Ársskýrsla 2020

Page 72

ÁRSSKÝRSLA 2020

STÚDENTAFÉLAG HÁSKÓLANS Á AKUREYRI – SHA Stúdentafélag Háskólans á Akureyri – SHA er félag allra innritaðra stúdenta við Háskólann á Akureyri. Félagið er fyrst og fremst hagsmunafélag stúdenta, bakland og sameiningartákn aðildarfélaga þess og þeirra aðila sem sinna trúnaðarstörfum á vegum félagsins. Stúdentafélag Háskólans á Akureyri hefur yfirumsjón með viðburðum á sviði skemmtana-, íþrótta- og fjölskyldumála og stendur á bak við aðildarfélög sín til þess að sinna þessum málaflokkum innan sinna deilda. Félagið stendur vörð um hagsmuni heildarinnar, stuðlar að bættri heilsu og líðan stúdenta og vinnur náið með starfsfólki háskólans að kynningarmálum, hagsmunamálum og öðru því sem snertir stúdenta, beint eða óbeint. Auk þess vinnur félagið náið með hagsmunafélögum annarra stúdenta, sérstaklega í gegnum LÍS – Landssamtök íslenskra stúdenta.

Framkvæmdastjórn SHA 2020 – 2021 Almar Knörr Hjaltason, Steinunn Alda Gunnarsdóttir og Guðrún Vaka Þorvaldsdóttir

Aðildarfélög SHA eru deildarfélög háskólans og er það val stúdenta hvort þeir skrá sig í aðildarfélag eða ekki. Aðildarfélög sjá um hagsmunagæslu félagsmanna sinna og sitja fulltrúar þeirra deildarfundi, deildarráðsfundi og fræðasviðsfundi fyrir hönd viðkomandi stúdentahópa. Þá tilnefna aðildarfélögin einnig fulltrúa í náms- og matsnefndir sinna deilda. Auk þess standa aðildarfélögin straum af félagslífi stúdenta. Aðildarfélög SHA eru: • • • • • • •

Data, félag tölvunarfræðinema Eir, félag heilbrigðisnema Forseti, félag lögreglufræðinema Magister, félag kennaranema Reki, félag viðskiptafræðinema Stafnbúi, félag nema í auðlindafræðum Þemis, félag laganema.

Stúdentaráð fer með æðsta vald félagsins milli aðalfunda, tekur bindandi ákvarðanir fyrir framkvæmdastjórn og fulltrúa félagsins, stendur við bakið á stúdentum í ráðum og nefndum og er þeim innan handar í embættisstörfum þeirra. Stúdentaráð skipa framkvæmdastjórn, formenn aðildarfélaganna og formenn fastanefndanna, sem kosnir eru til eins árs í senn. Auk þess á fulltrúi stúdenta í háskólaráði HA sæti í stúdentaráði. Framkvæmdastjórn SHA er skipuð formanni, varaformanni og

72

fjármálastjóra ráðsins. Daglegur rekstur félagsins er í höndum framkvæmdastjórnar og ber hún ábyrgð á því að halda réttindaskrifstofu félagsins opinni fyrir stúdenta. Þá er formaður félagsins helsti talsmaður stúdenta Háskólans á Akureyri, innan háskólans sem utan. Fyrsta verkefni stúdentaráðs var að halda neyðarfund til þess að taka ákvörðun varðandi árshátíð SHA sem átti að fara fram þann 14. mars. Þessi fundur var afar mikilvægur þar sem kórónuveirufaraldurinn var að byrja breiðast út hér á landi og ríkisstjórnin hafði gefið út takmarkanir sem áttu að taka gildi mánudaginn eftir áætlaða árshátíð. Stúdentaráð ákvað, með öryggi stúdenta að leiðarljósi, að fresta árshátíð þar til í maí í þeirri von að þá yrði ástandið betra. Fyrsti formlegi stúdentaráðsfundurinn var haldinn þann 13. apríl. Alls voru sjö formlegir fundir á starfsárinu. Á starfsárinu áttu 16 einstaklingar sæti í stúdentaráði en formaður Þemis situr einnig í háskólaráði og því voru fulltrúar stúdentaráðs 17 talsins. Breyting var gerð á starfsemi Forseta, félagi lögreglufræðinema, því ákveðið var á sameiningarfundi að Forseti yrði hluti af Kumpána. Á fyrsta fundi stúdentaráðs var farið yfir starfsemi félagsins og línur lagðar fyrir komandi starfsár. Líkt og síðustu starfsár


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Ársskýrsla 2020 by Háskólinn á Akureyri // University of Akureyri - Issuu