
1 minute read
Enskumælandi gestur í draumahúsið
Ég hef ákveðið hvaða húsgögn/hluti ég vil hafa í draumahúsinu. Að reka heimili getur verið mikil vinna. Þess vegna er möguleiki á að ég muni vilja aðstoð á heimilið. Og mögulega frá enskumælandi manneskju. Ég gæti viljað fá Au Pair ef ég eignast börn. Kannski fæ ég vinnumann til mín í starfsnám erlendis frá. Kannski vil ég enga hjálp og vil frekar hjálpa öðrum. Þá get ég tekið að mér erlendan skiptinema eða boðið flóttafólki í mat. Til þess að geta leiðbeint þeim um húsið er gott að kunna ensku orðin yfir húsgögnin. Þess vegna æfi ég mig í þeim setningum sem ég mun beita. Ég skrifa þess vegna niður 10 setningar á ensku sem innihalda enskt orð yfir húsgagn. T.d. „The oven is in the kitchen and I use it to cook the dinner.“ eða „Can you please go and fetch the kettle so I can make my tea?“ Með þessu get ég verið betur undirbúin(n) fyrir það ef ég skyldi fá erlent fólk inn á heimilið. Ég tilgreini hvaða manneskju ég mun fá til mín og útskýri stuttlega fyrir henni helstu verkefni eða upplýsingar. Ég glósa þessi 10 orð og skila þeim með verkefninu. Ég má skila annað hvort á stafrænu formi eða á blaði.
Viðmið um árangur
Advertisement
o A) Nemandi tekur fram nafnið á þeim sem hann talar við. o B) Nemandi lýsir í að minnsta kosti 3 málsgreinum ástæðu komu manneskjunnar. o C) Nemandi notar að minnsta kosti 2 liti við framsetningu. o D) Nemandi skrifar 10 setningar á ensku. o E) Nemandi notar 10 ensk orð yfir ákveðin húsgögn/hluti á heimilinu. o F) Nemandi glósar 10 ensk orð yfir ákveðin húsgögn/hluti á heimilinu. o G) Nemandi tekur fram íslenska og enska orðið í glósunum sínum. o H) Nemandi skilar verkefninu á Mentor EÐA beint til kennara. o I) Nemandi skilar á réttum tíma.
Skiladagur: 18. nóvember 2022
Um sein skil: Þau sem skila seint hafa ekki möguleika á einkunninni framúrskarandi. Veikindi eða önnur útskýrð fjarvera er að sjálfsögðu tekin til greina. Nemendur geta alltaf samið við kennara um annan skiladag með góðum rökum.