
1 minute read
Draumastarfið í draumahúsinu
Draumahúsinu fylgir draumastarfið. Þetta er algert draumalíf sem ég lifi. Kannski starfa ég við eitt ákveðið starf, kannski er ég í tveimur vinnum. Kannski vinn ég mjög fjölbreytta vinnu sem verktaki. Ég gæti verið að vinna fyrir aðra, kannski stýri ég mínu eigin fyrirtæki. Hversu mikið vinn ég á viku? Hvar er vinnustaðurinn minn? Er hann langt frá heimilinu eða er hann heima hjá mér? Hvernig fer ég til og frá vinnu? Ég greini líka frá því hvað ég fæ í laun á hverjum mánuði. Með vitneskju um launin mín reikna ég út greiðslugetu mína. Ég get gert það til dæmis með því að Google-a „Greiðslugeta reiknivél“ og fikrað mig áfram þaðan.
Viðmið um árangur
Advertisement
o A) Nemandi tilgreinir við hvað hann starfar. o B) Nemandi tilgreinir hvar hann starfar. o C) Nemandi greinir frá tilhögun vinnutíma síns. o D) Nemandi tilgreinir hvernig hann kemst til og frá vinnu. o E) Nemandi tekur fram hversu langan tíma það tekur að komast til og frá vinnu. o F) Nemandi skýrir frá að minnsta kosti 3 verkefnum sem hann fæst við í sinni vinnu. o G) Nemandi tilgreinir árslaun sín í íslenskum krónum og einni annarri mynt. o H) Nemandi notar 2 myndir við framsetningu. o I) Nemandi reiknar út greiðslugetu. o J) Nemandi tekur fram hver greiðslugeta hans er á mánuði. o K) Nemandi skilar inn á Mentor. o L) Nemandi skilar á réttum tíma.
Skiladagur: 18. nóvember 2022
Um sein skil: Þau sem skila seint hafa ekki möguleika á einkunninni framúrskarandi. Veikindi eða önnur útskýrð fjarvera er að sjálfsögðu tekin til greina. Nemendur geta alltaf samið við kennara um annan skiladag með góðum rökum.