Draumahúsið mitt - Verkefnabók

Page 34

Umhverfi draumahússins Í þessu verkefni segi ég betur frá umhverfinu í kringum húsið mitt. Ef húsið mitt er staðsett á jörðinni þá skrifa ég um það land og/eða landshluta þar sem húsið mitt stendur. Ég skrifa um landslagið í kring, helstu náttúruperlur og dýrategundir sem finnast á svæðinu. Ef húsið mitt er staðsett á annarri plánetu skrifa ég um þá plánetu og umhverfið á henni. Ef ég vil má ég velja að hanna garðinn í kringum húsið mitt. Þá teikna ég garðinn upp, nefni plönturnar sem þar finnast og finn annan efnivið í garðinn. Verkefninu skila ég inn á tölvutæku formi (t.d. Word, Canva, Powerpoint) í skilahólf á Mentor. Áður en ég skila fer ég yfir stafsetningu með Skramba (https://skrambi.arnastofnun.is/) eða öðru forriti sem fer yfir stafsetningu. Viðmið um árangur

o o o

A) Nemandi tilgreinir hvar húsið sitt stendur.

o o o o o o o

D) Nemandi lýsir að minnsta kosti fimm einkennum umhverfis í kringum húsið.

B) Ef valið er að hanna garð: nemandi teiknar upp garðinn. C) Ef valið er að hanna garð: nemandi tilgreinir að minnsta kosti 5 tegundir plantna, lýsir þeim og tilgreinir staðsetningu þeirra í garðinum. E) Nemandi notar að minnsta kosti 3 myndir við framsetningu. F) Nemandi vinnur verkefnið einn og í tölvu. G) Nemandi skilar verkefninu með færri en 10 stafsetningarvillum. H) Nemandi skýrir skjalið sitt með nafni. I) Nemandi skilar verkefninu á Mentor. J) Nemandi skilar á réttum tíma.

Skiladagur: 18. nóvember 2022 Um sein skil: Þau sem skila seint hafa ekki möguleika á einkunninni framúrskarandi. Veikindi eða önnur útskýrð fjarvera er að sjálfsögðu tekin til greina. Nemendur geta alltaf samið við kennara um annan skiladag með góðum rökum.

34


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.