
1 minute read
Góðvinir Háskólans á Akureyri
Góðvinir eru samtök brautskráðra stúdenta frá Háskólanum á Akureyri og annarra velunnara háskólans. Markmið samtakanna er að auka tengsl háskólans við fyrrum stúdenta sína og styðja við uppbyggingu háskólans eftir fremsta megni, fjárhagslega og á annan hátt. Þetta gera Góðvinir meðal annars með því að heiðra kandídata við brautskráningu, innheimta félagsgjöld og bera hag Háskólans á Akureyri fyrir brjósti.
Vegna ástandsins í samfélaginu og veikindaleyfis starfsmanns Góðvina voru ekki skipulagðir endurfundir Góðvina í tengslum við Háskólahátíð þann 13. júní. Brautskráning kandídata frá háskólanum fór fram með dagskrá á sjónvarpsstöðinni N4 þennan dag. Formaður Góðvina tilkynnti hverjir hlytu heiðursverðlaun Góðvina þetta óvenjulega ár. Þeir voru:
Advertisement
• Hug- og félagsvísindasvið: Karen Jónasdóttir og Helena
Sjørup Eiríksdóttir (framhaldsnám) • Heilbrigðisvísindasvið: Sigríður Arna Lund • Viðskipta- og raunvísindasvið: Þórný Stefánsdóttir
Viðurkenningin er gullnæla sem Kristín Petra Guðmundsdóttir gullsmiður hannaði og smíðar sérstaklega fyrir Góðvini. Sú hefð hefur skapast að Góðvinir taki þátt í kostnaði við veglegar veitingar á Háskólahátíð og hefur sú hlutdeild farið hækkandi. Að ákvörðun rektors var þessi kostnaður endurgreiddur Góðvinum.
Aðalfundur Góðvina var haldinn rafrænt 19. nóvember 2020. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf auk þess sem rætt var um það sem framundan væri. Ber þar helst að nefna ákvörðun um áframhaldandi útgáfu fréttabréfs og undirbúning stofnfjársjóðs.
Starfsmanni Góðvina var falið að annast kaup á gullnælu til að selja félagsmönnum Góðvina og öðrum áhugasömum sem fjáröflun fyrir félagið. Stefnt er að sölu í kringum Háskólahátíð.
Stjórn Góðvina skipa árið 2020:
• Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, formaður • Elva Gunnlaugsdóttir • Berglind Ósk Guðmundsdóttir • Kristín Sigurðardóttir, gjaldkeri • Steinunn Alda Gunnarsdóttir, fulltrúi Stúdentafélags HA • Katrín Árnadóttir, forstöðumaður Markaðs- og kynningarmála Háskólans á Akureyri og starfsmaður Góðvina
Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, formaður Góðvina, tilkynnir um handhafa heiðursviðurkenningar við brautskráningu í júní.
