FÍB Blaðið 1.tbl. 2021

Page 12

Ábending til neytenda vegna bílakaup Tvenns konar fyrirkomulag er að mestu viðhaft hér á landi þegar þriðji aðili, bílasali eða þjónustusali, býður bíla til kaups erlendis frá. 1. Bílasalinn er seljandi: Bílasali býður viðskiptavini bíl til kaups og kemur þá fram gagnvart honum sem seljandi og sá sem afsalar bílnum til kaupanda. Neytendakaupalög nr. 48/2003 gilda sé kaupandi einstaklingur en ella lög um lausafjárkaup nr. 50/2000. Komi fram galli í skilningi laganna eða aðrar vanefndir af hálfu bílasala getur kaupandi haft uppi sjálfstæða kröfu gagnvart viðkomandi bílasala, þ.e. seljandanum, og leitað úrlausnar dómstóla hér á landi ef á reynir. 2. Bílasalinn er ekki seljandi heldur veitandi þjónustu: Þegar aðili tekur að sér að veita þjónustu sem lýtur að því að finna bíl og sjá um innflutning á honum er staðan allt önnur. Í þeim tilvikum er neytandinn hér á landi (eða annar kaupandi) að semja beint um kaup við einhvern erlendan aðila sem hann þó hefur að jafnaði engar sérstakar upplýsingar um, enda er þjónustuveitandinn iðulega sá eini sem á

12

FÍB-blaðið

í samskiptum við seljandann ytra. Reynist bíllinn haldinn galla af einhverju tagi eða aðrar vanefndir eru af hálfu seljanda getur kaupandi yfirleitt ekki beint kröfu sinni neitt annað en að hinum erlenda aðila. Afar kostnaðarsamt og erfitt getur reynst fyrir einstakling hér á landi að fylgja eftir slíkri kröfu og réttarstaða hans getur jafnframt verið verri, enda óvíst að seljandinn sé þá af því tagi að neytendalöggjöf ytra eigi við. Enn fremur eru miklar líkur á að aðstaðan sé sú að ágreiningur eigi ekki við fyrir íslenskum dómstólum. Ábyrgð framleiðenda gildir innan evrópska efnahagssvæðisins. Þannig ábyrgðarmál er mögulegt að sækja til umboðsaðila viðkomandi ökutækis hér á landi. Þjónustuveitendur sem miðla bílum erlendis frá til kaupenda hér á landi segjast vinna það í umboði viðskiptavinar. Ábyrgð þessa þjónustuaðila eða bílasala lýtur fyrst og fremst að þeim skyldum sem þjónustuseljandi hefur. Sú skylda nær þá a.m.k. til þess að skoða bifreið með fullnægjandi hætti (sé um það samið), standa að gerð skjala sem við eiga o.s.frv.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.