
1 minute read
Félagsstofnun stúdenta á Akureyri – FÉSTA
Félagsstofnun stúdenta á Akureyri er sjálfseignarstofnun sem Háskólinn á Akureyri, skráðir stúdentar við HA og Akureyrarbær eiga aðild að. Tilgangur FÉSTA er að eiga og reka stúdentaíbúðir og annast aðra þjónustu við stúdenta. Sérstakar reglur gilda um úthlutun stúdentahúsnæðis. Umsóknarfrestur fyrir vetrarvist er til 20. júní ár hvert.
Félagsstofnun rekur stúdentagarða við:
Advertisement
Skarðshlíð 46, með 14 herbergjum og 10 íbúðum sem teknar voru í notkun 1989, Klettastíg 2-4-6, með 12 herbergjum og 18 íbúðum sem teknar voru í notkun 1993 – 1994, Drekagil 21, þar sem 29 íbúðir voru teknar í notkun 2000, Tröllagil 29, með 36 tveggja og þriggja herbergja íbúðum sem teknar voru í notkun í september 2004, Kjalarsíðu 1A/B, með 40 íbúðum sem teknar voru í notkun í ágúst 2008. Framkvæmdarstjóri Félagsstofnunar stúdenta er Jóhannes Baldur Guðmundsson.
Stjórn FÉSTA skipuðu:
Halla Margrét Tryggvadóttir, fulltrúi Akureyrarbæjar Hólmar Svansson, fulltrúi háskólaráðs Háskólans á Akureyri Harpa Halldórsdóttir, fulltrúi háskólaráðs Háskólans á Akureyri Steinunn Alda Gunnarsdóttir stúdent, skipuð af Stúdentafélagi Háskólans á Akureyri Fríða Freydís Þrastardóttir stúdent, skipuð af Stúdentafélagi Háskólans á Akureyri
Til vara:
Sigrún Lóa Kristjánsdóttir, fulltrúi háskólaráðs HA Dagný Ásgeirsdóttir stúdent, skipuð af SHA
Vefsíða FÉSTA www.festaha.is