
1 minute read
Dagur í lífi mínu í draumahúsinu
Hér segi ég frá einum degi í lífi einstaklings sem býr í húsinu. Ég get t.d. verið gæludýrið, yngsta barnið eða ég sjálf(ur). Hvernig byrjar dagurin? hvað gerist yfir daginn og hvernig endar dagurinn? Dagurinn getur verið ósköp venjulegur eða mjög óvenjulegur. Verð ég vitni að glæp? Hjálpa ég nágranna í vanda? Fer ég í leiðangur um nágrennið? Er eitthvað spennandi eða óvænt sem gerist á þessum tiltekna degi? Ég skrifa söguna í Word of skila henni inn á Mentor.
Viðmið um árangur
Advertisement
o A) Nemandi í 8. og 9. bekk skrifar 300 orð. Nemandi í 10. bekk skrifar 500 orð. o B) Nemandi notar 12 punkta letur. o C) Nemandi notar 1,5 línubil. o D) Nemandi skrifar söguna í fyrstu persónu. o E) Nemandi skrifar söguna í einni tíð. o F) Nemandi velur titil á söguna sína. o G) Nemandi skilar sögunni með minna en 10 stafsetningarvillum. o H) Nemandi skýrir Word skjalið með titli sögunnar og nafni nemanda. o I) Nemandi skilar verkefninu á Word formi. o J) Nemandi skilar inn á Mentor. o K) Nemandi skilar á réttum tíma.
Skiladagur: 11. nóvember 2022
Um sein skil: Þau sem skila seint hafa ekki möguleika á einkunninni framúrskarandi. Veikindi eða önnur útskýrð fjarvera er að sjálfsögðu tekin til greina. Nemendur geta alltaf samið við kennara um annan skiladag með góðum rökum.