
16 minute read
NÝIR BÍLAR 2022
MG Marvel R Electric
MG Marvel R Electric var kynntur hér á landi í byrjun nóvember 2021. Bíllinn hefur vakið nokkra athygli fyrir marga hluta sakir. Þetta er bíll hlaðinn þægindum og öryggi og verðið á honum kemur á óvart. Bíllinn er fáanlegur í tveimur útfærslum, annars vegar í Luxury 2WD sem gefinn er upp fyrir 400 km drægi og hins vegar Performance 4DW og er gefinn upp með 370 km drægi.
MG er nú með höfuðstöðvar sínar í London eftir flutning frá Oxford fyrir nokkru. Fyrirtækið er dótturfélag SAIC Motor UK sem er að hluta til í eigu kínverska ríkisfyrirtækisins SAIC Motor. MG Marvel R Electric 4WD var reynsluekinn á þungbúnum degi en samt við ágætis aðstæður í marsmánuði. Bíllinn er búinn þremur rafmótorum: einum að framan og tveimur að aftan. Bíllinn er með 288 hestöfl, drægni rafhlöðunnar er um 370 km og snerpan úr kyrrstöðu í 100 km/klst. er 4,9 sekúndur enda telst togið um 665 Nm.
Í bílnum er 70 kWh rafhlaða sem unnt er að hlaða úr 5% í 80% á aðeins 43 mínútum. Þá er bíllinn einnig búinn svokölluðu vehicle-to-loadrafkerfi sem leyfir tengingu við annað og ótengt rafkerfi til að hlaða loftdælu, fartölvu eða rafskutlu svo að dæmi sé tekið. Raunar er hægt að hlaða annan rafbíl með orku frá MG Marvel R Electric. Bíllinn er tæplega 4,7 m langur, rúmir 1,9 m á breidd og 1,7 m á hæð. Hjólhafið er um 2,8 m og farangursrými í skotti er 357 lítrar og alls 1.396 lítrar með niðurfelldum sætisbökum. MG Marvel R Electric 2WD Luxury kostar frá 6.499 milljónum króna og Performance 4WD frá 7.199 milljónum.
Í bílnum er notast við stóra rafhlöðuraðeiningu sem eykur bæði rúmmál og þyngd orkuþéttleika og veitir lengri drægni. Allir rafmótarar á MG MARVEL R nota háspennuvafningartækni sem er skilvirkari en hefðbundna aðferðin. Mótorarnir tveir að aftan vinna í sitthvoru lagi til að tryggja hámarks skilvirkni.

Við hönnun bílsins var þess gætt í hvívetna að þróa og bæta við eiginleikum með það að markmiði að tryggja öryggi bæði ökumanna og farþega.
Í reynsluakstrinum kom fljótt í ljós hve bíllinn býr yfir góðum krafti og vel um ökumann og farþega. Þá kom á óvart allur búnaður bílsins og er alveg ljóst að kaup á þessum bíl er góð fjárfesting. Verðið er gott miðið við aðra sambærilega bíla á markaði. Eitt vakti athygli hve snertiskjárinn er stór en allt samband við band vandist vel og var öruggt á allan hátt. Skipanir mættu vera sneggri en samt ekki til að setja út á.
Það er á margan hátt sérlega notalegt að keyra bílinn og hann veitir ákveðið öryggi. Evrópska öryggisstofnunin, Euro NCAP sem er sameign bifreiðaeigendafélaganna í Evrópu, tók bílinn í öryggisprófun um síðustu áramót og gaf honum fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Í Evrópu tala margir um þennan bíl sem flaggskip fyrirtækisins. Hönnun og gerð bílsins hafi heppnast sérlega vel.
Bíllinn er vel útbúinn með öllum helstu þægindum



Hönnun er bílsins er góð á flestum sviðum en skottpláss mætti vera meira en það rúma eingöngu 357 lítrar.
12,3 tommu snertiskjár er ráðandi fyrir miðju mælaborðs

Bíllinn reyndist þægilegur í borgarakstri og eins reyndist hann ágætlega á malarvegum, mjúkur í flesta staði. Ekki er síður gott að vita að bíllinn býr yfir sérlega góðu Bose 9 hljóðkerfi sem gerir upplifun í akstrinum enn skemmtilegri og virkilega notalega. Fátt er út á bílinn að setja, hann vinnur feikna vel og innrétting hans er vel heppnuð á flestan hátt. Bíllinn er enn fremur hljóðlátur og útsýni úr honum gott.
Vert er að benda væntanlegum kaupendum á þá óvenjulegu staðreynd að fjórhjóladrif bílsins virkar eingöngu þegar ekið er áfram en í bakkgír er eingöngu drif á afturdekkjum.
MG Marvel er álitslegur kostur í bílakaupum. Rafbíll með gott drægi og miðað við þá kosti sem hann býr yfir er hann á góðu verði. Bíllinn hefur fengið góðar viðtökur í Evrópu og ætti það að vera ákveðin vísbending um hvað í boði er.
MG Marvel R Luxury / Performance
Grunnverð frá: 6.499.000 / 7.199.000 kr. Afl: 177 / 288 hestöfl Tog: 410 / 665 nm Rafhlaða: 70 kWh. Drægni WLTP: 402 / 370 km Blönduð eyðsla: 19,4 / 20,9 kWh/100 km Farangursrými: 357 lítrar L/B/H: 4.674/1.919/1.618 mm Hjólhaf: 2.804 mm Eigin þyngd: 1920kg Dráttargeta: 750 kg.
Gott rými, aksturseiginleikar
Viðbragð í snertiskjá










NÝIR BÍLAR 2022












Á vormánuðum 2020 var birt samantekt í FÍB-blaðinu yfir þá bíla sem þá voru væntanlegir á árinu. Þessi samantekt mældist vel fyrir hjá lesendum og ætlum við því að endurtaka leikinn fyrir 2022. Óskað var eftir upplýsingum frá öllum helstu bílaumboðum yfir það hvaða bílar væru væntanlegir á árinu ásamt stuttri lýsingu.




Ekki stóð á viðbrögðum og ljóst er að feikna mikill uppgangur er hjá framleiðendum og kemur líklegast ekki óvart að rafmagnsbílar eru hvað fyrirferðamestir. Í einhverjum tilfellum er um uppfærslu að ræða á útliti og eða vélbúnaði en flestir eru ferskir af teikniborðinu.

















Audi e-tron: Bíllinn fær uppfært útlit, stærri rafhlöðu og nýtt nafn Q8 e-tron. Rafhlaðan í e-tron 50 bílnum verður sú sama og er í núverandi e-tron 55 bíl og sá bíll mun fá enn stærri rafhlöðu og lengri drægni. Hvenær: Framleiðsla hefst í lok árs 2022 og koma bílarnir á götuna í byrjun 2023. Verð frá: Væntanlegt. Audi e-tron sportsback: Bíllinn fær uppfært útlit, stærri rafhlöðu og nýtt nafn Q8 e-tron Sportsback. Rafhlaðan í e-tron 50 bílnum verður sú sama og er í núverandi e-tron 55 bíl og sá bíll mun fá enn stærri rafhlöðu og lengri drægni. Hvenær: Framleiðsla hefst í lok árs 2022 og koma bílarnir á götuna í byrjun 2023. Verð: Væntanlegt.
Volkswagen
Volkswagen ID.5: Nýr ID.5 hefur flæðandi útlínur blæjubíls og nýstárlegt IQ.LIGHT ljósakerfi sem notar Matrix-tækni til að gera þér kleift að aka með háu ljósin á án þess að blinda aðra vegfarendur. Samanborðið við ID.4 er hann með rýmra farangursrými og 12" snertiskjá en aksturseiginleikar og drægni eru á pari við ID.4. ID.5 er með drægni allt að 523 km skv. WLTP ef hann er afturhjóladrifinn ID.5 PRO með 77 kWst rafhlöðu. Hvenær: Apríl 2022 - Verð frá: 6.590.000 kr.


Volkswagen Taigo: er fimur sportjeppi (SUV) sem stærðarlega séð er staðsettur mitt á milli T-Cross og T-Roc. Hann bætist því við hóp minni sportjeppa (SUV) frá Volkswagen. Til að byrja með verður hann í boði hvort tveggja beinskiptur og sjálfskiptur með 1.0 TSI 110 hestafla vél. Volkswagen Taigo er sérlega hagkvæmur í rekstri og eyðir að meðaltali 5,4 L/100 samkvæmt WLTP stöðlum. Hvenær: Apríl 2022 - Verð frá: 4.690.000 kr.
Volkswagen ID.Buzz: er bíllinn sem margir hafa beðið eftir í lengri tíma. Rafmagnaður bíll með allri nýjustu tækni sem er innblásinn af gamla góða Rúgbrauðinu. Hann er hlaðinn tæknibúnaði og endurskilgreinir hverju bíll getur áorkað. Breytileg rýmishönnun gerir það að verkum að plássið nýtist einstaklega vel. Til að byrja með verður ID.Buzz aðeins í boði afturhjóladrifinn en árið 2024 munu fjórhjóladrifsbílar koma á markað. ID.Buzz mun koma með 77/82 kWh rafhlöðu og hafa drægi upp á 425 km skv. WLTP. Hvenær: Lok árs 2022 - Verð: Væntanlegt.
Skoda
Skoda RS Enyaq coupe: er fyrsti RS-rafmagnsbíllinn frá Skoda og aflmesti bíll sem Skoda hefur framleitt hingað til. Coupe RS er fjórhjóladrifinn og knúinn af tveimur rafmótorum sem skila samanlagt 300 hestöflum og 460 Nm togkrafti. Auk sportlegra eiginleika er Enyaq Coupe RS rúmgóður og praktískur líkt og Skoda-bílar eru þekktir fyrir. Hvenær: Júlí 2022 - Verð frá: 7.990.000 kr.
Skoda Enyaq coupe er gæddur öllum helstu kostum hefðbundins Enyaq en er mun sportlegri í útliti. Sportleg lögun Enyaq Coupe dregur úr loftmótstöðu sem skilar sér í aukinni drægni en skerðir skottpláss um örfáa lítra (575 í stað 585 lítra). Hvenær: September 2022 - Verð: Væntanlegt.



Ný kynslóð af Lexus NX. Með þessari nýju kynslóð kemur NX í fyrsta sinn sem í Plug-In- Hybrid útfærslu. Verð frá: 10.990.000 kr.
Eins og áður fæst hann sem Hybrid-bíll og kostar þannig búinn frá: 9.760.000 kr.


Toyota
Aygo X (Cross)
Ný kynslóð Aygo X verður kynnt í byrjun sumars. Þetta er sem fyrr minnsti bíllinn frá Toyota en hann leynir skemmtilega á sér og hefur fengið algjörlega nýtt útlit.
Verð liggur ekki fyrir.
bZ4x EV
Fyrsti rafmagnsbíllinn sem Toyota framleiðir og setur á markað í Evrópu er væntanlegur í sumar. Bíllinn er byggður á arfleið 25 ára rafhlöðutækni Toyota sem hófst með tilkomu Hybrid-bílanna fyrir síðustu aldamót. Drægi bZ4X verður allt að 450 km á einni hleðslu.
Verð frá 6.990.000 kr.


Jeep
Jeep Grand Cherokee 4xe PHEV: Nýr bíll að utan sem innan. Í fyrsta skipti er Grand Cherokee er boðinn sem plug-inhybrid. Verður með 280 hestafla bensínvél og 100 hestafla rafmagnsmótor. Hátt og lágt drif. Hvenær: Haust 2022. Verð: Væntanlegt.


KIA
Kia Sportage: Fimmta kynslóð Kia Sportage er nú væntanleg og verður í boði sem tvinnbíll og/eða tengiltvinnbíll með allt að 70 km drægi samkvæmt WLTP og auðvitað öflugu fjórhjóladrifi. Hvenær: Frumsýndur 19. mars Verð frá: 6.990.000 kr.
Kia Niro: Önnur kynslóð þessa vinsæla bíls er nú væntanleg og eins og forverinn verður hann í boði í tvinn-, tengiltvinn- og rafmagnsútfærslum. Rík áhersla hefur verið lögð á hönnun þessa bíls og má segja að vel hafi tekist til. Hvenær: Haust 2022 – forsala hefst í apríl 2022 Verð: Væntanlegt apríl 2022.
Honda
Honda HRV: Ný kynslóð þessa vinsæla sportjeppa er nú loksins komin fram á sjónarsviðið. HR-V tengir saman fágaða hönnun, háþróað hybrid-kerfi og akstursupplifun sem hefur heillað Honda aðdáendur um allan heim. Hvenær: Frumsýndur 26. mars Verð frá: 5.390.000 kr.
Mercedes Benz
EQB frá Mercedes-EQ: Glæsilegur 100% rafdrifinn sportjeppi frá MercedesEQ. EQB er með einstakt innra rými enda með pláss fyrir allt að sjö manns. Magnaður rafbíll sem einnig verður í boði með 4MATIC fjórhjóladrifinu sem tryggir fullkomið öryggi og einstaka akstursupplifun. Hvenær: Kominn Verð frá: 7.490.000 kr.
EQE frá Mercedes-EQ: Glæsilegur 100% rafdrifinn fólksbíll frá Mercedes-EQ. EQE byggir á nýjum EVA undirvagni Mercedes-EQ og býður upp á drægi allt að 670 km skv. WLTP. Bíllinn markar endurfæðingu stærri fólksbíla (e. business limousine). Hvenær: Apríl/maí 2022 Verð frá: 9.890.000 kr.
EQS SUV frá Mercedes-EQ: Nýtt flaggskip rafjeppalínu Mercedes-EQ. Stór og stæðilegur EQS SUV er 7 manna rafjeppi í fullri stærð sem mun bera höfuð og herðar yfir alla lúxusrafjeppa hingað til. Hvenær: Heimsfrumsýndur vor 2022. Væntanlegur til Íslands í lok árs 2022. Verð: Væntanlegt sumar/haust 2022
Mercedes-Benz GLC SUV: Önnur kynslóð þessa vinsæla sportjeppa er nú væntanleg með fjórðu kynslóð af tengiltvinntækni (plug-in-hybrid) sem skilar bílnum allt að 100 km á rafmagninu einu saman samkvæmt WLTP-staðli. Hvenær: Heimsfrumsýndur vor 2022. Væntanlegur til Íslands í lok árs 2022. Verð: Væntanlegt sumar/haust 2022.








Suzuki Vitara. Vitara kemur aftur óbreyttur en með nýrri Strong Hybrid vél, Sjálfskiptur í GL+ og GLX útfærslum. Væntanlegur næsta vor.
Suzuki S-Cross. Nýtt útlit að utan sem innan, kemur sjálfskiptur með 1400 cc Mild Hybrid vél. Kemur síðar með Strong Hybrid vél. Fáanlegur bæði GL+ og GLX útfærslum. Væntanlegur næsta vor.
Porsche
Porsche Taycan Sport Turismo: Rafmagnsfjölskyldubíll sem bíður upp á sérstaklega sportlega eiginleika en er samt með stóru skotti og plássi fyrir 5. Allt að 270 kwh hleðslugeta þýðir að bílinn hleðst upp í 80% á um 20 mín. Hvenær: Febrúar 2022 Verð frá: 11.990.000 kr.
Porsche Cayenne Platinum: Margir þekkja Platinum útgáfu Porsche-jeppans enda hefur hún jafnan verið hápunktur hverrar Cayenne-kynslóðar. Með núverandi kynslóð bætist mjög við útbúnað og lúxus bílsins miðað við fyrri gerðir og er sá útbúnaður sem nú fylgir með um 2,7 milljón króna virði. Hvenær: Maí 2022 Verð frá: 16.490.000 kr.
SsangYong
SsangYong Korando eMotion: Þessi vinsæli jepplingur er loksins kominn í rafmangsútfærslu með 64kwh rafhlöðu. Sérstaða Korando Rafmangs er stærðin þar sem hann er mun breiðari og hærri en aðrir rafbílar í sama verðflokki. Hvenær: Sumar 2022 Verð frá: 4.790.000 kr.






Ford Mustang MACH-E GT – 100% rafmagn, 487 hestöfl. Verð frá 10.990.000 kr. Ford E-Transit – 100% rafmagn. Verð: Væntanlegt. Ford Bronco, mögulega væntanlegur á árinu. Ford Ranger (nýr), mögulega væntanlegur á árinu.
Volvo
Volvo C40 – 100% rafmagn, fyrst fjórhjóladrif, síðar á árinu með framdrifi líka. Verð: Væntanlegt. Volvo XC40 – 100% rafmagn, framdrif (hefur verið í boði með fjórhjóladrifi frá 2021). Verð frá: 6.611.920 kr. Volvo XC60 PHEV – Aukin drægni á rafmagni, 455 hestöfl. Verð frá: 9.170.000 kr. Volvo XC90 PHEV – Aukin drægni á rafmagni, 455 hestöfl. Verð frá: 12.090.000 kr. Volvo XC90 – 100% rafmagn, spurning hvort hann náist á árinu? Verð: Væntanlegt.
Polestar
Polestar 2 – 100% rafmagn, fyrst fjórhjóladrif, síðar á árinu með framdrifi líka. Verð frá: 6.350.000 kr. Polestar 3 – 100% rafmagn. Mögulega væntanlegur á árinu.
Citroën
Citroën e-Berlingo forsala hafin. Fyrstu bílar væntanlegir júní. Verð frá: 4.450.000 kr. Nýr Citroën C5 Aircross PHEV – væntanlegur í júní/júlí. Verð frá: 5.970.000 kr.
Peugeot
Peugeot e-Partner væntanlegur í júlí. Forsala að hefjast. Verð frá: 4.450.000 kr. Peugeot e-Traveller. Kominn. Verð frá: 7.990.000 kr.
Opel
Nýr Opel Grandland Plug in hybrid FWD og AWD. Verð frá: 5.990.000 kr. Opel Combo-e sendibíll væntanlegur í júlí. Forsala að hefjast. Verð frá: 4.550.000 kr.
Mazda
Mazda CX-60 PHEV. Verð og nánari upplýsingar væntanlegar í sumar.








BMW iX3



Subaru Solterra BMW i4 - Fyrsti Gran Coupé-rafbíllinn frá BMW með 493-590 km drægni. Hvenær: Mars - Verð frá: 7.990.000 kr.

BMW iX3 - BMW iX3 er 100% rafknúinn og með um 461 km drægni. Hvenær: Sumar - Verð frá: 8.990.000 kr.
BMW 2 series Active Tourer - Með nýrri fimmtu kynslóð eDrive-tækni er hægt að aka um 80 kílómetra á rafmagni án útblásturs. Hvenær: Haust - Verð: Væntanlegt
BMW iX1 Fyrsti 100% rafknúni BMW iX1 sameinar nýjungar BMW i og sveigjanleika BMW x. Hvenær: Lok árs - Verð: Væntanlegt BMW I4

BMW 2
MG
MG5 - Þægilegur 100% rafknúinn station bíll með um 400 km drægni Hvenær: 30. apríl - Verð frá: 5.190.000 kr.
Dacia
Dacia Jogger - Hagkvæmur og áreiðanlegur 7 sæta fjölskyldubíll Hvenær: maí - Verð frá: 3.890.000 kr.

Dacia Jogger
Subaru
Subaru Solterra - Fyrsti 100% rafknúinn jeppinn frá Subaru Hvenær: Sumar Verð frá: 6.990.000 kr.
Renault
Hinn nýi Mégane E-TECH Electric felur í sér rafbyltinguna sem Renault hóf fyrir áratug. Hvenær: Sumar Verð frá: 5.390.000 kr.
Renault Austral - Austral mun koma með nýja E-TECH Full Hybrid vél. Hvenær: Lok árs Verð: Væntanlegt Renault Megane e-tech


Nissan
Nissan Ariya - 100% rafknúinn jeppi frá Nissan með allt að 500 km drægni Hvenær: Sumar Verð: Væntanlegt Renault Austral