1 minute read

Mín eigin verkefnalýsing

Nú er húsið mitt tilbúið. Það sem ég geri núna er að ákveða hvernig ég kynni húsið. Fyrir hvern kynni ég og hvernig? Ég get til dæmis sett upp glærukynningu eða hannað plaggat. Ég get útbúið myndband og talað undir það eða hvað sem er. Ég get kynnt fyrir kennurum, nokkrum bekkjarfélögum, skólastjóra eða allri unglingadeildinni. Þegar ég hef ákveðið hvernig ég skila kynningunni geri verkefnalýsingu fyrir verkefnið sem ég vinn eftir og kennari notar til að meta verkefnið. Ég get fundið sniðmát að verkefnalýsingu undir þessu verkefni á Mentor.

Viðmið um árangur

Advertisement

o A) Nemandi skrifar 50 orða verkefnalýsingartexta fyrir ofan viðmið um árangur. o B) Nemandi skrifar verkefnalýsingartextann í fyrstu persónu. o C) Nemandi skrifar verkefnalýsingartextann í nútíð. o D) Nemandi skýrir verkefnið sitt „Kynning á draumahúsinu“. o E) Nemandi skrifar að minnsta kosti 8 viðmið um árangur, merkir þau með bókstöfum og skrifar viðeigandi bókstafi inn í einkunnarskjalið á blaðsíðu 47. o F) Nemandi skrifar viðmið um árangur sem eitthvað sem nemandi gerir eða gerir ekki. o G) Nemandi nefnir 1 hlut um það hvað skal koma fram í verkefninu. o H) Nemandi nefnir ramma um það hvernig verkefnið skal unnið. o I) Nemandi setur fram 1 viðmið tengt skapandi hugsun. o J) Nemandi tekur fram hvernig vinnulagi skal háttað (stafsetning, lengd, annað...). o K) Nemandi tekur fram hvar hann á að skila verkefninu. o L) Nemandi tekur fram að hann eigi að skila á réttum tíma. o M) Nemandi vinnur að verkefnalýsingunni í samráði við kennara. o N) Nemandi skilar verkefnalýsingunni sinni inn í Word formi á Mentor. o O) Nemandi tekur fram á hvaða tungumáli hann skilar verkefninu. o P) Nemandi tilgreinir skiladag á kynningunni á bilinu 21.-25. nóvember 2022. o Q) Nemandi límir verkefnalýsinguna á næstu blaðsíðu í þessu hefti. o R) Nemandi skilar verkefnalýsingu á réttum tíma.

Skiladagur: 24. nóvember 2022

Um sein skil: Þau sem skila seint hafa ekki möguleika á einkunninni framúrskarandi. Veikindi eða önnur útskýrð fjarvera er að sjálfsögðu tekin til greina. Nemendur geta alltaf samið við kennara um annan skiladag með góðum rökum.

This article is from: