
1 minute read
Tölvunarfræði við Háskólann á Akureyri
Boðið er nám í tölvunarfræði við Háskólinn á Akureyri í samstarfi við Háskólannn í Reykjavík – HR.
Stúdentar eru innritaðir við HR, sem ber ábyrgð á náminu, og þeir brautskrást frá Háskólanum í Reykjavík.
Advertisement
Nám og námsmat fer fram í Háskólanum á Akureyri. Námið er með sveigjanlegu formi og stúdentar mæta vikulega í verkefnatíma í HA. Háskólinn á Akureyri leggur til vinnuaðstöðu, leiðsögn með náminu og kennslu í verkefnatímum.
Um er að ræða nám í tölvunarfræði til BSc gráðu og voru þrjár námslínur:
• Tölvunarfræði – almenn, 180 ECTS einingar. Námið er skipulagt til þriggja ára.
• Tölvunarfræði með viðskiptafræði sem aukagrein, 180 einingar. Námið er skipulagt til þriggja ára.
Það skiptist í 120 einingar í tölvunarfræði og 60 einingar í viðskiptagreinum. Viðskiptanámskeiðin eru tekin við Viðskipta- og raunvísindasvið HA.
• Tölvunarfræði – almenn, 120 einingar. Námið er skipulagt til tveggja ára. Skilyrði er að Háskólinn í Reykjavík hafi metið inn 60 einingar úr fyrra heildstæðu háskólanámi.
Einnig er boðið 120 ECTS eininga diplómanám í tölvumarfræði sem skipulagt er til tveggja ára. Á vormisseri 2020 brautskráðust átta stúdentar með BSc-gráðu í tölvunarfræðináminu við HA. Þar af voru þrír með viðskiptafræðiáherslu. Á haustmisseri voru alls um 50 stúdentar í tölvunarfræðináminu. Verkefnastjóri tölvunarfræði í Háskólanum á Akureyri er Ólafur Jónsson.
