
1 minute read
Innréttingar í draumahúsinu
Ég vel mér innréttingar í húsið mitt. Ef ég er með eldhús í húsinu mínu þá vil ég kannski líka hafa eldhúsinnréttingu. Ef ég er með baðherbergi þá vil ég kannski hafa innréttingu þar? Kannski vil ég hafa innréttingu á öðrum stöðum í húsinu mínu. Þegar ég hef ákveðið hvar ég set innréttingar vel ég mér hvernig innréttingar skulu vera. Ég teikna upp innréttingarnar, annað hvort með aðstoð teikniforrits, jafnvel sama forrits og ég teikna húsið mitt í, eða á blað. Mynd(um) af innréttingunni skila ég inn á Mentor. Ég get til dæmis tekið skjáskot af forritinu sem ég nota eða tekið ljósmynd af teikningu ef ég teikna á blað. Það er gott að ákveða hvernig innréttingar ég vil bæði til þess að átta mig á hvað passar inn í mitt hús og eins hvað ég hef pláss fyrir í minni innréttingu. Þá get ég líka reiknað út hvað innréttingin kostar, ef ég vil vita það. Það get ég til dæmis gert ef ég geri eldhúsið mitt í IKEA kitchen planner. Að þessu lokni finn ég tólf dönsk orð yfir hluti sem eru í húsinu mínu. Til þess að gera það ákveð ég fyrst hvaða hluti ég vil nefna. Þar á eftir finn ég dönsk heiti á þeim. Það get ég gert með annað hvort hjálp orðabókar, google translate eða öðru. Ég vanda mig við stafsetningu og styðst við orðabók (efnislega eða rafræna) við ritun orðanna.
Viðmið um árangur
Advertisement
o A) Nemandi ákveður hvar hann vill setja innréttingu. o B) Nemandi teiknar upp innréttingarnar í tölvu eða á blaði. o C) Nemandinn skilar blaði með upplýsingum um hvar hann hefur innréttingar. o D) Nemandinn teiknar innréttingar upp í viðeigandi forriti (ef skilað á tölvutæku formi) eða á blaði. o E) Nemandinn skrifar að minnsta kosti tólf dönsk orð yfir hluti sem eru í húsinu. o F) Nemandinn skrifar dönsku orðin tólf með færri en þremur stafsetningarvillum. o G) Nemandi skrifar íslensku þýðingu orðanna. o H) Nemandi skilar verkefninu á Mentor. o I) Nemandi skilar á réttum tíma.
Skiladagur: 18. nóvember 2022
Um sein skil: Þau sem skila seint hafa ekki möguleika á einkunninni framúrskarandi. Veikindi eða önnur útskýrð fjarvera er að sjálfsögðu tekin til greina. Nemendur geta alltaf samið við kennara um annan skiladag.