2 minute read

Bókasafn og upplýsingaþjónusta

BÓKASAFN OG UPPLÝSINGAÞJÓNUSTA HÁSKÓLANS Á AKUREYRI

Hlutverk Bókasafns og upplýsingaþjónustu er að útvega stúdentum og kennurum háskólans efni viðkomandi sínu fagi og fræðasviði. Til viðbótar því efni sem keypt er til eignar á bókasafninu, prentuðu og rafrænu, má nefna að safnið útvegar notendum sínum efni í gegnum millisafnalán og setur inn greinar og bókakafla í Hlöðuna. Hlaðan er rafrænt geymslusafn fyrir höfundaréttarvarið efni sem nýtist í tilteknum námskeiðum.

Advertisement

Það er einnig hlutverk bókasafnsins að annast kennslu og þjálfun í upplýsingalæsi (UL), en það er sú færni sem gerir fólki kleift að afla sér upplýsinga, leggja mat á gæði þeirra og nýta þær í námi, kennslu og rannsóknum. Kennsla í UL fer meðal annars fram í námskeiðum í samráði við kennara og í viðtölum þar sem stúdentar og kennarar geta bókað tíma. Sú þjónusta er nefnd Bókaðu bókasafnsfræðing. Hefur hún verið í boði frá hausti 2013. Árið 2020 fengu um 140 einstaklingar slíka þjónustu, sem er aukning frá árinu 2019. Hafa þær Sigríður Ásta Björnsdóttir og Pia Susanna Sigurlína Viinikka, báðar verkefnastjórar á bókasafni, annast þetta. Frá því að Covid-19 vírusinn yfirtók heiminn, eða frá því í mars 2020, fór aðstoðin einungis fram í gegnum samskiptaforritið Zoom. Starfsfólk Bókasafns og upplýsingaþjónustu hefur umsjón með ritstuldarvarnaforritinu Turnitin. Árið 2020 leituðu um 220 stúdentar og kennarar eftir aðstoð vegna notkunar Turnitin og voru verkefnin misjafnlega umfangsmikil. Bókasafnið tekur þátt í ýmsum samstarfsverkefnum jafnt innanhúss í háskólanum sem á landsvísu. Bókasafnið á fulltrúa í verkefnahópi HA sem sér um innleiðingu á upplýsingakerfi fyrir rannsóknir sem hefur fengið nafnið ÍRIS – Icelandic Research Information System. Fundað var reglulega árið 2020 og á haustmisseri var haldið vefnámskeið sem fyrirtækið Elsevier skipulagði. Stefnt er að því að innleiða upplýsingakerfið fyrir mitt ár 2021 og verður það einkum notað við Miðstöð doktorsnáms við HA. Þar sem notendur höfðu á árinu takmarkaðan aðgang að húsnæði skólans var ákveðið að fara í töluverðar framkvæmdir hjá Bókasafni og upplýsingaþjónustu. Rafmagn var endurnýjað, pússuð upp gólf og málaðir veggir. Afgreiðsluborð bókasafnsins var endurbætt til að auðvelda aðgengi notenda. Á lestrarsal hefur verið bætt við upphækkanlegum borðum til að bæta Ingibjörg Sigurðardóttir námsaðstöðu stúdenta. Breytingar voru gerðar á lestrarsalnum þar sem innsti hluti svæðisins var stúkaður af og útbúin aðstaða fyrir doktorsnema. Engar myndlistarsýningar voru haldnar í bókasafninu á árinu 2020. Í febrúar náðist að halda ProQuest kynningu fyrir stúdenta og starfsmenn HA þar sem Björn Olofsson fór yfir helstu nýjungar, rafbækur og RefWorks. Árið endaði á huggulegri rafrænni jólastund fyrir starfsfólk HA þar sem Ingibjörg Sigurðardóttir aðjúnkt las úr nýútkominni bók sinni Sjálf í sviðsljósi. Bókasafnið annast sérsöfn háskólans eins og listaverkasafn og steinasafn. Bókasafnið sér einnig um að þjónusta Háskólann á Hólum er samsvarar 25% stöðu. Starfsfólk bókasafnsins leggur áherslu á að veita notendum sínum faglega og persónulega þjónustu og aðgang að vönduðum safnkosti. Rafrænn safnkostur bókasafnsins er ýmist aðgengilegur í opnum aðgangi, landsaðgangi, hvar.is, Skemmunni eða í séráskriftum að neti skólans. Rafrænn bókakostur jafnar aðgengi stúdenta í sveigjanlegu námi að námsefni bókasafnsins. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu árið 2020 var skólinn lokaður frá 16. mars til 4. maí. Á þeim tíma vann starfsfólk heima, fyrir utan að einn starfsmaður var alltaf á staðnum til að senda út bækur eða greinar. Töluvert var um kennslu og leiðbeiningar í gegnum Zoom og einnig reynt að útvega efni eins og kostur var. Forstöðumaður Bókasafns og upplýsingaþjónustu er Astrid Margrét Magnúsdóttir. Hún var í leyfi frá og með marsmánuði 2020 og var Sigríður Vilhjálmsdóttir verkefnastjóri staðgengill hennar. Stöðugildi á bókasafni eru fimm. Auk áðurnefndra starfar við safnið Kristín Konráðsdóttir verkefnastjóri.

This article is from: