ÁRSSKÝRSLA 2020
VIÐSKIPTA- OG RAUNVÍSINDASVIÐ Meginmarkmið Viðskipta- og raunvísindasviðs er að bjóða upp á öflugt háskólanám á grunn-, meistara- og doktorsstigi og standa fyrir rannsóknum á sviðum viðskipta- og raunvísinda með áherslu á rannsóknir á náttúruauðlindum, nýtingu og rekstri þeirra og rannsóknir fyrir og á íslensku atvinnulífi. Viðskipta- og raunvísindasvið hefur námsframboð sem ekki er að finna við aðra háskóla hér á landi. Það er sérhæft nám í líftækni og sjávarútvegsfræðum á BS-stigi og nám til MS-gráðu í auðlindafræðum á sömu sviðum. Enn fremur nám til MRM-gráðu í haf- og strandsvæðastjórnun og er það í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða.
Fjöldi doktorsnemenda hefur í gegnum tíðina unnið að verkefnum sínum undir leiðsögn sérfræðinga Viðskipta- og raunvísindasviðs, þó að þeir hafi fram að þessu stundað námið við aðra háskóla.
Skipting í deildir Viðskipta- og raunvísindasvið skiptist í tvær deildir, Auðlindadeild og Viðskiptadeild. Nám í tölvunarfræði fer einnig fram á Viðskipta- og raunvísindasviði í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Frá sviðinu brautskrást enn fremur stúdentar með meistaragráðu í haf- og strandsvæðastjórnun sem stunda alfarið sitt nám við Háskólasetur Vestfjarða á Ísafirði.
Hægt er að stunda doktorsnám við Viðskipta- og raunvísindasvið á sviðum líftækni, sjávarútvegs- og fiskeldisfræði og viðskiptafræði. Gert er ráð fyrir að doktorsverkefni verði að jafnaði þverfræðileg og unnin í nánu samstarfi deilda innan sviðsins sem og í samstarfi við önnur fræðasvið HA og innlenda jafnt sem erlenda háskóla, stofnanir og fyrirtæki. Doktorsnám við Viðskipta- og raunvísindasvið Hægt er að stunda doktorsnám við Viðskipta- og raunvísindasvið á sviðum líftækni, sjávarútvegs- og fiskeldisfræði og viðskiptafræði. Gert er ráð fyrir að doktorsverkefni verði að jafnaði þverfræðileg og unnin í nánu samstarfi deilda innan sviðsins sem og í samstarfi við önnur fræðasvið HA og innlenda jafnt sem erlenda háskóla, stofnanir og fyrirtæki. Fyrsti doktorsneminn við Viðskipta- og raunvísindasvið, Natalia Ramírez, innritaðist í ágúst 2020. Doktorsverkefnið heitir Skapa fléttur valþrýsting fyrir þróun Pseudomonas syringae í vistgerðum Norðurslóða? Á ensku: Do lichens provide a selective force for Pseudomonas syringae in Arctic tundra environments? Aðalleiðbeinandi er Oddur Þór Vilhelmsson prófessor. Þetta er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri, Náttúrufræðistofnunar Íslands, University of Birmingham, Englandi, og frönsku umhverfisrannsóknarstofnunarinnar INRAE.
Í nánum tengslum við fræðasviðið er Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri, sem er sjálfseignarstofnun. Viðskipta- og raunvísindasvið tekur einnig þátt í samstarfi um Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna, UNESCO Fisheries Training Promgram, með því að skipuleggja og sjá um námskeið sem fara fram árlega við HA.
Prófgráður frá fræðasviðinu 2020
Á árinu brautskráðust 16 kandídatar með BSgráðu í sjávarútvegsfræði, fjórir með BS-gráðu í líftækni, 63 með BS-gráðu í viðskiptafræði, og fimm með BS-gráðu í viðskiptafræði og sjávarútvegsfræði. Átján brautskráðust með MRM-próf í haf- og strandsvæðastjórnun.
Annað Frá árinu 2018 hefur verið unnið að þróun nýrra námskeiða á meistarastigi við báðar deildir fræðasviðsins. Áherslan er á öflugt, þverfaglegt meistaranám sem sniðið er að þörfum hvers og eins, og að námskeið á framhaldsstigi gangi þvert á fræðasvið. Ný námsbraut í meistaranámi í sjávarútvegsfræði var ekki kennd veturinn 2020/21, eins og áætlað var. Hins vegar var bætt við einu framhaldsnámskeiði í sjávarútvegsfræði og voru tvö kennd veturinn 2020/21. Nemendur frá Háskóla Íslands og Háskólasetri Vestfjarða sóttu þessi námskeið ásamt heimastúdentum og komu þeir víða að úr heiminum. Í annað sinn var boðið nám á meistarastigi um sjálfbæra
39