Ársskýrsla 2020

Page 36

ÁRSSKÝRSLA 2020

MIÐSTÖÐ SKÓLAÞRÓUNAR HA – MSHA Miðstöð skólaþróunar er starfrækt innan Hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Hlutverk hennar er að efla leik-, grunn- og framhaldsskóla sem faglegar stofnanir og vera farvegur þekkingar til starfandi kennara á öllum skólastigum og frá þeim til háskóla. Meginviðfangsefni sérfræðinga MSHA lúta að þróunar- og umbótastarfi á vettvangi skólastarfs og annast þeir ráðgjöf og fræðslu til starfandi kennara og skólastjórnenda. Innan MSHA hefur byggst upp margvísleg þekking á stjórnun og forystu, starfsþróun og fagmennsku, fjölbreyttum starfsháttum í skólum, námskrárgerð, mati á skólastarfi, teymisvinnu og læsi. Í samstarfi við sérfræðinga innan Kennaradeildar Háskólans á Akureyri hefur miðstöðin forgöngu um að kynna kennurum nýjungar á sviði skólaþróunar. MSHA stendur auk þess fyrir rannsóknum á starfsháttum í skólum (starfendarannsóknum) og heldur ráðstefnur, námskeið og fræðslufundi. Þá sinna sérfræðingar MSHA kennslu í Kennaradeild. MSHA hefur með höndum sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla Akureyrarbæjar samkvæmt sérstökum samningi þar um. Dalvíkurbyggð, Langanesbyggð og Svalbarðsstrandarhreppur hafa einnig gert slíka samninga við MSHA. Sveitarfélög og skólar víðsvegar um landið hafa að auki gert tímabundna samninga við MSHA um ýmis áhugaverð skólaþróunarverkefni. Unnið er samkvæmt starfs- og þróunaráætlunum viðkomandi sveitarfélags/skóla. Í starfi MSHA á vettvangi skólastarfs er lögð áhersla á fræðslu, ráðgjöf, samræðu, samvinnu og ígrundun. Skólaþróunarverkefnum er ætlað að leiða til starfsþróunar og eflingar skólastarfs á öllum skólastigum. Árið 2020 varð sérstakt að mörgu leyti í starfi miðstöðvarinnar vegna Covid-19 og samkomutakmarkana sem fylgdu. Ráðgjöf, kennsla og fundahald færðist nánast alfarið yfir á rafrænt form. Þetta var nokkur áskorun fyrir starfsfólk miðstöðvarinnar en einnig fyrir kennara og aðra þjónustuþega. Það var þó með ólíkindum hve vel tókst til og hefur sjaldan verið meira að gera í ráðgjöf.

36

Helstu verkefni hjá Miðstöð skólaþróunar á árinu 2020: • Einingabært leiðtoganám í Byrjendalæsi, sem er nýjung • Byrjendalæsi og Læsi fyrir lífið – þróun starfshátta í læsis­ kennslu í leik- og grunnskólum • Orðaleikur – málörvun leikskólabarna og barna ef erlendum uppruna, þróunarverkefni og námsefnisgerð • Teymisvinna í grunnskólum – skólaþróunarverkefni sem byggir á því að aðstoða teymi í að byggja upp traust til að efla faglegt samstarf • Þátttaka í mótun Menntafléttunnar í samstarfi við Menntavísindasvið HÍ með styrk frá mennta- og menningamálaráðuneytinu • Stærðfræðileiðtogar – þróun starfshátta í stærðfræðikennslu á miðstigi grunnskóla. • Zankov – þróunarverkefni í stærðfræði á yngsta stigi grunnskóla • Samskipti stúlkna – þróun fyrirbyggjandi aðgerða gegn einelti, sérstaklega hjá stúlkum • Krakkaspjall – samskiptaverkefni á yngsta og miðstigi grunnskóla • Unglingaspjall – samskiptaverkefni á unglingastigi • Bekkjarfundir – ráðgjöf og stuðningur við starfandi kennara á grunn- og framhaldsskólastigi • Félagaspjall – nýtt námskeið fyrir miðstig • Forvarnir gegn einelti – stuðningur og ráðgjöf við gerð forvarnaáætlana gegn einelti • Leiðsagnarmat – þróun fjölbreyttra leiða í námi, kennslu og námsmati á öllum skólastigum • Snjallvagninn – notkun snjalltækja í námi og kennslu í leikskólum og á yngsta stigi grunnskóla • Kennslufræðilegur stuðningur við kennara á grunnskólastigi, í samstarfi við fræðslusvið Akureyrarbæjar • Úttektir og mat á afmörkuðum þáttum skólastarfs á leik- og grunnskólastigi • Stuðningur og ráðgjöf varðandi stefnumótun og skólanámskrárgerð á leik- og grunnskólastigi • Námsefnisgerð í tengslum við málörvun og læsi • Þýðing og staðfært efni í mannkostamenntun • Námskeið og stutt erindi samkvæmt óskum frá skólum á öllum skólastigum


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.