdómatryggingar Líftrygging er mikilvæg til að tryggja hag þeirra sem treysta á þig. Aðstandendur fá greiddar bætur ef þú fellur frá á tryggingartímanum. Engu máli skiptir hvort orsökin er slys eða sjúkdómur. Líftryggingabætur eru skattfrjálsar og verðtryggðar og eru greiddar út í einu lagi. Allir á aldrinum 18-69 ára geta sótt um líftryggingu og gildir hún til 70 ára aldurs. Börn frá fæðingu til 18 ára aldurs eru sjálfkrafa líftryggð með tryggingu foreldris. Sjúkdómatrygging tryggir þér bætur ef þú greinist með einhvern þeirra sjúkdóma sem tryggingin nær til. Tryggingartaki ákveður tryggingafjárhæðina og komi til veikinda er hún greidd út í einu lagi. Bætur sjúkdómatrygginga eru skattfrjálsar og verðtryggðar. Að jafnaði geta allir á aldrinum 1859 ára sótt um sjúkdómatryggingu og gildir hún til 70 ára aldurs. Sum tryggingafélög skipta sjúkdómum og slysum upp í fjóra flokka eftir eðli þeirra og tegund.

Flokkur 1: Krabbamein

Að jafnaði er aðeins greitt einu sinni vegna sjúkdóms í hverjum flokki þrátt fyrir að sá sem tryggður er kynni að greinast með tvo sjúkdóma í sama flokki. Allir sem greinast með sjúkdóm og fá tryggingafé greitt úr sjúkdómatryggingu sem er með endurvakningarákvæði geta óskað eftir því að endurvekja trygginguna innan þriggja mánaða frá greiðslu, þá með þeim skilyrðum að sá tryggingarflokkur sem bætur voru greiddar út úr sé undanskilinn. Börn á aldrinum 3ja mánaða til 18 ára eru sjálfkrafa tryggð með tryggingu foreldris. Bótafjárhæð vegna hvers barns er 50% af tryggingarfjárhæð foreldris. Þó er hámarksfjárhæð á bótum fyrir hvert barn. Athugið að það er mjög mismunandi eftir tryggingafélögum hvernig þessu er háttað og hér að ofan er t.d. bara verið að vísa í hvernig málunum er háttað hjá einu tryggingafélagi. Möguleiki einstaklinga að fá líf- og sjúkdómatryggingu eftir að hafa greinst með krabbamein Allir geta sótt um líf- og sjúkdómatryggingu þó svo að þeir hafi fengið krabbamein.* Í slíkum tilfellum er miðað við að a.m.k. fimm ár séu liðin frá lokum krabbameinsmeðferðar. Hver og ein umsókn er þá metin sérstaklega en það sem er skoðað er m.a. tegund krabbameins, hver meðferð var og bati. Ef umsókn er samþykkt þá er það oftast með þeim fyrirvara að krabbamein sé undanskilið í sjúkdómatryggingunni en í líftryggingum getur iðgjald tryggingarinnar hækkað. * Þetta á við um íslensk tryggingafélög en öllum

Íslendingum stendur líka til boða að tryggja sig hjá evrópskum tryggingafélögum í gegnum tryggingarmiðlanir eins og Tryggja o.fl.

Flokkur 2: Hjarta- og æðasjúkdómar Flokkur 3: Tauga- og hrörnunarsjúkdómar Flokkur 4: Aðrir alvarlegir sjúkdómar og slys

Kraftur

Bls. 39

Þegar maður er ungur er fjarstæðukennt að greinast með lífsógnandi sjúkdóm. Því leiðir fólk oft ekki hugann að líf- og sjúkdómatryggingum fyrr en það er um seinan. Það er erfitt að tryggja sig eftir á en það getur skipt miklu máli fjárhagslega ef fólk er líf- og sjúkdómatryggt þegar veikindi koma upp. Félagsmenn okkar hafa mismunandi sögu að segja af líf-og sjúkdómatryggingum, sumir hafa góða reynslu meðan aðrir geta ekki tryggt sig eftir á.


Bls.40

Líf- og sjúkdómatryggingar

Félagsmenn Krafts deila sinni reynslu Fannar Örn Ómarsson giftur, fjögurra barna faðir „Ég greindist fyrir fjórum árum þá 30 ára með krabbamein í eista sem var búið að dreifa sér víða eins og í eitla, lungu og kviðarhol. En það algjörlega bjargaði mér að tala við annan sem ég þekkti um krabbameinið og að vera með líf- og sjúkdómatryggingu frá VÍS. Þá gat ég einbeitt mér að batanum og þurfti ekki að hafa áhyggjur af fjármálunum líka. Það gekk vel að fá út úr sjúkdómatryggingunni og ég vissi að ég væri svo ekki lengur tryggður fyrir krabbameini eftir að ég nýtti hana. En hins vegar fékk ég svo að vita að ég var alveg tekinn út úr sjúkdómatryggingunni þar sem þau breyttu einhverju hjá sér án þess að láta mig vita.* Ég er náttúrulega mjög fúll yfir því og mun ábyggilega skoða að færa mig en ég þarf að vera búinn að vera fimm ár krabbameinslaus til að geta tryggt mig annars staðar. Ég hefði aldrei viljað ganga í gegnum þetta án trygginga. Það hefði ekki verið á það bætandi að vera með áhyggjur af fjármálum og enda t.d. húsnæðislaus. Það er bláköld staðreynd að það er drulludýrt að vera veikur. Það kostar alltaf smá að tryggja sig. En þetta er peningur sem virkilega skiptir máli að fá til baka úr tryggingunum ef þú veikist og breytir hreinlega öllu fyrir þig. Þú getur einbeitt þér að sjálfum þér og þarft ekki að hafa áhyggjur af neinu öðru – bara að koma þér í gegnum þetta. * Samkvæmt nýjum upplýsingum hjá VÍS er búið að breyta þessu fyrirkomulagi. Sjúkdómatryggingar sem voru gefnar út fyrir 2015 voru öðruvísi og voru þá sjúkdómum ekki skipt í flokka eins og nú og þar með féll tryggingin niður eftir að VÍS greiddi út bætur.

Kraftur


Grein

„Það er sterk fjölskyldusaga hjá mér um brjóstakrabbamein og ég hafði verið tryggð hjá Sunlife tryggingafélaginu frá 18 ára aldri en þar var brjóstakrabbamein undanskilið. Við færðum okkur svo yfir í TM en þar er brjóstakrabbamein líka undanskilið vegna fjölskyldusögunnar. Í nóvember 2018 hringdi svo tryggingaráðgjafi frá Novis í okkur en það er slóvenskt tryggingafélag með útibú hér á landi og við fluttum trygginguna þangað. Ég greindist svo í janúar 2020 og fékk allt út úr tryggingunni því ég greinist fyrir 65 ára aldur. Ég verð áfram tryggð hjá þeim fyrir öllu nema brjóstakrabbameini því ég er búin að taka þá tryggingu út. Það gekk hratt og örugglega að fá út úr tryggingunum. Nú á ég eftir að fara í fyrirbyggjandi aðgerð en ég ætla að láta taka eggjastokka og eggjaleiðara og mun vera tryggð fyrir því líka. Þegar ég ræddi tryggingar síðar við krabbameinslækninn minn sagði hann að t.d. í Þýskalandi væri bannað að mismuna fólki í tryggingum vegna fjölskyldusögu. „Það skiptir öllu máli að vera tryggður. Þú veist aldrei hvað getur komið upp á, slys jafnt sem veikindi. Það eru alls ekki allir sem eru með fjárhagslega sterkt bakland. Við erum t.d. að fara ganga frá tryggingunum fyrir 19 ára gamla strákinn okkar því nú fellur hann ekki lengur undir fjölskyldutrygginguna og við viljum að hann sé tryggður.“

Hrefna Eyþórsdóttir 36 ára, gift tveggja barna móðir „Ég er með BRCA-genið og greindist 2017 þá 33 ára með brjóstakrabbamein sem var komið út í eitla. Ég var með líf- og sjúkdómatryggingu í gegnum Swiss life sem Landsbankinn var með. Þegar ég var tvítug flutti ég til Reykjavíkur og keypti íbúð. Okkur var ráðlagt af bankanum að kaupa líka líf- og sjúkdómatryggingu hjá þeim sem við gerðum. Ég var svo ung að ég var ekki einu sinni að skoða hvað væri á bak við trygginguna. Þegar ég veikist svo og fór að sækja um trygginguna þá fékk ég skilmálana senda sem ég var náttúrulega löngu búin að týna. Þá kemur í ljós að ef krabbameinið hefði ekki verið búið að dreifa sér þá hefði ég ekki fengið sjúkdómatrygginguna greidda. Þar sem allt fór vel hjá mér þá er ég því í raun heppin eftir á að krabbameinið var búið að dreifa sér því annars hefði ég ekki fengið neitt út úr sjúkdómatryggingunni. Nú er ég hins vegar ekki lengur tryggð fyrir neinum sjúkdómum eftir að hafa leyst hana út þegar ég fékk krabbameinið.“ „Það er alveg gríðarlega mikilvægt að tryggja sig því þótt þú veikist þá fara lán og aðrir reikningar ekkert í biðstöðu. Ég var t.d. nýbyrjuð að vinna eftir fæðingarorlof og var sjálfstætt starfandi og launþegi í lítilli starfsprósentu á móti með lítinn veikindarétt. Ég veit ekki hvernig þetta hefði endað fjárhagslega ef ég hefði ekki verið með sjúkdómatryggingu.“

Kraftur

Bls. 41

Hjördís Þráinsdóttir 39 ára, gift með þrjá stráka


Bls.42

Líf- og sjúkdómatryggingar

Guðrún Tinna Ingibergsdóttir 37 ára, einstæð með 18 ára son „Ég greindist með hvítblæði fyrir tveimur árum og var ekki tryggð. Málið er að ég fæddist með sjaldgæfan sjúkdóm, sem gerir það að verkum að hvítu blóðkornin mín eru gölluð og því hef ég aldrei getað líf- eða sjúkdómatryggt mig. Út af þessum sjúkdómi er ég öryrki en hef þó getað klárað háskólanám og unnið hlutastarf. Þegar ég greindist með hvítblæði var ég nýlega hætt að vinna vegna veikinda. Nokkrum mánuðum eftir greininguna lendi ég á spítala og þurfti að fara í margar stórar aðgerðir sem ég er enn að jafna mig á. Í dag er ég á örorkubótum og fjárhagslega staða mín er ekki góð. Nú er strákurinn minn orðinn 18 ára og því fæ ég ekki lengur barnabætur þó hann búi hjá mér. Ég bý í félagslegu húsnæði og á ekki bíl. Meginpartur af örorkubótunum fer í leiguna og mat fyrir okkur en ég veit ekki hvernig ég færi að ef ég fengi ekki stuðning frá foreldrum mínum. Það er náttúrlega ömurlegt að þrátt fyrir að maður sé kominn á þennan aldur að maður geti ekki verið sjálfstæður fjárhagslega og það gerir ekki mikið fyrir sjálfstraustið. Ég sé ekki fyrir endann á þessu hjá mér. Ég myndi tvímælalaust líf- og sjúkdómatryggja mig ef ég gæti það.“

Súsanna Sif Svavarsdóttir 29 ára, í sambúð „Ég greindist árið 2017, þá 25 ára með lymphoma krabbamein (eitilfrumuæxli). Ég var því miður ekki tryggð því ég er óvirkur fíkill og alkóhólistar fá ekki líf- og sjúkdómatryggingu fyrr en þeir hafa verið edrú í fimm ár. Ég var búin að vera edrú í 5 ár og 6 vikur þegar ég greindist með krabbamein. Ég var búin að skrifa það í dagbókina að hafa samband við tryggingafélög en ég var því miður of sein. Ef ég hefði sótt strax um þá hefði fjárhagsstaðan mín orðið allt önnur og sömuleiðis andleg heilsa. Ég hefði nefnilega nýtt peninginn mikið í sálfræðimeðferð. Ég lifði í raun á loftinu fyrsta árið þar sem ég þurfti að bíða svo lengi eftir að fá örorkutryggingu. Ég var nýkomin á vinnumarkaðinn og hafði engin réttindi en gat ekki unnið því ég var svo veik. Maður má líka bara nýta 36 mánuði í endurhæfingu á lífsleiðinni og ég hafði þegar nýtt mér það svo þetta var allt í klúðri. Um leið og sambýlismaður minn flutti inn þá tryggðum við hann því við myndum aldrei þola fleiri svona bakslög. Ég er með risastóran tryggingarpakka hjá VÍS en svo líka með viðbótartryggingu hjá banka/tryggingarfyrirtækinu NOVIS sem er eins og söfnunarreikningur sem hjálpar mér ef ég lendi t.d. í slysi og við stefnum á að hækka þá tryggingu.“

Kraftur


Umfjöllun

Reykjavíkurmaraþonið var slegið af í ár vegna Covid-19 en fólk hvatt til að hlaupa sína eigin leið og safna áheitum á www.hlaupastyrkur.is. Yfir 150 manns hlupu sína eigin leið til styrktar Krafti og söfnuðust tæplega 5 milljónir króna sem er einstakt. Við hvöttum Kraftshlaupara til að koma og njóta dagsins með okkur. Hægt var að hlaupa þrjár vegalengdir í Elliðaárdalnum: 600 metra, 10 km og 21 km. Um 35 Kraftshlauparar skráðu sig til leiks í hlaupadag Krafts og hlupu með okkur í þvílíku sumarveðri og var stemningin dásamleg. Fjöldi fólks hljóp einnig sína leið víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og víðar og var einstaklega gaman að fylgjast með á samfélagsmiðlum þar sem fólk tengdi félagið með #krafturcancer og #éghleypafkrafti. Við viljum þakka innilega öllum þeim sem nutu líðandi stundar og hlupu til stuðnings ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum og takk þið öll sem hétuð á hlaupara. Það er út af fólki sem ykkur sem við getum verið til staðar. Með ykkar hjálp getum við hjálpað öðrum.

Kraftur

Bls. 43

Til að sýna hlaupurunum okkar stuðning í verki ákváðum við í Krafti að reima á okkur hlaupaskóna laugardaginn 22. ágúst


Reykjavík Hótel Leifur Eiríksson ehf. Danica sjávarafurðir ehf. (Danica Seafood Ltd.) Happdrætti Háskóla Íslands Argos ehf. Mennta- og menningarmálaráðun. Norðurflug ehf. Sigurjón Arnlaugsson ehf. Hereford-Steikhús ehf. Yrki arkitektar ehf. Kurt og Pí ehf. Elísa Guðrún ehf. Brim hf. Sér ehf. Verzlunarskóli Íslands ses. Betra líf - Borgarhóll ehf. Gjögur hf. Klettur-Skipaafgreiðla ehf. Nýi ökuskólinn ehf. Ásbjörn Ólafsson ehf. Rolf Johansen & Co ehf. E.T. ehf. Stólpi ehf. Íslensk endurskoðun ehf. Öryrkjabandalag Íslands Léttfeti ehf. Trivium ráðgjöf ehf. Teinar slf Tónskóli Sigursv D. Kristinss Keldan ehf.. Sámur sápugerð ehf. Landssamband lögreglumanna Þórarinn G. Valgeirsson BSRB Kjöthöllin ehf. Hjá GuðjónÓ ehf. Tannréttingar sf. Smith & Norland hf. Á.K. Sjúkraþjálfun ehf. Lögreglustjórinn á höfuðborgars Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu Hótel Klettur ehf. Bjarnar ehf. Vernd,fangahjálp InterCultural Ísland ehf. Aðalvík ehf. Glófaxi ehf. Tannval ehf. Lögmannafélag Íslands Eignamiðlunin ehf. Samband ísl berkla/brjóstholssj Blaðamannafélag Íslands Intellecta ehf. Stálbyggingar ehf. THG Arkitektar ehf. Dansrækt-JSB ehf. Veiðivon ehf. Félag íslenskra hjúkrunarfræðin Tannlæknastofa Ólafs Páls slf. K.F.O. ehf. Bókhaldsstofa Haraldar slf. ENNEMM ehf. Hitastýring hf. Fiskbúð Hólmgeirs ehf. H. Jacobsen ehf. Gull- og silfursmiðjan ehf. Bókaútgáfan Hólar ehf. Læknasetrið ehf. Skorri ehf. Rafsvið sf. Wurth á Íslandi ehf. A. Wendel ehf. S B S innréttingar Ósal ehf. Vélaverkstæðið Kistufell ehf. Höfðakaffi ehf. Orka ehf. GB Tjónaviðgerðir ehf. Nordica ráðgjöf ehf. Rafstjórn ehf. Icepack ehf. Samtök starfsmanna fjármálafyr Steinsmiðjan Rein ehf. Húsasmiðurinn ehf. Skjólverk ehf. Litla bílasalan ehf. Sjúkraþjálfun styrkur ehf. áfengis og tóbaksverslun ríkisins Esja Gæðafæði ehf. Reki ehf. Bifreiðaverkstæði Svans ehf.

Kraftur Kópavogur Bílaklæðningar ehf. Loft og raftæki ehf. Norm X ehf. GR Verk ehf. Bílasprautun og rétt Traus ehf. RS ehf. Exton ehf. Teledyne Gavia ehf. Svanur Ingimundarson málarameistari S.S. Gólf ehf. Herramenn ehf. Rafís ehf. KLM sport ehf. V.Þ. Vilhjálmsson slf. Retis lausnir ehf. Vaxa ehf. Dýrabær ehf. dk Hugbúnaður ehf.

Seltjarnarnes Horn í horn ehf.

Samiðn - Samband iðnfélaga Vagnar og þjónusta ehf. Lindin, kristið útvarp Gleipnir verktakar ehf. Bílasmiðurinn hf. Bílamálun Sigursveins ehf. Skolphreinsun Ásgeirs sf. DGJ Málningarþjónusta ehf. Rima Apótek ehf. Merking ehf. Móðir Náttúra ehf. Matthías ehf. Húsalagnir ehf. HR Þjónustan ehf. Landsnet hf. Bendir ehf. Rúmfatalagerinn ehf. Útgerðarfélagið Geysir ehf. Margt smátt ehf. Málarameistarar ehf. MG Málun ehf. Brúskur hárstofa ehf. Gler í Bergvík ehf. Íþróttafélag fatlaðra Reykjavík Tannlæknafélag Íslands Hafnarfjörður Hraunhamar ehf. Eldvarnarþjónustan ehf. Fjöl-smíð ehf. SE ehf. Hafnarfjarðarhöfn Íslenskir endurskoð/ ráðgj ehf. Útfararþjónusta Hafnarfj.slf. Stoðtækni ehf. Endurskoðun Helga Númasonar ehf. Kjartan Guðjónsson, tannlæknir Gasfélagið ehf. Malbikunarstöðin Hlaðbær-Col hf. Þemasnyrting ehf. Kjötkompaní ehf. Geymsla Eitt ehf. Guðmundur Arason ehf. Fínpússning ehf. Terra Efnaeyðing hf.

Garðabær Sparnaður ehf. Stjörnu-Oddi hf. Geislatækni ehf. Laser þjónustan V.M. ehf. Pípulagnaverktakar ehf. Garðabær Nýþrif ehf. Loftorka Reykjavík ehf. AH Pípulagnir ehf. Sjóklæðagerðin hf. First Class ehf. Glóandi ehf. Hjallastefnan ehf.

Kraftvélar ehf. Betra bros ehf. Dressmann á Íslandi ehf. Smárinn,bókhald og ráðgjöf ehf. Aqua Sport ehf., heildverslun Tannbjörg ehf. VEB verkfræðistofa ehf. Rafmiðlun hf. Upptekið ehf.

Akranes Bifreiðastöð Þórðar Þ Þórð ehf. Sjúkraþjálfun Georgs Verkalýðsfélag Akraness Steðji ehf. Al-Hönnun ehf. Eyrarbyggð ehf. Meitill GT Tækni ehf.

Mosfellsbær Vélsmiðjan Sveinn ehf. Stansverk ehf. Glertækni ehf. Skálatún Afltak ehf. Nonni litli ehf.

Garður Sunnugarður ehf. Pétur Bragason ehf.

Grindavík EVH verktakar ehf. Vísir hf. E.P.verk ehf. Stakkavík ehf. Slysavarnadeildin Þorbjörn Jónsi Múr ehf. Grindavíkurbær H.H. Smíði ehf.

Reykjanesbær Netaverkstæði Suðurnesja ehf. Bergraf ehf. Nesraf ehf. Tríton sf. DMM Lausnir ehf. Maron ehf.

Verktækni ehf. Heimir og Jens ehf. G.S. múrverk ehf. Hvalur hf.

Bls.44

Styrktaraðilar Krafts


Kraftur

Patreksfjörður Bílaverkstæðið Smur

Bolungarvík Rafverk Alberts Guðmundssonar ehf. Bolungarvíkurkaupstaður Sigurgeir G. Jóhannsson ehf. Verkalýðs/sjómannafélag Bolungarv. Endurskoðun Vestfjarða ehf.

Hnífsdalur Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf.

Ísafjörður Smali ehf. Orkubú Vestfjarða ehf. GG málningarþjónusta ehf. Þröstur Marsellíusson ehf. Vestri ehf. Tækniþjónusta Vestfjarða ehf.

Reykhólahreppur Þörungaverksmiðjan hf.

Hellissandur Esjar ehf.

Ólafsvík Litlalón ehf.

Grundarfjörður Þjónustustofan ehf.

Stykkishólmur Marz sjávarafurðir ehf. Hárstofan Stykkishólmi ehf.

Reykholt í Borgarfirði Sveinn Björnsson

Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Enor ehf. Ljósco ehf. Baugsbót ehf. Tengir hf. Dýralæknaþjónusta Eyjafjarðar ehf. Bjarni Fannberg Jónasson ehf. Eining-Iðja Tónsport ehf. Garbó ehf. Akureyrarkaupstaður

Siglufjörður Fjallabyggð Valló ehf.

Sauðárkrókur Iðnsveinafélag Skagafjarðar Steinull hf. Ó.K. Gámaþjónustasorphirða ehf. Verslun Haraldar Júlíussonar Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra

Skagaströnd Trésmiðja Helga Gunnarssonar ehf. Vélaverkstæði Skagastrandar ehf.

Blönduós Stéttarfélagið Samstaða

Hvammstangi Hársnyrtistofa Sveinu Ragnarsd.

Drangsnes Útgerðarfélagið Gummi ehf.

Tálknafjörður Allt í járnum ehf. ESG-veitingar ehf.

og Dekk ehf. Grunnslóð ehf.

Seyðisfjörður Seyðisfjarðarkaupstaður

Egilsstaðir Bókráð, bókhald og ráðgjöf ehf. Austfjarðaflutningar ehf. Tréiðjan Einir ehf. Þ.S. Verktakar ehf. Fljótsdalshérað Gunnarsstofnun Klausturkaffi ehf.

Vopnafjörður Sundleið ehf.

Þórshöfn Geir ehf.

Laugum Útibú ehf. Þingeyjarsveit

Húsavík Val ehf. Hveravellir ehf. Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf.

Dalvík Tréverk ehf. Vélvirki ehf. G.Ben útgerðarfélag ehf.

Grenivík Grýtubakkahreppur

Bústólpi ehf. Hnjúkar ehf. Daltré ehf. Index tannsmíðaverkstæði ehf. B. Hreiðarsson ehf. Minjasafnið á Akureyri Garðverk ehf. Brúin ehf. Fóðurverksmiðjan Laxá hf. Blikkrás ehf. Kraftar og afl ehf.

Þorlákshöfn Sveitarfélagið Ölfus

Hveragerði Hveragerðissókn Raftaug ehf. Flóra garðyrkjustöð ehf. Heilsustofnun NLFÍ

Selfoss Baldvin og Þorvaldur ehf. Tannlæknaþjónustan slf. Eðalbyggingar ehf. Mundakot ehf. Bifreiðaverkstæðið Klettur ehf. Prentverk Selfoss ehf. Hurðalausnir ehf. BR flutningar ehf. Brekkuheiði ehf. Hátak ehf. Gufuhlíð ehf. Nesey ehf. Kvenfélag Hraungerðishrepps Flóahreppur Svavar Á Sveinsson Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps

Höfn í Hornafirði Króm og hvítt ehf. Sveitarfélagið Hornafjörður SF - 47 ehf. JÖKLAVERÖLD ehf.

Breiðdalsvík Dýralæknirinn á Breiðdalsvík Bifreiðaverkstæði Sigurstei ehf. Dal-Björg ehf.

Flúðir Fögrusteinar ehf. B.R. Sverrisson ehf. Flúðasveppir ehf.

Eskifjörður Egersund Ísland ehf. Neskaupsstaður Súlkus ehf. Síldarvinnslan hf. Rafgeisli Tómas R. Zoëga ehf. Verkmenntaskóli Austurlands

Vestmannaeyjar Ós ehf. Rannsóknarþjónustan Vestmannaeyjum ehf. Vestmannaeyjabær Ísfélag Vestmannaeyja hf. Suðurprófastsdæmi Tvisturinn ehf. Vinnslustöðin hf.

Kirkjubæjarklaustur RR Tréverk ehf. Bær hf.

Hvolsvöllur Krappi ehf.

Hella Hestvit ehf.

Laugarvatn Ásvélar ehf.

Reyðarfjörður Tærgesen ehf.

Bls. 45

Borgarnes Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi Límtré Vírnet ehf. Vatnsverk-Guðjón og Árni ehf. Rjúkandi ehf. Skorradalshreppur

2020


Styrktaraðilar Krafts verifone­logo­primary­pos­2color_highres.jpg (3512×1576)

Bls.46

2/23/2017

http://global.verifone.com/media/4241840/verifone­logo­primary­pos­2color_highres.jpg

1/1

NÚNA — Lógó

LITUR

Kraftur

PANTONE CMYK 0 6 RGB 255 1 # FF8200


Styrktu Kraft

með líf- eða sjúkdómatryggingu hjá VÍS

Enginn býst við því að missa heilsuna En staðreyndin er þó sú að allir geta lent í því. Með líf- og sjúkdómatryggingu dregur þú úr fjárhagslegum afleiðingum þess að missa heilsuna. Þegar þú kaupir líf- eða sjúkdómatryggingu hjá VÍS á netinu – styrkir þú Kraft – þér að kostnaðarlausu. Kynntu þér málið á vis.is


ÞVÍLÍKUR KRAFTUR! PIPAR \ TBWA

SÍA

Apótekarinn er stoltur styrkaraðili Krafts stuðningsfélags.

- lægra verð

Höfuðborgarsvæðið

Austurver Bíldshöfði

Domus Medica Eiðistorg

Fjarðarkaup Glæsibær

Hamraborg Helluhraun

Höfði Mjódd

Mosfellsbær Salavegur

Skipholt Smiðjuvegur

Vallakór

Landsbyggðin

Akureyri Hafnarstræti

Akureyri Hrísalundur

Hella Hveragerði

Hvolsvöllur Keflavík

Fitjar Reykjanesbæ Selfoss

Vestmannaeyjar Þorlákshöfn

Akranes Dalvík

apotekarinn.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.