__MAIN_TEXT__

Page 1

Grunnnám 2019–2020

Fræði til framtíðar www.unak.is


Efnisyfirlit Svona er Háskólinn á Akureyri.............................................................. 5 Háskólabærinn Akureyri...................................................................... 6 Háskólinn á Akureyri í hnotskurn.......................................................... 9 Hjúkrunarfræði BS.............................................................................. 11 Iðjuþjálfunarfræði BS.......................................................................... 13 Félagsvísindi BA.................................................................................. 15 Fjölmiðlafræði BA............................................................................... 17 Nútímafræði BA.................................................................................. 19 Sálfræði BA........................................................................................ 21 Kennarafræði BEd............................................................................... 23 Lögfræði BA........................................................................................ 25 Lögreglufræði Diplóma/BA.................................................................. 27 Líftækni BS......................................................................................... 29 Náttúru- og auðlindafræði Diplóma..................................................... 31 Sjávarútvegsfræði BS.......................................................................... 33 Viðskiptafræði BS................................................................................ 35 Tölvunarfræði BS................................................................................ 37 Uppbygging námsleiða....................................................................... 38– 43 Sveigjanlegt nám................................................................................ 45 Þjónusta við nemendur....................................................................... 47 Skiptinám/Kennslumiðstöð................................................................. 49 Háskólalíf........................................................................................... 51 Félagslíf............................................................................................. 53 Upplýsingar fyrir umsækjendur............................................................ 55


6


Hver og einn hefur mikið fram að færa – Háskólinn á Akureyri er samfélag sem hlustar Háskólinn á Akureyri er ekki aðeins hús, ekki aðeins upplýsingar og fræðsla. Háskólinn á Akureyri er samfélag. Hér er öflugt samfélag fræðimanna og nemenda sem hefur sett mikinn svip á höfuðstað Norðurlands og haft áhrif um land allt með miðlun námsefnis í gegnum netið. Stærð þessa samfélags gerir það svo að verkum að vægi hvers og eins er meira en við þekkjum í stærri háskólum. Nemendur, kennarar og samfélagið á Akureyri hafa saman skapað metnaðarfullt háskólasamfélag sem hefur sérstöðu, ekki aðeins á Íslandi heldur einnig víðar. Háskólinn á Akureyri býður upp á nám og rannsóknir á sviðum sem aðrir háskólar bjóða ekki upp á og keppir að auki við aðra háskóla á hefðbundnari fræðasviðum. Við ætlum okkur að vera í forystu á okkar sérsviðum sem og í að bjóða upp á áhugavert námsumhverfi fyrir alla nemendur. Í þessu samspili sérhæfingar og fjölbreytni sem myndar öflugt háskólasamfélag liggur styrkur Háskólans á Akureyri. Til að ná árangri og auka þekkingu og færni í háskólanámi er mikilvægt að tilheyra metnaðarfullu háskólasamfélagi. Taktu fyrsta skrefið í þá átt með okkur. Við hlökkum til að taka á móti þér og sjá þig vaxa sem einstakling í Háskólanum á Akureyri. Eyjólfur Guðmundsson rektor

7


Háskólabærinn Akureyri Akureyri. Margt er hægt að rita um þetta átján þúsund manna vaxandi bæjarfélag við Eyjafjörð. Fallegur og gróinn bær sem oft er kallaður höfuðstaður Norðurlands. Spyrðu Akureyring um veðrið og það er alltaf gott. Alltaf. Kannski er veður hugarástand. Það er í það minnsta gott hugarástand. Háskólinn á Akureyri er stór og vaxandi hluti af samfélaginu. Líklega er Akureyri eini eiginlegi háskólabærinn á Íslandi. Mannlífið á Akureyri er fjölbreytt og lifandi, allt frá kaffihúsum til menningarstofnana sem laða að sér hæfi-leika-ríkt fólk frá öllu landinu. Tónleikar, leikhús, myndlist, bókmenntir. Hér bjuggu eini rokkarinn í þjóðskáldastétt, Davíð Stefánsson, sjálft sálmaskáldið, Matthías Jochumsson, og Nonni, og allir eiga þeir sitt eigið hús. Það er einfalt að vera umhverfisvænn á Akureyri, allt er innan seilingar. Spyrðu Akureyring til vegar og hann segir þér til upp og niður, út og inn og norður og suður. Og það er aldrei langt að fara. Í mesta lagi 10 mínútna gangur ef þú hleypur. Akureyri er íþróttabær. Rétt er að kynna sér helstu fylkingar áður en maður blandar sér í heitar umræður um íþróttir á Akureyri. Gult er ekki rautt og rautt verður aldrei gult. Aðstaðan er til fyrirmyndar, hvort sem þú stundar fimleika, knattspyrnu, handknattleik, blak, golf, sund eða skotfimi, eða vilt henda þér í íshokkí, og ekki má gleyma krullunni. Þá er líka fjöldi líkamsræktarstöðva. Heilbrigð sál í hraustum líkama og allt það. Fyrir ofan og allt um kring er svo einstök náttúra. Fjöll sem sumir vilja klífa og aðrir renna sér niður. Þetta er allt undir þér komið. Eins og lífið. Hvað þú vilt. Hvað þig langar. Hvernig sem fer. Hvað sem þú ákveður. Á Akureyri ertu alltaf velkomin(n).

8


9


10


Háskólinn á Akureyri í hnotskurn Háskólinn á Akureyri (HA) leggur áherslu á kennslu í smáum hópum sem skilar sér í persónulegum og gagnvirkum kennsluaðferðum þar sem aðgengi nemenda að kennurum er gott. Allt grunnnám við HA er sveigjanlegt nám sem þýðir að engu skiptir hvort þú ert staðarnemi eða fjarnemi. Allir fylgja sömu námskránni og hafa aðgang að sama námsefninu. Háskólinn á Akureyri hefur sérstöðu þar sem hann býður upp á sjö námsleiðir sem ekki eru í boði í öðrum háskólum landsins. Þær eru félagsvísindi, fjölmiðlafræði, iðjuþjálfunarfræði, líftækni, lögreglufræði, nútímafræði og sjávarútvegsfræði. Samstarf við atvinnulífið og ýmsar stofnanir er sérstök lyftistöng og veitir nemendum innsýn í það umhverfi sem bíður þeirra eftir háskólanám. Háskólinn á Akureyri er á einstaklega fallegum stað í hjarta Akureyrarbæjar.

Námsumhverfi Öll kennsla við Háskólann á Akureyri fer fram á einu svæði og húsnæði háskólans er með því besta sem gerist. Það er nýlegt og aðstaða nemenda og kennara til náms og kennslu framúrskarandi. Við upphaf náms fá nemendur afhent aðgangskort og hafa þannig aðgang að lesrýmum skólans hvenær sem er.

Alþjóðlega viðurkennd menntastofnun sem setur nemendur í öndvegi Háskólinn á Akureyri hefur fengið góðar niðurstöður í gæðaúttektum undanfarin ár. Slíkar úttektir voru liður í fyrstu rammaáætlun um gæði í íslenskum háskólum. Gæðastarf Háskólans á Akureyri er umbótamiðað með megináherslu á námsumhverfið og nemendur auk rannsókna akademískra starfsmanna. Kannanir sýna að nemendur eru ánægðir með námið og það er mikils virði fyrir háskólann. Lögð er áhersla á að nemendur séu virkir þátttakendur í gæðastarfinu og eiga þeir því fulltrúa í gæðaráði, gæðateymum og fjölmörgum nefndum og ráðum innan háskólans. Nú er fyrirliggjandi sjö ára áætlun um sjálfsmat deilda og heildarstofnanamat á háskólanum samkvæmt endurskoðaðri ramma­ áætlun Gæðaráðs háskólanna. Þær deildir sem fyrstar fara hafa þegar hafið sjálfsmat og nemendur eru virkir þátttakendur og mikilvægir samstarfsaðilar í því.

Gildi Háskólans á Akureyri Framsækni: Háskólinn á Akureyri tileinkar sér bestu fáanlegu þekkingu og tækni við kennslu, rannsóknir og þróun. Hann sækir fram af víðsýni í framlínu vísinda og fræða. Jafnrétti: Í starfi sínu leggur Háskólinn á Akureyri áherslu á að nemendur og starfsfólk nái árangri í námi og starfi óháð fötlun, kynhneigð, kyni, kynþætti, lífsskoðun, trúarbrögðum og uppruna. Sjálfstæði: Háskólinn á Akureyri er sjálfstætt lærdóms- og þekkingarsamfélag sem hefur gagnrýna og sjálfstæða hugsun að leiðarljósi Traust: Nemendur og samfélag geta treyst því að öll vinna og samskipti við Háskólann á Akureyri byggi á grunni þar sem haldgóð menntun, gagnrýnin hugsun, vönduð vinnubrögð og heill samfélagsins eru höfð að leiðarljósi.

11


Hjúkrunarfræðingar starfa ekki aðeins á stofnunum heldur eru eftirsóknarverðir starfskraftar í mörgum geirum. 12


Heilbrigðisvísindasvið

Hjúkrunarfræðideild

Hjúkrunarfræði BS 4 ára nám 240 ECTS einingar

Hjúkrunarfræði BS Sem menntaður myndlistarmaður, tveggja barna móðir og þar að auki búsett í Berlín, þakkaði ég Háskólanum á Akureyri á hverjum degi fyrir að gera mér kleift að stunda hjúkrunarfræðinám.

stæðinga og hvernig hægt er að auka lífsgæði. Námið byggir á sterkum faglegum grunni og starfsnám á heilbrigðisstofnunum byrjar strax á fyrsta námsári.

Sunna María Schram, hjúkrunarfræðingur á vökudeild LSH og ljósmóðurnemi

Möguleikar að námi loknu

Ef þú heldur að allir sem læra hjúkrunarfræði séu konur sem hlaupa um ganga á sjúkrahúsum þá er það ekki rétt. Nám í hjúkrunarfræði hentar bæði körlum og konum og býður upp á fjölbreytta starfsmöguleika. Rauði þráðurinn er hins vegar sá að stuðla að heilbrigði og bættri líðan og að auka lífsgæði.

Er hjúkrunarfræði fyrir þig? • Átt þú auðvelt með að vinna með fólki? • Þolir þú að sjá blóð? • Hefur þú áhuga á forvörnum? • Vilt þú sjá barn fæðast? • Hefur þú áhuga á heilsunni? • Getur þú hugsað hratt þegar mikið liggur við? • Vilt þú vinna með langveiku fólki? • Langar þig til þess að geta valið hvort þú starfar hérlendis eða erlendis, í þéttbýli eða dreifbýli? Ef þessar spurningar vekja áhuga þinn getur verið að nám í hjúkrunarfræði henti þér vel.

Áherslur námsins Í hjúkrunarfræði eru þarfir fólks á öllum aldri skoðaðar. Hjúkrun sjúkra og stuðningur við heilbrigða eru meðal viðfangsefna. Nemendur tileinka sér færni í almennum hjúkrunarstörfum auk þess sem þeir kynnast áskorunum stjórnunarstarfa innan greinarinnar. Lögð er áhersla á miðlun fræðsluefnis til skjólUpplýsingar um námið veita Anna Bryndís Sigurðardóttir Gísli Kort Kristófersson

BS-próf í hjúkrunarfræði frá HA gefur þér tækifæri til þess að vinna hvar sem er í heiminum. Brautskráðir hjúkrunarfræðingar geta unnið á heilbrigðisstofnunum, í heimahúsum, við kennslu eða við sölustörf, eða stundað hjálparstarf. Tækifærin eru óendanlega fjölbreytt. Brautskráðir hjúkrunarfræðingar geta líka farið í framhaldsnám, bæði hérlendis og erlendis. Hjúkrunarfræðinámið við HA hefur fengið alþjóðlega viðurkenningu og nemendur bera því vel söguna.

Fyrirkomulag námsins Allir sem uppfylla inntökuskilyrði fá tækifæri til þess að hefja nám á haustmisseri. Samkeppnispróf (Numerus Clausus eða klásus) eru haldin við lok haustmisseris á 1. námsári. Þeir sem ná bestum árangri geta haldið áfram með námið. Fjöldi nemenda sem öðlast rétt til náms á vormisseri 1. námsárs er ákveðinn af háskólaráði árlega (hefur verið í kringum 55 nemendur síðustu ár). Gerð er krafa um að allir nemendur komi í fimm til tíu daga námslotur í HA einu sinni til tvisvar á misseri. Á námstíma verða hjúkrunarfræðinemar að afla sér þriggja mánaða starfsreynslu á heilbrigðisstofnunum utan skipulegs námstíma (sbr. 9. gr. reglugerðar fyrir HA). Vinsamlega athugið að hver vika í fullu háskólanámi er ígildi 50–60 stunda vinnuviku. Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins finnur þú á bls. 38

skrifstofustjóri heilbrigðisvísindasviðs deildarformaður

460 8036 460 8671

disa@unak.is gislik@unak.is 13


Háskólinn á Akureyri er eini háskólinn á Íslandi sem býður upp á nám í iðjuþjálfunarfræði.

14


Heilbrigðisvísindasvið

Iðjuþjálfunarfræðideild

Iðjuþjálfunarfræði BS 3 ára nám 180 ECTS einingar

Iðjuþjálfunarfræði BS Nám í iðjuþjálfunarfræði veitti mér einstaka sýn á einstaklinginn og samspil hans við iðju og umhverfið. Sú sýn gerir okkur sem iðjuþjálfa að verð­mætum hlekkjum í þjónustu við fólk á ólíkum ævi­skeiðum. Dagný Hauksdóttir, deildarstjóri stoðþjónustu Brekkubæjarskóla Akranesi

Nemendur tileinka sér viðhorf, hæfni og leikni sem endurspegla nýjustu þekkingu og þróun í fræðigreininni. Skoðað er hvernig umhverfið og líkamlegir og hugrænir þættir hafa áhrif á það sem fólk tekur sér fyrir hendur í daglegu lífi. Lögð er áhersla á að skapa tækifæri og nýta ýmsar leiðir til lausna.

Iðjuþjálfunarfræði beinir sjónum að því sem fólk tekur sér fyrir hendur í daglegu lífi og þeim möguleikum sem það hefur til þátttöku í samfélaginu, óháð færni, fötlun eða heilsu.

Iðjuþjálfunarfræði er 3 ára nám til BS-prófs. Til að fá starfsréttindi sem iðjuþjálfi þarf til viðbótar að ljúka eins árs diplómanámi í iðjuþjálfun á meistarastigi.

Iðjuþjálfunarfræði er nauðsynlegur undirbúningur fyrir nám í iðjuþjálfun.

Möguleikar að námi loknu

Iðjuþjálfar eru sérfræðingar í daglegri iðju fólks.

Er iðjuþjálfunarfræði fyrir þig? • Hefur þú áhuga á fólki? • Hefur þú áhuga á mannréttindum? • Hefur þú heyrt um vinnuvistfræði? • Hefur þú velt fyrir þér viðhorfum til fatlaðs fólks? • Hvað hefur áhrif á það sem fólk tekur sér fyrir hendur? • Finnst þér að samfélagið eigi að koma til móts við mismunandi þarfir fólks?

BS-próf í iðjuþjálfunarfræði opnar möguleika til ýmissa starfa innan velferðarþjónustu, menntastofnana og félagasamtaka, og á almennum vinnumarkaði Námsleiðin opnar einnig möguleika á frekara námi á meistarastigi. Flestir bæta við sig diplómanámi í iðjuþjálfun sem veitir starfsréttindi sem iðjuþjálfi. Þeir sem ljúka diplómanámi í iðjuþjálfun öðlast réttindi til að starfa á breiðum vettvangi, til dæmis við ýmiss konar endurhæfingu, vinnuvernd, aðlögun umhverfis, geðvernd, heilsueflingu og forvarnarstarf sem stuðlar að auknum lífsgæðum fólks

Ef þessar spurningar vekja áhuga þinn getur verið að nám í iðjuþjálfunarfræði henti þér vel.

Fyrirkomulag námsins

Áherslur námsins

Gerð er krafa um að allir nemendur komi einu sinni til tvisvar á hverju misseri í námslotur í Háskólanum á Akureyri og taki þátt í verklegri þjálfun og umræðutímum.

Nám í iðjuþjálfunarfræði byggir á heilbrigðis- og félagsvísindum. Iðjuþjálfunarfræði snýst um iðju, heilsu og almenn lífsgæði fólks.

Upplýsingar um námið veita Anna Bryndís Sigurðardóttir Sólrún Óladóttir

Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins finnur þú á bls. 38

skrifstofustjóri heilbrigðisvísindasviðs deildarformaður

460 8036 460 8476

disa@unak.is solrun@unak.is 15


Áhersla á sveigjanlegt nám gefur nemendum tækifæri til að búa í heimabyggð en stunda krefjandi og skemmtilegt nám í félagsvísindum við HA.

16


Hug- og félagsvísindasvið

Félagsvísindadeild

Félagsvísindi BA 3 ára nám 180 ECTS einingar

Félagsvísindi BA Grunnnám mitt í félagsvísindum undirbjó mig vel undir rannsóknatengt meistaranám í félagsvísindum sem ég tók í beinu framhaldi. Alfa Dröfn Jóhannsdóttir, sérfræðingur í félagsmálum barna og verkefnastjóri innleiðingar barnasáttmála UNICEF

Félagsvísindanámið er fjölbreytt námsleið. Lögð er áhersla á að skoða samspil einstaklings, samfélags og menningar á ýmsum sviðum. Leitast er við að veita svör við mikilvægum spurningum um uppruna, stöðu og framtíð íslensks samfélags. Nemendur geta sérhæft sig á einu eða fleiri áherslusviðum. Fjölbreytt valnámskeið eru í boði. Hluta námsins er hægt að taka við aðra innlenda eða erlenda háskóla.

Eru félagsvísindi fyrir þig? • Hvert stefnir Ísland í heimi hnattvæðingar og fjölmenningar? • Hvernig liggja valdaþræðirnir í samfélaginu? • Hvers vegna fremja sumir glæpi en aðrir ekki? • Hvaða áhrif hefur slúður og baktal á búferlaflutninga? • Hvernig skiptir jafnrétti kynjanna máli? • Hvaða áhrif hafa loftslagsbreytingar á samfélög á norðurslóðum? Ef þessar spurningar vekja áhuga þinn getur verið að nám í félagsvísindum henti þér vel.

Áherslur námsins Nám í félagsvísindum er byggt á grundvelli félagsfræði, mann­ fræði og stjórnmálafræði. Nemendur fá þjálfun í skipulagningu og framkvæmd rannsókna. Hægt er að velja áhugasvið og leggja sérstaka áherslu á til dæmis byggðafræði, ferðamála­ fræði, kynjafræði, norðurslóðafræði og/eða æskulýðsfræði. Upplýsingar um námið veita Heiða Kristín Jónsdóttir Þóroddur Bjarnason

Markmiðið er að opna augu nemenda fyrir eðli hópa, stofnana og samfélaga. Hverjar eru forsendur samstöðu og átaka og hvað veldur samfélagsbreytingum? Námið veitir traustan almennan grunn í félagsvísindum. Nemendur sem þess óska geta jafnframt valið milli fjögurra áherslusviða í náminu; afbrotafræði, byggðafræði, kynjafræði og norðurslóðafræði.

Möguleikar að námi loknu Styrkur þeirra sem ljúka námi í félagsvísindum er sá breiði grunnur sem námið hefur veitt þeim. Námið er góður undirbúningur til starfa hjá hinu opinbera og í einkageiranum, hérlendis jafnt sem erlendis. Brautskráðir nemendur hafa náð góðum árangri á vinnumarkaði, meðal annars í málefnum flóttamanna, félagsstarfi unglinga, við hagnýtar rannsóknir og í sveitarstjórnarmálum. Nám í félagsvísindum hefur reynst góður grunnur fyrir framhaldsnám á sviði félagsvísinda við íslenska og erlenda háskóla.

Fyrirkomulag námsins Námsmat fer að hluta fram utan reglulegrar prófatíðar og getur meðal annars falið í sér hlutapróf, ritgerðir, skýrslur, dagbækur eða þátttöku í kennslustundum í rauntíma. Skrifleg próf (hlutapróf og lokapróf) eru haldin í Háskólanum á Akureyri en einnig á nokkrum öðrum viðurkenndum prófstöðum. Nemendum sem vilja þreyta próf annars staðar er bent á að kynna sér vel hvaða staði er um að ræða og þær reglur sem um slíkt gilda. Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins finnur þú á bls. 39

skrifstofustjóri hug- og félagsvísindasviðs brautarstjóri

460 8039 661 6099

heida@unak.is thorodd@unak.is 17


Á hverju ári stýra og skrifa fjölmiðlafræðinemar HA jólablaði Vikudags, staðarblaðs á Akureyri og nágrenni. 18


Hug- og félagsvísindasvið

Félagsvísindadeild

Fjölmiðlafræði BA 3 ára nám 180 ECTS einingar

Fjölmiðlafræði BA Fjölmiðlafræði við HA er fjölbreytt og yfirgripsmikið nám sem spannar allt litróf nútíma fjölmiðlunar, bæði á fræðilegum og verklegum nótum. Fyrir vikið er námið einstaklega líflegt og skemmtilegt. Háskólinn á Akureyri er notalegur og nærandi skóli. Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi

Í fjölmiðlafræðinámi Háskólans á Akureyri lærir þú um miðlun efnis. Helstu viðfangsefni eru dagblöð, útvarp, sjónvarp og samfélagsmiðlar, staða þeirra, áhrif og þróun. Háskólinn á Akureyri er eini háskólinn á landinu sem býður upp á þetta nám til BA-prófs. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu sem fjórða valdið. Lærðu að hafa áhrif.

Er fjölmiðlafræði fyrir þig? • Hefur þú gaman af því að skrifa? • Hefur þú áhuga á fólki? • Ert þú forvitin/n? • Hefur þú gaman af því að skilja flókin mál og grafa undir yfirborðið? • Vilt þú geta haft áhrif í samfélaginu? • Hefur þú sterkar taugar og hefur þú gaman af spennu? Ef þessar spurningar vekja áhuga þinn getur verið að nám í fjölmiðlafræði henti þér vel.

Áherslur námsins Fjölmiðlafræðinámið í Háskólanum á Akureyri byggir á fræðilegri þekkingu. Nemendur fá þjálfun í að skrifa texta og í vinnu við útvarp, sjónvarp og samfélagsmiðla. Einnig er lögð áhersla á að kenna nemendum að setja fjöl­miðla í samhengi við samfélagið og svara lagalegum og sið­fræði­ Upplýsingar um námið veita Heiða Kristín Jónsdóttir Birgir Guðmundsson

legum spurningum sem tengjast daglegu starfi fjöl­miðla­fólks. Þessi fræðigrein er í stöðugri þróun og nýir miðlar að verða til. Námið tekur tillit til þessa.

Möguleikar að námi loknu Langar þig til þess að starfa sem fréttamaður við útvarp eða sjónvarp? Það hafa margir útskrifaðir nemendur í fjölmiðlafræðinni gert og gengið vel. Það er líka hægt að stofna netmiðil eða skrifa fyrir blöð og tímarit. Fjölmiðlafræðingar frá HA hafa líka fengið störf sem fjölmiðlafulltrúar fyrirtækja og stofnana. Möguleikarnir eru endalausir. Námið er líka góður grunnur fyrir framhaldsnám bæði heima og erlendis. Til dæmis í fjölmiðla- og boðskiptafræði, markaðsfræði, stjórnmálafræði eða kynjafræði, svo eitthvað sé nefnt.

Fyrirkomulag námsins Allir nemendur þurfa nokkrum sinnum á námstímanum að sækja stuttar kennslulotur í HA þar sem megináhersla er á verkefnavinnu og umræður. Á haustmisseri fyrsta árs og vormisseri annars árs eru tvær slíkar lotur en svo að jafnaði ein á hverju misseri eftir það. Í mörgum námskeiðum er notast við símat. Námsmat fer þá fram að nokkru eða jafnvel öllu leyti utan reglulegrar prófatíðar og getur meðal annars falið í sér hlutapróf, ritgerðir, skýrslur, dagbækur eða þátttöku í kennslustundum. Skrifleg próf (hlutapróf og lokapróf) eru haldin í Háskólanum á Akureyri en einnig á nokkrum öðrum viðurkenndum prófstöðum. Nemendum sem vilja þreyta próf annars staðar er bent á að kynna sér vel hvaða staði er um að ræða og þær reglur sem um slíkt gilda Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins finnur þú á bls. 38

skrifstofustjóri hug- og félagsvísindasviðs brautarstjóri

460 8039 460 8658

heida@unak.is birgirg@unak.is 19


Nútímafræði er traustur grunnur fyrir nám og störf í flóknu samfélagi nútímans. 20


Hug- og félagsvísindasvið

Félagsvísindadeild

Nútímafræði BA 3 ára nám 180 ECTS einingar

Nútímafræði BA Nútímafræði víkkar sjóndeildarhringinn og gerir mann óhjákvæmilega að virkari samfélagsþegni á svo margan hátt. Námið umturnaði sýn minni á samfélagið. Upplifun mín af háskólanum var gífurlega jákvæð. Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður og samfélagsrýnir

Nemendur ljúka 120 ECTS-einingum af kjarnanámskeiðum í hugvísindum. Valið er á milli fjögurra áherslusviða: sagnfræði, heimspeki, íslensku og almennrar nútímafræði.

Möguleikar að námi loknu

Nútímafræði snertir öll svið tilverunnar og þessari vísindagrein er því ekkert mannlegt óviðkomandi. Leitað er skýringa á sögulegri og menningarlegri þróun samfélagsins sem við búum í.

Að loknu námi hafa nemendur aflað sér umfangsmikillar þekkingar á uppbyggingu og þróun nútímasamfélagsins. Þeir eiginleikar eru eftirsóttir hjá fyrirtækjum, samtökum, sveitarfélögum og stofnunum.

Í nútímafræði er lögð áhersla á að efla þroska, víðsýni og miðlun efnis í ræðu og riti.

Brautskráðir nemendur hafa fengið störf á sviði menningarmála, kennslu, fjölmiðlunar og upplýsingamiðlunar.

Háskólinn á Akureyri er eini háskólinn á Íslandi sem býður upp á nútímafræði. Mörg valnámskeið eru í boði og góðir möguleikar á skiptinámi, bæði innanlands og utan

Námið býr nemendur undir framhaldsnám í ólíkum greinum hug- og félagsvísinda, til dæmis í mannfræði, siðfræði og sagnfræði.

Er nútímafræði fyrir þig?

Fyrirkomulag námsins

• Hefur þú gaman af því að rökræða um hitamál? • Vilt þú verða meðvitaður borgari? • Vilt þú skilja af hverju íslensk menning er eins og hún er? • Hefur þú áhuga á að miðla efni? • Vilt þú fá smá ráðrúm til þess að velja endanlegar áherslur í námi þínu? • Vilt þú geta sannfært fólk og fengið það á þitt band?

Allir nemendur þurfa nokkrum sinnum á námstímanum að sækja stuttar kennslulotur í HA þar sem megináhersla er á verkefnavinnu og umræður. Á haustmisseri fyrsta árs eru tvær slíkar lotur en svo að jafnaði ein á hverju misseri eftir það. Í mörgum námskeiðum er notast við símat.

Ef þessar spurningar vekja áhuga þinn getur verið að nám í nútímafræði henti þér vel.

Áherslur námsins Námið er blanda af heimspeki, siðfræði, sagnfræði, samfélagsgreinum og íslensku. Dregin er upp mynd af samfélaginu og þeim þáttum sem hafa áhrif á það, og ýmsum álitamálum velt upp.

Námsmat í flestum námskeiðum fer þá fram utan reglulegrar prófatíðar og getur meðal annars falið í sér hlutapróf, verkefni, ritgerðir, skýrslur eða dagbækur. Skrifleg próf (hlutapróf og lokapróf) eru haldin í Háskólanum á Akureyri en einnig á nokkrum öðrum viðurkenndum prófstöðum. Nemendum sem vilja þreyta próf annars staðar er bent á að kynna sér vel hvaða staði er um að ræða og þær reglur sem um slíkt gilda. Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins finnur þú á bls. 38

Nemendur fá þjálfun í vísindalegum vinnubrögðum. Þar er meðal annars lögð áhersla á gagnrýna hugsun. Upplýsingar um námið veita Heiða Kristín Jónsdóttir Páll Björnsson

skrifstofustjóri hug- og félagsvísindasviðs brautarstjóri

460 8039 460 8653

heida@unak.is pallb@unak.is 21


Háskólinn á Akureyri er eini háskólinn á Íslandi sem gefur nemendum kost á að stunda nám í sálfræði hvar sem þeir búa á landinu.

22


Hug- og félagsvísindasvið

Sálfræðideild

Sálfræði BA 3 ára nám 180 ECTS einingar

Sálfræði BA Ég hef góða reynslu af sálfræðináminu við Háskólann á Akureyri, en það er frábær grunnur fyrir stjórnunarstörf þar sem stjórnun snýr að miklu leyti að samskiptum við fólk.

Í náminu læra nemendur mæliaðferðir og rannsóknaraðferðir og fá líka tækifæri til að taka þátt í rannsóknum og vinna náið með kennurunum.

J. Snæfríður Einarsdóttir, yfirmaður öryggismála hjá HB Granda

Möguleikar að námi loknu

Af hverju líður mér svona? Hvers vegna gerði ég það sem ég gerði? Af hverju get ég ekki hætt að hugsa um það sem gerðist? Af hverju brást hann einmitt svona við? Í náminu í sálfræði við Háskólann á Akureyri er lögð áhersla á að svara spurningum sem þessum og fræðast um mannlega hegðun, hugsun og tilfinningar. Þetta er víðtækt nám og það opnar margar dyr bæði til starfa og frekara náms. Er sálfræði fyrir þig ? • Vilt þú skilja þig og aðra betur? • Hefur þú áhuga á að vinna náið með fólki? • Vilt þú láta gott af þér leiða? • Getur þú sett þig inn í ólíkar aðstæður? • Getur þú séð spaugilegu hliðarnar þegar á móti blæs? Ef þessar spurningar vekja áhuga þinn getur verið að nám í sálfræði henti þér vel.

BA-námið í sálfræði opnar margar dyr. Brautskráðir nemendur starfa meðal annars við rannsóknir eða sem forvarnafulltrúar, eða taka kennsluréttindi og starfa í kjölfarið sem kennarar. Aðrir fara í áframhaldandi nám og öðlast starfsréttindi sem sálfræðingar og fá vinnu sem skólasálfræðingar, á sjúkrahúsum, við ráðgjöf og ýmiss konar meðferðarvinnu. Svo er að sjálfsögðu hægt að fara í annað framhaldsnám á fleiri sviðum sálfræðinnar og í tengdum greinum eins og í mannauðsstjórnun og fjölskylduráðgjöf.

Fyrirkomulag námsins Samkeppnispróf eru haldin við lok haustmisseris á 1. námsári í sálfræði. Ákveðinn fjöldi nemenda sem nær hæstri meðaleinkunn úr námskeiðunum Almennri sálfræði, Tilraunasálfræði og Sögu mannsandans getur haldið áfram með námið. Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins finnur þú á bls. 39

Áherslur námsins Sálfræði við Háskólann á Akureyri er spennandi og krefjandi nám og nýtur mikilla vinsælda. Nemendur öðlast grunnþekkingu á ýmsum sviðum sálfræðinnar. Fjallað er um þroska barna og þau vandamál sem fylgja ellinni og farið ofan í greinar eins og taugasálfræði, félagssálfræði og vinnusálfræði.

Upplýsingar um námið veita Heiða Kristín Jónsdóttir Elín Díanna Gunnarsdóttir

skrifstofustjóri hug- og félagsvísindasviðs deildarformaður

460 8039 460 8670

heida@unak.is edg@unak.is 23


Yfirgnæfandi meirihluti braut­ skráðra kennara frá kennaradeild HA hefur farið til starfa í heima­ byggð að námi loknu.

24


Hug- og félagsvísindasvið

Kennaradeild

Kennarafræði BEd 3 ára nám 180 ECTS einingar

Kennarafræði BEd Kennarafræði við HA veitti mér góða undirstöðu fyrir meistaranámið í sérkennslu. Grunnnámið var yfirgripsmikið og ég fékk strax tækifæri til að kynnast væntanlegum starfsvettvangi. Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir, sérkennari í Síðuskóla

Vissir þú að kennaramenntun á Íslandi hófst í Flensborgarskóla veturinn 1891 með einum fyrirlestri á viku um uppeldi og kennslu? Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og nú er kennaranámið á háskólastigi. Kennaranám HA veitir traustan undirbúning til starfa í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Kjörsviðin eru þrjú: leikskólakjörsvið, grunnskólakjörsvið og íþróttakjörsvið. Markmiðið er að veita þekkingu á undirstöðuþáttum kennslu. Jafnframt að leggja grunn að þeirri færni sem þarf til að þróa og móta skóla, iðka rannsóknir og stunda frekara nám.

Er kennarafræði fyrir þig? • Hefur þú áhuga á ungu fólki? • Hefur þú áhuga á uppeldis-, skóla- og íþróttamálum? • Getur þú sett þig í spor annarra? • Átt þú auðvelt með að vinna með öðrum? • Hefur þú gaman af ólíkum viðfangsefnum? • Fékkst þú þolinmæði í vöggugjöf? • Finnst þér gaman að miðla af þekkingu þinni? • Vilt þú hafa góð áhrif? Ef þessar spurningar vekja áhuga þinn getur verið að nám í kennarafræði henti þér vel.

Áherslur námsins Nám til BEd-prófs í kennarafræði er fyrri hluti fimm ára náms til MEd-prófs, sem gefur sjálf kennsluréttindin. Fyrsta árið í BEd-náminu er að mestu sameiginlegt öllum kennaranemum. Á öðru ári er kjörsvið valið. Einnig er hægt að velja kjörsvið í öðrum deildum innan og utan HA. Upplýsingar um námið veita Heiða Kristín Jónsdóttir Kristín Margrét Jóhannsdóttir

Á þriðja námsári auka nemendur á leik- og grunnskólakjörsviðum við sérhæfingu sína með valgreinum. Nemendur á íþróttakjörsviði taka aðallega vettvangstengd námskeið á þriðja námsári.

Möguleikar að námi loknu Markmið námsins er að veita nemendum alhliða innsýn í kennarafræði. Nám til BEd-prófs veitir ekki sérstök starfsréttindi en það er mikilvægur undirbúningur fyrir frekara nám til kennsluréttinda. Menntunin nýtist vel í störfum innan menntakerfisins og á almennum vinnumarkaði. Námið opnar aðgang að námi í kennarafræðum til MEd-gráðu (kennsluréttindi) eða námi í menntunarfræðum til MA-gráðu. Fyrirkomulag námsins Margvíslegir möguleikar eru notaðir við miðlun efnis og til sam­skipta við kennara og aðra nemendur. Allir nemendur þurfa nokkrum sinnum á námstímanum að sækja stuttar kennslu­lotur í HA þar sem megináhersla er á verkefnavinnu og umræður. Að jafnaði eru tvær slíkar lotur á hverju misseri. Skyldu­mæting er í námslotur í Háskólanum á Akureyri. Nemendur sem velja íþróttakjörsvið taka mörg vettvangstengd nám­ skeið á þriðja námsári sem krefjast búsetu í grennd við Akureyri. Í mörgum námskeiðum er notast við símat. Námsmat fer þá fram að nokkru eða jafnvel öllu leyti utan reglulegrar prófatíðar og getur meðal annars falið í sér hlutapróf, ritgerðir, skýrslur, dagbækur eða þátttöku í kennslustundum. Skrifleg próf (hlutapróf og lokapróf) eru haldin í Háskólanum á Akureyri en einnig á nokkrum öðrum viðurkenndum prófstöðum. Nemendum sem vilja þreyta próf annars staðar er bent á að kynna sér vel hvaða staði er um að ræða og þær reglur sem um slíkt gilda. Vinsamlega athugið að hver vika í fullu háskólanámi er ígildi 50–60 stunda vinnuviku. Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins finnur þú á bls. 39-40

skrifstofustjóri hug- og félagsvísindasviðs formaður kennaradeildar

460 8039 460 8583

heida@unak.is kristinj@unak.is 25


Nemendur fá hagnýtan undirbúning fyrir störf á sviði lögfræði. 26


Hug- og félagsvísindasvið

Lagadeild

Lögfræði BA 3 ára nám 180 ECTS einingar

Lögfræði BA Árin mín við Háskólann á Akureyri voru með betri árum sem ég hef upplifað. Þar var lagður sterkur grunnur fyrir frekara nám og störf á þeim ýmsu sviðum lögfræðinnar sem ég hef fengist við.

Lögfræðinemar öðlast færni í faglegri og fræðilegri framsetningu lögfræðilegra viðfangsefna, munnlega og skriflega, jafnt á íslensku sem ensku.

Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir, lögfr. hjá Samb. ísl. sveit­ar­félaga og fyrrv. aðstm. samg.- og sveitarstj.ráðh.

Möguleikar að námi loknu

Lögfræði er meðal elstu fræðigreina. Hún nýtist ekki eingöngu í dómsölum því að lög snerta allt í mannlegu samfélagi, allt frá mannréttindum til þess að starfrækja fyrirtæki í fleiri en einu ríki.

Námið er góður undirbúningur fyrir framhaldsnám í lögfræði hér á landi og erlendis. Námið nýtist vel fyrir framhaldsnám í öðrum greinum, svo sem alþjóðasamskiptum, alþjóðastjórnmálum og skyldum greinum.

Þeir sem hafa lagt stund á lögfræði geta sinnt margs konar ólíkum störfum en ekkert er lögum eða lögfræði óviðkomandi.

Nemendur með grunnþekkingu í lögfræði geta nýtt hana á vettvangi fjölmiðla, innan opinberra stofnana og hjá alþjóðastofnunum, svo eitthvað sé nefnt.

Er lögfræði fyrir þig?

Nemendur sem hafa lokið BA-námi við HA hafa farið í starfsnám erlendis, til dæmis hjá Sameinuðu þjóðunum, þróunarsjóði EFTA og í sendiráðum Íslands um allan heim. Þeir hafa lýst náminu við HA sem góðu veganesti fyrir slík störf.

• Vilt þú þekkja rétt þinn? • Vilt þú geta hjálpað öðrum? • Vilt þú eiga kost á fjölbreyttum atvinnutækifærum að námi loknu? • Vilt þú vita hvernig samfélagið virkar? • Hefur þú áhuga á lögum? • Getur þú sett þig í spor annarra? Ef þessar spurningar vekja áhuga þinn getur verið að nám í lögfræði henti þér vel.

Áherslur námsins Lagður er góður grunnur að þekkingu á undirstöðuatriðum lögfræðinnar. Lög eru skoðuð í sögulegu, félagslegu og heimspekilegu samhengi. Nýttar eru aðferðir samanburðarlögfræði og skoðuð er framkvæmd laga á Íslandi, í Evrópu og í alþjóðlegu umhverfi. Nemendur læra að fjalla með gagnrýnum hætti um lög, lögfræði og tengd efni. Ennfremur fá þeir þjálfun í að setja fram og skilgreina fræðileg álitamál.

Upplýsingar um námið veita Heiða Kristín Jónsdóttir Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir

Fyrirkomulag námsins Allir nemendur þurfa nokkrum sinnum á námstímanum að sækja stuttar kennslulotur í HA þar sem megináhersla er á verkefnavinnu og umræður. Að jafnaði eru tvær lotur á hverju misseri. Í mörgum námskeiðum er notast við símat. Námsmat fer að hluta til eða jafnvel að öllu leyti fram utan reglulegrar prófatíðar og getur meðal annars falist í hlutaprófi ritgerðum, álitsgerðum, raunhæfum verkefnum eða þátttöku í kennslustundum. Skrifleg próf (hlutapróf og lokapróf) eru haldin í Háskólanum á Akureyri en einnig á nokkrum öðrum viðurkenndum prófstöðum. Nemendum sem vilja þreyta próf annars staðar er bent á að kynna sér vel hvaða staði er um að ræða og þær reglur sem um það gildir. Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins finnur þú á bls. 39

skrifstofustjóri hug- og félagsvísindasviðs deildarformaður

460 8039 460 8668

heida@unak.is ret@unak.is 27


Nám í lögreglufræði á háskólastigi er mikilvægt skref í að efla og þróa lögreglustarfið í samfélagi sem gerir sífellt meiri kröfur.

28


Hug- og félagsvísindasvið

Félagsvísindadeild

Lögreglufræði grunndiplóma

BA

2 ára nám 2 ára nám 120 ECTS einingar 120 ECTS einingar fyrir starfandi fyrir verðandi lögreglumenn lögreglumenn

3 ára nám 180 ECTS einingar

Lögreglufræði grunndiplóma Lögreglu- og löggæslufræði BA Námið í lögreglufræði við HA er bæði skemmtilegt og fjölbreytt. Fyrirlestrar eru teknir upp og maður getur horft á þá þegar manni hentar. Þetta fyrirkomulag hentar mér mjög vel þar sem ég vinn að hluta til með náminu. Hafdís Svava Níelsdóttir, nemandi á 3. ári

Nám í lögreglufræði var fært á háskólastig árið 2016 og Háskólinn á Akureyri hýsir nú þessi fræði. Bóklegi hluti námsins fer fram við Háskólann á Akureyri en verklegur hluti starfsnáms verðandi lögreglumanna er í höndum Mennta- og starfsþróun­ ar­set­urs lögreglu (MSL). Nemendur læra fjölmargt sem tengist löggæslu og hvernig má fyrirbyggja lögbrot og upplýsa brot á lögum.

Eru lögreglufræði fyrir þig? • Hefur þú taugar úr stáli og hjartað á réttum stað? • Getur þú haldið ró þinni þegar mikið gengur á? • Vilt þú hjálpa þeim sem hafa lent í vandræðum? • Vilt þú vera góð fyrirmynd? • Kannt þú að setja þig í spor annarra? • Kannt þú að stjórna skapi þínu? Ef þessar spurningar vekja áhuga þinn getur verið að nám í lögreglufræði henti þér vel. Áherslur námsins Lögreglufræði er hagnýt fræðigrein sem fjallar um undirstöður, eðli og framkvæmd löggæslu. Nemendur fá þjálfun í samskiptum við ólíka hópa samfélagsins. Kennd er sálfræði, lögfræði, afbrotafræði og fleiri greinar sem gagnast verðandi lögreglumönnum og þeim sem kjósa að ljúka BA-gráðu í lögreglu- og löggæslufræði að lokinni grunndiplómu. Möguleikar að námi loknu Þeir sem ljúka diplómanámi fyrir verðandi lögreglumenn geta Upplýsingar um námið veita Heiðrún Ósk Ólafsdóttir Guðmundur Ævar Oddsson

verkefnastjóri í lögreglufræði brautarstjóri

ráðið sig til löggæslustarfa. Gráðan veitir starfsréttindi. Nemendur sem lokið hafa diplómaprófi í lögreglufræði fyrir verðandi eða starfandi lögreglumenn geta bætt við sig 60 ECTS einingum til BA-prófs í lögreglu- og löggæslufræði. BA-námið leggur grunn að ólíkum leiðum í námi og starfi. Þú getur aflað þér sérhæfingar í stjórnun, aðgerðum gegn ofbeldi og mansali, rannsóknum efnahagsbrota, alþjóðlegu hjálpar- og þróunarstarfi og fræðastarfi á háskólastigi, svo fátt eitt sé nefnt.

Fyrirkomulag námsins Nemendur þurfa að sækja stuttar kennslulotur í HA þar sem megináhersla er á verkefnavinnu og umræður. Á haustmisseri fyrsta árs eru tvær slíkar lotur en svo ein á hverju misseri eftir það. Í mörgum námskeiðum er notast við símat. Námsmat fer þá fram að nokkru eða jafnvel öllu leyti utan reglulegrar prófatíðar og getur meðal annars falið í sér hlutapróf, ritgerðir, skýrslur, dagbækur eða þátttöku í kennslustundum. Skrifleg próf (hlutapróf og lokapróf) eru haldin í HA en einnig á nokkrum öðrum viðurkenndum prófstöðum. Nemendum sem vilja þreyta próf annars staðar er bent á að kynna sér vel hvaða staði er um að ræða og þær reglur sem um slíkt gilda. Athugið að sumir þessara staða innheimta aðstöðugjald eða próftökugjald. Starfsnám MSL sér um verklegan hluta starfsnámsins. Að ljúka starfsnáminu er forsenda þess að fá starfsréttindi sem lögreglumaður. Sækja þarf sérstaklega um inngöngu í starfsnámið sem hefst á vormisseri fyrsta árs og gangast undir sérstök hæfnispróf. Fjöldi nemenda í starfsnám er takmakaður. Í starfsnáminu fer fram þjálfun í samskiptum við erfiða og hættulega einstaklinga, handtökuaðferðum, notkun skotvopna og annarra lögreglutækja, og forgangsakstri lögreglubifreiða. Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins finnur þú á bls. 40

460 8520 460 8677

heidrunosk@unak.is goddsson@unak.is 29


Mörg líftæknifyrirtæki hafa sprottið upp á Íslandi vegna aðstæðna sem landið býr yfir, þ.e. hreinni endurnýjanlegri orku og vatni. 30


Viðskipta- og raunvísindasvið

Auðlindadeild

Líftækni BS 3 ára nám 180 ECTS einingar

Líftækni BS Eintómt hrós frá mér fyrir líftækninámið í HA. Námið hefur nýst mér vel í starfi, allt frá raungreinum til námskeiða sem fjalla um stjórnun og gæði. Síðast en ekki síst hentaði sveigjanlegt nám fjölskyldulífinu afar vel þrátt fyrir að vera krefjandi nám. Olga Ýr Björgvinsdóttir, framl.stj. hjá Purity Herbs Organics

Líftækni er tækni sem gerir það mögulegt að nota lífverur eða hluta þeirra til að framleiða nýjar afurðir eða hraða og breyta náttúrulegum ferlum. Þannig er hægt að búa til lyf, matvæli og fleiri afurðir. Líftækni er því í raun tól til þess að búa til verðmæti úr auðlindum sjávar og lands. Saga líftækninnar nær langt aftur í aldir en sjálft fræðiorðið er bara 100 ára gamalt. Námið er spennandi og krefjandi enda er líftækni í mikilli sókn. Líftækni býður upp á ótal tækifæri til nýsköpunar og verðmætasköpunar enda hafa mörg sprotafyrirtæki sprottið upp á síðustu árum á Íslandi. Meginástæðan er aðgengi að orku og hreinu vatni sem vinnur vel saman með framleiðslu á líftækniafurðum.

Er líftækni fyrir þig? • Hefur þú áhuga á náttúruvísindum? • Vilt þú geta valið um störf? • Þorir þú að hugsa út fyrir boxið? • Hefur þú áhuga á auðlindum og verðmætasköpun? • Langar þig til þess að stofna og reka eigið fyrirtæki? • Fékkst þú þolinmæði og forvitni í vöggugjöf? Ef þessar spurningar vekja áhuga þinn getur verið að nám í líftækni henti þér vel.

Upplýsingar um námið veita Ása Guðmundardóttir Oddur Vilhelmsson

Áherslur námsins Í líftæknináminu eru tvö megináherslusvið: • Annars vegar auðlindalíftækni. Samhliða henni eru tekin námskeið á sviði viðskipta- og rekstrargreina. Þau gefa þér grunn til að starfa í líftæknifyrirtækjum. • Hins vegar heilbrigðislíftækni sem gefur þér góða þekkingu til starfa á rannsóknastofum. Bæði sviðin veita traustan grunn til áframhaldandi náms á meistarastigi.

Möguleikar að námi loknu Fjölmörg nýsköpunar- og sprotafyrirtæki í líftækni hafa verið stofnuð á Íslandi á síðustu árum og þau leita sífellt að nýju starfsfólki. Þar má nefna Íslenska erfðagreiningu, Orf líftækni, Primex, Algalif, Lýsi og Alvotech. Brautskráðir nemendur geta líka stofnað sitt eigið sprotafyrirtæki út frá rannsóknum sínum og hugmyndum. Líftækninámið skapar góðan grunn til rannsóknastarfa, bæði hjá opinberum stofnunum eins og Matís og Umhverfisstofnun og hjá fyrirtækjum. Hátt hlutfall nemenda hefur farið í framhaldsnám að loknu BS-námi, bæði í meistaranám og doktorsnám.

Fyrirkomulag námsins Allir nemendur þurfa nokkrum sinnum á námstímanum að sækja kennslulotur í HA. Þá eru gerðar tilraunir á rannsóknastofu og farið í aðra verklega tíma. Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins finnur þú á bls. 41

skrifstofustjóri viðskipta- og raunvísindasviðs brautarstjóri

460 8037 460 8514

asa@unak.is oddurv@unak.is 31


Nemendur í náttúru- og auðlindafræði hafa nánast undantekningalaust haldið áfram námi til BS-prófs. 32


Viðskipta- og raunvísindasvið

Auðlindadeild

Náttúru- og auðlindafræði Diplóma 2 ára nám 120 ECTS einingar

Náttúru- og auðlindafræði Diplóma Námið er hugsað fyrir þá sem vilja læra náttúru- og lífvísindi en hafa ekki gert upp hug sinn um hvert skal stefna. Þeir sem vilja halda áfram við HA geta þá valið líftækni eða sjávarútvegsfræði, eða horfið til náms við aðra háskóla með gott veganesti. Jóhann Örlygsson, formaður auðlindadeildar

Diplómanám í náttúru- og auðlindafræði er fyrir þá sem hafa áhuga á náttúru- og lífvísindum.

Þú kynnist helstu kenningum og aðferðafræði náttúruvísinda. Boðið er upp á tvö áherslusvið: náttúruvísindagrunn og auðlindagrunn. Lögð er áhersla á vísindaleg vinnubrögð með verklegum æfingum, vettvangsferðum og spennandi verkefnum. Þú velur hvort þú vilt vera staðar- eða fjarnemi – allt námið er öllum aðgengilegt.

Lagður er grunnur að frekara námi í líftækni og sjávarútvegsfræðum við HA. Námið er einnig góð undirstaða fyrir almennt raunvísindanám, svo sem líffræðinám, fiskeldisnám og fleira.

Möguleikar að námi loknu

Námið er áhugavert fyrir kennara sem vilja dýpka þekkingu sína í náttúru- og auðlindafræðum.

Diplómagráða veitir tækifæri til þess að halda áfram eitt námsár og klára BS-nám í líftækni eða sjávarútvegsfræði við HA. Námið nýtist sem grunnur í raunvísindanámi við aðra háskóla.

Er náttúru- og auðlindafræði fyrir þig? • Hefur þú áhuga sjálfbærri þróun? • Er nýsköpun eitthvað fyrir þig? • Veist þú hvað endurnýjanleg auðlind er? • Þarft þú frest til þess að ákveða hvort þú viljir leggja áherslu á líftækni, sjávarútvegsfræði eða aðrar greinar lífvísinda? • Liggja raunvísindagreinar vel fyrir þér? Ef þessar spurningar vekja áhuga þinn getur verið að nám í náttúru- og auðlindafræði henti þér vel.

Diplómanámið eykur þekkingu í náttúruvísindum og auðlindafræðum. Námsgráðan veitir ekki starfsréttindi.

Þú getur kennt á sérsviði náttúru- og auðlindafræða ef þú hefur kennsluréttindi af menntavísindasviði.

Fyrirkomulag námsins Nemendur þurfa nokkrum sinnum á námstímanum að sækja nokkurra daga kennslulotur við HA. Þá eru gerðar tilraunir á rannsóknastofu og farið í aðrar verklegar æfingar. Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins finnur þú á bls. 41

Áherslur námsins Námið í náttúru- og auðlindafræði byggir á langri reynslu Háskólans á Akureyri á þessu sviði.

Upplýsingar um námið veita Ása Guðmundardóttir Jóhann Örlygsson

skrifstofustjóri viðskipta- og raunvísindasviðs brautarstjóri

460 8037 460 8511

asa@unak.is jorlygs@unak.is 33


Á Íslandi hafa sprottið upp fjölmörg hátæknifyrirtæki í kringum sjávarútveginn. Mörg þeirra eru nú orðin stór nöfn á sínu sviði erlendis.

34


Viðskipta- og raunvísindasvið

Auðlindadeild

Sjávarútvegsfræði BS

Sjávarútvegsfræði og viðskiptafræði

3 ára nám 180 ECTS einingar

4 ára nám 240 ECTS einingar

Sjávarútvegsfræði BS Sjávarútvegsfræði er fjölbreytt og krefjandi nám. Við fengum mörg spennandi tækifæri sem efldu tengslanet okkar og þekkingu á sjávarútveginum. Mikil áhersla er á gott samstarf við atvinnulífið.

Áherslur námsins

Unnur Inga Kristinsdóttir, sölufulltrúi Ice Fresh Seafood - Samherji

Nemendur í sjávarútvegsfræði afla sér þekkingar á vistfræði hafsins, á helstu veiði- og vinnsluaðferðum, á rekstri fyrirtækja og á mikilvægi markaða og markaðssetningar.

Vel rekin sjávarútvegsfyrirtæki geta malað gull. Íslenskur sjávarútvegur skapar um milljarð króna í útflutningstekjur hvern virkan dag. Íslenskur sjávarútvegur einkennist af nýsköpun og framsækni. Þetta er einn elsti atvinnuvegur þjóðarinnar. Sjávarútvegurinn er í raun langt ferli frá auðlindinni um veiðarnar og vinnsluna og þar til vara er tilbúin á disk neytenda í fjarlægum löndum. Íslenski fiskurinn er þekktur fyrir gæði og bestu veitingahús heims státa af íslenska þorskinum. Alls staðar í þessu ferli þarf að huga að þáttum eins og gæðum, sjálfbærni og hagkvæmni. Námið er víðtækt og skemmtilegt. Það gerir nemendum kleift að takast á við umfangsmikil verkefni á sviði sjávarútvegs. Nemendur í sjávarútvegsfræði geta einnig fengið gráðu í viðskiptafræði og bæta þá við einu ári í viðskiptagreinum. Þá útskrifast þeir með tvær námsgráður.

Er sjávarútvegsfræði fyrir þig? • Vilt þú geta valið um störf hvar sem er í heiminum? • Hefur þú áhuga á íslenskum fiskistofnum og góðu hráefni? • Hefur þú komið inn í útgerðarfyrirtæki? • Hefur þú dregið fisk úr sjó? • Þykir þér fiskur góður? • Vilt þú læra um fullnýtingu afurða? Ef þessar spurningar vekja áhuga þinn getur verið að nám í sjávarútvegsfræði henti þér vel.

Upplýsingar um námið veita Ása Guðmundardóttir Hreiðar Þór Valtýsson

Nám í sjávarútvegsfræði veitir góðan grunn til stjórnunarstarfa í öllum greinum sjávarútvegs.

Námið er fjölbreytt og einstakt í íslenskri námsflóru. Nemendur í sjávarútvegsfræði geta einnig fengið gráðu í viðskiptafræði með því að bæta við sig einu ári í viðskiptagreinum. Þeir útskrifast þá með tvær gráður, bæði sem sjávarútvegsfræðingar og sem viðskiptafræðingar..

Möguleikar að námi loknu Helstu vinnuveitendur sjávarútvegsfræðinga eru stærstu sjávarútvegsfyrirtækin á Íslandi. Má þar nefna Samherja, HB Granda og Vinnslustöðina. Sjávarútvegsfræðingar fá störf sem framkvæmdastjórar, framleiðslustjórar, sviðsstjórar, gjaldkerar, útgerðarstjórar, verkstjórar, gæðastjórar, markaðsstjórar og margt fleira. Margir þeirra reka einnig eigin fyrirtæki eða starfa erlendis. Námið nýtist líka víðar. Allt að helmingur sjávarútvegsfræðinga starfar utan hefðbundinna sjávarútvegsfyrirtækja, til dæmis hjá fjármála-, flutninga- og hugbúnaðarfyrirtækjum. Íslenskur sjávarútvegur einkennist af nýsköpun og framsækni. Fjöldi starfa er hjá nýsköpunar-og sprotafyrirtækjum.

Fyrirkomulag námsins Nemendur þurfa nokkrum sinnum á námstímanum að sækja nokkurra daga kennslulotur við HA. Þá eru gerðar tilraunir á rannsóknastofu og farið í aðrar verklegar æfingar. Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins finnur þú á bls. 41

skrifstofustjóri viðskipta- og raunvísindasviðs brautarstjóri

460 8037 460 8920

asa@unak.is hreidar@unak.is 35


Nemendur í viðskiptafræði sýndu fram á mögulega lækkun á framleiðslukostnaði hjá Kalda bruggsmiðju um 31% á ári í verkefnavinnu í gæðastjórnun.

36


Viðskipta- og raunvísindasvið

Viðskiptadeild

Viðskiptafræði BS

Viðskiptafræði og sjávarútvegsfræði

3 ára nám 180 ECTS einingar

4 ára nám 240 ECTS einingar

Viðskiptafræði BS Nám við Háskólann á Akureyri veitir ákveðinn sveigjanleika en er krefjandi á sama tíma. Á mínum háskólaárum ferðaðist ég mikið og varð móðir. Með skipulagningu og góðum samskiptum var meistaranám möguleiki fyrir mig. Lísbet Hannesdóttir, ráðningar Capacent

Vilt þú verða ríkur? Þessi spurning heyrist oft. Margir trúa því að nám í viðskiptafræði opni dyr að auðæfum. Ekki er á það treystandi en hins vegar má ganga út frá því sem gefnu að nám í viðskiptafræði opni marga starfsmöguleika, hjá fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum, eða þá sjálfstætt. Nemendur í viðskiptafræði geta einnig fengið gráðu í sjávarútvegsfræði og bæta þá við einu ári. Þá útskrifast þeir með tvær námsgráður.

Er viðskiptafræði fyrir þig?

• Stjórnun og markaðsfræði • Stjórnun og fjármál • Sjávarútveg sem aukagrein Mismikið vægi er lagt á mismunandi áherslulínur en almennt er lögð áhersla á að mennta nemendur til stjórnunar- og markaðsstarfa og til að gegna ábyrgðarstöðum í fjármálafyrirtækjum. Auk þess er veittur nauðsynlegur undirbúningur fyrir framhaldsnám í viðskiptafræðum. Nemendur vinna einstaklings- og hópverkefni í nánu samstarfi við fyrirtæki og stofnanir. Lögð er áhersla á gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð. Nemendur í viðskiptafræði geta einnig fengið gráðu í sjávarútvegsfræði með því að bæta við sig einu ári í sjávarútvegsgreinum. Þeir útskrifast þá með tvær gráður, bæði sem viðskiptafræðingar og sem sjávarútvegsfræðingar.

• Vilt þú geta valið úr störfum? • Hefur þú áhuga á markaðsmálum? • Hefur þú áhuga á að stofna og starfa í eigin fyrirtæki? • Hefur þú áhuga á stjórnun? • Langar þig til þess að skrifa um viðskipti í fjölmiðlum? • Langar þig í alþjóðleg viðskipti eða kannski á þing? • Hefur þú áhuga á fjármálum?

Möguleikar að námi loknu

Ef þessar spurningar vekja áhuga þinn getur verið að nám í viðskiptafræði henti þér vel.

Fyrirkomulag námsins

Áherslur námsins

Viðskiptafræðingar frá Háskólanum á Akureyri eru eftirsóttir starfskraftar og starfa meðal annars sem ráðgjafar, framkvæmdastjórar, fjármálastjórar, starfsmannastjórar, markaðsstjórar og verkefnastjórar. Námið er góður grunnur fyrir þá sem fara í framhaldsnám, bæði hérlendis og erlendis.

Allir nemendur þurfa nokkrum sinnum á námstímanum að sækja kennslulotur í HA. Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins finnur þú á bls. 43

Nemendur i viðskiptafræði geta lagt áherslu á:

Upplýsingar um námið veita Ása Guðmundardóttir Guðmundur Kristján Óskarsson

skrifstofustjóri viðskipta- og raunvísindasviðs deildarformaður

460 8037 460 8616

asa@unak.is gko@unak.is 37


Tölvunarfræðingar eiga kost á spennandi störfum úti um allan heim þar sem staður og stund skipta ekki lengur máli.

38


Viðskipta- og raunvísindasvið

Tölvunarfræði í samstarfi við HR

Tölvunarfræði Diplóma/BS 2 ára nám 120 ECTS einingar

3 ára nám 180 ECTS einingar

Tölvunarfræði Diplóma/BS Aðstaðan á Akureyri er mjög góð, þar færðu að vera hluti af góðum og samheldnum hóp sem hefur greiðan aðgang að dæmatímakennurum ásamt því að vera í góðum tengslum við kennarana í HR. Jóhann Ingi Bjarnason, ERP Forritari

tölvunarfræðinnar. Farið er í hugbúnaðarhönnun, stýrikerfi, netkerfi og gagnasöfn. Þú getur valið um tvær áherslulínur: • Forritunarlína – almenn tölvunarfræð • Viðskiptalína – tölvunarfræði með viðskiptafræði sem aukagrein

Nám í tölvunarfræði við Háskólann á Akureyri er byggt upp í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Nemendur eru skráðir í námið við HR og borga skólagjöld samkvæmt gjaldskrá þess skóla.

Í náminu er reynt að hafa jafnvægi á milli fræðilegrar undirstöðu og hagnýtrar þekkingar á nýjustu tækni og aðferðum.

Námsefni kemur frá HR. Kennsla fer fram í HA í sveigjanlegu námi og nemendur mæta vikulega í verkefnatíma. Nemendur hafa gott aðgengi að kennurunum bæði í HA og HR.

Möguleikar að námi loknu

Diplómagráðan er fyrir þá sem hafa áhuga á tölvunarfræði og vilja auka við þekkingu sína. Nemendur með háskólagráðu geta einnig bæt við sig BS-gráðu í tölvunarfræði á tveimur árum. Tölvunarfræði er alþjóðleg grein sem þróast gríðarlega hratt og möguleikarnir eru endalausir.

Er tölvunarfræði fyrir þig? • Hefur þú áhuga á að búa til tölvuleiki? • Vilt þú vinna við þróun á hugbúnaði? • Eru stór gagnasöfn og flókin netkerfi málið? • Langar þig til að kóða vefsíður? • Finnst þér sýndarveruleiki áhugaverður? • Er gervigreind heillandi? • Kannt þú að beygja orðið tölva?

Námið er skipulagt sem fullt nám í tvö eða þrjú ár.

Nám í tölvunarfræði er góður undirbúningur fyrir þátttöku í atvinnulífinu og traust undirstaða fyrir framhaldsnám bæði hérlendis og erlendis. Námið opnar möguleika á því að taka þátt í öflugu rannsóknaog nýsköpunarstarfi í samstarfi við innlendar og erlendar rannsóknastofnanir og fyrirtæki. Tölvunarfræðingar eru eftirsóttir starfskraftar og eiga kost á fjölbreytilegum störfum. Tölvunarfræði skarast við margar greinar, svo sem stærðfræði, sálfræði, verkfræði, lífupplýsingafræði og viðskiptafræði, svo einhverjar séu nefndar.

Fyrirkomulag náms Námsefni kemur frá HR. Kennsla fer fram í HA í sveigjanlegu námi og nemendur mæta vikulega í verkefnatíma. Nemendur hafa gott aðgengi að kennurunum bæði í HA og HR.

Ef þessar spurningar vekja áhuga þinn getur verið að nám í tölvunarfræði henti þér vel.

Í verkefnatímum er bæði unnið að einstaklings- og hópverkefnum með samnemendum.

Áherslur námsins

Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsins finnur þú á bls. 42

Megináhersla er lögð á forritun ásamt fleiri grunnfögum Upplýsingar um námið veitir Ólafur Jónsson

verkefnastjóri

460 8097

olafurj@unak.is 39


Hjúkrunarfræði BS 1. ár

2. ár

3. ár

Haust

Vor

Haust

Hjúkrunarfræði I

Lífefnafræði

Heilsufarsmat

Líffærafræði I

Hjúkrunarfræði II

Siðfræði heilbrigðisstétta

Líffærafræði II

Inngangur að heilHjúkrunarfræði III brigðisfræðslu Hjúkrunarfræði IV Heilsa og sam-

Lífeðlisfræði

félagið

Hjúkrunarfræði V

Vöxtur og þroski

Samskipti og fagleg tengsl

Lyfjafræði

Vefja- og frumulíffræði Vinnulag í háskólanámi

Vor

Sýkla-, ónæmisog veirufræði

Rannsóknaraðferðir og tölfræðileg greining

4. ár

Haust

Vor

Haust

Vor

Geðhjúkrun

Heilbrigðisfræðsla og þekkingarmiðlun

Barnahjúkrun

Heilbrigði kvenna

Bráðahjúkrun

Stjórnun, nýsköpun og forysta

Hjúkrun fullorðinna með vefræna sjúkdóma I Hjúkrun fullorðinna með vefræna sjúkdóma II Stjórnunarfræði

Samfélagshjúkrun II

Hjúkrun fullorðinna með vefræna sjúkdóma III

Valnámskeið á meistarastigi*

Öldrunarhjúkrun

Hjúkrun fullorðinna með vefræna sjúkdóma IV Samfélagshjúkrun I

*Námskeiðin Eigindlegar rannsóknir og Megindlegar rannsóknir verða í boði á hverju vormisseri og því til viðbótar 4–6 mismunandi námskeið á meistarastigi. Þessi námskeið verða aðgengileg í námsskrá framhaldsnámsdeildar heilbrigðisvísindasviðs.

Iðjuþjálfunarfræði BS 1. ár

2. ár

3. ár

Haust

Vor

Haust

Vor

Haust

Vor

Bygging og starfsemi: Mannslíkaminn

Athafnir og þátttaka

Bygging og starfsemi: Stoðkerfið

Bygging og starfsemi: Skyn og hreyfistjórnun

Bygging og starfsemi: Heilinn

Fræðileg skrif og gagnreynt starf

Leiðsögn og lærdómur

Efnisheimur, aðgengi og tækni Hreyfing og heilsa

Félagslegt umhverfi, stuðningur og tengsl

Nýsköpun

Samskipti og fagleg tengsl

Heilsa og heilsuefling Inngangur að iðjuþjálfunarfræði

Hugmyndir og sjónarmið í iðjuþjálfunarfræði Mats- og mælifræði Námið og nemandinn

Velferð, viðhorf og umhverfi

Vinnulag í háskólanámi

Þjónusta og vettvangur

Valnámskeið á áherslusviði

Rannsóknaraðferðir og tölfræðileg greining

Hugur og heilsa

Þjónustuferli og fagleg rökleiðsla 1: Hreyfanleiki

Þjónustuferli og fagleg rökleiðsla 2: Hugarstarf

Stjórnunarfræði

Fjölmiðlafræði BA 2. ár

3. ár

Haust

Vor

Haust

Vor

Haust

Vor

Félagsvísindatorg I

Hugmyndafræði og saga 20. aldar

Einstaklingur og samfélag

Fjölmiðlar nær og fjær

Íslenskir fjölmiðlar I

Fjölmiðlarýni II

Kynjafræði

Staða og ábyrgð fjölmiðlamanns

Eigindlegar rannsóknaraðferðir

Fjölmiðlarýni I

Ljósvakamiðlun

Inngangur að fjölmiðlafræði

Nýmiðlun: Internet og samfélagsmiðlar

Kenningar í fjölmiðlafræði

Málstofa í nútímafræði I

Hagfræðileg greining

Prentmiðlun

Alþjóðastjórnmál / Alþjóðasamskipti

BA-verkefni í fjölmiðlafræði

Bundið val

Bundið val

Iðnbylting og hnattvæðing Mannfræðileg greining Gagnrýnin hugsun

Félagsvísindatorg II

Vinnulag í háskólanámi

Rannsóknaraðferðir og tölfræðileg greining

Inngangur að félagsvísindum

Stjórnmálafræðileg greining

Bundið val

Íslenskir fjölmiðlar II

Saga fjölmiðlunar

Nútímafræði BA 1. ár

3. ár

Haust

Vor

Haust

Vor

Haust

Vor

Félagsvísindatorg I

Hugmyndafræði og saga 20. aldar

Þjóð, kynþáttur og þjóðernishyggja

Inngangur að heimspeki

Nútímahugtakið

Málstofa í nútímafræði IV

Eigindlegar rannsóknaraðferðir

Íslenskar bókmenntir

Málstofa í nútímafræði II

Frá Rómarveldi til frönsku byltingarinnar

Málstofa í nútímafræði I

Valnámskeið á áherslusviði

Félagsvísindatorg II

Kynjafræði

Siðfræði og álitamál

Valnámskeið á áherslusviði

Valnámskeið á áherslusviði

Iðnbylting og hnattvæðing Íslenskt mál Gagnrýnin hugsun Vinnulag í háskólanámi Inngangur að félagsvísindum

40

2. ár

Valnámskeið á áherslusviði

Valnámskeið á áherslusviði

Málstofa í nútímafræði III Valnámskeið á áherslusviði Valnámskeið á áherslusviði Valnámskeið á áherslusviði

BA-verkefni í nútímafræði Valnámskeið á áherslusviði Valnámskeið á áherslusviði

Birt með fyrirvara um breytingu á námskrá

1. ár


Félagsvísindi BA 1. ár

2. ár

3. ár

Haust

Vor

Haust

Vor

Haust

Vor

Félagsvísindatorg I

Eigindlegar rannsóknaraðferðir

Íslenskar landsbyggðir í alþjóðlegu ljósi

Minnihlutahópar og félagslegt misrétti

BA-verkefni í félagsvísindum

Inngangur að fjölmiðlafræði

Ályktunartölfræði í félagsvísindum

Stjórnmálafræðileg greining

Fjölbreytileiki, félagsleg vandamál og löggæsla

Félagsvísindatorg II

Einstaklingur og samfélag

Fíkn og samfélag*

Iðnbylting og hnattvæðing Gagnrýnin hugsun Vinnulag í háskólanámi Inngangur að félagsvísindum

Rannsóknaraðferðir og tölfræðileg greining

Inngangur að lögreglufræði*

Kenningar í félagsvísindum

Íslenskt mál*

Afbrot og frávik

Saga sálfræðinnar* Inngangur að íslenskri lögfræði*

Hagfræðileg greining Skipulag rannsókna í félagsvísindum

Mannfræðileg greining

Hugmyndafræði og saga 20. aldar*

Saga fjölmiðlunar*

Þroskasálfræði

Vinnu- og skipulagssálfræði*

Löggæsla og afbrot í netheimum*

Réttarfélagsfræði*

Kynjafræði Alþjóðastjórnmál / Alþjóðasamskipti Sérverkefni í hug- og félagsvísindum*

Félagsgerð og lagskipting Fíkn og samfélag* Hugmyndafræði og saga 20. aldar* Valnámskeið á áherslusviði* Lögreglusálfræði*

Sérverkefni í hug- og félagsvísindum*

Vinnu- og skipulagssálfræði*

Þjóðir og menning á norðurslóðum*

Lögreglusálfræði*

Réttarfélagsfræði*

Þroskasálfræði*

Inngangur að íslenskri lögfræði*

Félagssálfræði*

Inngangur að íslenskri lögfræði*

Sérverkefni í hug- og félagsvísindum*

Sérverkefni í hugog félagsvísindum*

Saga fjölmiðlunar*

Siðfræði og álitamál*

Inngangur að norðurslóðafræði*

Valnámskeið á áherslusviði*

Rannsóknarverkefni í félagsvísindum*

Inngangur að norðurslóðafræði*

Valnámskeið á áherslusviði*

Valnámskeið á áherslusviði*

Félagssálfræði*

Siðfræði og álitamál* Þjóðir og menning á norðurslóðum*

Valnámskeið á áherslusviði*

*Val.

Sálfræði BA 1. ár

2. ár

3. ár

Haust

Vor

Haust

Vor

Haust

Vor

Almenn sálfræði

Atferlisfræði - Hugtök og undirstöður

Ályktunartölfræði í félagsvísindum

Fíkn og samfélag

Hagnýt sálfræði

Félagssálfræði

Heilinn, sjúkdómar og lyf

Siðfræði heilbrigðisstétta

Eigindlegar rannsóknaraðferðir

Hugfræði

Kynjafræði

Sálfræðimeðferðir

Félagsvísindatorg II

Rannsóknaraðferðir í atferlisgreiningu

BA-verkefni í sálfræði I

BA-verkefni í sálfræði II

Saga sálfræðinnar

Próffræði

Manngerðir

Lögreglusálfræði*

Tilraunasálfræði

Rannsóknaraðferðir og tölfræðileg greining

Líffræðilegar undirstöður hegðunar

Klínísk sálfræði

Námsálfræði

Þroskasálfræði

Valnámskeið á áherslusviði*

Vinnulag í háskólanámi

Heilsusálfræði

Þroski fullorðinna

Vinnu- og skipulagssálfræði

Félagsvísindatorg I

Hugræn taugavísindi

*Val.

Lögfræði BA 2. ár

3. ár

Haust

Vor

Haust

Vor

Haust

Vor

Réttarheimildafræði

Sakamálaréttarfar

Einkamálaréttarfar

Stjórnskipunarréttur

Fullnusturéttarfar

Lögfræðitorg I

Kennileg lögfræði

Samanburðaeignaréttur

Inngangur að íslenskri lögfræði

Lögfræðitorg II

Samanburðaeignaréttur

Alþjóðlegur einkamálaréttur

Evrópuréttur I: Stofnanir og réttarheimildir ESB/EES

Sameiginleg lagahefð Evrópu

Inngangur að refsirétti

Mannréttindasáttmáli Evrópu

Persónuréttur og jafnrétti

Evrópuréttur II: Innri markaður ESB og EES o.fl.

Inngangur að stjórnsýslurétti

Réttarfélagsfræði

BA-verkefni í lögfræði

Rómaréttur Jústíníanusar Vinnubrögð og gagnrýnin hugsun

Réttarsaga Íslands Lögskýringar

Þjóðaréttur

Kennarafræði BEd - íþróttakjörsvið 1. ár

Samanburðarsamningaréttur I Samanburðarstjórnskipunarréttur

Siðfræði starfsgreina

Hafréttur

Mannréttindalögfræði

*Nemendur velja hvort þeir taka valnámskeið að hausti eða vori. 2. ár

3. ár

Haust

Vor

Haust

Vor

Haust

Vor

Íslenskt mál

Nám og starf með upplýsingatækni

Grenndarkennsla

Lýðheilsa

Boltagreinar I

BEd-ritgerð

Saga og samfélag

Námskrár og áætlanagerð

Hreyfingafræði***

Íþróttafræði*

Rannsóknaraðferðir og tölfræðileg greining

Fimleikar og leikir

Almenningsíþróttir og líkamsrækt

Listir

Raunvísindi í námi og leik Siðfræði, hugmyndir og skólar

Vettvangsvika að hausti

Leikskólinn og foreldrar / Samskipti, samtalstækni og foreldrasamstarf****

Frjálsar íþróttir

Vinnulag í háskólanámi

Boltaleikir II og spaðaíþróttir

Íþróttasálfræði**

Leikur, kenningar og leikþroski / Kennsla námsumhverfi og námsefni****

Tjáning, túlkun og raddbeiting

Þroskakenningar, nemendur og nám

Vettvangsvika að vori

Sund

Birt með fyrirvara um breytingu á námskrá

1. ár

Skíði og skautar

*Tveggja daga vettvangsheimsókn er þáttur í námskeiðinu **Eða annað námskeið innan hug- og félagsvísindasviðs ***Athugið að námskeið i hreyfingafræði á vormisseri 2. árs er í endurskoðun ****Val um annaðhvort þessara námskeiða

41


Kennarafræði BEd - leikskólakjörsvið 1. ár

2. ár

3. ár

Haust

Vor

Haust

Vor

Haust

Vor

Íslenskt mál

Nám og starf með upplýsingatækni

Grenndarkennsla

Leikur, kenningar og leikþroski

Leikur sem kennsluaðferð

BEd-ritgerð

Leikskólar og foreldrar

Myndlist og myndsköpun***

Leikskólakennarinn*

Málþroski og bernskulæsi

Rannsóknaraðferðir og tölfræðileg greining

Saga og samfélag Listir Vinnulag í háskólanámi

Námskrár og áætlanagerð

Samtímalist

Raunvísindi í námi og leik Siðfræði, hugmyndir og skólar

Vettvangsvika að hausti

Vettvangsvika að vori

Þroskakenningar, nemendur og nám

Tónlist og tónlistaruppeldi**

Náttúruvísinda- og stærðfræðikennsla yngri barna**

Vettvangsnám og æfingakennsla Barnið í samfélaginu***

Tjáning, túlkun og raddbeiting***

Vísindasmiðja

Myndlist og myndlistauppeldi***

Trúarbrögð***

Barna- og unglingabókmenntir***

Sjálfbærni og umhverfismennt***

Stjórnun í leikskóla***

*Tveggja daga vettvangsheimsókn er þáttur í námskeiðinu **Eða annað námskeið innan hug- og félagsvísindasviðs ***Val

Kennarafræði BEd - grunnskólakjörsvið 1. ár

2. ár

3. ár

Haust

Vor

Haust

Vor

Haust

Vor

Íslenskt mál

Nám og starf með upplýsingatækni

Grenndarkennsla

Íslenska fyrir kennara*

Enska

BEd-ritgerð

Námskrár og áætlanagerð

Kennsla, námsumhverfi og námsefni

Íslenskar bókmenntir

Vettvangsnám og æfingakennsla

Myndlist og myndsköpun***

Barnið í samfélaginu***

Stærðfræði og stærðfræðikennsla

Byrjendalestur

Tjáning, túlkun og raddbeiting***

Myndlist og myndlistaruppeldi***

Grunnskólakennarinn* Saga og samfélag

Rannsóknaraðferðir og tölfræðileg greining

Listir

Raunvísindi í námi og leik

Vinnulag í háskólanámi

Siðfræði, hugmyndir og skólar

Vettvangsvika að hausti Náttúruvísindi og náttúruvísindakennsla**

Þroskakenningar, nemendur og nám

Samskipti, samtalstækni og foreldrasamstarf*

Trúarbrögð***

Barna- og unglinga­ bókmenntir***

Vettvangsvika að vori*

Sjálfbærni og umhverfismennt***

Íslenska og samskipti***

Tölvur, myndlist og kennsla**

Ritun og skapandi skrif***

Kennslufræði tungumála***

Íslenska***

Landafræði og saga***

*Tveggja daga vettvangsheimsókn er þáttur í námskeiðinu **Eða annað námskeið innan hug- og félagsvísindasviðs ***Val

Lögreglufræði fyrir starfandi lögreglumenn - grunndiplóma

Lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn - grunndiplóma

1. ár

1. ár

2. ár

Haust

Vor

Haust

Vor

Haust

Vor

Haust

Vor

Félagsvísindatorg

Afbrot og frávik

Afbrot og frávik

Félagsvísindtorg II

Löggæsla og afbrot í netheimum

Félagsvísindatorg I

Lögreglusálfræði

Lögreglusálfræði

Inngangur að íslenskri lögfræði

Lagaumhverfi lögreglu

Fjölbreytileiki, félagsleg vandamál og löggæsla

Lögreglurannsóknir

Inngangur að lögreglufræði

Félagsvísindatorg II

Fjölbreytileiki, félagsleg vandamál og löggæsla

Löggæsla og afbrot í netheimum

Vinnulag í háskólanámi

Rannsóknaraðferðir og tölfræðileg greining

Samskipti og upplýsingaöflun lögreglu

Lögreglurannsóknir

Inngangur að félagsvísindum

Sakamálaréttarfar

Samskipti og upplýsingaöflun lögreglu

Siðfræði starfgreina

Inngangur að íslenskri lögfræði

Ofbeldi, vald og kyn

Vinnulag í háskólanámi

Inngangur að refsirétti

Inngangur að félagsvísindum

Nemendur á þessari námsbraut hafa lokið Lögregluskóla ríkisins og hafa þriggja ára starfsreynslu. Þeir fá metið starfsnám í lögreglufræði auk inngangsnámskeiðs að lögreglufræðum, alls 30 ECTS einingar upp í diplómugráðuna.

Lagaumhverfi lögreglu Rannsóknar­ aðferðir og tölfræðileg greining Sakamálaréttarfar Starfsnám í lögreglufræði I*

Ofbeldi, vald og kyn

Siðfræði starfsgreina

Refsiréttur

Starfsnám í lögreglufræði III**

Starfsnám í lögreglufræði II**

Starfsnám í lögreglufræði IV***

*Aðeins ætlað þeim sem hyggjast ljuka tveggja ára diplómanámi til starfsréttinda. **Aðeins nemendur sem hafa heimild til að stunda starfsnám geta setið námskeiðið.

Lögreglu- og löggæslufræði BA 1. ár

2. ár

Haust

Vor

Haust

Vor

Haust

Félagsvísindatorg I

Afbrot og frávik Félagsvísindatorg II

Löggæsla og afbrot í netheimum

Valnámskeið á áherslusviði* Fíkn og samfélag

Lögreglusálfræði Inngangur að lögreglufræði

Lagaumhverfi lögreglu

Fjölbreytileiki, félagsleg vandamál og löggæsla

Lögreglurannsóknir

Ályktunartölfræði í félagsvísindum

Málstofa í lögreglufræði II

Samskipti og upplýsingaöflun lögreglu

Siðfræði starfsgreina

Málstofa í lögreglufræði I Réttarfélagsfræði

Mannréttindasáttmáli Evrópu

Ofbeldi, vald og kyn

Félagsgerð Íslands: Þjóðfélagsþróun og þéttbýlisvæðing*

Refsiréttur I

Kennileg lögfræði*

Einstaklingur og samfélag*

Réttarheimildafræði*

Persónuréttur og jafnrétti*

Vinnu- og skipulagssálfræði*

Saga sálfræðinnar*

Kenningar í félagsvísindum*

Vinnu- og skipulagssálfræði*

Inngangur að íslenskri lögfræði

Rannsóknar­aðferðir og tölfræðileg greining Sakamálaréttarfar

Vinnulag í háskólanámi

Kennileg lögfræði*

Inngangur að félagsvísindum

Kenningar í félagsvísindum* Valnámskeið á áherslusviði*

Valnámskeið á áherslusviði* *Valnámskeið

42

3. ár

Valnámskeið á áherslusviði*

Einstaklingur og samfélag*

Valnámskeið á áherslusviði

Vor

BA-verkefni í lögregluog löggæslufræði

Birt með fyrirvara um breytingu á námskrá

2. ár


Líftækni BS - heilbrigðislíftækni 1. ár

2. ár

3. ár

Haust

Vor

Haust

Vor

Haust

Vor

Almenn efnafræði

Hagnýt efnafræði

Eðlisfræði 1

Sameindaerfðafræði

Hagnýtt verkefni I

Gæðaframleiðsluferlar

Líffræði

Erfðafræði

Lífeðlisfræði

Líftæknileg örverufræði

Lyfjafræði

Líftækni

Rannsóknararðferðir og tölfræðileg greining

Lífefnafræði

Matvælafræði

Lífupplýsingatækni

Líffærafræði II

Hagnýt stærðfræði I

Stærðfræði II

Líffærafræði I

Valnámskeið

Ónæmisfræði

Lokaverkefni fyrri hluti

Vinnulag í háskólanámi

Vistfræði

Vefja- og frumulíffræði

Valnámskeið

Valnámskeið

Lokaverkefni seinni hluti

Örverufræði

Líftækni BS - auðlindalíftækni 1. ár

2. ár

3. ár

Haust

Vor

Haust

Vor

Haust

Vor

Almenn efnafræði

Hagnýt efnafræði

Eðlisfræði 1

Sameindaerfðafræði

Fjármál I (fyrirtækja)

Gæðaframleiðsluferlar

Líffræði

Erfðafræði

Lífeðlisfræði

Hagnýtt verkefni I

Lokaverkefni fyrri hluti

Líftækni

Rannsóknaraðferðir og tölfræðileg greining

Lífefnafræði

Matvælafræði

Líftæknileg örverufræði

Lokaverkefni seinni hluti

Hagnýt stærðfræði I

Stærðfræði II

Stjórnun I

Rekstrarstjórnun

Lífupplýsingatækni

Valnámskeið

Vinnulag í háskólanámi

Vistfræði

Valnámskeið

Valnámskeið

Ónæmisfræði

Valnámskeið

Örverufræði

Örveruvistfræði Norðurslóða*

*Valnámskeið

Náttúru- og auðlindafræði Diplóma - auðlindagrunnur

Náttúru- og auðlindafræði Diplóma - náttúruvísindagr.

1. ár

1. ár

2. ár

2. ár

Haust

Vor

Haust

Vor

Haust

Vor

Haust

Vor

Almenn efnafræði

Hagnýt efnafræði

Eðlisfræði I

Almenn efnafræði

Hagnýt efnafræði

Eðlisfræði I

Líffræði

Fiskifræði

Fjárhagsbókhald

Fiskur sem matvæli

Líffræði

Fiskifræði

Erfðafræði

Sameindaerfðafræði

Hagnýt stærðfræði I

Rannsóknaraðferðir og tölfræðileg greining

Fjármál I - fyrirtækja

Vinnslutækni

Hagnýt stærðfræði I

Lífeðlisfræði

Valnámskeið

Matvælafræði

Valnámskeið

Stærðfræði II

Valnámskeið

Vistfræði

Stærðfræði II

Haf- og veðurfræði

Vinnulag í háskólanámi

Rannsóknaraðferðir og tölfræðileg greining

Lífefnafræði

Vistfræði Valnámskeið

Líftækni

Örverufræði

Valnámskeið

Örverufræði

Sjávarlíffræði

Örverufræði

Vinnulag í háskólanámi Íslenskur sjávarútvegur

Sjávarútvegsfræði BS 2. ár

3. ár

Haust

Vor

Haust

Vor

Haust

Vor

Almenn efnafræði

Hagnýt efnafræði

Eðlisfræði 1

Ársreikningurinn

Fiskeldi I

Auðlinda- og umhverfishagfræði

Líffræði

Fiskifræði

Fjárhagsbókhald

Fiskur sem matvæli

Stofnstærðarfræði fiska

Alþjóðlegur sjávarútvegur

Íslenskur sjávarútvegur

Fjármál I (fyrirtækja)

Rekstrarhagfræði I

Framleiðslukerfi

Rekstrarstjórnun

Hagnýt stærðfræði I

Rannsóknaraðferðir og tölfræðileg greining

Haf- og veðurfræði

Vinnslutækni

Sjávarlíffræði

Lokaverkefni fyrri hluti

Vinnulag í háskólanámi

Stærðfræði II

Markaðsfræði I

Þjóðhagfræði

Veiðitækni

Lokaverkefni seinni hluti

Örverufræði

Sjávarútvegs- og viðskiptafræði BS 1. ár

2. ár

3. ár

4 ár

Haust

Vor

Haust

Vor

Haust

Vor

Haust

Vor

Almenn efnafræði

Hagnýt efnafræði

Eðlisfræði 1

Ársreikningurinn

Framleiðslukerfi

Áætlanagerð

Alþjóðaviðskipti

Líffræði

Fiskifræði

Fjárhagsbókhald

Sjávarlíffræði

Íslenskur sjávarútvegur

Stærðfræði II

Haf- og veðurfræði

Fiskur sem matvæli

Fjármál II (fjármálamarkaðir)

Tölfræðileg greining - hagrannsóknir Viðskiptalögfræði

Fiskeldi I

Alþjóðlegur sjávarútvegur

Hagnýt stærðfræði I

Rannsóknaraðferðir og tölfræðileg greining

Rekstrarhagfræði I

Vinnulag í háskólanámi

Örverufræði

Markaðsfræði I Fjármál I (fyrirtækja)

Vinnslutækni Þjóðhagfræði

Veiðitækni Stofnstærðarfræði fiska

Markaðsfræði II (auglýsingar og kynningarmál) Rekstrarstjórnun Auðlinda- og umhverfishagfræði

Skattskil Stjórnun I Stjórnun II (mannauður)

Kostnaðarbókhald

Birt með fyrirvara um breytingu á námskrá

1. ár

Lokaverkefni fyrri hluti Lokaverkefni seinni hluti

43


Tölvunarfræði BS - forritunarlína 1. ár

2. ár

3. ár

Haust

Vor

Haust

Vor

Haust

Vor

Forritun

Gagnaskipan

Grunnatriði stýrikerfa

Tölvusamskipti

Högun leikjavéla*

Tölvuhögun

Vefforritun

Stærðfræðigreining og tölfræði

Forritunarmál

Tölvugrafík*

Gervigreind*

Strjál stærðfræði 1

Strjál stærðfræði 2

Reiknirit

Vefforritun 2*

Greining og hönnun hugbúnaðar

Gagnasafnsfræði

Hugbúnaðarfræði

Vöruþróun og nýsköpun (HA)

Hönnun og smíði hugbúnaðar* Advanced Game Design & Development* Vefþjónustur*

Verklegt námskeið 2

Valfag / Óákveðið

Forritunarmálið Python*

Hönnun og þróun tölvuleikja*

Verklegt námskeið 1

Lokaverkefni

Þróun smáforrita - Android

*Val á viðkomandi braut í HR.

Tölvunarfræði BS - viðskiptalína 2. ár

3. ár

Haust

Vor

Haust

Vor

Haust

Vor

Forritun

Gagnaskipan

Grunnatriði stýrikerfa

Tölvusamskipti

Kostnaðarbókhald (HA)

Tölvuhögun

Vefforritun

Stærðfræðigreining og tölfræði

Forritunarmál

Fjárhagsbókhald (HA)

Ársreikningurinn (HA)

Strjál stærðfræði 1

Strjál stærðfræði 2

Reiknirit

Vöruþróun og nýsköpun (HA)

Greining og hönnun hugbúnaðar

Gagnasafnsfræði

Hugbúnaðarfræði

Rekstrarhagfræði 1 (HA)

Hagnýtar aðgerðarannsóknir (HA)

Verklegt námskeið 2

Valfag / óákveðið

Rekstrarstjórnun (HA)

Fjármál 1 - fyrirtækja (HA)

Fjármál 2 / Markaðsfræði 2 (HA valfag)

Markaðsfræði 1 (HA)

Lokaverkefni

Verklegt námskeið 1

Þróun smáforrita - Android*

Tölvunarfræði Diplóma 1. ár

1. ár

2. ár

Haust

Vor

Haust

Vor

Haust

Vor

Haust

Vor

Forritun

Gagnaskipan

Tölvusamskipti

Forritun

Gagnaskipan

Tölvuhögun

Vefforritun

Reiknirit

Grunnatriði stýrikerfa

Tölvuhögun

Vefforritun

Stærðfræðigreining og tölfræði

Grunnatriði stýrikerfa

Strjál stærðfræði 1

Strjál stærðfræði 2*

Hugbúnaðarfræði

Forritunarmál*

Strjál stærðfræði 1

Strjál stærðfræði 2

Reiknirit

Forritunarmál

Hugbúnaðarfræði

Greining og hönnun hugbúnaðar

Gagnasafnsfræði

Valfag / óákveðið

Lokaverkefni

Greining og hönnun hugbúnaðar

Gagnasafnsfræði

Tölvusamskipti

Vöruþróun og nýsköpun (HA)

Verklegt námskeið 1

Verklegt námskeið 2

Verklegt námskeið 2

Þróun smáforrita Android*

**Háð því að HR meti inn 60 ECTS.

44

Tölvunarfræði BS - almenn** (viðbótargráða við aðra háskólagráðu) 2. ár

Þróun smáforrita - Android*

Vefforritun 2*

Verklegt námskeið 1

Lokaverkefni

Birt með fyrirvara um breytingu á námskrá

1. ár


Viðskiptafræði BS - stjórnun og markaðsgreinar 1. ár

2. ár

3. ár

Haust

Vor

Haust

Vor

Haust

Vor

Stjórnun I

Ársreikningurinn

Stjórnun II (mannauður)

Markaðssetning þjónustu

Markaðsleg boðmiðlun

Markaðsfræði I

Rekstrarstjórnun

Skattskil

Fjármál II (fjármálamarkaðir)

Stefnumótun

Verkefnastjórnun*

Vinnulag í háskólanámi

Rekstrarhagfræði I

Alþjóðaviðskipti

Neytendahegðun

Gæðastjórnun I*

Fjárhagsbókhald

Þjóðhagfræði I

Markaðsrannsóknir spurningakannanir

Rannsóknaraðferðir og tölfræðileg greining

Stjórnun III (skipulagsheildin)*

Stærðfræði II*

Hagnýt stærðfræði I

Markaðsfræði II (auglýsingar og kynningarmál) Áætlanagerð

Tölfræðileg greining - hagrannsóknir*

Kostnaðarbókhald

Viðskiptabréfa- og verðbréfamarkaðsréttur**

Fjármál III (afleiður)*

BS-ritgerð**

Fjármál I (fyrirtækja) Viðskiptalögfræði

Vöruþróun og nýsköpun*

Hagnýtar aðgerðarannsóknir* *Valnámskeið **Hægt er að velja á milli þess að skrifa BS-ritgerð og taka Vöruþróun og eitt valnámskeið.

Viðskiptafræði BS - stjórnunar- og fjármálagreinar 1. ár

2. ár

3. ár

Haust

Vor

Haust

Vor

Haust

Vor

Vinnulag í háskólanámi

Rekstrarstjórnun

Hagnýt stærðfræði I

Ársreikningurinn

Tölfræðileg greining - hagrannsóknir

Fjármál II (fjármálamarkaðir)

Hagnýtar aðgerðarannsóknir

Viðskiptabréfa- og verðbréfamarkaðsréttur

Stjórnun I

Rekstrarhagfræði I

Stefnumótun

Markaðsleg boðmiðlun*

Þjóðhagfræði I

Fjármál I (fyrirtækja)

Kostnaðarbókhald

Markaðsfræði I

Alþjóðaviðskipti

Fjármál III (afleiður)

Fjárhagsbókhald

Rannsóknaraðferðir og tölfræðileg greining

Skattskil

Stærðfræði II

Neytendahegðun*

Stjórnun II (mannauður)

Áætlanagerð

Markaðsrannsóknir - spurningakannanir*

Markaðsfræði II (auglýsingar og kynningarmál)*

Viðskiptalögfræði

Gæðastjórnun*

Stjórnun III (skipulagsheildin)*

Verkefnastjórnun*

Markaðssetning þjónustu*

BS-ritgerð**

Vöruþróun og nýsköpun*

*Valnámskeið **Hægt er að velja á milli þess að skrifa BS-ritgerð og taka Vöruþróun og nýsköpun og eitt valnámskeið.

Viðskiptafræði BS - sjávarútvegur 2. ár

3. ár

Haust

Vor

Haust

Vor

Haust

Vor

Fjárhagsbókhald

Rekstrarstjórnun

Fjármál I (fyrirtækja)

Alþjóðaviðskipti

Fiskeldi I

Fiskifræði

Markaðsfræði I

Ársreikningurinn

Áætlanagerð

Rannsóknaraðferðir og tölfræðileg greining

Stofnstærðarfræði fiska

Vinnslutækni

Stjórnun I

Tölfræðileg greining - hagrannsóknir

Hagnýt stærðfræði I Vinnulag í háskólanámi

Viðskiptalögfræði

Fjármál II (fjármálamarkaðir)

Rekstrarhagfræði I

Skattskil

Kostnaðarbókhald

Þjóðhagfræði I

Stjórnun II (mannauður)

Markaðsfræði II (auglýsingar og kynningarmál)

Haf- og veðurfræði

Auðlinda- og umhverfishagfræði

Íslenskur sjávarútvegur

Lokaverkefni fyrri hluti*

Veiðitækni

Lokaverkefni seinni hluti*

*Hægt er að taka valnámskeið í stað lokaverkefnis

Viðskipta- og sjávarútvegsfræði BS 1. ár

2. ár

3. ár

4. ár

Haust

Vor

Haust

Vor

Haust

Vor

Haust

Vor

Fjárhagsbókhald

Ársreikningurinn

Alþjóðaviðskipti

Rannsóknaraðferðir og tölfræðileg greining

Almenn efnafræði

Auðlinda- og umhverfishagfræði

Eðlisfræði I

Markaðsfræði I

Fjármál I (fyrirtækja)

Alþjóðlegur sjávarútvegur

Fjármál II (fjármálamarkaðir)

Fiskeldi I

Hagnýt efnafræði

Stofnstærðarfræði fiska

Fiskifræði

Rekstrarhagfræði I

Tölfræðileg greining - hagrannsóknir

Rekstrarstjórnun

Viðskiptalögfræði

Þjóðhagfræði I

Skattskil

Stjórnun I Hagnýt stærðfræði I Vinnulag í háskólanámi

Stjórnun II (mannauður)

Áætlanagerð

Kostnaðarbókhald Markaðsfræði II (auglýsingar og kynningarmál)

Líffræði Íslenskur sjávarútvegur

Fiskur sem matvæli Örverufræði

Framleiðslukerfi Haf- og veðurfræði Sjávarlíffræði Veiðitækni

Stærðfræði II

Birt með fyrirvara um breytingu á námskrá

1. ár

Vinnslutækni Lokaverkefni fyrri hluti Lokaverkefni seinni hluti

45


46


Sveigjanlegt nám Háskólinn á Akureyri var stofnaður 1987 og fagnaði því 30 ára afmæli 2017. Með stofnun skólans var stigið stórt skref til að bæta aðgengi að háskólamenntun á Íslandi en eftir sem áður áttu margir þess enn ekki kost að stunda háskólanám í sinni heimabyggð. Árið 1998 var farið að nýta fjarfundatækni til að bjóða upp á nám í hjúkrunarfræði á Ísafirði og allar götur síðan hefur Háskólinn á Akureyri verið í fararbroddi við að nýta nýjustu tækni til að bæta aðgengi fólks um allt land að háskólanámi. Áður var gjarnan talað um fjarnám og staðarnám en nú til dags er fremur við hæfi að tala um sveigjanlegt nám. Hvað er sveigjanlegt nám? Þróun í kennsluháttum og tækni hefur gert það að verkum að skilin milli staðarnáms og fjarnáms hafa orðið sífellt ógreinilegri. Sama námsefni er þannig almennt nýtt af bæði staðarnemum og fjarnemum. Í námskeiðum sem byggjast á fyrirlestrum er fyrirkomulagið með þeim hætti að fyrirlestrar eru teknir upp og nemendur geta þannig kosið að mæta í tímana eða horfa á þá í rauntíma eða á sínum tíma, allt eftir hentugleika. Staðarnemar geta, jafnt sem fjarnemar, nýtt sér upptökurnar og þátttaka í tímum og verkefnum fer fram í umræðu- og verkefnahópum í skólanum og á netinu. Í staðarlotum er svo lögð áhersla á hópverkefni og verkefni undir handleiðslu kennara. Kröfur um þátttöku í staðarlotum á Akureyri eru misjafnar eftir námsleiðum en allir nemendur ættu að gera ráð fyrir því að sækja kennslulotur á Akureyri einu sinni, tvisvar, þrisvar eða oftar á misseri. Skrifleg próf (hlutapróf og lokapróf) eru haldin í Háskólanum á Akureyri en einnig á nokkrum öðrum viðurkenndum prófstöðum víðsvegar um landið. Nemendum sem vilja þreyta próf annars staðar en á Akureyri er bent á að kynna sér vel hvaða staði er um að ræða og þær reglur sem um slíkt gilda. Framboð Háskólans á Akureyri á háskólanámi óháð búsetu hefur haft mikil áhrif á menntunarstig á öllu landinu enda starfa um 80% nemenda í sinni heimabyggð 5 árum eftir brautskráningu. • Allt grunnnám við Háskólann á Akureyri er sveigjanlegt nám sem þýðir að engu skiptir hvort þú ert staðarnemi eða fjarnemi. Allir fylgja sömu námskránni og hafa aðgang að sama námsefninu. • Allir hefðbundnir fyrirlestrar eru teknir upp og settir á kennsluvef. Þannig getur þú horft á fyrirlestra þegar þér hentar og eins oft og þú vilt. Þú getur jafnvel hægt á eða hraðað hljóðinu. • Allir nemendur koma nokkrum sinnum á námstímanum í stuttar kennslulotur til Akureyrar þar sem megináhersla er lögð á verkefnavinnu og umræður. Þar gefst þér tækifæri til að hitta kennara, samnemendur og annað starfsfólk háskólans og tengjast enn betur háskólasamfélaginu þínu.

47


48


Þjónusta við nemendur Bókasafn og upplýsingaþjónusta Á bókasafni hafa nemendur aðgang að fræðibókum og á vef safnsins eru opin margvísleg rafræn gagnasöfn og tímarit sem tengjast fræðasviðum háskólans. Starfsfólk safnsins leggur áherslu á að veita nemendum faglega og persónulega þjónustu. Það veitir ráðgjöf og aðstoð við upplýsingaleit og annast einnig kennslu og þjálfun nemenda í upplýsingalæsi, þ.e. í að finna, hagnýta og meta áreiðanleika upplýsinga með ábyrgum hætti. Nemendur geta einnig bókað bókasafnsfræðing og fengið ráðgjöf við upplýsingaöflun og heimildavinnu. Samskiptaforritið Zoom er notað ef nemendur eru ekki á staðnum. Lesaðstaða Sérstök rými sem ætluð eru til lesturs og vinnu eru á bókasafni og í Miðborg. Með aðgangskortum að húsnæðinu hafa nemendur aðgang að lesrýmum á bókasafni allan sólarhringinn. Ritver Markmið Ritvers HA er að veita nemendum stuðning við fræðileg skrif, heimildanotkun, upplýsingaöflun, tæknileg atriði og önnur viðfangsefni í ritunarferlinu er snerta verkefni í smíðum. Það er staðsett á bókasafninu en að auki er samskiptaforritið Zoom notað fyrir þá nemendur sem ekki geta komið á staðinn. Tölvuumhverfi Hægt er að tengjast þráðlausu neti á öllu háskólasvæðinu og með því móti geta nemendur unnið á eigin tölvur á staðnum. Á bókasafni skólans eru einnig tölvur sem nemendur hafa aðgang að. Náms- og starfsráðgjöf Háskólanám gerir kröfur um sjálfstæð vinnubrögð og vinnuframlag sem kemur nemendum oft á óvart. Eitt af hlutverkum náms- og starfsráðgjafa er að gefa ráð og veita leiðbeiningar um hvernig hægt er að tileinka sér agaðar námsvenjur, góða námstækni og tímastjórnun. Háskólaárin geta verið tími mikilla breytinga hjá nemendum, bæði persónulegra og félagslegra, og námsálag getur verið mikið. Þá er hægt að leita til námsog starfsráðgjafa sem leiðbeinir nemendum um hvernig hægt sé að bregðast við. Í ráðgjöfinni er beitt aðferðum sem miða að því að efla einstaklinginn til vitundar um eigin verðleika og eigin hæfileika til að leita lausna á því sem við blasir hverju sinni. Einnig er lögð áhersla á að styðja og styrkja einstaklinginn til vitundar um hvaða bjargráð viðkomandi býr yfir og til þess að átta sig á styrkleikum sínum. Miðstöð náms- og starfsráðgjafar hefur umsjón með málefnum fatlaðra nemenda og nemenda sem eiga við hvers konar námsörðugleika að stríða. Þar er líka í boði almenn námsráðgjöf til væntanlegra nemenda ásamt ráðgjöf og leiðbeiningum um námsval. Náms- og starfsráðgjafar Háskólans á Akureyri eru: Solveig Hrafnsdóttir 460 8034 Árný Þóra Ármannsdóttir 460 8038 radgjof@unak.is Afgreiðslutími er alla virka daga kl. 09.00–15.00. Opnir viðtalstímar eru alla virka daga kl. 13.30–14.30. Hægt er að bóka fastan viðtalstíma í netfanginu radgjof@unak.is. Fyrir þá sem ekki komast á staðinn er hægt að bóka fjarfund með ráðgjafa eða bóka tíma í fjærveru/vélmenni. 49


50


Skiptinám Ég mæli með því við hvern þann sem vill; útvíkka heimssýn sína, bæta sig í tungumálum og samskiptum, öðlast akademíska reynslu á erlendri grundu, verða sjálfstæðari, taka aukna ábyrgð á eigin lífi og gjörðum og síðast en ekki síst eignast vini frá öllum heimshornum til lífstíðar...að fara í skiptinám! Jón Hlífar Aðalsteinsson, nemi í sjávarútvegsfræði

Nemendur eiga kost á að taka hluta af námi sínu við erlenda samstarfsháskóla í gegnum nemendaskiptaáætlanir á borð við Erasmus og Nordplus. Um er að ræða eins til tveggja missera nám og eru ferða- og uppihaldsstyrkir í boði. Auk þess er háskólinn með tvíhliða samninga við nokkra háskóla utan Evrópu. Alþjóðafulltrúi Háskólans á Akureyri hefur umsjón með nemendaskiptum sem og öðrum erlendum samskiptum og aðstoðar nemendur við umsóknir um skiptinám. Alþjóðafulltrúi Háskólans á Akureyri er: Rúnar Gunnarsson

460 8035

runarg@unak.is

Háskólinn á Akureyri hvetur alla nemendur til að íhuga skiptinám. Ávinningurinn er umtalsverður og felst t.d. í: • Aukinni tungumálakunnáttu • Reynslu af nýju skólakerfi • Þekkingu á siðum og venjum annarra þjóða • Reynslu sem nýtist í atvinnulífi síðar meir

Kennslumiðstöð Háskólinn á Akureyri er í fremsta flokki hvað varðar notkun tækninnar í miðlun náms. Kennslumiðstöð (KHA) tekur þátt í þróun sveigjanlegs náms við HA og heldur öllum á tánum með því að veita kennurum faglega aðstoð við þróun kennsluhátta, hvort sem er í staðar- eða fjarnámi, í formi almennrar ráðgjafar og námskeiða og þróunarstarfs með áherslu á svið upplýsingatækni og kennslufræði. Kennslumiðstöð heldur úti tveimur myndverum þar sem kennarar geta komið og tekið upp kennsluefni sem hluti af kennsluþróun til að mæta betur þörfum nemenda í sveigjanlegu námi. Auk þess stuðlar KHA að aukinni notkun tölvu- og upplýsingatækni í háskólanum og veitir nemendum og starfsfólki aðstoð og ráðgjöf á því sviði. Kennslumiðstöð veitir aðstoð ef nemandi óskar eftir að sækja tíma í fjærveru (vélmenni) eða í gegnum Kubi spjaldtölvu. Með hjálp þessara tækja verða fjarnemar enn frekar hluti af háskólasamfélaginu og missa ekki einu sinni af umræðum utan tíma. 51


52


Háskólalíf Stúdentagarðar Nemendur Háskólans á Akureyri geta sótt um að búa á stúdentagörðum hjá Félagsstofnun stúdenta (FÉSTA). Í boði er allt frá einstaklingsherbergjum til þriggja herbergja íbúða. Garðarnir eru á fimm stöðum á Akureyri, allir í göngufæri við háskólasvæðið. Sérstakar reglur gilda um úthlutun nemendahúsnæðis og er öllum nemendum velkomið að senda inn umsókn. Umsóknarfrestur um vetrarvist rennur út 20. júní ár hvert en ef óskað er eftir sumarvist skal skila inn umsókn fyrir 1. mars. Á vef FÉSTA, www.festaha.is, eru allar upplýsingar um verð, stærð, staðsetningu og búnað íbúðanna/herbergjanna. Þar er einnig hægt að nálgast umsóknareyðublöð. Nýnemadagar Háskólinn á Akureyri tekur vel á móti nýnemum. Nemendur koma víðs vegar að og lögð er áhersla á að allir upplifi að þeir séu velkomnir frá fyrsta degi. Til að hrista hópinn saman er dagskrá á haustin sem kallast nýnemadagar. Vinnuumhverfi og þjónusta við nemendur er kynnt, auk þess sem nýnemar nota tímann til að vinna saman og kynnast eldri nemendum og starfsfólki. Öflugt félagslíf er við skólann og nemendafélögin skipuleggja dagskrá fyrir nemendur til að kynnast því skemmtilega starfi sem þau standa fyrir. Mikilvægt er að allir nýnemar taki þátt í nýnemadögunum þar sem það hjálpar til við að kynnast skólanum og aðlagast náms- og háskólaumhverfinu, og leggja þannig grunninn að góðum námsárangri. Hreyfing Líkamsræktarsalur Háskólans á Akureyri er frábær vettvangur fyrir þá sem vilja stunda ókeypis líkamsrækt á háskólasvæðinu. Mjög góð aðstaða er til lyftinga og annarrar hreyfingar auk þess sem boxpúði er í salnum. Þá eru bæði hlaupabretti og æfingahjól til staðar ásamt góðri búningaaðstöðu. Rannsóknir Sköpun nýrrar þekkingar er einn af hornsteinum Háskólans á Akureyri. Kennarar við háskólann eru virkir í rannsóknum á fræðasviðum sínum og hafa niðurstöður rannsókna þeirra vakið verðskuldaða athygli og birst í mörgum virtustu vísinda- og fræðitímaritum samtímans. Innan háskólans er lögð áhersla á hagnýt viðfangsefni í nærsamfélaginu jafnt sem fræðileg viðfangsefni í samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn. Innan fræðasviðanna starfa rannsóknahópar og rannsóknasetur, s.s. Heilbrigðisvísindastofnun, Rannsóknamiðstöð ferðamála, Rannsóknasetur um ofbeldi, Sjávarútvegsmiðstöð og Miðstöð skólaþróunar. Nemendur Háskólans á Akureyri hafa tækifæri til þátttöku í rannsóknum á margvíslegum sérsviðum skólans.

53


Hápunktar í félagslífinu eru nýnemadagar, sprellmót, ólympíuleikar, próflokadjamm, árshátíð og vísindaferð til Reykjavíkur.

54


Stúdentafélag HA

SHA

Félagslíf Félagslífið í HA er frábært. Hóparnir eru þéttir og eru ekki einskorðaðir við deildir eða námsleiðir. Maður kynnist fólki úr öllum deildum af öllu landinu og heldur hópinn. Ég skil vel að fólk vilji flytja til Akureyrar til að upplifa háskólasamfélagið í hnotskurn. Sólveig María Árnadóttir, formaður SHA

Stúdentafélag Háskólans á Akureyri (SHA) er félag allra innritaðra stúdenta við háskólann og er fyrst og fremst hagsmunafélag þeirra. SHA hefur yfirumsjón með atburðum á sviði skemmtana-, íþrótta- og fjölskyldumála og stendur á bak við aðildarfélög sín til þess að sinna þessum málaflokkum innan sinna deilda. Félagið stendur vörð um hagsmuni heildarinnar, stuðlar að bættri heilsu og líðan stúdenta og vinnur náið með starfsfólki skólans að kynningarmálum, hagsmunamálum og öðru því sem snertir stúdenta, beint eða óbeint. Félagslíf nemenda er öflugt. Skipulagning þess er í höndum SHA og nemendafélaga deildanna. Hápunktar í félagslífinu eru nýnemadagar, sprellmót, ólympíuleikar, próflokadjamm, árshátíð og vísindaferð til Reykjavíkur. Allir geta fundið skemmtanir við sitt hæfi. Innan SHA eru starfrækt átta aðildarfélög. Hlutverk nemendafélaganna er að standa vörð um hagsmuni nemenda innan sinnar deildar og efla félagslífið sem og tengsl nemenda við atvinnulífið. Meðal atburða sem nemendafélögin standa fyrir eru vísindaferðir, pubquiz, nýnemakvöld og fleira. Allir nemendur háskólans geta boðið sig fram til að vera í stjórn nemendafélaga og SHA, sem er dýrmætt tækifæri til að víkka tengslanet sitt með virkri þátttöku í félagslífi og hagsmunagæslu fyrir nemendur. Sjáðu hvað er um að vera á vef SHA (www.sha.is), Facebook og á Instragram (felagstudentaha). Innan SHA eru starfrækt átta aðildarfélög: • Data, félag tölvunarfræðinema • Eir, félag heilbrigðisnema • Forseti, félag lögreglufræðinema • Kumpáni, félag hug- og félagsvísindanema • Magister, félag kennaranema • Reki, félag viðskiptafræðinema • Stafnbúi, félag auðlindanema • Þemis, félag laganema Háskólinn á Akureyri snappar. Ekki missa af HA á snapchat: hasnappid

55


56


Upplýsingar fyrir umsækjendur Inntökuskilyrði Nemendur sem hefja grunnnám skulu hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi. Umsækjendum er bent á undirbúningsnámskeið sem Símenntun Háskólans á Akureyri býður öllum nýnemum upp á. Námskeiðin undirbúa nemendur til að mæta þeim kröfum sem gerðar eru í háskólanámi. Inntaka nýnema tekur mið af fjárheimildum hvers árs og áskilur háskólaráð sér rétt til að takmarka sérstaklega aðgengi að námi til að HA sé innan fjárheimilda. Inntökuskilyrðum er nánar lýst í umfjöllun um hvert fræðasvið á www.unak.is. Umsóknarfrestur er til og með 5. júní Rafrænar umsóknir Sótt er rafrænt um nám á vef háskólans, www.unak.is. Þegar rafrænni umsókn er lokið fær umsækjandi veflykil og getur fylgst með framgangi umsóknarinnar. Athugið að svar við umsókn er einungis rafrænt. Fylgigögn með umsókn Skila þarf staðfestu afriti úr framhaldsskóla (ljósrit/afrit með bláum stimpli og undirritun) af öllu stúdentsprófsskírteininu og/eða öðrum sambærilegum prófskírteinum. Skrásetningargjald – eindagi 5. ágúst Skrásetningargjald er 75.000 kr. og er óafturkræft.

Hlökkum til að sjá þig! Nánari upplýsingar á www.unak.is eða um netfangið unak@unak.is.

57


Til minnis


Til minnis


Útgefandi: Háskólinn á Akureyri, 2019 Umsjón: Katrín Árnadóttir Prófarkalestur: Finnur Friðriksson Hönnun og umbrot: Íslenska auglýsingastofan og Margrét Káradóttir Ljósmyndir: Auðunn Níelsson Prentun: Litróf


Háskólinn á Akureyri Norðurslóð 2 600 Akureyri unak@unak.is www.unak.is

Profile for Háskólinn á Akureyri // University of Akureyri

Grunnnám 2019-2020  

Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri. Hér getur þú kynnt þér allt grunnnám við háskólans, ásamt helstu upplýsingum um háskólann.

Grunnnám 2019-2020  

Kynningarbæklingur Háskólans á Akureyri. Hér getur þú kynnt þér allt grunnnám við háskólans, ásamt helstu upplýsingum um háskólann.

Advertisement