MG Marvel R Electric MG Marvel R Electric var kynntur hér á landi í byrjun nóvember 2021. Bíllinn hefur vakið nokkra athygli fyrir marga hluta sakir. Þetta er bíll hlaðinn þægindum og öryggi og verðið á honum kemur á óvart. Bíllinn er fáanlegur í tveimur útfærslum, annars vegar í Luxury 2WD sem gefinn er upp fyrir 400 km drægi og hins vegar Performance 4DW og er gefinn upp með 370 km drægi. MG er nú með höfuðstöðvar sínar í London eftir flutning frá Oxford fyrir nokkru. Fyrirtækið er dótturfélag SAIC Motor UK sem er að hluta til í eigu kínverska ríkisfyrirtækisins SAIC Motor.
46
FÍB-blaðið
MG Marvel R Electric 4WD var reynsluekinn á þungbúnum degi en samt við ágætis aðstæður í marsmánuði. Bíllinn er búinn þremur rafmótorum: einum að framan og tveimur að aftan. Bíllinn er með 288 hestöfl, drægni rafhlöðunnar er um 370 km og snerpan úr kyrrstöðu í 100 km/klst. er 4,9 sekúndur enda telst togið um 665 Nm. Í bílnum er 70 kWh rafhlaða sem unnt er að hlaða úr 5% í 80% á aðeins 43 mínútum. Þá er bíllinn einnig búinn svokölluðu vehicle-to-loadrafkerfi sem leyfir tengingu við annað og ótengt rafkerfi til að hlaða loftdælu, fartölvu eða rafskutlu svo að dæmi sé tekið. Raunar er hægt að hlaða annan rafbíl með orku frá MG Marvel R Electric.
Bíllinn er tæplega 4,7 m langur, rúmir 1,9 m á breidd og 1,7 m á hæð. Hjólhafið er um 2,8 m og farangursrými í skotti er 357 lítrar og alls 1.396 lítrar með niðurfelldum sætisbökum. MG Marvel R Electric 2WD Luxury kostar frá 6.499 milljónum króna og Performance 4WD frá 7.199 milljónum. Í bílnum er notast við stóra rafhlöðuraðeiningu sem eykur bæði rúmmál og þyngd orkuþéttleika og veitir lengri drægni. Allir rafmótarar á MG MARVEL R nota háspennuvafningartækni sem er skilvirkari en hefðbundna aðferðin. Mótorarnir tveir að aftan vinna í sitthvoru lagi til að tryggja hámarks skilvirkni.