
1 minute read
Nemendaskrá
NEMENDASKRÁ, ÞJÓNUSTUBORÐ NEMENDASKRÁR
Á þjónustuborði Nemendaskrár er upplýsingagjöf og þjónusta fyrir stúdenta og starfsfólk.
Advertisement
Einnig almenn símsvörun og upplýsingagjöf um háskólann. Þessi hluti Nemendaskrár tilheyrði um tíma Markaðs- og kynningarmálum en færðist á ný undir Háskólaskrifstofu 2020.
Nemendaskrá tilheyra ýmis verkefni sem tengjast daglegu starfi háskólans.
Fulltrúar Nemendaskrár hafa umsjón með allri nemendaskráningu og skjalavistun sem henni fylgir. Það gildir um innritun nýnema, skráningu í og úr námskeiðum og prófum, útgáfu vottorða og prentun og frágang brautskráningargagna, í nánu samstarfi við skrifstofustjóra fræðasviða.
Þá sjá fulltrúar um innkaup og afgreiðslu á skrifstofuvörum fyrir starfsfólk háskólans sem og ferðabeiðnir og flugbókanir. Enn fremur bókanir og leigu á stofum og fundaherbergjum háskólans.
Mikil samvinna er milli fulltrúa Nemendaskrár, skrifstofustjóra fræðasviða og Kennslumiðstöðvar HA. Þá er einnig samvinna með Markaðs- og kynningarmálum HA.
Verkefni Nemendaskrár breyttust vegna heimsfaraldursins að því leyti að samskipti og þjónusta við starfsfólk og stúdenta færðist nær eingöngu á rafrænt form. Lítil þörf var fyrir ferðabókanir, brautskráning fór fram rafrænt og kandídatar fengu skírteini send í pósti.
Breytingar voru gerðar á starfsrými Nemendaskrár þar sem allt var málað og húsgögn endurnýjuð. Þjónustuborð Kennslumiðstöðvar HA er nú staðsett í rými Nemendaskrár og sinnir Einar Bergur Björnsson starfi þjónustufulltrúa.
Skipulag Nemendaskrár var óbreytt frá árinu áður. Þjónustufulltrúar í Nemendaskrá eru Hanna Björg Guðmundsdóttir og Hafdís Guðfinna Vigfúsdóttir. Forstöðumaður Nemendaskrár frá og með 1. júní er Bára Sif Sigurjónsdóttir. Sigrún Harðardóttir, afgreiðslustjóri Nemendaskrár, hætti störfum vegna aldurs í lok maí eftir langan starfsferil við HA.
