Ársskýrsla 2020

Page 82

ÁRSSKÝRSLA 2020

EITT OG ANNAÐ Jafnlaunavottun Í janúar hlaut Háskólinn á Akureyri jafnlaunavottun og þar með heimild til að nota jafnlaunamerkið. Jafnlaunavottun er vottun á jafnlaunakerfi stofnunar. Markmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. JAFNLAUNAVOTTUN

2020 - 2023

Stofnunum og fyrirtækjum er lögum samkvæmt skylt að sýna fram á að þau greiði jöfn laun fyrir sömu og jafnverðmæt störf. Við undirbúning að innleiðingu Jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 í HA fór fram innri og ytri úttekt á öllu sem lýtur að launamálum innan háskólans, að hve miklu leyti Jafnlaunastaðallinn er uppfylltur, og áætlun um aðgerðir til umbóta. Til dæmis var horft til stefnumörkunar háskólans, hvort verklagsreglur eru skráðar, hvernig starfaflokkun er háttað og þess hvort ákvarðanir um laun og kjör eru skjalfestar, rökstuddar og rekjanlegar. Ferlinu lauk með ytri aðalúttekt sem framkvæmd var af faggiltri vottunarstofu. Jafnlaunavottun er gefin út til þriggja ára í senn. Jafnlaunastaðallinn kveður á um árlegar launagreiningar og stöðugar umbætur í samræmi við launastefnu viðkomandi stofnunar og áætlun um jafna stöðu kynjanna.

Það hefur víst ekki farið framhjá neinum að Covid-19 veiran (í daglegu tali Kóronaveiran) hefur verið að dreifa sér um heiminn. Þannig byrjaði fyrsta tilkynning rekors til starfsfólks og stúdenta, birt þann 26. febrúar. Heimsfaraldurinn setti mikinn svip á starfsemi háskólans allt árið. Neyðarstjórn háskólans, skipuð rektor, framkvæmdastjóra og formanni öryggisnefndar, starfaði þegar landsáætlun vegna faraldursins var færð upp á hættustig eða neyðarstig. Annars var samræming sóttvarnaraðgerða í höndum rektors. Sérstök upplýsingasíða vegna Covid-19 var opnuð á ytri vef háskólans um miðjan mars. Allt nám var fært í rafrænt form, staðarlotum var breytt og verklegt/klínískt nám og starfsþjálfun var endurskipulögð. Breytingar voru gerðar á námsmati. Komið var til móts við stúdenta á ýmsan hátt og með þessu tókst að gera þeim kleift að ljúka bæði vor- og haustmisseri.

82

Samskipti og fundir fóru fram rafrænt og viðburðir á borð við brautskráningu og nýnemadaga voru haldnir gegnum stafræna miðla. Með því að allir lögðu sitt af mörkum, bæði starfsfólk og stúdentar, var hægt að halda starfsemi háskólans áfram og koma í veg fyrir smit innan skólans. Þegar rektor sendi út síðustu tilkynninguna fyrir jól var bjartara framundan enda hillti undir bóluefni við veirunni. Hann hvatti þó eindregið til þess að fólk héldi sig innan jólakúlunnar. Jólakúlan hafði þá sérstaka merkingu eins og fleiri orð og nýyrði sem urðu daglegt mál þetta fordæmalausa ár.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Ársskýrsla 2020 by Háskólinn á Akureyri // University of Akureyri - Issuu