1 minute read

Bygging draumahússins

Nú er komið að því að byggja húsið mitt í 3D og ég að nota tæknina til að hjálpa mér. Forrit sem ég get notað eru til að mynda: « Minecraft « homebyme « Homestyler « Roomsketcher « Planner5d Ég kann mögulega ekki á neitt af þessum forritum en ég er að læra á þau. Ég læri með því að prufa, fikta og gera mistök. Þetta verkefni getur verið mjög skemmtilegt og getur tekið svolítinn tíma. Þess vegna nýti ég tímann vel og skipulegg mig í þessari vinnu. Það sem ég passa sérstaklega er að önnur verkefni sitji ekki á hakanum. Ég gef mér aðeins 5 kennslustundir í skólanum til þess að gera þetta verkefni og skrái alltaf í bókina mína hvaða kennslustundir ég nota. Ef ég klára ekki byggingu hússins í skólanum finn ég leiðir til þess að klára það heima. 1. Kennslustund: _________________________________________________________ 2. Kennslustund: _________________________________________________________ 3. Kennslustund: _________________________________________________________ 4. Kennslustund: _________________________________________________________ 5. Kennslustund: _________________________________________________________

Viðmið um árangur

Advertisement

o A) Nemandi byggir húsið sitt í 3D. o B) Nemandi notar aðeins 5 kennslustundir í verkefnið. o C) Nemandi skráir niður hér að ofan með penna hvaða kennslustundir eru notaðar. Það sem nemandi tekur fram er dagsetning og tímasetning tímans. Það er hvenær kennslustundin hefst og hvenær henni lýkur. o D) Nemandi segir „ég er að læra þetta“ í stað „ég kann þetta ekki.“ o E) Nemandi segir „ég er að reyna að skilja.“ í stað „ég skil ekki.“ o F) Nemandi semur við kennara vilji hann nýta fleiri kennslustundir í verkefnið. o G) Nemandi skilar verkefni á réttum tíma.

Skiladagur: 18. nóvember 2022

Um sein skil: Þau sem skila seint hafa ekki möguleika á einkunninni framúrskarandi. Veikindi eða önnur útskýrð fjarvera er að sjálfsögðu tekin til greina. Nemendur geta alltaf samið við kennara um annan skiladag með góðum rökum.

This article is from: