1 minute read

Gólfefni draumahússins – 8. bekkur

Ég vil vita hvað húsið mitt er stórt. Ég ákveð hvaða efni ég set á gólfin. Flísar, parket, teppi, gras? Það er mögulega mismunandi gólfefni sem ég vil hafa á baðherberginu og í svefnherberginu. Ég skrifa fermetrastærð hvers herbergis og rýmis á teikninguna og heildarflatarmál hússins míns. Ég vel gólfefni á allt húsið og reikna hvað það kostar. Það get ég gert með því að finna fermetraverð á þeim gólfefnum sem ég vil hafa.

Viðmið um árangur

Advertisement

o A) Nemandi merkir verkefnið sitt. o B) Nemandi skrifar fermetra að minnsta kosti 3 herbergja inn á teikningu. o C) Nemandi skrifar heildaflatarmál hússins á teikningu. o D) Nemandi velur að minnsta kosti 2 tegundir gólfefnis. o E) Nemandi gerir kostnaðaráætlun gólfefnis. o F) Nemandi tekur fram mismunandi fermetraverð mismunandi gólfefna. o G) Nemandi skilar á sléttu blaði til kennara. o H) Nemandi skilar á réttum tíma.

Skiladagur: 11. nóvember 2022

Um sein skil: Þau sem skila seint hafa ekki möguleika á einkunninni framúrskarandi. Veikindi eða önnur útskýrð fjarvera er að sjálfsögðu tekin til greina. Nemendur geta alltaf samið við kennara um annan skiladag með góðum rökum.

This article is from: