3 minute read

Rannsóknarþing norðursins – NRF

RANNSÓKNAÞING NORÐURSINS, NORTHERN RESEARCH FORUM – NRF

Markmið NRF er að skapa vettvang fyrir umræður um málefni norðurslóða og að auka samvinnu vísindamanna og hagsmunaaðila á norðurslóðum. Meðal helstu verkefna NRF eru að: • Styðja vísindafélaga NRF í sínum verkefnum • Hafa umsjón með tví- og marghliða samningum HA sem snúa að samstarfi um norðurslóðamálefni, þar með talin er Nansen-prófessorstaða við Háskólann á Akureyri • Veita þeim vísindafélögum NRF stuðning sem taka þátt í starfi vinnuhópa Norðurskautsráðsins • Undirbúa styrkumsóknir • Styðja við þátttöku HA í Hringborði Norðurslóða (Arctic Circle

Advertisement

Assembly) • Styðja við þátttöku HA í Háskóla Norðurslóða (University of the Arctic).

NRF og formennska Íslands í Norðurskautsráðinu NRF hefur með virkum þætti komið að formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu. Það var staðfest á árinu með veglegum þjónustusamningi utanríkisráðuneytis Íslands við Háskólann á Akureyri, um fjármögnun norðurslóðasamstarfs og sérfræðivinnu háskólasamfélagsins á Akureyri árin 2020 og 2021, á meðan Ísland gegnir formennsku í Norðurskautsráðinu. Þau verkefni sem voru styrkt á árinu voru eftirtalin: • Stutt var við þátttöku Emblu Eirar Oddsdóttur og Eydísar Kr.

Sveinbjarnardóttur í SDWG vinnuhópi Norðurskautsráðsins, en þær leiddu tvo sérfræðingahópa ráðsins undir merkjum

SDWG. Einkum var veittur stuðningur vegna gerðar stöðuskýrslu SDWG um Covid-19 á norðurslóðum, en skýrslan var unnin að beiðni embættismannanefndar Norðurskautsráðsins. • Hafinn var undirbúningur fyrir vefræna gátt fyrir rafrænar ráðstefnur og erindi um málefni norðurslóða. Það er liður í stafrænni sókn sem á að efla þátttöku HA og annarra stofnana á Akureyri í alþjóðlegu samstarfi og samtali. • Haldinn var fundur fyrir sameiginlega heimsókn starfshóps utanríkisráðuneytisins um efnahagstækifæri á norðurslóðum og þingmannanefndar um endurskoðun á stefnu Íslands í málefnum norðurslóða. Hóparnir tveir áttu þar kost á að eiga í samtali við forsvarsmenn helstu stofnana og fyrirtækja á svæðinu sem starfa á einn eða annan hátt með málefni norðurslóða. Mikilvægi HA og norðurslóðastarfsins á Akureyri var enda viðurkennt í skýrslum/tillögum beggja hópa, sjá hér og hér.

Hafin var vinna við setja saman rit um norðurslóðastefnu

Íslands og framkvæmd hennar síðustu tíu ára. Ritnefnd var stillt upp sem og höfundahópi. • Stuðningur var veittur formennskuverkefninu Gender Equality

in the Arctic, en hér var einkum horft til þess að auka framlag fræðafólks frá HA. • Undirbúningur og framkvæmd á vinnustofunni Model Arctic

Council 2021, sem var haldin á netinu fyrir háskólanema frá norðurslóðaríkjunum átta í tengslum við Vísindaviku norðurslóða. NRF hélt utan um þá vinnu í samstarfi við sérlegan vinnuhóp innan Háskóla norðurslóða, og með aðkomu utanríkisráðuneytis Íslands. • Ráðstefnurit gefið út í tengslum við Vísindaviku norðurslóða Að lokum má nefna að verkefnastjóri NRF tók þátt í reglulegum fundum sérfræðinga sem boðaðir voru af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þeir voru haldnir til að styðja við undirbúning Íslands á ráðherrafundi um vísindi norðurslóða, sem halda átti haustið 2020 en var frestað til 2021 (Arctic Science Ministerial 3 – AMS3). Um er að ræða samstarf Íslands og Japan. Covid-19 faraldurinn hafði margvísleg áhrif á starfsemi NRF. Ráðstefnunni Hringborð norðurslóða, Arctic Circle, var aflýst. Einnig frestaðist undirbúningur vísinda- og framkvæmdaþings Háskóla norðurslóða, UArctic Congress 2021.

Önnur verkefni Northern Research Forum er samstarfsaðili í áhersluverkefni Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra – SSNE, Norðurland og norðurslóðir, sem Norðurslóðanet Íslands leiðir. NRF stýrir verkefninu Agents for the New North sem Norræna ráðherranefndin styrkti á árinu. Framkvæmd verkefnisins frestast til 2021 vegna Covid-19. NRF hélt áfram samstarfi sínu við sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi en ráðgert er að taka á móti tveimur gestafræðimönnum árið 2021. Undirbúningsfundir voru haldnir á árinu af því tilefni.

Nansen – prófessorsstaða við Háskólann á Akureyri Dr. Gunnar Rekvig var ráðinn í stöðu Nansen-prófessors síðla árs 2019. Nansensstaðan er gestaprófessorsstaða í heimskautafræðum við Háskólann á Akureyri. Gunnar Rekvig starfar jafnframt við Háskólann í Tromsö sem dósent í alþjóðastjórnmálum, með áherslu á norðurslóðir og Rússland. Til stóð að Gunnar kæmi í reglulegar vinnuferðir til Íslands en aðeins varð af einni ferð í upphafi árs sökum heimsfaraldursins. Samningar náðust við utanríkisráðuneyti Íslands og Noregs um að framlengja samning um Nansensstöðuna út árið 2021 og samþykkt var vinnuáætlun fyrir það starfsár. Verkefnastjóri Northern Research Forum var Gunnar Már Gunnarsson.

This article is from: