Kraftur 1. tbl. 2020

Page 28

Bls.28

Viðtal- Ragnheiður Guðmundsdóttir

Achraf Hasser frá Marokkó lofar íslenska heilbrigðiskerfið í samanburði við heimaland hans Marokkó

Þeir tóku úr mér mergsýni án þess að deyfa mig Íslenska heilbrigðiskerfið er ekki fullkomið og margt sem þar má bæta. Við eigum það þó til að gleyma því í stóra samhenginu hversu gott við höfum það og hvað við erum heppin. Hvað það eru mikil forréttindi að fæðast á Íslandi. Achraf Hassar, 27 ára karlmaður frá Marokkó, minnir okkur á það í þessu viðtali. Achraf kom til Íslands í apríl 2015 til að læra landafræði við Háskóla Íslands. Hann hefur verið veikur allt sitt líf en áður en hann kom til Íslands hafði hann aldrei fyrr fengið greiningu á sínum veikindum. Achraf er með myelodysplastic syndrom (MDS) eða mergmisþroskun á íslensku. Achraf segir að læknirinn hans hafi sagt honum að eftir 2-3 ár gæti þessi mergmisþroskun þróast út í krabbamein. Læknirinn vill meina að Achraf hafi fæðst með þennan sjúkdóm. Honum var sagt að hann hafi mjög líklega fengið þetta frá foreldrum sínum en hvorugt þeirra hefur þó verið veikt né heldur systkini hans. Einkennin lýsa sér þannig að hann er alltaf lasinn, þreyttur og dapur. „Árið 2016 var ég í dái í tvær vikur. Það var þá sem þeir komust að því hvað væri að hrjá mig. Ég fékk hita, um 42 gráður, og sýkingu í lungu. Ég var mjög þreyttur og veikur og eftir það man ég ekki neitt. Þegar ég vaknaði aftur sögðu vinir mínir mér að ég hefði verið í dái í tvær vikur. Eftir það var ég í mánuð á spítala.“ Þegar Achraf er spurður út í heilbrigðiskerfið í Marokkó segir hann það mjög slæmt. „Til dæmis voru það læknar hér á Íslandi sem fundu út hvað væri að mér. En í Marokkó eyddi móðir mín helling af peningum, ég veit ekki hversu

Kraftur


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.